Arctic Hydro vill sækja meiri orku úr Eyjafjarðaránni

Arctic Hydro vill sækja meiri orku úr Eyjafjarðaránni

Félagið Arctic Hydro hefur sótt um rannsóknarleyfi fyrir rennslisvirkjun í Eyjafjarðará. Áformin eru skammt komin, en verði af virkjuninni gæti hún framleitt allt að 5 megavött af raforku. Arctic Hydro er félag sem sérhæfir sig í þróun virkjanakosta og á hlut í tólf litlum og meðalstórum vatnsaflsvirkjunum á nokkrum stöðum á landinu sem telja samanlagt um 22 megavött. Þar á meðal er ein rennslisvirkjun í Eyjafjarðará, Tjarnavirkjun, sem var tekin í notkun sumarið 2020. Uppsett afl í henni er 1 megavatt en nú horfir Arctic Hydro innar í Eyjafjarðardalinn og vill byggja stærri virkjun, sem myndi virkja um 3-5 megavött. Og til að setja þessi megavött í eitthvert samhengi, þá þarf til dæmis gagnaverið sem er í byggingu á Akureyri allt að 14 megavött af orku. Sveitarstjóri fagnar áhuga á raforkuframleiðslu Áformin eru á frumstigi en sveitarstjórn í Eyjafjarðarsveit setur sig ekki upp á móti því að félagið kanni frekari virkjanakosti í ánni. Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri, sagðist raunar fagna því að einkaaðilar vilji auka orkuöryggi á Eyjafjarðarsvæðinu. Næst eru rannsóknir á vatnafari og frumhönnun virkjunar Fram undan eru rannsóknir á vatnafari og frumhönnun virkjunarinnar og Skírnir Sigurbjörnsson framkvæmdastjóri félagsins segir þau hafa frekari verkefni til skoðunar í nágrenninu. Arctic Hydro, sem samkvæmt ársreikningi 2024 tapaði 453 milljónum það árið og skuldaði þá 8,5 milljarða króna, er með fleiri virkjanakosti í undirbúningi. Þar má nefna Hamarsvirkjun og Geitdalsárvirkjun á Austfjörðum, og Hólsvirkjun og Árskógsvirkjun á Norðurlandi. Meira en 90% af félaginu er í eigu Qair Iceland ehf, sem hefur m.a. sóst eftir byggingu vindaflsvirkjana hérlendis.

Play segir upp 20 starfs­mönn­um

Play segir upp 20 starfs­mönn­um

Flugfélagið Play sagði 20 starfsmönnum upp fyrir mánaðamót. RÚV greinir frá og hefur eftir Birgi Olgeirssyni, upplýsingafulltrúa Play, að uppsagnirnar taki til starfsmanna þvert á fyrirtækið.  Að sögn Birgis eru uppsagnirnar tilkomnar vegna fækkunar farþegaþotna á Íslandi úr tíu í fjórar. Sex vélar verði í leiguverkefnum í Evrópu og fjórar verði í áætlunarflugi Play frá Lesa meira

Andri Lucas orðinn leikmaður Blackburn

Andri Lucas orðinn leikmaður Blackburn

Landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen er orðinn leikmaður enska knattspyrnuliðsins Blackburn. Talið er að Blackburn greiði Gent í Belgíu um tvær milljónir punda fyrir Andra Lucas, um 330 milljónir íslenskra króna. Blackburn nefnir þó aðeins að kaupverðið sé „ótilgreind upphæð“. ️ "As soon as the interest came, it was always clear to me where I wanted to end up" Andri Gudjohnsen's first interview as a Rover. @AndriLucasG | #Rovers ⚪️ — Blackburn Rovers (@Rovers) August 31, 2025 „Um leið og ég vissi af áhuga Blackburn var alveg ljóst hvert ég vildi fara,“ segir Andri Lucas gerði þriggja ára samning við Blackburn sem leikur í ensku b-deildinni. Liðið hefur tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu og unnið einn. ✍️ We are delighted to confirm the signing of Iceland international striker Andri Gudjohnsen. The 23-year-old has put pen to paper on a three-year deal, with a 12-month option, from Belgian club KAA Gent for an undisclosed fee. @AndriLucasG | #Rovers ⚪️ — Blackburn Rovers (@Rovers) August 31, 2025 Andri Lucas sem er 23 ára er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Aserb­aísjan og Frakklandi í byrjun september. Andri Lucas í leik með Íslandi í Þjóðadeildinni árið 2024.RÚV / Mummi Lú

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Steindór Þórarinsson, markþjálfi, hyggst stofna samtökin Strax í dag á næstunni og verður opinn kynningarfundur og skráning í samtökin haldin á viðburðastaðnum BIRD Reykjavík. Í tilkynningu frá Steindóri kemur fram að Strax í dag er grasrót sem beitir sér fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu með gagnsæi, virðingu og mælanlegum aðgerðum.  „Við ætlum að hafna ríkisstyrkjum. Ástæðan er Lesa meira

Stjarnan opnar sig um það sem hefur gengið á undanfarið: Var mjög nálægt gjaldþroti – Borgar nú 1,6 milljónir króna á mánuði til ríkisins

Stjarnan opnar sig um það sem hefur gengið á undanfarið: Var mjög nálægt gjaldþroti – Borgar nú 1,6 milljónir króna á mánuði til ríkisins

Fyrrum stórstjarna hefur opnað sig um það sem er í gangi í hans lífi í dag en hann skuldar skattinum margar milljónir og var nálægt gjaldþroti í sumar. Maðurinn ber nafnið John Barnes og lék lengi með Liverpool en hann var á gríðarlega háum launum á sínum tíma er hann spilaði með Liverpool sem og Lesa meira

Mikil framleiðsla Apple í Indlandi

Mikil framleiðsla Apple í Indlandi

Apple hefur staðfest að árlegur haustviðburður fyrirtækisins fari fram þriðjudaginn 9. september í Steve Jobs Theater í Apple Park. Á viðburðinum síðustu ár hefur Apple kynnt nýjar útgáfur af framleiðslu sinni og í ár er búist við nýrri útgáfu af vinsælu iPhone-símunum, sem nú mun bera númerið 17.