Vilja úr­bætur eftir út­tekt á samningum um lokun bensín­stöðva

Vilja úr­bætur eftir út­tekt á samningum um lokun bensín­stöðva

Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar, IER, gerir tólf tillögur að umbótum sem miða að því að bæta starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Tillögurnar eru settar fram í skýrslu eftir úttekt IER á aðdraganda og fyrirkomulagi þess þegar Reykjavíkurborg samdi við olíufélögin um fækkun bensínstöðva í borginni í borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar.

Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði

Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði

Tom Homan, svokallaður „landamærakeisari“ Donalds Trump þvertók fyrir það í gærkvöldi að hafa tekið á móti poka fullum af peningum af útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Tæpur mánuður er síðan fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því að upptaka væri til af Homan taka við fimmtíu þúsund dölum af lögreglumönnum í dulargervi í fyrra.

Vissu ekki hversu mikil verðmæti voru mögulega undir í bensínstöðvasamningum

Vissu ekki hversu mikil verðmæti voru mögulega undir í bensínstöðvasamningum

Borgarráð ræddi í morgun og fram eftir degi skýrslu innri endurskoðunar um bensínsstöðvarsamninga. Innri endurskoðun var í maí falið að gera úttekt á þessum samningum og samningaviðræðum við olíufélögin en þeir höfðu orðið tilefni til umfjöllunar í Kastljósi og fulltrúar minnihlutans töluðu um gjafagjörning; að þarna væri verið að afhenda olíufélögunum bensínstöðvarnar á silfurfati. Erfiðar viðræður við olíufélögin Skýrslan er löng, alls hundrað og fimm blaðsíður, og í niðurstöðum eru tólf umbótartillögur um verklag; hjá starfs-og stýrihópum, opinberum samningateymum en líka reglum um úhlutun lóða og lóðasamninga. Í skýrslunni er aðdragandinn að þessum viðræðum rakin, þær má rekja til loftslagsstefnu borgarinnar um að fækka bensínsstöðvum eða dælum um fimmtíu prósent. Hún var samþykkt 2016. Viðræðurnar við olíufélögin gengu hægt fyrir sig til að byrja með; olíufélögin voru ekki áfjáð í að semja á forsendum Reykjavíkurborgar; félögin höfðu skiljanlega engan hag af því að fækka bensínsstöðvum eða dælum. Ekkert metið hvaða verðmæti voru undir Eitt af þeim atriðum sem innri endurskoðun gagnrýnir er að ekki skuli hafa farið fram neitt mat á verðmæti þeirra réttinda sem samningarnir gátu falið í sér; fjárhagsleg hagsmunir borgarinnar sé atriði sem beri að horfa til við samningagerð, segir í skýrslunni, en ekkert lá fyrir hversu mikil verðmæti voru mögulega undir. Innri endurskoðun telur sig ekki geta metið það með afdráttarlausum hætti hvaða verðmæti urðu til í höndum olíufélaganna með þessum samningum. Sú niðurstaða yrði háð talsverðri óvissu þar sem deiliskipulag fyrir allar lóðir nema eina liggur ekki fyrir. Það er lóðin undir sjálfsafgreiðslustöðina við Egilsgötu sem Olís seldi fyrir rúmar 800 milljónir. Ávinningur Olís með samningum sínum við borgina nam líklega 44 til 66 milljónum með því að sleppa við byggingarréttargjaldið, samkvæmt skýrslu innri endurskoðunar. Í skýrslunni er gagnrýnt að þótt uppbyggingaráform hafi ekki legið fyrir í samningaviðræðum hefði borgin geta látið meta fjárhagslegar afleiðingar á rúmu bili. Skortur á þessu leiddi til þess að borgin hafði ekki svör á reiðum höndum um hversu mikil verðmæti voru mögulega undir við gerð samninganna. Allir vissu um fjárhagshvata olíufélaganna Úttekt innri endurskoðunar snerist líka um hvort borgarfulltrúar í borgarstjórn og borgarráði hefðu fengið viðhlítandi upplýsingar. Innri endurskoðun segir að samningarnir hafi verið flókið viðfangsefni en verið í samræmi við hagsmuni borgarinnar og fært hana nær þeim markmiðum sem að var stefnt þó það liggi fyrir að sum þeirra náðust ekki; eins og að bensínstöðvum eða dælum yrði fækkað um fimmtíu prósent. Það er býsna langt síðan þetta ferli fór af stað; samningsmarkmiðin voru samþykkt einróma á fundi borgarráðs í maí 2019 og samningarnir sjálfir á tveimur fundum borgarráðs, annars vegar í júní 2021 og hins vegar febrúar 2022. