
Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“
Luke Littler, heimsmeistarinn í pílukasti, hrósaði Beau Graves í hástert eftir að hún sigraði hann, 6-5, í undanúrslit HM ungmenna í gær.
Luke Littler, heimsmeistarinn í pílukasti, hrósaði Beau Graves í hástert eftir að hún sigraði hann, 6-5, í undanúrslit HM ungmenna í gær.
Jennifer Aniston rifjar upp þegar hún var næstum því orðin hluti leikarahópsins í Saturday Night Live. Þegar Aniston, 56 ára, var spurð út í ákvörðun sína um að hafna tilboði um að vera í leikarahópi grínþáttarins á NBC áður en hún varð fræg í Friends sagði hún: „Ég hélt alltaf að ég væri svo heit Lesa meira
Svíþjóð hefur lent í miklum vandræðum í undankeppni HM og tapaði liðið 0-1 gegn Kósóvó á heimavelli í gær. Sitja Svíar nú á botni riðilsins með aðeins eitt stig eftir fjóra leiki. Liðið, undir stjórn Jon Dahl Tomasson, hefur tapað þremur af fjórum leikjum og veltur möguleiki þeirra á að komast á HM nú á Lesa meira
Fimm Palestínumenn voru drepnir í morgun af ísraelskum hermönnum í Gasaborg eftir að þeir fóru yfir hina svokölluðu gulu línu, samkvæmt ísraelska hernum.
Ríflega helmingur landsmanna er jákvæður gagnvart olíuleit í íslenskri lögsögu, eða rúmlega 55%, en um fjórðungur er neikvæður, eða tæp 27%. Þá segjast um 18% hvorki hafa jákvætt né neikvætt viðhorf til hennar.
Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson og kærastan hans, Sylvía Rós fyrrverandi flugfreyja Play, eignuðust dreng þann 11. október síðastliðinn. Parið greinir frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram.
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands í fótbolta, var allt annað en sáttur við markið sem Guðlaugur Victor Pálsson skoraði í leik Íslands og Frakklands í undankeppni HM á Laugardalsvelli í gær.
Gassprenging sem varð þremur lögreglumönnum að bana og særði tólf félaga þeirra og einn almennan borgara virðist hafa verið viljaverk. Þetta segir ítalska lögreglan eftir að hún var kölluð til vegna kröfu um útburð á bóndabæ í Castel d'Azzano, nærri Veróna á norðanverðri Ítalíu. Þrír eru alvarlega særðir en ekki í lífshættu. Lögreglumenn fóru að bóndabænum þar sem bera átti út þrjú systkin á sjötugsaldri vegna skulda. Þau höfðu girt sig af í húsinu, viðbúin því að reynt yrði að bera þau út. Systkinin höfðu áður lýst því yfir að þau myndu sprengja sig í loft upp ef reynt yrði að bera þau út. Claudio Papagno, yfirmaður lögreglunnar, sagði gashylki hefði verið komið fyrir í húsinu og það sprengt þegar lögreglumennirnir mættu á staðinn. „Þegar við fórum inn í húsið var okkur mætt af einskæru brjálæði.“ Tvö systkinanna voru handtekin á bóndabænum og sjúkralið gerði að sárum þeirra. Annar bróðirinn hafði flúið en fannst skömmu síðar.
„Þeir félagar eru undir áhrifum hvor frá öðrum um leið og þeir kallast á yfir limgerðið í fjarlægð, samrýmanlegir og ósamrýmanlegir, einhver spenna undir en um leið samsláttur sem gefur þessu öllu saman vigt,“ skrifar Arnar Eggert Thoroddsen um samstarf Páls Óskars og Benna Hemm Hemm.
Alls eru 52 prósent svarenda í könnun Prósents hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, 27 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og 21 prósent eru andvíg. Þau sem eru á aldrinum 18 til 24 ára eru marktækt hlynntari aðskilnaði ríkis og kirkju en þau sem eru 35 ára og eldri. 65 ára og eldri eru marktækt andvígari aðskilnaði en þau sem eru 54 ára og yngri.
Alexander Blonz, leikmaður Álaborgar í Danmörku, var valinn í norska landsliðið í handbolta eftir nokkurt hlé. Hann hefur glímt við veikindi undanfarna mánuði.
Fyrrum enski landsliðsmaðurinn og miðjumaður Tottenham, Paul Gascoigne, hefur snert við aðdáendum eftir að hann viðurkenndi í tilfinningaþrungnu viðtali að hann drekki enn áfengi. Viðtalið fór fram í morgunþættinum Good Morning Britain á ITV á mánudagsmorgun. Gascoigne, sem er 58 ára, hefur árum saman glímt opinberlega við áfengisfíkn og andleg veikindi frá því hann lagði Lesa meira
Joe Biden, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hrósar Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir að koma vopnahlésamkomulagi Ísraels og Hams í gegn.
Tollastríð milli Bandaríkjanna og Kína virðist hafa verið endurræst eftir að Kína tilkynnti nýjar og strangari reglur um útflutning sjaldgæfra málma. Donald Trump forseti Bandaríkjanna brást við með því að tilkynna 100% toll á kínverskar vörur.
Hlutfall þeirra sem segja að alls ekki ætti að leita að olíu í íslenskri lögsögu hefur aldrei mælst lægra frá því að byrjað var að kanna það fyrir rúmum áratug. Ríflega helmingur svarenda í skoðanakönnun er jákvæður gagnvart olíuleit við Ísland.