Þrír lögreglumenn drepnir þegar þeir reyndu að bera fólk út

Þrír lögreglumenn drepnir þegar þeir reyndu að bera fólk út

Gassprenging sem varð þremur lögreglumönnum að bana og særði tólf félaga þeirra og einn almennan borgara virðist hafa verið viljaverk. Þetta segir ítalska lögreglan eftir að hún var kölluð til vegna kröfu um útburð á bóndabæ í Castel d'Azzano, nærri Veróna á norðanverðri Ítalíu. Þrír eru alvarlega særðir en ekki í lífshættu. Lögreglumenn fóru að bóndabænum þar sem bera átti út þrjú systkin á sjötugsaldri vegna skulda. Þau höfðu girt sig af í húsinu, viðbúin því að reynt yrði að bera þau út. Systkinin höfðu áður lýst því yfir að þau myndu sprengja sig í loft upp ef reynt yrði að bera þau út. Claudio Papagno, yfirmaður lögreglunnar, sagði gashylki hefði verið komið fyrir í húsinu og það sprengt þegar lögreglumennirnir mættu á staðinn. „Þegar við fórum inn í húsið var okkur mætt af einskæru brjálæði.“ Tvö systkinanna voru handtekin á bóndabænum og sjúkralið gerði að sárum þeirra. Annar bróðirinn hafði flúið en fannst skömmu síðar.

Kallast á yfir limgerðið í fjarlægð

Kallast á yfir limgerðið í fjarlægð

„Þeir félagar eru undir áhrifum hvor frá öðrum um leið og þeir kallast á yfir limgerðið í fjarlægð, samrýmanlegir og ósamrýmanlegir, einhver spenna undir en um leið samsláttur sem gefur þessu öllu saman vigt,“ skrifar Arnar Eggert Thoroddsen um samstarf Páls Óskars og Benna Hemm Hemm.

Meiri­hluti hlynntur að­skilnaði ríkis og kirkju

Meiri­hluti hlynntur að­skilnaði ríkis og kirkju

Alls eru 52 prósent svarenda í könnun Prósents hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, 27 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og 21 prósent eru andvíg. Þau sem eru á aldrinum 18 til 24 ára eru marktækt hlynntari aðskilnaði ríkis og kirkju en þau sem eru 35 ára og eldri. 65 ára og eldri eru marktækt andvígari aðskilnaði en þau sem eru 54 ára og yngri.

Við það að bresta í grát í beinni – Viðurkenndi að hann væri stundum að fá sér í glas

Við það að bresta í grát í beinni – Viðurkenndi að hann væri stundum að fá sér í glas

Fyrrum enski landsliðsmaðurinn og miðjumaður Tottenham, Paul Gascoigne, hefur snert við aðdáendum eftir að hann viðurkenndi í tilfinningaþrungnu viðtali að hann drekki enn áfengi. Viðtalið fór fram í morgunþættinum Good Morning Britain á ITV á mánudagsmorgun. Gascoigne, sem er 58 ára, hefur árum saman glímt opinberlega við áfengisfíkn og andleg veikindi frá því hann lagði Lesa meira

Enn rífast Kína og Bandaríkin

Enn rífast Kína og Bandaríkin

Tollastríð milli Bandaríkjanna og Kína virðist hafa verið endurræst eftir að Kína tilkynnti nýjar og strangari reglur um útflutning sjaldgæfra málma. Donald Trump forseti Bandaríkjanna brást við með því að tilkynna 100% toll á kínverskar vörur.

Trump fór fram á að Netanjahú fengi náðun

Trump fór fram á að Netanjahú fengi náðun

Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði hlé á ræðu sinni fyrir Knesset, ísraelska þinginu, til þess að fara fram á náðun yfir forsætisráðherranum Benjamín Netanjahú, sem hefur í áraraðir verið rannsakaður og ákærður vegna spillingarmála. Trump beindi orðum sínum að Isac Herzog, forseta Ísraels. „Ég er með hugmynd, herra forseti. Hvers vegna náðarðu hann ekki? Náðaðu hann. Koma svo.“ „Þetta er ekki...