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá á þeim fundum. Í úttekt Innri endurskoðunar kemur fram að á fundinum 2019 hafi borgarráð samþykkt að eingungis yrði krafist greiðslu gatnagerðargjalda af hálfu lóðarhafa að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það yrði með öðrum orðum ekki krafist greiðslu á byggingarréttargjöldum eða því sem er kallað innviðagjöld. Innri endurskoðun telur engum vafa undirorpið að fulltrúar allra flokka hafi ekki verið í neinum vafa um þetta. Þeir vissu að möguleg uppbyggingaráform á einstökum lóðum gætu falið í sér fjarhagslega hvata fyrir lóðarhafa til að samþykkja breytta nýtingu á bensínstöðvarlóðunum og sá hvati væri umtalsvert verðmætari en eingöngu niðurfelling byggingarréttargjalda. Gagnrýnir hvernig samningarnir voru kynntir Innri endurskoðun finnur hins vegar að því hvernig samningarnir sjálfir voru kynntir á fundum borgarráðs í júní 2021 og febrúar 2022. Á fyrri fundinum hafi upplýsingagjöfin að stærstum hluta snúið að því hvort og þá hversu mikið bensínstöðvum gæti mögulega fækkað en ekki um efni einstakra samninga og gildi þeira. Á það er bent að samkomulag við lóðarhafa hafi verið í ósamræmi við þá skilmála og skilyrði sem borgarráð setti fyrir niðurfellingu byggingarréttargjalds. Hugmyndir lóðarhafa voru til að mynda ekki komnar á þann stað sem lagt var upp með og tímafrestur veitti þeim mun meiri slaka. Þetta telur innri endurskoðun að borgarráð hefði mátt sjá en ekki verði séð að þetta hafi verið tekið til umræðu á fundinum, og ekki sé vikið að þessu í þeim gögnum sem lögð voru fyrir ráðið. Fundurinn í febrúar er sama merki brenndur, að mati innri endurskoðunar. Tveggja blaðsíðna minnisblað hafi verið lagt fyrir fundinn þar sem ekki voru rakin álitamál eða árangur samningaviðræðna að öðru leyti en því að fjallað er um hvaða bensínstöðvar komi til með að hætta. Samninganefndin sagði enga aðra leið færa Almennt, segir innri endurskoðun, verði ekki annað séð en að fulltrúar flokkanna í borgarráði hafi haft nægar upplýsingar til að geta lagt mat á bæði samningsmarkmiðin og þau samkomulagsatriði sem lögð voru fyrir ráðið. Á hinn bóginn verði ekki framhjá því litið, mögulega vegna þess hversu flóknar viðræðurnar voru, að upplýsingagjöf hafi verið ómarkviss þegar samningarnir sjálfir komu til umfjöllunar borgarráðs. Ekki var fjallað um tiltekin álitamál né þann vafa sem hlaut að vera uppi um að uppbyggingaráformin næðu fram að ganga. Hvað sem fulltrúar í borgarráði máttu vita eða vissu hafi það verið sjálfstæður misbrestur að greiningar voru ekki settar í formlegri búning. Samninganefnd borgarinnar fékk tækifæri til að skila andsvörum og sagði að ekki hefði verið annað hægt en fara þá leið sem farin var. Fækkun stöðva hefði þurft að ganga jafnt yfir öll olíufélögin og miða hefði þurft við að skrifa undir rammasamkomulag á sama tíma við öll félögin. Ekker þeirra vildi vera fyrst og ekkert gat hugsað sér að semja um lóð fyrir lóð. Innri endurskoðun segir að um það hafi ríkt samstaða hjá sérfræðingum borgarinnar að hefja samningaviðræður við öll olíufélögin í einu. Hún bendir hins vegar á að staða einstakra lóða hafi verið misjöfn. Nokkrir lóðarleigusamningar hafi verið útrunnir og skammt eftir hjá sumum en aðrir hafi verið nýlegir og enn aðrir átt langt eftir. Bent er á nýlegan dóm Hæstaréttar þar sem sveitarfélag mátti láta leigutaka á lóð víkja án þess að greiða fyrir það bætur.

