Í kvöld: Ísland – Færeyjar
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Færeyjum í kvöld í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins í handbolta. Ísland mætti Færeyjum í tvígang í undankeppni EM 2024. Þar hafði Ísland betur í báðum leikjum. Fimm marka sigur vannst í fyrri leiknum, 28-23, og í þeim seinni vann Ísland með fjórum mörkum, 24-20. Töluverðar breytingar hafa orðið á íslenska liðinu að undanförnu og reynslumiklir leikmenn hafa ýmist lagt skóna á hilluna og þar að auki eru tvær sem eiga von á barni. Leikurinn fer fram í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal og hefst klukkan 19:30. Þá verður hann einnig sýndur á RÚV 2 og Stofan mun hita upp frá klukkan sjö.