
Ekki fleiri aftökur í Íran í 30 ár
Aftökum hefur fjölgað verulega í Íran. Tíðnin í ár er sú hæsta sem verið hefur síðustu 30 ár og er landið þar að auki með hæstu tíðni aftaka í heiminum miðað við höfðatölu. Íranska leikkonan Nazanin Boniadi segir ekki næga alþjóðlega meðvitund og samstöðu við írönsku þjóðina og kallar eftir auknum pólitískum kostnaði fyrir Íran.