Telur að betur hefði mátt standa að upplýsingagjöf um bensínsstöðvarsamninga

Telur að betur hefði mátt standa að upplýsingagjöf um bensínsstöðvarsamninga

Borgarráð ræddi í morgun og fram eftir degi skýrslu innri endurskoðunar um bensínsstöðvarsamninga. Innri endurskoðun var í maí falið að gera úttekt á þessum samningum og samningaviðræðum við olíufélögin en þeir höfðu orðið tilefni til umfjöllunar í Kastljósi og fulltrúar meirihlutans töluðu um gjafagjörning; að þarna væri verið að afhenda olíufélögunum bensínsstöðvarnar á silfurfati. Erfiðar viðræður við olíufélögin Skýrslan er löng, alls hundrað og fimm blaðsíður, og niðurstaðan eru tólf umbótartillögur um verklag; hjá starfs-og stýrihópum, opinberum samningateymum en líka reglum um úhlutun lóða og lóðasamninga. Í skýrslunni er aðdragandinn að þessum viðræðum rakin, þær má rekja til loftslagsstefnu borgarinnar um að fækka bensínsstöðvum eða dælum um fimmtíu prósent. Hún var samþykkt 2016. Viðræðurnar við olíufélögin gengu hægt fyrir sig til að byrja með; olíufélögin voru ekki áfjáð í að semja á forsendum Reykjavíkurborgar; olíufélögin höfðu skiljanlega engan hag af því að fækka bensínsstöðvum eða dælum.. Ekkert metið hvaða verðmæti voru í húfi Eitt af þeim atriðum sem Innri endurskoðun gagnrýnir er að ekki skuli hafa farið fram neitt mat á verðmæti þeirra réttinda sem samningarnir gátu falið í sér; fjárhagsleg hagsmunir borgarinnar sé atriði sem beri að horfa til við samningagerð, segir í skýrslunni, en ekkert lá fyrir hversu mikil verðmæti voru mögulega undir. Innri endurskoðun telur sig ekki geta metið það með afdráttarlausum hætti hvaða verðmæti urðu til í höndum olíufélaganna með þessum samningum. Sú niðurstaða yrði háð talsverðri óvissu þar sem deiliskipulag fyrir allar lóðir nema eina liggur ekki fyrir. Það er lóðin undir sjálfsafgreiðslustöðvarnar við Egilsgötu sem Olís seldi fyrir rúmar 800. Ávinningur Olís með samingum sínum við borgina nam líklega 44 til 66 milljónum með því að sleppa við byggingarréttargjaldið, samkvæmt skýrslu Innri endurskoðunar. Allir vissu um fjárhagshvata olíufélaganna Úttekt Innri endurskoðunar snerist líka um hvort borgarfulltrúar í borgarstjórn og borgarráði hefðu fengið viðhlítandi upplýsingar? Innri endurskoðun segir að samningarnir hafi verið flókið viðfangsefni en verið í samræmi við hagsmuni borgarinnar og fært hana nær þeim markmiðum sem að var stefnt þó það ligg fyrir að sum þeirra náðust ekki; eins og að bensínsstöðvum eða dælum yrði fækkað um fimmtíu prósent. Það er býsna langt síðan þetta ferli fór af stað; samningsmarkmiðin voru samþykkt einróma á fundi borgarráðs í maí 2019 og samningarnir sjálfir á tveimur fundum borgarráðs, annars vegar í júní 2021 og hins vegar febrúar 2022. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá á þeim fundum. Í úttekt Innri endurskoðunar kemur fram að á fundinum 2019 hafi borgarráð samþykkt að eingungis yrði krafist greiðslu gatnagerðargjalda af hálfu lóðarhafa að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það yrði með öðrum orðum ekki krafist greiðslu á á byggingarréttargjöldum eða því sem er kallað innviðagjöld. Innri endurskoðun telur engum vafa undirorpið að fulltrúar allra flokka hafi ekki verið í neinum vafa um þetta. Þeir vissu að möguleg uppbyggingaráform á einstökum lóðum gætu falið í sér fjarhagslega hvata fyrir lóðahafa til að samþykkja breytta nýtingu á bensínsstöðvarlóðunum og sá hvati væri umtalsvert verðmætari en eingöngu niðurfelling byggingarréttargjalda. Gagnrýnir hvernig samningarnir voru kynntir Innri endurskoðun finnur hins vegar að því hvernig samningarnir sjálfir voru kynntir á fundum borgarráðs í júní 2021 og febrúar 2022. Á fyrri fundinum hafi upplýsingagjöfin að stærstum hluta snúið að því hvort og þá hversu mikið bensínsstöðvum gæti mögulega fækkað en ekki um efni einstakra samninga og gildi þeira. Á það er bent að samkomulögin við lóðarhafa hafi verið í ósamræmi við þá skilmála og skilyrði sem borgarráð setti fyrir niðurfellingu byggingarréttargjalds. Hugmyndir lóðarhafa voru til að mynda ekki komnar á þann stað sem lagt var upp með og tímafrestir veittu þeim mun meiri slaka. Þetta telur innri endurskoðun að borgarráð hefði mátt sjá en ekki verði séð að þetta hafi verið tekið til umræðu á fundinum og ekki sé vikið að þessu í þeim gögnum sem lögð voru fyrir ráðið. Fundurinn í febrúar er sama merki brenndur, að mati Innri endurskoðunar. Tveggja blaðsíðna minnisblað hafi verið lagt fyrir fundinn þar sem ekki voru rakin álitamál eða árangur samningaviðræðna að öðru leyti en því að fjallað er um hvaða bensínsstöðvar komi til með að hætta. Samninganefndin sagði enga aðra leið færa Almennt, segir Innri endurskoðun, verði ekki annað séð en að fulltrúar flokkanna í borgarráði hafi haft nægar upplýsingar til að geta lagt mat á bæði samningsmarkmiðin og þau samkomulög sem lögð voru fyrir ráðið. Á hinn boginn verði ekki framhjá því litið, mögulega vegna þess hversu flóknar viðræðurnar voru, var upplýsingagjöf ómarkviss þegar samningarnir sjálfir komu til umfjöllunar borgarráðs. Ekki var fjallað um tiltekin álitamál né þann vafa sem hlaut að vera uppi um að uppbyggingaráformin næðu fram að ganga. Hvað sem fulltrúar í borgarráði máttu vita eða vissu hafi það verið sjálfstæður misbrestur að greiningar voru ekki settar í formlegri búning. Samninganefnd borgarinnar fékk tækifæri til að skila andsvörum og sagði að ekki hafi verið annað hægt en fara þá leið sem farin var. Fækkun stöðva hafi þurft að ganga jafnt yfir öll olíufélögin og miða hafi þurft við að skrifa undir rammasamkomulag á sama tíma við öll félögin. Ekker þeirra vildi vera fyrst og ekkert gat hugsað sér að semja um lóð fyrir lóð.

