Íslenska vörnin þarf að vera þéttari

Íslenska vörnin þarf að vera þéttari

„Klárlega þarf liðið að vera betra varnarlega frá fyrstu mínútu. Við vorum að leka alltof mikið af stigum á okkur í báðum hálfleikjum við Ísrael,“ segir Finnur Freyr meðal annars. Helgi Már Magnússon er á því að það sé alveg hægt að lifa með því að fá á sig margar þriggja stiga körfur ef menn standa vörnina betur inn í teig og verjist betur sniðskotum og boltanum undir körfunni. Það hefði hins vegar ekki gengið á móti Ísrael. Sjá má umræðurnar í Framlengingunni sem er aðgengileg hér fyrir ofan.

Af­hjúpaði eigin njósnara á X

Af­hjúpaði eigin njósnara á X

Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, afhjúpaði eigin njósnara á dögunum. Hún tilkynnti í síðustu viku að 37 starfsmenn nokkurra leyniþjónusta hefðu verið sviptir heimild til að skoða leynilegar upplýsingar og nafngreindi þá í yfirlýsingu. Þar af var einn sem hafði unnið sem leynilegur útsendari CIA.

45% segjast óánægð með störf Heiðu Bjargar

45% segjast óánægð með störf Heiðu Bjargar

Einungis 19% borgarbúa eru ánægðir með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar Maskínu. Könnunin fór fram 18. til 25. ágúst og voru svarendur 1.029 talsins. Var könnunin lögð fyrir Þjóðgátt Maskinu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu og voru svarendur 18 ára og eldri með Lesa meira