Gísli Jóns í tveimur útköllum

Gísli Jóns í tveimur útköllum

Um þrjú í nótt barst Vaktstöð Landhelgisgæslunnar kall frá 150 tonna fiskiskipi statt borð vestur af Dýrafirði um að veiðarfæri væru í skrúfu skipsins.  Áhöfn björgunarskipsins Gísla Jóns var þá nýkomin til hafnar á Ísafirði eftir að hafa dregið fiskibát sem einnig hafði fengið í skrúfuna til Suðureyrar. Það útkall hófst rétt fyrir kl 18 […]

Kærastinn ratar ekki heim þegar hann drekkur

Kærastinn ratar ekki heim þegar hann drekkur

Ég á dásamlegan kærasta sem er frábær maður, en svo fer hann nokkrum sinnum í mánuði út með vinum sínum. Þá veit ég varla hver hann er – hann lætur ekki ná í sig, kemur mjög fullur heim og stundum ekki fyrr en undir morgun. Hann lofar að hætta eða gera betur, en hringurinn endurtekur sig. Ég er farin að finna skrítna hluti á símanum hans og er eiginlega komin með nóg. Er þetta vísbending um áfengisvanda? Hvað á ég að gera?

Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 við Reykjanes

Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 við Reykjanes

Staðsetning jarðskjálftans á mynd frá Veðurstofunni.Veðurstofa Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist í hafinu vestan við Reykjanesskaga klukkan 4:48 í morgun. Skjálftinn varð á 6,4 km dýpi, 5,5 km vestnorðvestur af Reykjanestá. Veðurstofan greindi fréttastofu RÚV frá því að fleiri litlir skjálftar hefðu mælst á svæðinu um nóttina. Ekki hafa borist ábendingar um að skjálftinn hafi fundist á landi.

Þriggja stiga skjálfti mældist við Reykjanes

Þriggja stiga skjálfti mældist við Reykjanes

Staðsetning jarðskjálftans á mynd frá Veðurstofunni.Veðurstofa Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist í hafinu vestan við Reykjanesskaga klukkan 4:48 í morgun. Skjálftinn varð á 6,4 km dýpi, 5,5 km vestnorðvestur af Reykjanestá. Veðurstofan greindi fréttastofu RÚV frá því að fleiri litlir skjálftar hefðu mælst á svæðinu um nóttina. Ekki hafa borist ábendingar um að skjálftinn hafi fundist á landi.

Þorgerður Katrín sótti óformlegan ráðherrafund ESB-ríkja

Þorgerður Katrín sótti óformlegan ráðherrafund ESB-ríkja

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra var sérstakur gestur á óformlegum fundi utanríkisráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn í gær. Þetta kom fram í fréttatilkynningu á vef stjórnarráðsins . Á fundinum var rætt um innrás Rússa í Úkraínu, frekari þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi og mögulegar aðgerðir til að stemma stigu við skuggaflota Rússlands. Eitt íslenskt fyrirtæki, Vélfag, hefur orðið fyrir efnahagsþvingunum vegna tengsla við skuggaflotann svonefnda. Auk Þorgerðar mættu Espen Barth Eide utanríkisráðherra Noregs og Stephen Doughty Evrópumálaráðherra Bretlands á fundinn. „Það var mikil samstaða meðal ríkjanna hér um að við ætlum áfram að standa þétt við bakið á úkraínsku þjóðinni í varnarbaráttu þeirra fyrir frelsi og lýðræði,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu í tilkynningunni. „Það er óþolandi að Rússar skuli standa í vegi fyrir öllum tilraunum til friðarumleitana og ákallið um réttlátan og varanlegan frið til handa úkraínsku þjóðinni stendur óhaggað. Þessu gegndarlausa ofbeldi Rússa verður að linna og það strax.“ Þorgerður Katrín tók einnig þátt í óformlegum kvöldverði utanríkisráðherranna kvöldið áður „Þar nýtti ég tækifærið til að koma mikilvægum hagsmunum Íslands gagnvart Evrópusambandinu á framfæri, þar á meðal hagsmunum okkar er snúa að verndarráðstöfunum,“ segir hún í tilkynningunni. Í tilkynningunni kemur einnig fram að Þorgerður Katrín hafi átt tvíhliða fund með spænska utanríkisráðherranum José Manuel Albares Bueno. Þau ræddu málefni Gaza og tvíhliða samskipti Íslands og Spánar, meðal annars í tengslum við fyrirhugaða opnun sendiráðs Íslands í Madríd.

