Framlengdu styrki til einkarekinna fjölmiðla

Framlengdu styrki til einkarekinna fjölmiðla

Kerfið sem hefur verið notað til að styðja við bakið á einkareknum fjölmiðlum verður framlengt um eitt ár. Þetta varð ljóst undir hádegi þegar Alþingi samþykkti frumvarp Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Lög sem styrkjakerfi einkarekinna fjölmiðla byggði á voru tímabundin og féllu úr gildi um síðustu áramót. Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi menningar- og viðskiptaráðherra, hafði kynnt frumvarp um framlengingu styrkja í samráðsgátt stjórnvalda þegar síðasta ríkisstjórn sprakk. Ekkert var því af því að styrkirnir yrðu tryggðir í ár. Logi lagði fram frumvarp um framlengingu styrkjanna á vorþingi en það dagaði uppi þegar samið var um þinglok með afgreiðslu fjögurra þingmála eftir miklar deilur um hækkun veiðigjalds. Frumvarpið var samþykkt með 24 atkvæðum stjórnarliða. 20 stjórnarandstæðingar greiddu ekki atkvæði og nítján þingmenn voru fjarverandi. Með lagasetningunni var hámarksstyrkur einstakra fjölmiðlafyrirtækja lækkaður úr 25 prósentum í 22 prósent. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar verður frumvarp um endurskoðaðan stuðning við einkarekna fjölmiðla lagt frma í janúar. Lög um stefnumörkun í húsnæðis- og skipulagsmálum, samgöngum og byggðamálum voru einnig samþykkt.

„Refsipólitísk á­hrif“

„Refsipólitísk á­hrif“

Þegar dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp sitt um afturköllun alþjóðlegrar verndar í annað sinn nú í haust sagðist hún hafa gert smávægilegar breytingar á frumvarpinu. Það hafði hún gert eftir að hafa „hlustað“ á umræðuna, bæði í samfélaginu og á Alþingi.

Ætlar að vera „nánast skuld­laus og með afar sterka sjóðstöðu“ eftir tvær risasölur

Ætlar að vera „nánast skuld­laus og með afar sterka sjóðstöðu“ eftir tvær risasölur

Fjárfestingafélag Róberts Wessman fær að óbreyttu í sinn hlut samtals nálægt einn milljarð Bandaríkjadala í reiðufé við sölu á lyfjafyrirtækjunum Adalvo og Alvogen US sem verður að stórum hluta nýtt til að gera upp skuldir Aztiq. „Við erum að breyta aðeins um stefnu þegar kemur að fjármögnun félagsins. Við ætlum að vera nánast skuldlaus og með afar sterka sjóðstöðu. Það verður staðan eftir þessi viðskipti,“ segir Róbert, sem fullyrðir að Aztiq samsteypan sé „öflugasta fjárfestingafélag landsins“ þegar kemur að eignum.

„Við erum orð­laus yfir hæfi­leikunum“

„Við erum orð­laus yfir hæfi­leikunum“

Gríðarlegur áhugi var á leikprufum fyrir fjölskyldusöngleikinn Galdrakarlinn í Oz en um 900 leikglöð börn á aldrinum 8–12 ára mættu og sýndu hæfileika sína á sviðinu. Aðeins þrettán börn voru valin í leikhópinn sem mun stíga á Stóra svið Borgarleikhússins í janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Borgarleikhúsinu.

Sakfelldur fyrir brot gegn stjúpdóttur – Meint gægjugat á vegg í þvottahúsi var skilnaðarorsök

Sakfelldur fyrir brot gegn stjúpdóttur – Meint gægjugat á vegg í þvottahúsi var skilnaðarorsök

Landsréttur hefur staðfest sakfellingu Héraðsdóms Suðurlands yfir manni fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni en mildað refsinguna úr sjö mánaða skilorðsbundnum dómi niður í fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm. Manninum var gefið að sök að hafa brotið gegn stjúpdóttur sinni er hún var á aldrinum 12 til 14 ára með því að slá hana margsinnis á rassinn Lesa meira

Hringborð Norðurslóða hefst í dag

Hringborð Norðurslóða hefst í dag

Hringborð Norðurslóða hefst í Hörpu í Reykjavík í dag og stendur fram á laugardag. Yfir 2.000 þátttakendur frá nær 70 löndum munu taka þátt. Meðal þátttakenda eru ráðherrar og leiðtogar frá fjölmörgum löndum, stjórnendur vísindastofnana og alþjóðlegra fyrirtækja, auk fulltrúa loftslagssamtaka og frumbyggja á Norðurslóðum. Ræðumenn koma frá nær öllum heimsálfum, einkum Evrópu, Ameríku, Asíu […]