Vissu ekki hversu mikil verðmæti voru mögulega undir í bensínsstöðvarsamningum

Vissu ekki hversu mikil verðmæti voru mögulega undir í bensínsstöðvarsamningum

Borgarráð ræddi í morgun og fram eftir degi skýrslu innri endurskoðunar um bensínsstöðvarsamninga. Innri endurskoðun var í maí falið að gera úttekt á þessum samningum og samningaviðræðum við olíufélögin en þeir höfðu orðið tilefni til umfjöllunar í Kastljósi og fulltrúar minnihlutans töluðu um gjafagjörning; að þarna væri verið að afhenda olíufélögunum bensínsstöðvarnar á silfurfati. Erfiðar viðræður við olíufélögin Skýrslan er löng, alls hundrað og fimm blaðsíður, og niðurstaðan eru tólf umbótartillögur um verklag; hjá starfs-og stýrihópum, opinberum samningateymum en líka reglum um úhlutun lóða og lóðasamninga. Í skýrslunni er aðdragandinn að þessum viðræðum rakin, þær má rekja til loftslagsstefnu borgarinnar um að fækka bensínsstöðvum eða dælum um fimmtíu prósent. Hún var samþykkt 2016. Viðræðurnar við olíufélögin gengu hægt fyrir sig til að byrja með; olíufélögin voru ekki áfjáð í að semja á forsendum Reykjavíkurborgar; olíufélögin höfðu skiljanlega engan hag af því að fækka bensínsstöðvum eða dælum.. Ekkert metið hvaða verðmæti voru í húfi Eitt af þeim atriðum sem Innri endurskoðun gagnrýnir er að ekki skuli hafa farið fram neitt mat á verðmæti þeirra réttinda sem samningarnir gátu falið í sér; fjárhagsleg hagsmunir borgarinnar sé atriði sem beri að horfa til við samningagerð, segir í skýrslunni, en ekkert lá fyrir hversu mikil verðmæti voru mögulega undir. Innri endurskoðun telur sig ekki geta metið það með afdráttarlausum hætti hvaða verðmæti urðu til í höndum olíufélaganna með þessum samningum. Sú niðurstaða yrði háð talsverðri óvissu þar sem deiliskipulag fyrir allar lóðir nema eina liggur ekki fyrir. Það er lóðin undir sjálfsafgreiðslustöðvarnar við Egilsgötu sem Olís seldi fyrir rúmar 800. Ávinningur Olís með samingum sínum við borgina nam líklega 44 til 66 milljónum með því að sleppa við byggingarréttargjaldið, samkvæmt skýrslu Innri endurskoðunar. Allir vissu um fjárhagshvata olíufélaganna Úttekt Innri endurskoðunar snerist líka um hvort borgarfulltrúar í borgarstjórn og borgarráði hefðu fengið viðhlítandi upplýsingar? Innri endurskoðun segir að samningarnir hafi verið flókið viðfangsefni en verið í samræmi við hagsmuni borgarinnar og fært hana nær þeim markmiðum sem að var stefnt þó það ligg fyrir að sum þeirra náðust ekki; eins og að bensínsstöðvum eða dælum yrði fækkað um fimmtíu prósent. Það er býsna langt síðan þetta ferli fór af stað; samningsmarkmiðin voru samþykkt einróma á fundi borgarráðs í maí 2019 og samningarnir sjálfir á tveimur fundum borgarráðs, annars vegar í júní 2021 og hins vegar febrúar 2022. