
Ómar laut í lægra haldi í héraðsdómi
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað konu af kröfu Ómars R. Valdimarssonar lögmanns í máli sem snýr að endurgjaldi vegna lögmannsstarfa hans fyrir hana árið 2022.
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað konu af kröfu Ómars R. Valdimarssonar lögmanns í máli sem snýr að endurgjaldi vegna lögmannsstarfa hans fyrir hana árið 2022.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vakti mikla athygli á Gasa-friðarfundinum í Egyptalandi er hann ræddi við eiganda Manchester City, Sheikh Mansour, og kom inn á auð hans. Friðarfundurinn fór fram í Sharm El-Sheikh í gær, þar sem leiðtogar víðs vegar að úr heiminum komu saman til að ræða næstu skref í átt að langtíma friði á Gasa. Lesa meira
Ótrúlegt atvik átti sér stað þegar Valur og Fram mættust í úrvalsdeild kvenna í handbolta í síðustu viku.
Einfalda þarf reglur, hækka þröskulda og létta á framkvæmd samrunaeftirlits til að tryggja fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi sem styður við nýsköpun og hagvöxt. Þetta kemur fram í nýrri greiningu frá viðskiptaráði en ráðið stendur fyrir fundi í dag.
Veðrið í sumar var óvenju gott sérstaklega með tilliti til loftmyndatöku. Hægt var að taka loftmyndir í öllum landshlutum en oft er það þannig með íslenska sumarið að sólardögum er misskipt milli austur- og vesturhluta landsins. Fyrir þremur árum náðist að endurnýja myndir af öllu hálendi landsins og hefur fyrirtækið síðan þá einbeitt sér að Lesa meira
Um tíu þúsund manns komu saman í Aþenu og Þessalóníku í morgun til að krefjast þess að ríkisstjórnin falli frá áformum um að heimila allt að þrettán klukkustunda langa vinnudaga. Starfsmenn Aþenu-borgar lögðu niður störf sem hafði mikil áhrif á almenningssamgöngur í borginni. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið verður í gríska þinginu á morgun. Gríska stjórnin segir þetta ekki fela í sér miklar breytingar því það sé aðeins verið að heimila lengri vinnudag. En stjórnarandstæðingur og verkalýðsfélög hafa gagnrýnt að neiti starfsmenn því að vinna lengur geti þeir átt hættu á því að missa vinnuna. Sum verkalýðsfélaganna hafa gengið lengra og kallað þetta nútímaþrælahald. Hefðbundinn vinnudagur í Grikklandi er átta klukkustundir og heimilt að greiða yfirvinnu þegar unnið er lengur. Ríkisstjórn Kyriakos Mitsotakis hefur unnið að því að breyta vinnulöggjöfinni um nokkurt skeið. Hún hefur þegar lögfest sex daga vinnuviku og aukið sveigjanleika fyrir atvinnurekendur að kalla fólk til vinnu á álagstímum, til dæmis yfir sumartímann í ferðaþjónustunni.
Sonur knattspyrnumannsins Viðars Örns Kjartanssonar og Sylvíu Rósar Arnarsdóttur kom í heiminn 11. október.
Flugumferðarstjórar hafa boðað vinnustöðvun á sunnudagskvöld vegna stöðunnar í kjaraviðræðum þeirra. Þeir hafa verið samningslausir frá áramótum en að sögn formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra strandar málið á launaliðnum.
Áformað er að fyrsta vinnustöðvunin verði frá klukkan tíu á sunnudagskvöld fram til þrjú aðfaranótt mánudags.
„Hvernig getur Ísland — land sem státar sig af verndun mannréttinda, samstöðu og samkennd — tekið þátt í þessari grimmd Pútíns?“ segja þær Diana Burkot og Nadya Tolokonnikova, liðskonnur Pussy Riot og pólitískar flóttakonur frá Rússlandi. Þær birta skoðanagrein á Vísi um mál hjónanna Gadzhi Gadzhiev og Mariam Taimova en þeim var vísað frá landinu Lesa meira
Útlit er fyrir að umtalverður samdráttur verði í heildarskipakomum skemmtiferðaskipa á næstunni.
