45% segjast óánægð með störf Heiðu Bjargar

45% segjast óánægð með störf Heiðu Bjargar

Einungis 19% borgarbúa eru ánægðir með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar Maskínu. Könnunin fór fram 18. til 25. ágúst og voru svarendur 1.029 talsins. Var könnunin lögð fyrir Þjóðgátt Maskinu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu og voru svarendur 18 ára og eldri með Lesa meira

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind –  „Ég hef aldrei drepið dýr áður“

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“

Erlendur ferðamaður greinir frá því að hafa keyrt á kind á Íslandi. Hann segir að þetta hafi haft hræðileg áhrif á hann, sé í fyrsta skiptið sem hann drepi dýr og vilji bæta fyrir það. „Ég keyrði á kind í dag og mér líður hræðilega,“ segir ferðamaðurinn í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit í gærkvöldi. Ferðamaðurinn er mikill Lesa meira

Forsætisráðherra Taílands fjarlægður úr embætti

Forsætisráðherra Taílands fjarlægður úr embætti

Stjórnskipunardómstóll Taílands hefur fjarlægt forsætisráðherra landsins, Paetongtarn Shinawatra, úr embætti. Hún segist sætta sig við úrskurð dómstólsins. Afdrifaríkt símtal við fyrrverandi leiðtoga Kambódíu Aðdraganda ákvörðunar dómstólsins má rekja til samskipta Shinawatra við Hun Sen, fyrrverandi leiðtoga Kambódíu. Í símtali ræddu þau langvarandi landamæradeilu ríkjanna tveggja. Upp úr deilunni sauð í maí með þeim afleiðingum að einn kambódískur hermaður féll. Í símtalinu, sem var lekið til fjölmiðla, heyrist Shinawatra ávarpa Hun Sen sem frænda og vísa til foringja taílenska hersins í norðausturhluta landsins sem andstæðings síns. Hun Sen hefur viðurkennt að hafa hljóðritað símtalið en neitar að hafa lekið því. Shinawatra var sett af tímabundið í júlí meðan málið var til rannsóknar. Sættir sig við úrskurðinn Í ákvörðun stjórnskipunardómstólsins segir að Shinawatra hafi ekki varðveitt stolt þjóðarinnar og tekið persónulega hagsmuni fram yfir hagsmuni landsins. Það hafi verið alvarlegt brot og hún hafi ekki fylgt siðferðislegum viðmiðum. Shinawatra tjáði sig við fréttamenn eftir ákvörðun stjórnskipunardómstólsins. Hún sagðist sætta sig við úrskurð dómstólsins. „En sem Taílendingur, held ég fast fram einlægni í vinnu minni fyrir landið. Ég virði mest líf fólks, bæði hermanna og almennings. Ég ætlaði að bjarga lífi þeirra, það var það sem ég ætlaði að koma á framfæri,“ sagði Shinawatra. „Ég elska þessa þjóð“ Hún er fimmti leiðtogi landsins síðan 2008 sem hefur verið fjarlægður úr embætti eftir ákvörðun dómstólsins. Hún segir þetta enn aðra skyndilega breytingu í pólítik landsins. „Ég þakka öllum sem veittu mér tækifæri til að vinna síðasta árið. Ég elska þessa þjóð, trúarbrögðin og konungsveldið eins mikið og nokkur manneskja gæti.“ Varaforsætisráðherra landsins, Phumtham Wechayachai, tekur við embætti forsætisráðherra núna. Hann hefur gengt embætti forsætisráðherra síðan Shinawatra var sett af í júlí. Fulltrúadeild þingsins kýs síðan nýjan forsætisráðherra en aðeins af fyrir fram völdum lista frambjóðenda.

Óskar Bjarni aðstoðar Arnar með landsliðið

Óskar Bjarni aðstoðar Arnar með landsliðið

Arnar Pétursson er áfram landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins en Óskar verður honum nú til halds og trausts. Fram kemur í tilkynningu frá HSÍ að Óskar Bjarni verði einnig áfram hluti af þjálfarateymi karlalandsliðsins, en hann hefur verið það síðan Snorri Steinn Guðjónsson tók við karlalandsliðinu. Óskar þekkir landsliðsumhverfið vel. Hann var aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í annarri tíð Guðmundar Guðmundssonar á árunum 2012, hjá Geir Sveinssyni 2016-2018 og verið hluti af þjálfarateymi Snorra Steins frá 2023. Þá var Óskar einnig aðstoðarmaður Axels Stefánssonar með kvennalandslið Íslands um skeið árið 2019. Að auki hefur Óskar stýrt meistaraflokkum karla og kvenna hjá Val og unnið þar fjölda titla, meðal annars gerði hann karlaliðið að Evrópubikarmeisturum á síðasta ári. Einnig hefur hann þjálfað yngri flokka Vals í áratugi. HM fram undan Fyrsta verkefni kvennalandsliðsins þar sem Arnar Pétursson hefur Óskar Bjarna sér við hlið verður í september þegar liðið mun æfa og spila svo vináttulandsleik við Dani úti í Danmörku. Liðið leikur svo fyrstu leiki sína í undankeppni EM 2026 við Færeyjar og Portúgal um miðjan október áður en kemur að heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Hollandi sem hefst í lok nóvember. Ísland er í riðli með Serbíu, Þýskalandi og Úrúgvæ á HM og komast þrjú lið áfram í milliriðlakeppni mótsins.

