Á HM í annað sinn

Á HM í annað sinn

Katar tryggði sér í kvöld sæti á HM 2026 í knattspyrnu karla í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó með því að leggja Sameinuðu arabísku furstadæmin að velli, 2:1, í hreinum úrslitaleik í undankeppni Asíu um sæti á mótinu.

Tölvur með Windows 10 berskjaldaðar fyrir netárásum

Tölvur með Windows 10 berskjaldaðar fyrir netárásum

Tölvur sem nota Windows 10 stýrikerfið gætu orðið berskjaldaðar fyrir hvers konar árásum á næstu mánuðum. Microsoft hætti í dag að þjónusta forritið og öryggistjóri hjá OK segir mikilvægt að fólk fái sér nýtt stýrikerfi. Það ætlaði allt um koll að keyra, erlendis en ekki síður hér á landi, þegar Microsoft gaf út stýrikerfið Windows 95 sama ár, þar sem fólk beið í röðum eftir að komast yfir glænýja uppfærslu af þessu vinsælasta stýrikerfi heims. Síðan þá hafa reglulegar uppfærslur verið á Windows-kerfinu, en tíu ár eru frá þeirri síðustu. Windows 11 tekur frá og með deginum í dag formlega við forvera sínum númer 10. „Þetta þýðir núna að ef það koma upp einhverjir nýir veikleikar í Windows 10, eða einhver vandamál sem koma upp, að þá mun Microsoft ekki laga það,“ segir Arnar S. Gunnarsson, öryggisstjóri hjá OK. Lykilorð, gögn, myndir og fleira sé því í hættu bregðist fólk ekki við. Hægt er að uppfæra stýrikerfið með því að stimpla Windows 11 inn í leitarvél. Það kostar ekkert. Arnar segir að um 35 þúsund fyrirtækjatölvur séu í dag keyrðar á stýrikerfi Windows 10. „Það eru skelfilegar tölur,“ segir hann, með vísan í gagnaöryggi. Þá segir hann einfalt að kanna hvort fólk sé með Windows 10 eða 11. „Það er start-takkinn góði. Ef hann er í miðjunni þá geturðu gengið úr frá því að þú sért með Windows 11. En ef hann er enn í horninu þá ertu með Windows 10 eða eldra.“ Aftur á móti er aðeins hægt að uppfæra nýleg tæki. „Tölvur eldri en sirka fimm ára er hreinlega ekki hægt að uppfæra. Þá þarf að huga að því að kaupa nýja tölvu.“