„Nú er sviðsskrekkurinn farinn“

„Nú er sviðsskrekkurinn farinn“

Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik sínum á EM í körfubolta í Katowice í Póllandi í gær, en mætir Belgíu í næsta leik sínum í hádeginu á morgun. „Fyrsti leikurinn er alltaf mjög erfiður. Það er búin að vera mikil eftirvænting fyrir mótinu. Við höfðum beðið lengi eftir þessu augnabliki. Þannig nú höldum við áfram og mætum aðeins afslappaðri í næsta leik,“ sagði Elvar við RÚV í dag og viðurkenndi smá spennufall í gær. En hvernig er þetta belgíska lið sem Ísland mætir á morgun? „Þeir eru með svona tvo minni bakverði í leikstjórnendastöðunni, ekkert ólíkt okkur. Stóru mennirnir þeirra eru ekkert mikið að teygja á gólfinu eins og var í gær. Þannig við getum haldið Tryggva aðeins meira inni í teignum og við spilað varnarleikinn sem við viljum spila,“ sagði Elvar meðal annars.

Trump afturkallar öryggisgæslu fyrir Harris

Trump afturkallar öryggisgæslu fyrir Harris

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisgæslu sem lífvarðasveit forsetans útvegar Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Miðað er við að fyrrverandi varaforsetar fái slíka öryggisgæslu í hálft ár eftir að þeir láta af embætti. Joe Biden lengdi tímann sem Harris átti til janúar 2026, áður en hann lét af embætti í byrjun árs. Harris ætlar að heimsækja fimmtán borgir í Bandaríkjunum í september í tilefni af útgáfu bókar um endurminningar hennar af forsetaframboðinu fyrir kosningarnar í fyrra. Bókin heitir „107 dagar“. Harris var frambjóðandi demókrata í 107 daga eftir að Biden dró framboð sitt til baka, en tapaði. Kamala Harris og Donald Trump.AP

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hyggst loka fiskvinnslunni Leo Seafood og segja upp 50 starfsmönnum í þeim aðgerðum. Um er að ræða viðbragð við aukinni skattheimtu ríkisins samkvæmt yfirlýsingu á heimasíðu fyrirtækisins. Vinnslustöðin keypti fiskvinnsluna í lok árs 2022. „Undanfarnar vikur hafa stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar unnið að endurskoðun á rekstri fyrirtækisins í leit að hagræðingu. Er Lesa meira

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham hafnaði boði um að taka Andre Onana á láni frá Manchester United. Guardian segir frá þessu. West Ham vill fá markvörð og framherja áður en félagaskiptaglugginn lokar á mánudag. Guardian segir að West Ham hafi fengið boð um að taka Onana á láni en félagið hafi hafnað því. Ruben Amorim vill helst losna Lesa meira