Nýir mann­auðs­stjórar hjá Eim­skip

Nýir mann­auðs­stjórar hjá Eim­skip

Eimskip hefur ráðið Erlu Maríu Árnadóttur sem mannauðsstjóra félagsins. Hún mun leiða mannauðsdeild Eimskips og samræma og þróa stefnu félagsins í mannauðsmálum á alþjóðavísu. Samhliða ráðningu Erlu tekur Vilhjálmur Kári Haraldsson, sem gegnt hefur stöðu mannauðsstjóra hjá félaginu undanfarin ár, við sem mannauðsstjóri á skrifstofu Eimskips í Rotterdam í Hollandi.

„Það var ekki ég sem drap hann“

„Það var ekki ég sem drap hann“

Franskur maður neitaði að bera ábyrgð á dauða samstarfsfélaga síns sem var sýnt í beinu vefstreymi á streymisveitunni Kick. Málið hefur vakið mikla athygli í Frakklandi og varpað ljósi á hættuleg atriði sem fólk tekur upp á og sýnir í beinni á netinu.

Óásættanleg óvirðing af hálfu ráðherra

Óásættanleg óvirðing af hálfu ráðherra

„Það er óásættanlegt að sveitarstjórnarráðherra, sem ber ábyrgð á samskiptum ríkis og sveitarfélaga, sýni sveitarstjórnum þá óvirðingu að hunsa samhljóða og langvarandi kröfur um forgangsröðun framkvæmda.“ Þetta segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi, vegna orða Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra í síðustu viku um að loforð í fyrri samgönguáætlunum séu fallin úr gildi. Hann sagðist á fundi á Egilsstöðum í síðustu viku vera óhræddur við að stokka upp forgangsröðun. Hann leggur fram nýja samgönguáætlun í haust. Jónína segir í aðsendri grein á Vísi að það hljóti að teljast ámælisvert að ráðherra gefi í skyn að samgönguáætlun sé fyrst og fremst pólitískt plagg sem breyta megi eftir hentugleikum „eða jafnvel nota sem verkfæri í kjördæmapoti“. Hún bendir á að Fjarðarheiðargöng hafi verið hluti af samgönguáætlun frá 2011 og segir að almenningur og sveitarfélög hljóti að mega vænta þess að aðgerðir fylgi í kjölfarið. „Það er ekki trúverðugt að hrósa Múlaþingi fyrir farsæla sameiningu og lýsa henni sem fyrirmynd annarra, en ætla síðan ekki að standa við þau loforð sem voru grundvallarforsenda sameiningarinnar og staðfest í samgönguáætlun.“

Stjörnulífið: „Hóg­værasti maður á jörðinni“

Stjörnulífið: „Hóg­værasti maður á jörðinni“

Þrátt fyrir að haustið sé rétt handan við hornið hefur veðrið leikið við landsmenn. September er genginn í garð og helgin með allra besta móti þar sem ástin var á alls oddi í brúðkaupum víðs vegar um landið. Fjölmargir flugu á vit ævintýranna á erlendri grundu – ýmist til slökunar á hvítum ströndum, í menningarferð eða til að hvetja íslenska landsliðið í körfubolta á Eurobasket í Póllandi.

Gummi Emil minnist Bríetar Irmu – „Ein yndislegasta manneskja sem ég hef hitt“

Gummi Emil minnist Bríetar Irmu – „Ein yndislegasta manneskja sem ég hef hitt“

Einkaþjálfarinn Guðmundur Emil Jóhannsson minnist vinkonu sinnar, Bríetar Irmu Ómarsdóttur, sem lést 24. ágúst síðastliðinn. Sjá einnig: Bríet Irma lést 24 ára að aldri: „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“ Guðmundur, eða Gummi eins og hann er kallaður, birti einlæga færslu á Instagram í Lesa meira

Búið að reka Ten Hag úr starfi

Búið að reka Ten Hag úr starfi

Bayer Leverkusen er búið að reka Erik ten Hag úr starfi stjóra eftir aðeins tvo leiki. Þessi fyrrum stjóri Manchester United tók við í sumar. Missti hann marga lykilmenn og sá fyrir sér að stýra enduruppbyggingu á liðinu. Hann fær hins vegar ekki tækifæri til þess þar sem Leverkusen hefur ákveðið að reka hann. Undir Lesa meira

Störfin koma ekki aftur til Eyja

Störfin koma ekki aftur til Eyja

Störfin sem tapast við uppsagnir 50 starfsmanna fiskvinnslufyrirtækisins Leo Seafood koma ekki aftur. Þetta er mat Arnars Hjaltalín, formanns stéttarfélagsins Drífanda. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að um mjög sérhæfð störf sé að ræða, en starfsmennirnir 50, sem missa vinnuna, eru 4% félagsmanna Drífanda.