Stórir skellir geri ekki boð á undan sér

Stórir skellir geri ekki boð á undan sér

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir titring hafa verið á fjármálamörkuðum undanfarið en vísar sem nýttir eru til að rýna í hvort kreppa sé yfirvofandi tali hver á móti öðrum. Hann telur að það muni alltaf eitthvað bakslag eiga sér stað en undirliggjandi styrkleikar geti komið í veg fyrir að það endi í kreppu.

Eina tryggingin fyrir langtíma frið og öryggi í Evrópu er lýðræðislegt Rússland

Eina tryggingin fyrir langtíma frið og öryggi í Evrópu er lýðræðislegt Rússland

Vladimir Kara-Murza sem var pólitískur fangi í Rússlandi en var frelsaður í fangaskiptum í fyrra lýsir skoðanakúgunum í heimalandi sínu og afar erfiðum aðbúnaði í fangelsi. Kara-Murza hefur lifað af tvær eitranir og var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar í öryggisfangelsi í Síberíu, þar sem hann sætti einangrun í 11 mánuði. Það er þyngsti dómur sem pólitískur fangi hefur fengið í Rússlandi frá dögum Stalíns. Hann fékk frelsi í fyrra í fangaskiptum milli Bandaríkjanna, Þýskalands og Rússlands. Kara-Murza talaði á friðarráðstefnu í Veröld í síðustu viku og var gestur Valgeirs Arnar Ragnarssonar í Silfrinu í kvöld. Vladimir Kara-Murza sem var látinn laus úr öryggisfangelsi í Síberíu í fangaskiptum í fyrra vill vinna gegn áróðursvél Rússlandsforseta. Hann segir lýðræði í Rússlandi nauðsynlegt til að tryggja frið í Evrópu. Í viðtalinu sagðist Kara-Murza þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að sýna heiminum hina hliðina á Rússlandi. Ekki því Rússlandi sem áróðursvél Pútíns hefur búið til, hina opinberu ásjónu, heldur Rússlandi þar sem yfirvöld myrði pólitíska andstæðinga sína, fangelsi þúsundir ríkisborgara sína fyrir að segja sannleikanna og heyr stórfelldasta stríð á evrópskri grundu síðan í heimsstyrjöldinni síðari. En Kara-Murza segir líka að sú staðreynd að í Rússlandi séu fleiri pólitískir fangar nú en voru í öllum Sovétríkjunum sýni ekki aðeins fram á kúgunina sem eigi sér stað, heldur sé það líka vísbending um að fjöldi fólks í Rússlandi sé óánægður með ástandið og láti í sér heyra þó svo að það kosti það frelsið. Boðskapur Kara-Murza á friðarráðstefnunni var ákall um lýðræðislegt Rússlandþ „Besta tryggingin og sú eina fyrir langtíma frið og öryggi í Evrópu er lýðræðislegt Rússland, sem virðir réttindi borgara sinna og fer að alþjóðlegum viðmiðum um siðmenningu og framkomu,“ segir Kara-Murza.

Eina tryggingin fyrir langtímafrið og öryggi í Evrópu er lýðræðislegt Rússland

Eina tryggingin fyrir langtímafrið og öryggi í Evrópu er lýðræðislegt Rússland

Vladimir Kara-Murza sem var pólitískur fangi í Rússlandi en var frelsaður í fangaskiptum í fyrra lýsir skoðanakúgunum í heimalandi sínu og afar erfiðum aðbúnaði í fangelsi. Kara-Murza hefur lifað af tvær eitranir og var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar í öryggisfangelsi í Síberíu, þar sem hann sætti einangrun í 11 mánuði. Það er þyngsti dómur sem pólitískur fangi hefur fengið í Rússlandi frá dögum Stalíns. Hann fékk frelsi í fyrra í fangaskiptum milli Bandaríkjanna, Þýskalands og Rússlands. Kara-Murza talaði á friðarráðstefnu í Veröld í síðustu viku og var gestur Valgeirs Arnar Ragnarssonar í Silfrinu í kvöld. Vladimir Kara-Murza sem var látinn laus úr öryggisfangelsi í Síberíu í fangaskiptum í fyrra vill vinna gegn áróðursvél Rússlandsforseta. Hann segir lýðræði í Rússlandi nauðsynlegt til að tryggja frið í Evrópu. Í viðtalinu sagðist Kara-Murza þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að sýna heiminum hina hliðina á Rússlandi. Ekki því Rússlandi sem áróðursvél Pútíns hefur búið til, hina opinberu ásjónu, heldur Rússlandi þar sem yfirvöld myrði pólitíska andstæðinga sína, fangelsi þúsundir ríkisborgara sína fyrir að segja sannleikann og heyr stórfelldasta stríð á evrópskri grundu síðan í heimsstyrjöldinni síðari. En Kara-Murza segir líka að sú staðreynd að í Rússlandi séu fleiri pólitískir fangar nú en voru í öllum Sovétríkjunum sýni ekki aðeins fram á kúgunina sem eigi sér stað, heldur sé það líka vísbending um að fjöldi fólks í Rússlandi sé óánægður með ástandið og láti í sér heyra þó svo að það kosti það frelsið. Boðskapur Kara-Murza á friðarráðstefnunni var ákall um lýðræðislegt Rússland. „Besta tryggingin og sú eina fyrir langtímafrið og öryggi í Evrópu er lýðræðislegt Rússland, sem virðir réttindi borgara sinna og fer að alþjóðlegum viðmiðum um siðmenningu og framkomu,“ segir Kara-Murza.

