KR og Grindavík áfram taplaus
Fjórir leikir fóru fram í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. KR og Grindavík eru einu taplausu liðin hingað til á tímabilinu. KR-ingar höfðu betur gegn Þór Þorlákshöfn 95-75 en Þórsarar hafa verið í miklu brasi í fyrstu leikjum sínum. Grindvíkingar fóru í heimsókn á Álftanes en bæði lið voru taplaus fyrir leikinn. Eftir nokkuð jafnan leik voru það gestirnir sem höfðu betur 79-70. Grindvíkingar hafa unnið fyrstu þrjá leiki tímabilsins.RÚV / Mummi Lú Grindavík og KR eru því einu taplausu liðin eftir þrjár umferðir og sitja á toppi deildarinnar. Í kvöld mættust líka Valur og Ármann þar sem Valur vann 94-83 og svo ÍA og Njarðvík en Njarðvík vann þá viðureign 130-119.