Evrópustemning á Sauðárkróki

Evrópustemning á Sauðárkróki

26 lið eru í deildinni og spilar hvert þeirra fjóra heimaleiki og fjóra útileiki. 16 efstu liðin að því loknu fara áfram í útsláttarkeppnina. Það er ekki á hverju ári sem íslensk körfuboltalið taka þátt í Evrópukeppni og þátttaka Stólanna hefur mikil áhrif á bæjarfélagið. Það jók enn á gleði heimafólks á Sauðárkróki sem fagnaði 37 stiga sigri sinna manna, 125-88. Tindastóll sem vann 24 stiga sigur á Slovan Bratislava í Slóvakíu fyrir tveimur vikum er því með fullt hús stiga að tveimur leikjum loknum og næsti leikur er á móti BK Opava í Tékklandi á mánudag. Trausti G. Haraldsson, myndatökumaður RÚV, fangaði Evrópustemninguna á Sauðárkróki og ræddi við áhorfendur, þjálfarann Arnar Guðjónsson og leikmanninn Sigtrygg Arnar Björnsson.

Aðild Ís­lands að ESB: Veg­vísir til vel­sældar?

Aðild Ís­lands að ESB: Veg­vísir til vel­sældar?

Skömmu áður en aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins (ESB) var hætt árið 2013 sagði þáverandi utanríkisráðherra að gefa ætti þjóðinni kost á að meta aðildina „út frá staðreyndum“. Um það leyti lágu fáar staðreyndir fyrir um afstöðu sambandsins til veigamestu hagsmunanna, en kaflar þar að lútandi höfðu þá enn ekki verið opnaðir.

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Yannick Carrasco skráði sig í sögubækurnar árið 2016 þegar hann varð fyrsti Belginn til að skora í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það dugði þó ekki til þar sem Atletico Madrid laut í lægra haldi gegn erkifjendum sínum Real Madrid í vítaspyrnukeppni. Síðar hefur ferill hans tekið áhugaverða stefnu. Breska götublaðið Daily Star fjallar í dag um Carrasco Lesa meira