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen

Stjórn Þórs/KA hefur komist að samkomulagi við þýska knattspyrnufélagið 1. FC Köln, sem leikur í Bundesligunni, efstu deild þar í landi, um félagaskipti Söndru Maríu Jessen til þýska liðsins. Sandra hefur verið jafn besti leikmaður Bestu deildar kvenna síðustu ár en heldur nú aftur út í atvinnumennsku. Sandra lék með Bayer Leverkusen í Þýskalandi áður Lesa meira

Blúshátíð á Patreksfirði um helgina

Blúshátíð á Patreksfirði um helgina

Blúshátíðin milli fjalls og fjöru verður haldin í fjórtánda sinn um helgina í Félagsheimili Patreksfjarðar. Í kvöld verða norðlenski tónlistarmaðurinn Rúnar Eff ásamt hljómsveit sinni og Beggi Smári og blúsband hans. Annaðkvöld verða einnig tvær hljómsveitir. CC Fleet Blues Band sem flytur kraftmikinn blús með áhrifum úr funk, soul og rokki. Þeir hafa komið fram […]

Ekkja og sonur Hjörleifs fara fram á bætur

Ekkja og sonur Hjörleifs fara fram á bætur

Aðalmeðferð í Þorlákshafnarmálinu svokallaða heldur áfram. Eftir að Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hafði lokið máli sínu var næst borin fram einkaréttarkrafa ekkju Hjörleifs Hauks Guðmundssonar. Farið er fram á að allir sakborningar, nema 18 ára pilturinn - það er þau Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson, Matthías Björn Erlingsson og stúlka um tvítugt -greiði henni 11,5 milljónir með vöxtum. Krafan byggir meðal annars á missi framfæranda, andlegum miska og kostnaði við útför. Svipt öryggi á eigin heimili Lögmaður sagði að þau hefðu svipt ekkjuna öryggi á eigin heimili, hún hefði ekki getað kvatt lífsförunaut sinn á dánarstundu og mikil fjölmiðlaumfjöllun og vangaveltur sem ekki byggðust á staðreyndum hefði reynst henni þungbær. Hún hefði þjáðst af þunglyndi, þetta hefði valdið henni langvarandi skaða og hún hefði þurft aðstoð. Ljóst væri að hún þyrfti áfram að leita sér aðstoðar. Þá reifaði lögmaður að þeim sem hefðu átt í samskiptum við Hjörleif heitinn hefði átt að vera fullljóst að hann gekk ekki heill til skógar vegna veikinda sinna. Ljóst væri að ákærðu hefðu með háttsemi sinni ógnað heilsu ekkjunnar og velferð hennar. Tjón hennar mætti telja augljóst, en það lægi líklega ekki að fullu fyrir. Langur tími gæti liðið þar til afleiðingar kæmu að fullu í ljós. Talið var til að brotin ættu sér líklega enga hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Mikilvægur tími framundan sem að engu varð Önnur einkaréttarkrafa var lögð fram fyrir hönd sonar Hjörleifs heitins á hendur sömu fjóru sakborningum. Hún er að upphæð átta milljónir með vöxtum. Sonurinn var einkabarn föður síns. Í málflutningi segir meðal annars að Hjörleifur hafi verið 65 ára þegar hann féll frá, fram undan hafi verið mikilvægur tími í lífi hans þar sem hann hefði getað notið samveru við barnabörn sín. Ljóst sé að kúvending hafi orðið á lífi sonarins, ekki sé hægt að setja verðmiða á slíka vanlíðan. Frá fráfalli föðurs síns hefur sonurinn glímt við ýmsa andlega erfiðleika, að mati sálfræðings er nauðsynlegt að hann njóti handleiðslu til að fást við það áfall sem hann varð fyrir. Þá sé það gríðarlegt áfall að lesa nákvæmar lýsingar á því ofbeldi, sem faðir hans þurfti að þola í aðdraganda andláts síns.

Sandra María til Kölnar

Sandra María til Kölnar

Sandra María Jessen landsliðskona í fótbolta spilar ekki meira með Þór/KA í Bestu deildinni í fótbolta í ár. Hún er nefnilega gengin í raðir þýska liðsins FC Köln. Þetta verður í annað sinn sem hún spilar með þýsku félagsliði því hún spilaði með Bayer Leverkusen á árunum 2016 til 2021 en var reyndar hluta þess tíma á láni hjá Slavia Prag í Tékklandi. Sandra María er næstmarkahæst í Bestu deildinni nú þegar vel er liðið á Íslandsmótið. Hún er búin að skora tíu mörk. Þá var hún byrjunarliðskona í íslenska landsliðinu á EM í sumar. Samtals hefur Sandra spilað 57 landsleiki og skorað í þeim sjö mörk. Sandra María Jessen.RÚV / Mummi Lú