Thunberg siglir til Gaza á ný

Thunberg siglir til Gaza á ný

Greta Thunberg ætlar að gera aðra tilraun til þess að sigla til Gazastrandarinnar með hjálpargögn. Hún leggur af stað ásamt hundruðum aðgerðasinna frá 44 löndum með smáskipaflota frá Spáni í dag, á sunnudag. Flotinn nefnist Alþjóðlegi Sumud-flotinn, en sumud þýðir þrautseigja á arabísku. Thunberg gerði áður tilraun til að rjúfa hafnarbann Ísraela um Gazaströndina með smábátaflota í júní. Ísraelskir hermenn stöðvuðu bát hennar á alþjóðlegu hafsvæði, tóku Thunberg og aðra skipverja til fanga og vísuðu þeim síðan frá Ísrael. „Það er ekki gyðingahatur að segja að við ættum ekki að vera að sprengja fólk, að maður ætti ekki að þurfa að búa við hernám, að allir ættu að hafa rétt til þess að lifa í frelsi og reisn, sama hver maður er,“ sagði Thunberg við fréttastofu Sky News. Ráðamenn í Ísrael hafa ítrekað vænt Thunberg og aðra gagnrýnendur á framferði Ísraelshers í Gazastríðinu um gyðingahatur. Thunberg sagðist ekki hafa áhyggjur af áhættu sem kunni að fylgja ferðinni, heldur hefði hún áhyggjur af þögn heimsins um það sem væri að gerast á Gaza. „Ég er skelfingu lostin að sjá að við virðumst hafa glatað öllum mannleika okkar, og það virðist ekki vera nein samúð eftir í heiminum hjá miklum meirihluta fólks sem getur sitið í sófanum og horft á þjóðarmorð raungerast.“ Meðal annarra sem sigla með smábátaflotanum eru bandaríska leikkonan Susan Sarandon, írski stjórnmálamaðurinn Paul Murphy og portúgalska stjórnmálakonan Mariana Mortágua.

Borgarstjóri Chicago skipar lögreglu að aðstoða ekki alríkishermenn

Borgarstjóri Chicago skipar lögreglu að aðstoða ekki alríkishermenn

Brandon Johnson borgarstjóri Chicago hefur undirritað tilskipun með fyrirmælum til lögreglunnar í borginni um að starfa ekki með né aðstoða þjóðvarðliða eða hermenn alríkisstjórnarinnar ef Donald Trump Bandaríkjaforseti sendir herlið til borgarinnar. Trump hefur undanfarna daga hótað að senda hermenn til Chicago, að eigin sögn til að ná stjórn á glæpum í borginni og koma á lögum og reglu. Trump hefur á þessu ári sent hermenn til bæði Los Angeles og til Washington í óþökk borgaryfirvalda. „Þetta snýst um að tryggja að við séum viðbúin,“ sagði Johnson við fjölmiðla þegar hann skrifaði undir tilskipunina. Hann sagði hana ætlaða til að tryggja „raunverulega, skýra leiðsögn“ til borgarstarfsmanna og allra borgarbúa um „hvernig við getum staðið gegn þessari harðstjórn“. Í tilskipuninni er lögreglumönnum einnig gert að klæðast einkennisbúningum sínum, gera grein fyrir sér, fylgja reglum um búkmyndavélar og bera ekki grímur til þess að hægt sé að greina á milli þeirra og útsendara á vegum alríkisins. „Beiting herafla alríkisins í Chicago án samþykkis borgaryfirvalda grefur undan lýðræðislegum venjureglum, brýtur á fullveldi borgarinnar, ógnar borgaralegu frelsi og skapar hættu á stigmögnun ofbeldis frekar en að tryggja frið,“ segir í tilskipuninni.

Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga er­lendum fánum

Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga er­lendum fánum

Reykjavíkurborg mun endurskoða fánareglur sínar meðal annars til að gera það auðveldara að „sýna þjóðum stuðning“. Sjálfstæðismenn í borginni vilja frekar að glænýr „friðarfáni Reykjavíkur“ sé hannaður svo ekki þurfi að flagga erlendum þjóðfánum við húsið. Auk þess vilja þeir að íslenskum fána sé flaggað við ráðhúsið nær alla daga.

Fyrrum þingforseti Úkraínu skotinn til bana í Lvív

Fyrrum þingforseti Úkraínu skotinn til bana í Lvív

Andríj Parúbíj, fyrrverandi forseti úkraínska þingsins, var skotinn til bana í borginni Lvív í dag. Lögreglan leitar nú að árásarmanninum. Myndband hefur komist í dreifingu sem á að sýna árásina á Parúbíj. Í myndbandinu virðist árásarmaðurinn vera dulbúinn sem sendill frá sendiþjónustunni Glovo. Oleksandr Sjlíakhovskyj lögreglustjóri í Lvív sagði við fjölmiðla að árásarmaðurinn hefði skotið um átta skotum úr vopni sem enn væri ekki búið að bera kennsl á. Að sögn hans virtist morðið hafa verið vandlega undirbúið. Parúbíj var forseti úkraínska þingsins Verkhovna Rada frá 2016 til 2019. Hann var áberandi í Evromajdan-hreyfingunni árin 2013 til 2014, sem leiddi til þess að Víktor Janúkovytsj forseta var steypt af stóli. Síðustu æviár sín var Parúbíj meðlimur í Evrópskri samstöðu, stjórnmálaflokki Petro Porosjenko, fyrrum forseta Úkraínu. Til ársins 2004 hafði hann verið meðlimur í Sósíal-þjóðernisflokki Úkraínu, flokki með náin tengsl við úkraínskar nýfasistahreyfingar. Andstæðingar Parúbíj og fjölmiðlar í Rússlandi höfðu því oft úthrópað hann sem nasista. Volodymyr Zelenskyj forseti Úkraínu sagðist hafa vottað fjölskyldu Parúbíj samúð sína. Hann sagðist jafnframt hafa veitt Vasyl Maljúk, formanni úkraínsku öryggisþjónustunnar, fyrirmæli um að hjálpa til við rannsókn málsins. Andríj Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu, kallaði Parúbíj „föðurlandsvin og stjórnskörung sem lyfti grettistaki við varnir gegn frelsi, sjálfstæði og fullveldi Úkraínu“. Petro Porosjenko sagði morðið á Parúbíj „skot miðað beint í hjartastað Úkraínu“.