„Fólkið sem tekur þessar ákvarðanir býr flest á höfuðborgarsvæðinu“

„Fólkið sem tekur þessar ákvarðanir býr flest á höfuðborgarsvæðinu“

Markmiðið með landsbyggðarmati er að tryggja að stefnumótun og lagasetning stjórnvalda taki markvisst tillit til ólíkra aðstæðna í þéttbýli og dreifbýli. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, leggur tillöguna fram. „Aðferðafræði landsbyggðarmats byggist á fjórum skrefum: skimun til að greina hvort mál hafi veruleg áhrif á dreifbýli, ítarlegu mati á umfangi og eðli áhrifa, aðlögun og mótvægisaðgerðum eftir þörfum, og loks eftirfylgni og gagnasöfnun til að tryggja að áhrif séu metin á kerfisbundinn hátt,“ segir í tillögunni. Hugmyndin er að erlendri fyrirmynd og er horft til Norður-Írlands, Finnlands, Englands og Kanada. Landsbyggðargleraugu fyrir stjórnvöld Ingibjörg segir að skort hafi á jafnvægi við setningu laga, sem hafi misjöfn áhrif á landsmenn. Mikilvægt sé að horfa til sjónarmiða landsbyggðarinnar þegar lög eru sett. Hún eigi ekki að njóta sérstakra forréttinda heldur verði allir að sitja við sama borð. „Hvaða áhrif hefur það til dæmis að sameina sýslumannsembættin? Hvaða áhrif hefur það að taka póstþjónustuna úr heimabyggð? Hvaða áhrif hefur það að unga fólkið okkar þarf að fara til Reykjavíkur til þess að taka til dæmis inntökupróf í Háskóla Íslands?“ Þar sem stjórnsýslan sé öll á höfuðborgarsvæðinu sé snúið að setja sig í spor allra. „Fólkið sem tekur þessar ákvarðanir býr flest á höfuðborgarsvæðinu og getur eðlilega ekki sett sig í spor þeirra sem búa á landsbyggðinni og áttað sig á því hvaða áhrif vissar ákvarðanir geta haft á líf þessara einstaklinga.“ Allir sammála um að landið þurfi að vera í blómlegri byggð Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir jákvætt að horft sé til allra þátta við setningu laga og reglugerðar. Sambandið leggi mikla áherslu á kostnaðarmat í málum sem snerta sveitarfélögin. „Ég hef engan hitt sem ekki er sammála því að landið þarf að vera í blómlegri byggð. Þá er auðvitað mikilvægt að horfa á alla þætti sem áhrif geta haft á þá byggð. Þannig að ég held að þetta sé mikilvægt inni í þessu. En um leið bara mikilvægt að það sé ávallt horft til þess.“

