Ekki fleiri aftökur í Íran í 30 ár

Ekki fleiri aftökur í Íran í 30 ár

Aftökum hefur fjölgað verulega í Íran. Tíðnin í ár er sú hæsta sem verið hefur síðustu 30 ár og er landið þar að auki með hæstu tíðni aftaka í heiminum miðað við höfðatölu. Íranska leikkonan Nazanin Boniadi segir ekki næga alþjóðlega meðvitund og samstöðu við írönsku þjóðina og kallar eftir auknum pólitískum kostnaði fyrir Íran.

Helvíti stressaður á bekknum

Helvíti stressaður á bekknum

„Það er geggjað að ná jafntefli á móti Frökkum og við hefðum getað unnið þennan leik,“ sagði Daníel Tristan Guðjohnsen, landsliðsmaður í fótbolta, í samtali við mbl.is eftir 2:2-jafntefli á móti Frakklandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld.

Áróðri gegn trans fólki dreift á höfuðborgarsvæðinu

Áróðri gegn trans fólki dreift á höfuðborgarsvæðinu

Plakötum með áróðri gegn trans fólki hefur verið dreift víða um höfuðborgarsvæðið. Blöðin eru merkt vefsíðu Elds Smára Kristinssonar, formanni Samtakanna 22, og hafa fundist meðal annars á Háskólatorgi og á Borgarbókasafninu. Fréttastofa hefur líka fengið ábendingar frá fólki sem fékk þetta blað í gegnum lúguna. Á blaðinu má finna skilaboð um „gervi-skilgreiningar í pólitískum tilgangi“ þar sem ýjað er að því að tilvera trans fólks snúist um veikindi, að fylgja tískubylgju eða að ógna öðrum. Slík skilaboð eru algeng meðal andstæðinga trans fólks. Háskólinn við Melbourne tók saman helstu mýtur um trans fólk og sannreyndi þær með ritrýndum greinum. Stór hópur samkynhneigðra hafnar Samtökunum 22 Samtökin 22 er hópur fólks sem lýsir sér sem samtökum fyrir réttindi homma og lesbía. Samtökin hafa alið á fordómum gegn trans fólki samkvæmt Samtökunum '78 . Tæplega 300 samkynhneigðir einstaklingar á Íslandi hafa lýst því yfir að Samtökin 22 séu ekki í þeirra nafni.

Ísak Bergmann uppljóstrar því hvernig Arnar barði trú í liðið – „Hvernig hann brást við, hann tók okkur á tal“

Ísak Bergmann uppljóstrar því hvernig Arnar barði trú í liðið – „Hvernig hann brást við, hann tók okkur á tal“

Ísak Bergmann Jóhannesson var brattur eftir 2-2 jafntefli Íslands og Frakklands í undankeppni HM í kvöld. Leikurinn á Laugardalsvelli var spennandi þar íslenska liðið komst yfir en Frakkar komust svo í 2-1. Það var svo Kristian Nökkvi Hlynsson sem jafnaði fyrir okkar menn. „Bara mjög sáttur, sáttur með þennan glugga. Stoltur af liðinu og stoltur Lesa meira