Fyrrverandi forstjóri krefur Innheimtustofnun um rúmar 90 milljónir

Fyrrverandi forstjóri krefur Innheimtustofnun um rúmar 90 milljónir

Fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga krefst þess að stofnunin greiði honum rúmar níutíu milljónir. Hann er með réttarstöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara sem er á lokastigi. Innheimtustofnun hafnar öllum kröfum og telur forstjórann fyrrverandi hafa valdið henni miklu tjóni með ákvörðunum sínum. Rannsókn héraðssaksóknara á lokastigi Það væri efni í heilan þátt að reka upphaf og endi þessarar stofnunar - raunar hefur það nú þegar verið gert og geta áhugasamir horft á Kveiksþátt sem sýndur var í febrúar og finna má hér að neðan. Þar er meðal annars viðtal við forstjórann fyrrverandi. Í stuttu máli voru Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Rúnar Axelsson, forstöðumaður hennar á Ísafirði, reknir þegar í ljós kom að Jón Ingvar hafði gert samning við lögmannsstofu Braga um að taka að sér innheimtuverkefni án vitundar og vitneskju stjórnar Innheimtustofnunar. Fleira átti eftir að koma upp úr dúrnum, ný stjórn Innheimtustofnunar kærði þá til embættis héraðssaksóknara og þeir voru handteknir í nokkuð umfangsmiklum aðgerðum í apríl fyrir þremur árum; Bragi á Ísafirði, Jón Ingvar á heimili sínu. Samkvæmt upplýsingum frá embætti héraðssaksóknara er rannsókn á máli þeirra á lokastigi og tíminn þar til henni lýkur talinn í vikum frekar en mánuðum. Segir að reynt hafi verið niðurlægja sig Jón Ingvar hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu og í mars fyrir tveimur árum stefndi hann sínum gömlu vinnuveitendum fyrir ólögmæta uppsögn þar sem hann hafnar að hafa brotið af sér í starfi. Fyrirtaka var fyrir nokkrum dögum og í framhaldinu óskaði Spegillinn eftir að fá bæði stefnu og greinargerð afhenta. Næsta fyrirtaka er í janúar en engin dagsetning er komin á aðalmeðferð, líklega er beðið eftir sakamálarannsókninni. Í stefnunni lýsir Jón Ingvar yfir að hvergi í allri aðförinni að honum hafi verið vikið að stórbættum og eftirtektarverðum árangri Innheimtustofnunar undir hans stjórn - hann hafi frekar þótt óþægur ljár í þúfu þeirra sem vildu flytja Innheimtustofnun frá sveitarfélögum til ríkisins. Hann krefst þess að Innheimtustofnun verði dæmd til að greiða sér 91 milljón vegna ólögmætar uppsagnar og frestunar á töku námsleyfis, auk tveggja milljóna í miskabætur. Horfa verði til þess að hann hafi verið sextíu og þriggja ára þegar hann var látinn fara, sé lögfræðingur að mennt og með lögmannsréttindi en frá því að málið kom upp hafi hann verið í almennri skrifstofuvinnu á miklu lakari kjörum en hann naut sem forstjóri. Fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga krefst þess að stofnunin greiði honum rúmar níutíu milljónir. Innheimtustofnun segir hann hafa valdið henni miklu tjóni. Rannsókn héraðssaksóknara á máli forstjórans er á lokastigi. Honum hafi verið sagt upp vegna haldlausra ásakana um stórfelld brot og vanrækslu í starfi sem hafi verið lekið til fjölmiðla. Þetta hafi valdið honum álitshnekki, vegið að æru hans, persónu og starfsheiðri og hann verið óvinnufær um nokkurra mánaða skeið. Hann lætur að því liggja að reynt hafi verið að niðurlægja hann og kom á hann höggi; þegar honum hafi verið tilkynnt um uppsögnina hafi rökstuðningurinn verið uppfullur af rangfærslum og kunnáttuleysi á eðli og framgangi innheimtu stofnunarinnar. Trúnaðarbrot og vanræksla í starfi Spegillinn fékk einnig afhenta greinargerð sem lögmaður Innheimtustofnunar skilaði til Héraðsdóms Reykjavíkur. Stofnunin lítur brottreksturinn allt öðrum augum og telur sig hafa verið í fullum rétti að segja Jóni Ingvari upp störfum vegna alvarlegra brota og vanrækslu í starfi. Þar hafi fyrst og fremst verið horft til viðskipta við félög tengd Braga, aðallega lögmannsstofu hans Officio, en líka A & T Ísland. Í greinargerðinni er bent á að gerður hafi verið munnlegur samningur við síðarnefnda félagið um erlenda innheimtu og haft eftir Jón Ingvari að fyrirsvarsmaður þess væri ólöglærður félagi og vinur Braga. A & T Ísland hefur á síðastliðnum árum nokkrum sinnum skipt um nafn en heitir nú Formáli. Tilgangur þess er ráðgjöf, bókunarþjónusta og önnur fjarvinna en það er að fullu í eigu Braga. Í greinargerðinni er sömuleiðis vísað til þess að stjórnin hafi gert athugasemdir við að Jón Ingvar hafi látið Innheimtustofnun greiða reikninga frá fyrirtækjum í eigu föður síns sem falið hafi í sér alvarlegt trúnaðarbrot. Telur upp tugmilljóna tjón við ákvarðanir forstjórans Lögmaður Innheimtustofnunar telur líka upp það fjárhagslega tjón sem stofnunin telur sig hafa orðið fyrir vegna ákvarðana forstjórans fyrrverandi: Hún hafi þurft að endurgreiða sjötíu milljónir vegna oftekinna innheimtuþóknana en meirihluti þeirra hafi runnið beint til Officio-félags Braga. Borga hafi þurft starfsmanni stofnunarinnar nærri tuttugu milljónir vegna kynbundins launamunar og ótalinn sé sá kostnaður sem farið hafi í umfangsmikla athugun á störfum Jóns Ingvars; meðal annars lögfræðikostnað, sálfræðikostnað fyrir starfsfólk og kostnað við þær breytingar sem gera hafi þurft á starfsmannahaldi. Auk þess er gefið lítið fyrir þá staðhæfingu að Jón Ingvar hafi átt erfitt með að finna sér starf við hæfi; fimm mánuðum eftir brottreksturinn hafi hann verið ráðinn aðstoðarmaður forstjóra Aflvéla.