Í kvöld: Ísland – Færeyjar

Í kvöld: Ísland – Færeyjar

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Færeyjum í kvöld í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins í handbolta. Ísland mætti Færeyjum í tvígang í undankeppni EM 2024. Þar hafði Ísland betur í báðum leikjum. Fimm marka sigur vannst í fyrri leiknum, 28-23, og í þeim seinni vann Ísland með fjórum mörkum, 24-20. Töluverðar breytingar hafa orðið á íslenska liðinu að undanförnu og reynslumiklir leikmenn hafa ýmist lagt skóna á hilluna og þar að auki eru tvær sem eiga von á barni. Leikurinn fer fram í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal og hefst klukkan 19:30. Þá verður hann einnig sýndur á RÚV 2 og Stofan mun hita upp frá klukkan sjö.

Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“

Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“

Stjórn Ungra Repúblikana í Bandaríkjunum kallaði í gær eftir því að margir af leiðtogum samtakanna á landsvísu stigju til hliðar. Það var eftir að samskipti þeirra á Telegram rötuðu í hendur blaðamanna, sem sögðu frá því að umræddir leiðtogar hefðu ítrekað lýst yfir aðdáun á Hitler, lofað þrælahald og talað með mjög neikvæðum hætti um konur, litað fólk og aðra.

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Fabio Paratici er snúinn aftur til Tottenham Hotspur sem yfirmaður knattspyrnuála eftir að hafa lokið 30 mánaða banni vegna bókhaldsbrota. Ítalinn hlaut bannið í sinni fyrstu lotu hjá félaginu vegna meintra fjármálamisferla sem áttu rætur að rekja til starfstíma hans hjá Juventus snemma árs 2023. Paratici áfrýjaði ákvörðuninni síðar, án árangurs, og steig formlega frá Lesa meira

Hin útgáfa vikunnar í boði Beck

Hin útgáfa vikunnar í boði Beck

Í Hinni útgáfunni í Morgunverkunum á Rás 2 heyra hlustendur þekkt lag í útgáfu sem þeir hafa ef til vill ekki heyrt áður. Að þessu sinni var það Beck sem bauð upp á hina útgáfuna. Árið 2009 var Beck með frábært verkefni sem hann kallaði Beck ́s Record Club. Hann fékk vel valda vini í heimsókn til að taka upp sígilda plötu eins og hún lagði sig án æfingar. Það var bara ýtt á upptöku, spilað og skellt á Youtube. Meðal platna sem Beck og félagar spreyttu sig á voru The Velvet Underground & Nico, Songs of Leonard Cohen og Kick með INXS. Lagið sem var spilað í Morgunverkunum er einmitt af henni.

Bað ráðherra að taka afstöðu til ummæla Gísla Marteins

Bað ráðherra að taka afstöðu til ummæla Gísla Marteins

Snorri Másson, varaformaður og þingmaður Miðflokksins, viðraði þá hugmynd í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að skera niður á sviði „skemmtiefnis sem sumt hvert er orðið hálfgerður pólitískur áróður“ hjá Ríkisútvarpinu og vísaði sérstaklega til Gísla Marteins Baldurssonar, þáttarstjórnanda skemmtiþáttanna Vikunnar með Gísla Marteini. Snorri sagði Gísla Martein vera „hugmyndafræðilegan ritstjóra Ríkisútvarpsins“ og vakti athygli á honum sem „næstu...

Sigríður verður þingflokksformaður

Sigríður verður þingflokksformaður

Sigríður Á. Andersen verður þingflokksformaður Miðflokksins. Tekur hún við af Bergþóri Ólasyni sem sagði sig frá formennsku þingflokksins í síðustu viku. Tillaga formannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var samþykkt einróma á þingflokksfundi í dag. Val formannsins kemur ekki á óvart enda Sigríður með töluverða þingreynslu að baki. Hún var jafnframt dómsmálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn en gekk til liðs við Miðflokkinn fyrir kosningarnar í fyrra. RÚV / Ragnar Visage

Valtýr Stefánsson Thors hlaut Míuverðlaunin

Valtýr Stefánsson Thors hlaut Míuverðlaunin

Míuverðlaunin voru haldin í veislusalnum Sjálandi í gærkvöld. Verðlaunin, sem veitt hafa verið síðustu sex ár, eru til þess gerð að heiðra þá sem komið hafa að þjónustu við langveik börn og fjölskyldu þeirra með einum eða öðrum hætti. Verðlaunin eru gefin undir góðgerðarfélaginu Mia Magic og er hægt að senda inn tilnefningar til verðlaunanna Lesa meira