Evrópustemning á Sauðárkróki
26 lið eru í deildinni og spilar hvert þeirra fjóra heimaleiki og fjóra útileiki. 16 efstu liðin að því loknu fara áfram í útsláttarkeppnina. Það er ekki á hverju ári sem íslensk körfuboltalið taka þátt í Evrópukeppni og þátttaka Stólanna hefur mikil áhrif á bæjarfélagið. Það jók enn á gleði heimafólks á Sauðárkróki sem fagnaði 37 stiga sigri sinna manna, 125-88. Tindastóll sem vann 24 stiga sigur á Slovan Bratislava í Slóvakíu fyrir tveimur vikum er því með fullt hús stiga að tveimur leikjum loknum og næsti leikur er á móti BK Opava í Tékklandi á mánudag. Trausti G. Haraldsson, myndatökumaður RÚV, fangaði Evrópustemninguna á Sauðárkróki og ræddi við áhorfendur, þjálfarann Arnar Guðjónsson og leikmanninn Sigtrygg Arnar Björnsson.