Karl­maður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnar­firði

Karl­maður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnar­firði

Karlmaður er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna að gruns um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði í gær. Greint var frá málinu í dagbókarfærslu lögreglunnar sem barst fjölmiðlum í morgun, en Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að maður sé enn í haldi vegna málsins.

Múlaborgarmál á leið til héraðssaksóknara

Múlaborgarmál á leið til héraðssaksóknara

Rannsókn lögreglu á leiðbeinanda í Múlaborg sem grunaður er um kynferðisbrot gegn leikskólabörnum er um það bil að klárast. Hún verður send héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra eða ekki. Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson lögreglufulltrúi í samtali við fréttastofu. Vísir greindi fyrst frá. Fréttastofa greindi frá því í byrjun mánaðar að grunur léki á að starfsmaðurinn hefði brotið gegn fleiri en tíu börnum. Hann var upphaflega handtekinn vegna gruns um brot gegn einu barni. Leikskólinn Múlaborg.Sólveig Klara

Bankinn hafi frum­kvæði að yfir­ferð og endur­greiðslu

Bankinn hafi frum­kvæði að yfir­ferð og endur­greiðslu

Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að því að endurgreiða viðskiptavinum sem hafa greitt of mikið af fasteignalánum sínum, samkvæmt vaxtadómi hæstaréttar, að sögn bankastjóra. Nú sé verið að skoða hvað það séu margir. Frummat á fjárhagslegu tjóni bankans er þegar komið fram. Bankastjóri útilokar ekki að þriðji aðili endurreikni líka lánasamninga.

Bankinn hefur sam­band ef hann skuldar þér pening

Bankinn hefur sam­band ef hann skuldar þér pening

Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að því að endurgreiða viðskiptavinum sem hafa greitt of mikið af fasteignalánum sínum, samkvæmt vaxtadómi hæstaréttar, að sögn bankastjóra. Nú sé verið að skoða hvað það séu margir. Frummat á fjárhagslegu tjóni bankans er þegar komið fram. Bankastjóri útilokar ekki að þriðji aðili endurreikni líka lánasamninga.

Maður grunaður um kynferðisbrot gegn ungri stúlku

Maður grunaður um kynferðisbrot gegn ungri stúlku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar atvik þar sem grunur leikur á að karlmaður hafi brotið kynferðislega á stúlku undir fjórtán ára aldri í gærkvöld. Maðurinn er í haldi lögreglu. Morgunblaðið greindi fyrst frá. Kristján Ingi Kristjánsson lögreglufulltrúi segir í samtali við fréttastofu að rannsókn sé á algjöru frumstigi. Eftir á að yfirheyra hinn grunaða og vitni. Yfirlitsmynd úr Hafnarfirði.RÚV / Olga Björt Þórðardóttir

Ljósið – sam­tök úti í bæ

Ljósið – sam­tök úti í bæ

Forsætisráðherra vafðist tunga um tönn þegar að undirritaður spurði hana út í forgangsröðun í fjárlögum, nánar tiltekið tvö hundruð milljóna króna niðurskurð til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Ljósið hefur lyft grettistaki með starfsemi sinni og í hverjum mánuði njóta um 600 manns endurhæfingar og aðstoðar. Þúsundir Íslendinga sem tekist hafa á við krabbamein og aðstandendur þeirra hafa notið þjónustu Ljóssins í gegnum árin.