Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli

Búið er að draga í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og Breiðablik fékk nokkuð skemmtilegan drátt. Liðið fær tvo heimaleiki þar sem liðið getur gert sér vonir um góð úrslit, gegn Shamrock Rovers og KuPS. Logi Tómasson mætir svo með Samsunspor frá Tyrklandi Í Kópavoginn. Blikar fengu hins vegar erfiða útileiki, helst má nefna Shaktar Donetsk og Strasbourg Lesa meira

Viska stofnar nýjan sjóð sem mun einkum fjár­festa í hluta­bréfum

Viska stofnar nýjan sjóð sem mun einkum fjár­festa í hluta­bréfum

Fjárfestingafélagið Viska Digital Assets hefur tekið upp nýtt nafn og heitir nú Viska sjóðir. Samhliða nafnabreytingunni kynnir félagið nýjan sjóð, Viska macro, sem byggir á heildarsýn félagsins á alþjóðlegu efnahagsumhverfi. Nýr sjóður leggur áherslu á fjárfestingar í tækni og hörðum eignum, þar sem uppgangur gervigreindarinnar og áhrif hennar á hagkerfi eru leiðandi stef í stefnu sjóðsins.

Svíar kalla rússneska sendiherrann á fund

Svíar kalla rússneska sendiherrann á fund

Utanríkisráðuneyti Svíþjóðar hefur kallað sendiherra Rússlands á fund til að mótmæla stöðugum árásum Rússa á úkraínskar borgir og almenna borgara. Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherra, segir á samfélagsmiðlinum X að Rússar sýni með gjörðum sínum að þeir hafi ekki áhuga á friði. „Ríkisstjórnin hvetur Rússa til að draga allt herlið sitt til baka af úkraínsku yfirráðasvæði.“ Skemmdir urðu á sendiskrifstofum Evrópusambandsins og bresku ræðismannsskrifstofunni í Kyiv, höfuðborg Úkraínu, í loftárás Rússa í gær. 23 létust í árásinni. Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Kanada á fundi í Helsinki í ágúst. Stenergard er lengst til hægri á myndinni.AP/Lehtikuva / Roni Rekomaa

Segir miklar afhjúpanir í Geirfinnsmálinu framundan – „Þá förum við út með þetta“

Segir miklar afhjúpanir í Geirfinnsmálinu framundan – „Þá förum við út með þetta“

Sigurður Björgvin, höfundur bókarinnar Leitin að Geirfinni, segir að framundan séu frekari afhjúpanir um meinta yfirhylmingu Keflavíkurlögreglunnar, undir stjórn Valtýs Sigurðssonar, varðandi afdrif Geirfinns Einarssonar sem hvarf að kvöldi 19. nóvember árið 1974. Soffía Sigurðardóttir, systir Sigurðar, birti grein á Vísir.is í fyrrakvöld sem hefur vakið mikla athygli. Soffía vann að bókinni með bróður sínum Lesa meira

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Antony, kantmaður Manchester United, er svo staðráðinn í að yfirgefa félagið að hann hefur flutt út úr glæsihúsi sínu og dvelur nú á flugvallarhóteli nærri Manchester Airport. Brasilíumaðurinn hefur verið upplýstur af þjálfaranum Rúben Amorim um að hann eigi enga framtíð hjá félaginu, þrátt fyrir að hafa átt gott tímabil í láni hjá Real Betis Lesa meira