Þarf mikið til að hann biðji um skiptingu

Þarf mikið til að hann biðji um skiptingu

„Þetta var geggjuð frammistaða hjá strákunum. Þetta var virkilega erfiður leikur á móti frábæru liði. Ekki bara knattspyrnulega heldur gegn líkamlega sterku liði. Við svöruðum eftir vonbrigðaúrslitin á föstudaginn,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, á fréttamannafundi eftir glæsilegt jafntefli gegn Frakklandi í kvöld.

Ísland geti nýtt sér góð samskipti við Kína til að hafa áhrif

Ísland geti nýtt sér góð samskipti við Kína til að hafa áhrif

Helgi Steinar Guðmundsson, blaðamaður og alþjóðastjórnmálafræðingur, segir skoðun Kínverja á Íslandi jákvæða. Hann hefur varið miklum tíma í Kína og verið þar búsettur og segist ekki geta talið nein tilvik þar sem stjórnmálamenn eða almennir íbúar hafi eitthvað neikvætt að segja um Ísland. „Þetta er mun sjaldgæfara en við höldum, það eru þjóðir sem hafa komist upp á kant við Kína og jafnvel þjóðir sem sögulega séð hafa ekki verið óvinir,“ segir Helgi. Kína skrifaði undir fríverslunarsamning við Ísland árið 2013. Helgi segir að þeir hafi gert það til að sýna fram á að þeir gætu stundað frjáls viðskipti við vestræna þjóð. Hann segir Íslendinga í góðri stöðu og Kínverjar vilji styrkja hana enn frekar. Helgi segir að samskiptin við Kína snúast mikið um sjávarútveg, skipasmíði, iðnað og útflutning en nú hafi komið inn græn orka sem Kínverjar sækjast í, hvort sem um er að ræða sólarorku eða jarðvarma þar sem Íslendingar séu sterkir. „Það sem ég hef verið að sjá á undanförnum árum er þessi aðkoma sprotafyrirtækja og minni fyrirtækja og það sést greinilega á innflutningsráðstefnunni í Shanghai sem verður eftir tvær vikur.“ Hann segir að íslensk fyrirtæki hafi verið með bása og samhljómur meðal allra gesta sem heimsóttu þessa bása hafi verið sá að allt sem er íslenskt gefi hugmyndina um að allt sé hreint og tært og að það ættu Íslendingar að einblína á. Aðspurður hvort Ísland geti gert eitthvað til að hafa jákvæð áhrif á Kína svaraði Helgi að ef við viðhöldum góðum samskiptum og góðum efnahagslegum tengslum þá myndi hann ekki efast um að við værum í góðri stöðu til þess að hafa jákvæð áhrif á samstarfið og stjórnarfarið þar í landi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja líta Ísland jákvæðum augum. Hann segir Ísland geta nýtt sér góð samskipti við Kína til að hafa áhrif.

Hrak­farir á heim­leið frá Tene: „Ferðumst innan­lands á næstunni og engar jóla­gjafir í ár“

Hrak­farir á heim­leið frá Tene: „Ferðumst innan­lands á næstunni og engar jóla­gjafir í ár“

Eftir að hafa varið fúlgum fjár í nýja flugmiða til Tenerife eftir gjaldþrot Play eru parið Sóley Edda Karlsdóttir og Arnór Gauti Brynjólfsson komin heim úr góðu fríi á eyjunni vinsælu. Gjaldþrot flugfélagsins var ekki það eina sem setti strik í reikninginn, en á heimleiðinni varð röð atvika til þess að þau munu hugsa sig um tvisvar áður en næsta ferðalag verður bókað.

Sverrir brattur eftir magnaða frammistöðu – „„Að svara eftir föstudaginn var sérstaklega gott“

Sverrir brattur eftir magnaða frammistöðu – „„Að svara eftir föstudaginn var sérstaklega gott“

Sverrir Ingi Ingason var magnaður í 2-2 jafntefli Íslands og Frakklands í undankeppni HM í kvöld. Leikurinn á Laugardalsvelli var spennandi þar íslenska liðið komst yfir en Frakkar komust svo í 2-1. Það var svo Kristian Nökkvi Hlynsson sem jafnaði fyrir okkar menn. „Gott stig, klárlega. Við sýndum karakter að koma okkur aftur inn í Lesa meira