Ömmur án landa­mæra

Ömmur án landa­mæra

Gömul sögn segir að þegar himnafaðirinn sá að hann gat ekki sinnt öllum erindum sem til hans bárust, þá hafi hann skapað ömmur. Ég hef reyndar ekki mikla trú á þessum svokallaða himnaföður en ég veit fyrir víst að ömmur eru ómissandi.

Gæti endað á Old Trafford eftir fjaðrafok síðustu daga

Gæti endað á Old Trafford eftir fjaðrafok síðustu daga

Enski miðjumaðurinn Jobe Bellingham gæti verið á förum frá Borussia Dortmund eftir erfiða byrjun í Þýskalandi. Samkvæmt Bild fylgjast bæði Manchester United og Crystal Palace grannt með stöðu hans. Bellingham, sem er 20 ára, gekk í raðir Dortmund í sumar frá Sunderland fyrir um 27 milljónir punda. Hann hefur þó átt erfitt uppdráttar og spilað Lesa meira

Tugir farið í gegnum nýtt landamæraeftirlitskerfi

Tugir farið í gegnum nýtt landamæraeftirlitskerfi

Innleiðing nýs landamæraeftirlitskerfis, Entry Exit, hefur gengið vel síðustu daga, að sögn Ómars Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. „Þetta gengur vel. Við erum að innleiða þetta nýja kerfi eins rólega og við mögulega getum. Eins og við er að búast koma fram áskoranir á upphafsstigum en við erum bjartsýn hvað framhaldið varðar.“ Ómar segir tugi hafa farið í gegnum kerfið síðan það var tekið í notkun á sunnudag . Fólk sé alla jafna enn að fara í hefðbundna afgreiðslu hjá landamæraeftirlitinu. Nýtt landamæraeftirlitskerfi var tekið í notkun á Keflavíkurflugvelli á sunnudag.RÚV / Ragnar Visage

Finnst Kristrún ekki reyna nægilega mikið við Trump

Finnst Kristrún ekki reyna nægilega mikið við Trump

„Á Íslandi eru margir áhugaverðir golfvellir og á sumrin er hægt að spila miðnæturgolf og ég held að færi vel á því að bjóða Bandaríkjaforseta til Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er hann hvatti Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, til að bjóða Donald Trump Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Íslands. Eða í það minnsta að hringja í hann. Tilefni fyrirspurnar Sigmundar er friðarsamkomulag á Gasa þar sem Sigmundur Davíð sagði að með því hafi Bandaríkin fest sig í sessi sem leiðandi ríki í alþjóðmálum á heimsvísu. Ísland og Bandaríkin eigi í einstöku sambandi og vildi hann vita hvað íslensk stjórnvöld væru að gera til að styrkja það samband. Var að heyra á honum að ekki væri nóg að gert, enda hafi forystumenn ríkisstjórnarinnar ekki átt formlega fundi eða samtöl við Trump síðan hann tók við völdum. Kristrún sagði að það væri alls ekkert nýtt að Bandaríkin væru leiðandi á heimsvísu og þótt ekki hafi orðið af tvíhliða fundum hafi hún í tvígang átt óformlegt spjall við Trump. Hún sagðist hins vegar ekki átta sig á eftir hverju Sigmundur Davíð væri að fiska enda viti hann vel að það sé langt síðan íslenskur forsætisráðherra hafi farið einsamall á tvíhliða fund Bandaríkjaforseta. „Hér verður ekki fiskað upp úr þeirri tjörn að þessari ríkisstjórn sé eitthvað í nöp við Bandaríkin. Það er mjög jákvætt að eiga í samskiptum við þau. Við munum efla þau nánar,“ sagði Kristrún og bætti við að það liggi inni beiðni um fund með Bandaríkjaforseta, því verði fylgt fast á eftir og nær væri að spyrja að leikslokum.

Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín

Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn og erindrekar munu seinna í vikunni ferðast til Bandaríkjanna á fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ráðherrum hans. Þar munu Úkraínumenn líklega falast eftir frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og að fá að kaupa bandarískar stýriflaugar en Trump og Selenskí hafa talað mikið saman á undanförnum vikum.

Boð­beri jólanna risinn á ný

Boð­beri jólanna risinn á ný

Ár hvert spyrja landsmenn sig hvenær það sé ásættanlegt að skreyta fyrirtæki og heimili fyrir jólin. Nú má gera ráð fyrir að fólk keppist við að klára að útbúa jólaauglýsingar og skreytingar því boðberinn sjálfur er mættur. IKEA-geitin hefur risið á ný.