Tindastóll mætir norska liðinu Gimle BK í 2. umferð í ENBL-deildinni í körfubolta klukkan 19.15 í kvöld.
Miðflokkurinn vill að samin verði ný aðalnámskrá fyrir grunnskóla frá grunni. Það sé óforsvaranlegt að ungmenni fari í gegnum grunn- og framhaldsskóla án þess að kynnast bókmenntum þjóðarinnar og sögu landsins. Þetta kemur fram í stjórnmálaályktun sem var samþykkt á landsþingi flokksins um helgina, en birt í morgun. Í ályktuninni segir að stóraukna áherslu þurfi á hefðbundið grunnnám í skólakerfinu en minna af „innrætingu á sviði nýjasta rétttrúnaðarins“. Nokkur umræða var um það fyrir helgi að aðeins þriðji hver framhaldsskólanemi læsi bók eftir Halldór Laxness á skólagöngu sinni. Snorri Másson, nýkjörinn varaformaður Miðflokksins, sagði það skandal og að í því fælist uppgjöf. Þetta orðalag er einmitt að finna í ályktuninni, þar sem segir að þessi uppgjafarnálgun megi ekki viðgangast. Nokkuð er rætt um rétttrúnað í ályktuninni. Þar segir að ákvarðanataka í stjórnmálum hafi í auknum mæli markast af rétttrúnaði og kreddum sem fari ekki saman við raunveruleikann. Grundvallarreglur réttarríkisins hafi þannig mátt víkja fyrir hinum nýja rétttrúnaði.
Hverfisráð Dýrafjarðar hefur farið þess á leit við bæjarráð Ísafjarðarbæjar að sótt verði um styrk til Framkvæmasjóðs ferðamannastaða til uppbyggingar útivistarsvæðis í kringum Sandafell á Þingeyri, þ.e. göngu- og hjólastígs. Í erindinu segir: „Í dag eru til stígar að hluta til upp fjallið og að útsýnis pallinum, en ekki samfellt stíganet allan hringinn. Með því […]
Flugumferðarstjórar ætla að leggja niður störf á sunnudag. Kjaradeilu þeirra og Samtaka atvinnulífsins var vísað til ríkissáttasemjara í apríl. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækin hafi fengið boðun um verkfall á sunnudag. Búist er við að fyrsta vinnustöðvunin vari frá tíu að kvöldi sunnudaginn 19. október til klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. Vinnustöðvunin verður sambærileg aðgerðum sem flugumferðarstjórar fóru í árið 2023. Hún verður á svokölluðu aðflugssvæði á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli. „Þetta hefði þau áhrif að allt flug til og frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli myndi leggjast af á þeim tíma sem vinnustöðvunin varir. Við vonum svo sannarlega að það fari ekki að gerast.“ Því gætu orðið tafir á flugum til og frá landinu, þar sem ekki verður hægt að lenda á þessum tíma. Undanþágur yrðu fyrir sjúkraflug og neyðarflug. Arnar var á leið á fund hjá ríkissáttasemjara þegar fréttastofa talaði við hann á tíunda tímanum. Hann býst við fleiri fundum í vikunni.
Stutt er síðan úrval gisti- og veitingastaða var af mjög skornum skammti á Reykjanesi. Með vaxandi fjölda erlendra ferðamanna, sem margir stoppa lengur á Reykjanesi og gista jafnvel eina nótt, hefur fjöldi gististaða, veitingahúsa og afþreyingarfyrirtækja sem stíla inn á erlenda ferðamenn og þjónusta fyrirtæki í ferðaþjónustu, fjölgað mikið þar undanfarinn áratug.