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá á þeim fundum. Í úttekt Innri endurskoðunar kemur fram að á fundinum 2019 hafi borgarráð samþykkt að eingungis yrði krafist greiðslu gatnagerðargjalda af hálfu lóðarhafa að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það yrði með öðrum orðum ekki krafist greiðslu á á byggingarréttargjöldum eða því sem er kallað innviðagjöld. Innri endurskoðun telur engum vafa undirorpið að fulltrúar allra flokka hafi ekki verið í neinum vafa um þetta. Þeir vissu að möguleg uppbyggingaráform á einstökum lóðum gætu falið í sér fjarhagslega hvata fyrir lóðahafa til að samþykkja breytta nýtingu á bensínsstöðvarlóðunum og sá hvati væri umtalsvert verðmætari en eingöngu niðurfelling byggingarréttargjalda. Gagnrýnir hvernig samningarnir voru kynntir Innri endurskoðun finnur hins vegar að því hvernig samningarnir sjálfir voru kynntir á fundum borgarráðs í júní 2021 og febrúar 2022. Á fyrri fundinum hafi upplýsingagjöfin að stærstum hluta snúið að því hvort og þá hversu mikið bensínsstöðvum gæti mögulega fækkað en ekki um efni einstakra samninga og gildi þeira. Á það er bent að samkomulögin við lóðarhafa hafi verið í ósamræmi við þá skilmála og skilyrði sem borgarráð setti fyrir niðurfellingu byggingarréttargjalds. Hugmyndir lóðarhafa voru til að mynda ekki komnar á þann stað sem lagt var upp með og tímafrestir veittu þeim mun meiri slaka. Þetta telur innri endurskoðun að borgarráð hefði mátt sjá en ekki verði séð að þetta hafi verið tekið til umræðu á fundinum og ekki sé vikið að þessu í þeim gögnum sem lögð voru fyrir ráðið. Fundurinn í febrúar er sama merki brenndur, að mati Innri endurskoðunar. Tveggja blaðsíðna minnisblað hafi verið lagt fyrir fundinn þar sem ekki voru rakin álitamál eða árangur samningaviðræðna að öðru leyti en því að fjallað er um hvaða bensínsstöðvar komi til með að hætta. Samninganefndin sagði enga aðra leið færa Almennt, segir Innri endurskoðun, verði ekki annað séð en að fulltrúar flokkanna í borgarráði hafi haft nægar upplýsingar til að geta lagt mat á bæði samningsmarkmiðin og þau samkomulög sem lögð voru fyrir ráðið. Á hinn boginn verði ekki framhjá því litið, mögulega vegna þess hversu flóknar viðræðurnar voru, var upplýsingagjöf ómarkviss þegar samningarnir sjálfir komu til umfjöllunar borgarráðs. Ekki var fjallað um tiltekin álitamál né þann vafa sem hlaut að vera uppi um að uppbyggingaráformin næðu fram að ganga. Hvað sem fulltrúar í borgarráði máttu vita eða vissu hafi það verið sjálfstæður misbrestur að greiningar voru ekki settar í formlegri búning. Samninganefnd borgarinnar fékk tækifæri til að skila andsvörum og sagði að ekki hafi verið annað hægt en fara þá leið sem farin var. Fækkun stöðva hafi þurft að ganga jafnt yfir öll olíufélögin og miða hafi þurft við að skrifa undir rammasamkomulag á sama tíma við öll félögin. Ekker þeirra vildi vera fyrst og ekkert gat hugsað sér að semja um lóð fyrir lóð. Innri endurskoðun segir að um það hafi ríkt samstaða hjá sérfræðingum borgarinnar að hefja samningaviðræður við öll olíufélögin í einu. Hún bendir hins vegar á að staða einstakra lóða hafi verið misjöfn. Nokkrir lóðarleigusamningar hafi verið útrunnir og skammt eftir hjá sumum en aðrir hafi verið nýlegir og enn aðrir átt langt eftir. Og bent er á nýlegan dóm Hæstaréttar þar sem sveitarfélag mátti láta leigutaka á lóð víkja án þess að greiða fyrir það bætur.

