Helsti talsmaður Hamas-samtakanna ráðinn af dögum

Helsti talsmaður Hamas-samtakanna ráðinn af dögum

Abu Ubaida, helsti talsmaður herskás arms Hama-samtakanna, var drepinn í árás Ísraelshers. Þetta segir Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels. Ubaida hafði séð um að koma skilaboðum Hamas-samtakanna á framfæri í um tvo áratugi. Hamas-samtökin hafa ekki staðfest þetta. Í frétt BBC er Ubaida sagður hafa fallið í árás Ísraelshers á Gaza-borg í gær. Öryggisráð Ísraels kom saman til fundar í dag til þess að ræða um næstu skref í yfirtöku Gaza-borgar. Ráðið samþykkti fyrr í mánuðinum að ráðast í innlimun borgarinnar. Alþjóðasamtök og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa fordæmt áform ísraelskra stjórnvalda um yfirtöku borgarinnar. Einn af yfirmönnum Ísraelshers hefur sett sig upp á móti áformunum og segir þau stefna lífi gísla í hættu. Í Tel Aviv mótmælti stór hópur Ísraela sókn hersins inn í Gaza-borg og áframhaldandi stríðsrekstri hersins. Herinn fikrar sig nær kjarna Gaza-borgar Ekkert lát er á árásum Ísraelshers og stórfelldar árásir voru gerðar á úthverfi Gaza-borgar í nótt. Heilbrigðisyfirvöld segja þrjátíu hafa verið drepna á Gaza í dag. Þrettán í þeim hópi voru að sækja sér mat á dreifingarstöð. Íbúar í Sheikh Radwan, einu stærsta hverfi Gaza-borgar, segja við Reuters að fólk hafi þurft að flýja í vesturhluta borgarinnar vegna skriðdreka- og loftárása Ísraelshers. Einn viðmælenda Reuters segir herinn fikra sig nær kjarna borgarinnar, þangað sem hundruð þúsunda hafa flúið. Engin leið er til þess að flytja fólk á brott með öruggum hætti, að mati yfirmanns Rauða krossins. Hvergi á Gaza-ströndinni séu innviðir til þess fallnir að taka við fólksfjöldanum. Alls staðar skortir mat, húsaskjól, lyf og lækningavörur.

Nýja stjarna City frá í tvo mánuði

Nýja stjarna City frá í tvo mánuði

Rayan Cherki verður frá í tvo mánuði vegna meiðsla en þetta var staðfest í kvöld. Cherki kom til Manchester City í sumar frá Lyon og skoraði mark í sínum fyrsta keppnisleik fyrir félagið. Cherki spilaði svo 54. mínútur gegn Tottenham í 0-2 tapi í síðustu umferð en var ekki í hóp gegn Brighton í dag. Lesa meira

