Bætum lífs­gæði þeirra sem lifa með krabba­meini

Bætum lífs­gæði þeirra sem lifa með krabba­meini

Það fer kannski ekki mikið fyrir Bleiku slaufunni þegar við nælum hana í okkur í byrjun október, en merkingu hennar þekkja flestir, ef ekki allir. Hún táknar samstöðu okkar með konum sem greinst hafa með krabbamein, minnir okkur á allt sem unnist hefur og hvetur okkur til að gera enn betur. Hún er í senn umhyggja, framfarir og von.

Gamla fréttin: Leiguverð skötuselskvóta hagstætt

Gamla fréttin: Leiguverð skötuselskvóta hagstætt

Sú var tíðin að skötuselsveiðar við Ísland voru bundnar við miðin úti af suðurströndinni en með hlýnandi sjó hefur útbreiðslusvæði skötuselsins stækkað og fiskurinn fikrað sig lengra norður á bóginn, meðal annars inn í Breiðafjörð. Reynir Þór SH frá Arnarstapa hefur verið á skötuselsveiðum í sumar. Afli bátsins frá upphafi fiskveiðiársins orðinn tæp 50 tonn. Frá þessu sagði í Fiskifréttum 24. ágúst 2007.

Næstum þúsund rússneskir hermenn ákærðir fyrir morð frá upphafi innrásar í Úkraínu

Næstum þúsund rússneskir hermenn ákærðir fyrir morð frá upphafi innrásar í Úkraínu

Næstum þúsund rússneskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir morð frá því innrásarstríðið í Úkraínu hófst í febrúar 2022. KKona gengur hjá veggmynd eftir Ivan Pimkin í Moskvu sem sýnir rússneskan hermann í fullum herklæðum.EPA / MAXIM SHIPENKOV Óháða vefritið Mediazona tók tölurnar saman og segir gögn frá rússneskum herdómstólum sýna stigvaxandi fjölda ofbeldisglæpa hermanna beggja vegna víglínunnar í Úkraínu. Árið 2022 voru málin 38 talsins, 266 árið eftir og 346 í fyrra. Morðum og árásum sem leiða af sér dauða hefur fjölgað mjög það sem af er árinu 2025 og eru þegar orðin 377. Dómstólar í herstöðvum fjalla eingöngu um árásir gegn hermönnum en héraðs- og flotaherdómstólar taka einnig fyrir ofbeldi hermanna gegn almennum borgurum.

Ekki samkeppni heldur samstaða

Ekki samkeppni heldur samstaða

Óperudagar hófu göngu sína í vikunni en hátíðin, sem nú fer fram í áttunda sinn, stendur til og með sunnudeginum 26. október. Um er að ræða vettvang fyrir klassíska söngvara og þeirra samstarfsfólk sem vilja í sameiningu og samstarfi efla og styrkja óperu-, söng- og tónlistarleikhússenuna á Íslandi.

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Ég hef verið að lesa bókina Kormákseðli þjóðskáldsins eftir Friðrik G. Olgeirsson um ástamál Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Davíð hélt innreið sína í íslenskt bókmenntalíf á fyrri hluta liðinnar aldar og varð strax mjög ástsæll af þjóð sinni. Konur heilluðust af Davíð enda var hann mikið glæsimenni og ljóðin hans hittu þær í hjartastað. Hann Lesa meira

Hugmyndir um handahófskennda herkvaðningu valda óróa innan ríkisstjórnar og meðal ungs fólks

Hugmyndir um handahófskennda herkvaðningu valda óróa innan ríkisstjórnar og meðal ungs fólks

Þótt þýskum stjórnvöldum þyki brýnt að fjölga í hernum hafa hugmyndir um einhvers konar „herskyldu-lottó“ valdið deilum innan ríkisstjórnarinnar og óróa meðal ungs fólks. Það yrði eins konar handahófskennd herkvaðning með valdboði. Varnarmálaráðherranum og jafnaðarmanninum Boris Pistorius var ekki skemmt þegar bandalag kristilegu flokkanna í stjórninni lagði til að sú aðferð yrði hluti nýrrar hernaðarlöggjafar sem er í smíðum. Það væri letileg málamiðlun. Norbert Röttgen, þingmaður Kristilegra demókrata, sagði ráðherrann setja mikilvægt frumvarp í algert uppnám. Hann hélt því fram að brýnt væri að tryggja gegnsæi með því að fella ákvæði um herskyldu inn í lögin núna í stað þess að fresta ákvörðun um það til framtíðar. Kanslarinn Friedrich Merz hefur heitið því að byggja upp öflugasta her Evrópu vegna þeirrar spennu sem ríkir gagnvart Rússum og efasemda um hernaðarstuðning Bandaríkjanna. Herir beggja þýsku ríkjanna treystu á herskyldu á tímum kalda stríðsins til að byggja um öflugt herlið, en eftir fall Berlínarmúrsins og sameiningu ríkjanna var mjög dregið úr styrk hersins. Herskylda var aflögð í Þýskalandi árið 2011 og herinn hefur lengi reynt að laða sjálfboðaliða að og bæta ímynd sína með átaki á samfélagsmiðlum. Patrick Sensburg, sem fer fyrir Varaliðssamtökum sambandshersins, segir „lottóið“ neyða fjölda ungs fólks til að draga stutta stráið. Mörgu fólki um tvítugt og foreldrum þeirra finnst það sama en aðrir segja herþjálfun geta verið holla lífsreynslu. Þjóðverjar hafa í ljósi sögunnar vantreyst mörgu því sem tengist hernaði og gagnrýnendur hafa sagt að handahófskennd herskylda auki hvorki á traust né væntumþykju fyrir hernum.

Endurspeglar „skattasýki“

Endurspeglar „skattasýki“

Þetta endurspeglar skattasýki ríkisstjórnarinnar. Þetta eru yfirgengilegar skattahækkanir á gríðarlega stóran hóp fólks í landinu. Ég á í raun bágt með að trúa þessu og er að melta hversu afdráttarlausar þessar skattahækkanir eru

Það er að teiknast upp mjög dökk mynd

Það er að teiknast upp mjög dökk mynd

„Við erum að skoða þetta mál í efnahags- og viðskiptanefnd og það er að teiknast upp mjög dökk mynd. Það er augljóst að þeir sem settu þetta innviðagjald á hafa ekki áttað sig á afleiðingunum,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður…

Óánægja með framgöngu borgarinnar

Óánægja með framgöngu borgarinnar

Fulltrúar stærstu fasteignafélaga landsins komu saman á fundi með borgarstjóra Reykjavíkur nýverið, ásamt fulltrúa borgarinnar í skipulagsráði. Fasteignafélögunum ásamt hópi þróunar- og uppbyggingaraðils var boðið til þess að ræða borgarskipulag