Stjórnunarnám í hafsvæðastjórnun

Stjórnunarnám í hafsvæðastjórnun

Viljayfirlýsing um nýtt stjórnunarnám í hafsvæðastjórnun á háskólastigi var undirrituð  um borð í varðskipinu Þór í Reykjavíkurhöfn í síðustu viku.  Um er að ræða samstarfsverkefni Landhelgisgæslu Íslands, Háskólans á Bifröst og Tækniskólans um nám sem leggur áherslu á leit og björgun á sjó, leiðtogafræði og hafsvæðastjórnun. Markmið námsins er meðal annars að koma til móts […]

Nýtt örorkulífeyriskerfi

Nýtt örorkulífeyriskerfi

Í dag tekur gildi nýtt örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfi. Kerfi sem markar tímamót í baráttunni gegn fátækt, einmanaleika og því að festast í vanvirkni og kvíða án þess að geta brotist út úr þeim döpru aðstæðum. Um árabil hafa stjórnvöld reynt að plástra kerfi sem varla nokkur sála hefur getað skilið. Flókið, óréttlátt og skrítð kerfi svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Craig: Held að ekkert lið geti stöðvað Doncic alveg

Craig: Held að ekkert lið geti stöðvað Doncic alveg

Aðspurður segir Craig ekki vera jafnósáttur og hann var í gærkvöldi. „Nei! Við þurfum að koma okkur áfram frá gærdeginum,“ segir Craig. „Til að geta spilað góðan leik gegn Slóveníu þurfum við að einbeita okkur að þeim núna.“ Hann viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt að líta fram á veginn. „Á móti eins og þessu er allt svo þétt að það má ekki láta slæman leik eða mótlæti í dómgæslu hafa áhrif á næsta leik af því það mun bara vinda áfram upp á sig,“ segir Craig. Er hægt að stöðva Doncic? Slóvenar hafa Luka Doncic innan sinna raða. Það er augljóst að hann ber uppi leik þeirra en við því er kannski lítið að gera. „Ég held að ekkert lið geti stöðvað hann í augnablikinu. Ég veit ekki einu sinni hvort við getum haft hemil á honum,“ segir Craig.

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman

Nicolas Jackson, framherji Chelsea, er á leið til Bayern Munchen eftir allt saman. Þetta kemur fram í helstu miðlum. Jackson fór í læknisskoðun hjá Bayern um helgina en svo virtist ekkert ætla að verða af skiptum þar sem Liam Delap, framherji Chelsea, meiddist. Joao Pedro var því eini framherjinn sem er heill heilsu á Stamford Lesa meira

Veitur vara við svikaskilaboðum

Veitur vara við svikaskilaboðum

Veitur vara við svikaskilaboðum þar sem reynt er að hafa fé af viðskiptavinum undir þeim fölsku forsendum að rafmagnsreikningur sé. Vakin er athygli á því í tilkynningu að fyrirtækið sendi aldrei út hlekki þar sem fólk er beðið að skrá inn greiðslukortaupplýsingar. Í umræddum skilaboðum er viðtakandi beðinn að smella á hlekk til að velja raforkusala eða staðfesta þjónustu.

Líkan af Harðbaki EA 3 afhjúpað

Líkan af Harðbaki EA 3 afhjúpað

Líkan af síðutogaranum Harðbaki EA 3 var afhjúpað á Torfunsebryggju laugardaginn 30. ágúst en togarinn þjónaði Útgerðarfélagi Akureyringa dyggilega á árunum 1950-1976. Fjöldi fólks lagði leið sína á bryggjuna til að fylgjast með afhjúpun líkansins.