Víddaflakk: Skrúfað upp í ellefu á gríðarlega vel heppnaðri rokkplötu

Víddaflakk: Skrúfað upp í ellefu á gríðarlega vel heppnaðri rokkplötu

Júlía Aradóttir skrifar: „Ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast. Þetta er fyrsta platan þeirra í 13 ár og ég spurði mig: Ætli þeir séu enn þá með þetta? Og ég held að svarið sé já,“ segir Júlía Aradóttir um sjöttu breiðskífu hljómsveitarinnar Sign. Víddaflakk er plata vikunnar á Rás 2 og Júlía og Árni Matthíasson voru gestir Margrétar Maack í Popplandi og rýndu í plötuna. Sjötta breiðskífa hljómsveitarinnar Sign kom út fyrir viku. Víddaflakk er plata vikunnar á Rás 2. Árni Matthíasson og Júlía Aradóttir rýndu í hana og ræddu við Margréti Maack í Popplandi. „Ég þekki þetta band mest sem live band. Þeir eru ógeðslega góðir og ógeðslega gaman að sjá þá, alveg rosaleg upplifun. Ég var kannski ekki viss um að þetta virkaði á plasti en svo var það fyrsta sem ég skrifaði: Mikil og góð rokkplata,“ segir Árni. „Þetta er ferlega vel heppnuð rokkplata.“ Víddaflakk er tekin upp í Noregi þar sem Ragnar Sólberg, forsprakki sveitarinnar, býr. Platan er öll tekin upp lifandi, og söngurinn eftir á, á einum degi. „Það er smart að söngurinn er tekinn upp streit í einni bunu. Þetta er ekki alltaf 100% fullkomið en söngurinn passar alltaf 100% við lagið,“ segir Árni. „Þeir ná að fanga tónleikastemninguna með því að taka þetta upp live. Þar eru töfrarnir,“ segir Júlía. „Sándið á þessu er geggjað, gítarleikurinn flottur og söngurinn,“ segir Árni. Hljómsveitin Sign var stofnuð árið 2000 undir nafinu Halím. Sveitin hafnaði í öðru sæti í Músíktilraunum 2001 og Ragnar var valinn besti söngvari keppninnar, þá aðeins 14 ára. „Hann er náttúrlega ótrúlegur söngvari, alveg ótrúlegur,“ segir Júlía. „Og textarnir eru fínir, smá emó og persónulegir, alveg skrúfað upp í tilfinningunum og hann horfir bæði til baka og fram á veginn,“ segir Árni. „Hann er að fjalla um hvernig lífið horfir bjartar við honum eftir að hann verður edrú og er greinilega andans maður. Það eru miklar pælingar um líf eftir dauðann og hliðarheima eins og nafn plötunnar gefur til kynna,“ segir Júlía. „Og um endurfæðinguna; það að endurfæðast sem vísar til þess að verða edrú hefði maður haldið,“ bætir Árni við. Ragnar er með ótrúlega næmt eyra fyrir melódíum, bæði í gítarmelódíum og -riffum og í sönglínum. Hann er mjög skemmtilegur lagahöfundur,“ segir Júlía. „Þetta er gríðarlega vel gert hjá honum,“ samsinnir Árni. „Maður segir alltaf honum af því auðvitað er Ragnar Sólberg prímus mótor í þessu bandi en þeir eru auðvitað allir góðir en maður hugsar alltaf um Ragnar í samhengi við hljómsveitina Sign,“ segir Júlía. „Af því að hann leggur svo sál sína í sönginn og þetta er svo persónulegt,“ segir Árni. Ragnar Sólberg er söngvari og gítarleikari sveitarinnar. Auk hans eru í bandinu gítarleikararnir Arnar Grétarsson og Baldvin Freyr Þorsteinsson, bassaleikarinn Hálfdán Árnason og trommuleikarinn Skúli Gíslason. „Það er allt skrúfað upp í ellefu og þessi riff sem hann er að nota eru rosalega stór og mikil. Þetta er alveg stadium rokk“ segir Árni. „Það er engin kaldhæðni þarna en kannski smá húmor,“ segir hann. „Ég held þú sért ekki svona epískur án þess að gera það smá tounge in cheek, svo ég sletti. Þú ert að velja að fara alla leið,“ segir Júlía. „Ragnar hefur líka alltaf einhvern veginn verið Ragnar Sólberg. Verið með sítt hár og þessi þungarokkari. Það hefur alveg verið mis töff í gegnum árin að vera rokkari en hann er alltaf hann sjálfur og gerir sitt og er bara geggjaður.“ Útgáfutónleikar Víddaflakks verða í Bæjarbíói í Hafnarfirði í lok september. „Mér finnst það svolítið skemmtilegt af því á sínum tíma, tvö þúsund og eitthvað, þá notuðum ég og vinir mínir hugtakið hafnfirskt rokk yfir ákveðna tegund af rokki, sem var Sign og skyldar sveitir,“ segir Júlía. „Þannig mér finnst æðislegt að þeir séu með útgáfutónleika í Hafnarfirði af því þetta er það. Þeir eru hafnfirskir og það er hluti af þeirra sjálfsmynd,“ segir hún. „Ég verð að mæta. Mig langar að mæta, kaupa bol og bara slamma til að fagna þessari ótrúlega vel heppnuðu plötu.“ Árni Matthíasson hefur verið tónlistarblaðamaður áratugum saman og starfar við dagskrárgerð og ráðgjöf. Júlía Aradóttir hefur einnig starfað sem menningarblaðamaður.

Mætt til leiks með því markmiði að meiða einhvern: Einn sást á hækjum eftir viðureignina – ,,Skrúfurnar voru löglegar“

Mætt til leiks með því markmiði að meiða einhvern: Einn sást á hækjum eftir viðureignina – ,,Skrúfurnar voru löglegar“

Wayne Rooney hefur viðurkennt það að hann hafi eitt sinn spilað fótboltaleik með því markmiði að meiða andstæðinginn. Það var leikur árið 2006 gegn Chelsea en Chelsea átti möguleika á að vinna deildina með sigri á United – þetta var tímabilið 2005/2006. Chelsea vann deildina það tímabil og var átta stigum á undan United að Lesa meira