
EM í dag: Helgin frá helvíti
Mánudagar verða ekki mikið þreyttari en þessi eftir helgina í Katowice sem verður hér eftir ekki kölluð annað en helgin frá helvíti.
Mánudagar verða ekki mikið þreyttari en þessi eftir helgina í Katowice sem verður hér eftir ekki kölluð annað en helgin frá helvíti.
BBC og fleiri miðlar í Bretlandi segja nú að Marc Guehi fari til Liverpool í dag frá Crystal Palace. Skiptin voru sögð í hættu þegar Igor Julio labbaði burt af æfingasvæði Palace eftir læknisskoðun, ætlaði félagið að fá hann frá Brighton. Igor ákvað að fara frekar til West Ham og er í læknisskoðun þar núna. Lesa meira
Andrea Mist Pálsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnulið Stjörnunnar.
Umfangsmiklar björgunaraðgerðir hafa staðið yfir í Afganistan í dag eftir að öflugur jarðskjálfti lagði heimili í rúst á afskekktu fjallasvæði. Yfir 800 manns hafa látist og búist er við að sú tala eigi eftir að hækka að sögn yfirvalda.
Birkir Bjarnason er hættur í atvinnumennsku í fótbolta. Hann tilkynnti þetta á Instagram í dag. Birkir spilaði 113 landsleiki fyrir Íslands og skoraði í þeim 15 mörk. Hann er leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi. Hann var með Íslandi á EM 2016 og HM 2018 og skoraði fyrsta mark Íslands á stórmóti þegar hann jafnaði í 1-1 jafntefli við Portúgal á Evrópumótinu. Birkir spilaði með yngri flokkum KA en flutti ungur til Noregs og hóf Meistaraflokksferil sinn með Viking í Stafangri. Utan Noregs spilaði hann lengst af á Ítalíu, með Pescara, Sampdoria og Brescia en hann spilaði einnig í Belgíu, Sviss, Englandi, Katar og Tyrklandi.
Ross Harwood blaðamaður í Manchester segir að Andre Onana markvörður Manchester United hafi fengið þau skilaboð að hann geti fundið sér nýtt félag. United er að ganga frá kaupum á Senne Lammens frá Antwerp í Belgíu. Ungi Belginn er sagður skrifa undir á næstu mínútum en talið er að Ruben Amorim horfi á hann sem Lesa meira
Ákæruvaldið hefur ákveðið að falla frá þeim hluta ákæru á hendur Anahitu Babaei og Elissu May Philipps sem varðar brot gegn lögum um siglingavernd vegna hvalveiðimótmælanna í september 2023.
Leikjahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins frá upphafi, Birkir Bjarnason, hefur lagt skóna á hilluna.
Meðal breytinga á örorku- og endurhæfingarkerfinu sem tóku gildi í dag er hlutaörorkulífeyrir sem er ætlaður þeim sem geta verið í hlutastarfi eða eru metnir með 26-50% getu til virkni á vinnumarkaði samkvæmt samþættu sérfræðimati. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að þeir einstaklingar sem falla undir hlutaörorkukerfið ættu ekki að hafa áhyggjur af því að neyðast til þess að vinna ef þeir treysta sér ekki til þess. „Við höfum áralanga reynslu í að aðstoða fólk með skerta starfsgetu inn á íslenskan vinnumarkað. Núna bætum við bara í,“ segir Unnur sem tekur einnig fram að unnið verði einstaklingsmiðað að því að aðstoða fólk. „Það verður enginn píndur í einhverja vinnu sem hann hvorki treystir sér í eða telur sig ráða við, það er alls ekki þannig,“ segir hún. „Við pörum saman starfið og atvinnuleitandann og þetta verður allt að ganga upp.“ Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að enginn verði neyddur til vinnu sem viðkomandi treystir sér ekki til með þeim breytingum á örorku- og endurhæfingarkerfinu sem tóku gildi í dag. Þó þurfi að fjölga hlutastörfum til að kerfið virki sem skyldi. „Þetta er bylting á örorkulífeyriskerfinu,“ segir Unnur um breytingarnar sem tóku gildi í dag og voru kynntar á fundi félags- og húsnæðismálaráðuneytisins. „Það er alveg verið að breyta um nálgun. Það er ekki verið að spyrja hvað geturðu ekki? heldur hvað geturðu? Hvar eru styrkleikarnir? Hvar liggur áhuginn og hver er starfsgetan?“ Nauðsynlegt að fjölga hlutastörfum Unnur hefur talað fyrir því að fjölga þurfi hlutastörfum svo örorku- og endurhæfingarkerfið virki sem skildi. Mikil vinna hafi farið í kynningu á breytingunum á vinnustöðum, hjá opinberum stofnunum, hagsmunasamtökum og í sveitarfélögum. „Við erum að reyna að byrja að vinna í haginn og höfum verið að gera það til að reyna að afla fleiri hlutastarfa,“ segir Unnur sem segir mikilvægt að bjóða fólk velkomið inn á vinnumarkaðinn.
Þykkt hár Eiðs Smára Guðjohnsen í nýrri auglýsingu fyrir veðmálasíðuna Epicbet hefur vakið athygli. Stutt er síðan hár hans var farið að þynnast ansi mikið. Eiður hefur ekki tjáð sig um það sjálfur en virðist hafa farið í hárígræðslu.
Henrik Sass Larsen, fyrrverandi iðnaðarráðherra Danmerkur, var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir vörslu þúsunda mynda sem sýna kynferðisofbeldi gegn börnum.
Sævar Atli Magnússon hefur verið magnaður síðan hann kom í lið Brann en hann skoraði bæði mörk liðsins í jafntefli gegn Kristiansund, 2:2, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á heimavelli þess síðarnefnda í gær.
Vegagerðin fyrir hönd hafna Múlaþings, Ísafjarðarhafnar, Reykhólahrepps, Hafnarsjóðs Skagafjarðar, Fjallabyggðar, Súðavíkurhafnar býður hér með út Innkaup á fórnarskautum og festingum fyrir ofangreindar hafnir. Fórnarskautin skulu vera Ál fórnarskaut með lágmarks rafefnafræðilegri afkastagetu 2500 Ah/kg. Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með föstudeginum 29. ágúst 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í […]
Þann 28. ágúst síðastliðinn var fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli manns sem ákærður er fyrir nauðgun, kynferðisbrot gegn barni, stórfellt brot í nánu sambandi og vörslu barnaníðsefnis. Maðurinn, sem er að nálgast þrítugt, á nokkuð langan sakaferli að baki og samkvæmt heimildum DV stríðir hann við geðræn vandamál. Í ákæru er hann sagður hafa Lesa meira
David Moyes viðurkennir að jafnvel hann hafi ekki búist við slíkri byrjun frá sóknarmanninum Jack Grealish í sumar. Grealish kom til Everton í sumar á láni frá Manchester City og spilar í dag undir stjórn Moyes sem vildi mikið næla í Englendinginn. Grealish hefur byrjað stórkostlega fyrir Everton og er búinn að leggja upp fjögur Lesa meira
Útlitið í rekstri JBT Marel er betra en áður var óttast sem hefur leitt til talsverðar hækkunar á verðmati félagsins núna þegar skýrari mynd er komin á umhverfið eftir „tollaþeytivindu“ bandarískra stjórnvalda, samkvæmt nýrri greiningu.