Lét lokkana fjúka

Lét lokkana fjúka

Mikkel Hansen þekkja flestir Íslendingar enda hefur hann verið horn í síðu íslenska landsliðsins í handbolta í leikjum gegn Danmörku síðustu áratugi. Sítt hár hefur lengi verið eitt helsta einkenni Hansens en hann hefur nú látið lokkana fjúka. Þetta gerði hann til að vekja athygli á baráttu fólks við krabbamein. Í myndskeiði sem birtist á Instagram-síðu leikstjórans Naghmeh Pour sést Hansen raka af sér hárið með rafmagnsrakvél. Meðan hann gerir það segir hann nöfn fólks sem glímir við krabbamein og myndbandinu lýkur með „fyrir pabba“.

Súðavík: 20 m.kr. í skólalóð á næsta ári

Súðavík: 20 m.kr. í skólalóð á næsta ári

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur ákveðið að setja upp á næsta ári sparkvöll og körfuboltavöll á skólalóðinni við Grunnskóla Súðavíkur. Ákveðið var að setja verkefnið á fjárhagsáætlun fyrir 2026, en áætlaður kostnaður er um 20 m.kr. Fyrir sveitarstjórnina voru lögð tilboð frá nokkrum aðilum um lausnir á skólalóðinni s.s. með uppsetningu á leiktækjum og íþróttaaðstöðu.

Hafnað tvisvar á fimm dögum

Hafnað tvisvar á fimm dögum

Fyrrverandi knattspyrnustjóri Sheffield Wednesday, Danny Rohl, hefur hafnað því að verða næsti knattspyrnustjóri Rangers. Þjóðverjinn, sem hélt Wednesday uppi í vor en hætti svo vegna vandræða á bak við tjöldin, var með efstu mönnum á blaði Rangers en hefur tilkynnt félaginu að hann hafi ekki áhuga. Hann er þar með annar stjórinn á fimm dögum Lesa meira