Mikilvægt að greina hvort lagasetning hafi veruleg áhrif á landsbyggðina

Mikilvægt að greina hvort lagasetning hafi veruleg áhrif á landsbyggðina

Markmiðið með landsbyggðarmati er að tryggja að stefnumótun og lagasetning stjórnvalda taki markvisst tillit til ólíkra aðstæðna í þéttbýli og dreifbýli. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, leggur tillöguna fram. „Aðferðafræði landsbyggðarmats byggist á fjórum skrefum: skimun til að greina hvort mál hafi veruleg áhrif á dreifbýli, ítarlegu mati á umfangi og eðli áhrifa, aðlögun og mótvægisaðgerðum eftir þörfum, og loks eftirfylgni og gagnasöfnun til að tryggja að áhrif séu metin á kerfisbundinn hátt,“ segir í tillögunni. Hugmyndin er að erlendri fyrirmynd og er horft til Norður-Írlands, Finnlands, Englands og Kanada. Landsbyggðargleraugu fyrir stjórnvöld Ingibjörg segir að skort hafi á jafnvægi við setningu laga, sem hafi misjöfn áhrif á landsmenn. Mikilvægt sé að horfa til sjónarmiða landsbyggðarinnar þegar lög eru sett. Hún eigi ekki að njóta sérstakra forréttinda heldur verði allir að sitja við sama borð. „Hvaða áhrif hefur það til dæmis að sameina sýslumannsembættin? Hvaða áhrif hefur það að taka póstþjónustuna úr heimabyggð? Hvaða áhrif hefur það að unga fólkið okkar þarf að fara til Reykjavíkur til þess að taka til dæmis inntökupróf í Háskóla Íslands?“ Þar sem stjórnsýslan sé öll á höfuðborgarsvæðinu sé snúið að setja sig í spor allra. „Fólkið sem tekur þessar ákvarðanir býr flest á höfuðborgarsvæðinu og getur eðlilega ekki sett sig í spor þeirra sem búa á landsbyggðinni og áttað sig á því hvaða áhrif vissar ákvarðanir geta haft á líf þessara einstaklinga.“ Allir sammála um að landið þurfi að vera í blómlegri byggð Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir jákvætt að horft sé til allra þátta við setningu laga og reglugerðar. Sambandið leggi mikla áherslu á kostnaðarmat í málum sem snerta sveitarfélögin. „Ég hef engan hitt sem ekki er sammála því að landið þarf að vera í blómlegri byggð. Þá er auðvitað mikilvægt að horfa á alla þætti sem áhrif geta haft á þá byggð. Þannig að ég held að þetta sé mikilvægt inni í þessu. En um leið bara mikilvægt að það sé ávallt horft til þess.“

Segjast taka á­bendingum al­var­lega og hafa verð­lagningu til skoðunar

Segjast taka á­bendingum al­var­lega og hafa verð­lagningu til skoðunar

Rekstraraðili fríhafnarverslana í Keflavík, Ísland Duty Free, hafa verðlangingu á áfengi í verslunum félagsins í Keflavík til skoðunar í framhaldi af umfjöllun um verðlag. Ábendingunum sé tekið alvarlega og hyggst fyrirtækið skoða sérstaklega verðlagningu þeirra vara sem reynast dýrari í fríhöfninni en í verslunum innanlands. Vísir greindi í morgun frá úttekt Félags atvinnurekenda sem meðal annars leiddi í ljós að áfengi í fríhöfninni í Keflavík sé allt að 81% dýrara en í fríhafnarverslunum á vegum sama fyrirtækis annars staðar í Evrópu.

Sveitar­fé­lagið og út­gerðar­menn byggja nýjan mið­bæ á Höfn

Sveitar­fé­lagið og út­gerðar­menn byggja nýjan mið­bæ á Höfn

Sveitarfélagið Hornafjörður og þróunarfélagið Landsbyggð hafa gert samkomulag um alhliða uppbyggingu á nýju miðbæjarsvæði á Höfn. Útgerðin Skinney-Þinganes hafði frumkvæði að því að kanna möguleika á uppbyggingu miðbæjarins og á nú í viðræðum við Landsbyggð um þátttöku í verkefninu. Landsbyggð er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar.

Ert þú að trufla dópamínkerfið með því að nota tvo skjái í einu?

Ert þú að trufla dópamínkerfið með því að nota tvo skjái í einu?

Pistlar Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðings, betur þekkt sem Ragga nagli, sem skrifaðir eru á mannamáli njóta mikilla vinsælda á Facebook-síðu hennar. Í þeim nýjasta gefur Ragga góð ráð um hvernig við getum hlúað betur að okkur sjáum og sýnt taugakerfinu athygli og kærleika. Þannig verður andleg heilsa okkar betri. Dúllaðu við taugakerfið, veittu því athygli og Lesa meira

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi

Landsliðsþjálfari Noregs, Ståle Solbakken, lét í sér heyra eftir 1–1 jafntefli liðsins gegn Nýja-Sjálandi og gagnrýndi einn af sínum eigin leikmönnum harðlega, Oscar Bobb leikmann Manchester City. Solbakken sparaði ekki orðin eftir leikinn og sagði frammistöðu hins 22 ára Bobb vera þá slökustu sem hann hefur sýnt fyrir landsliðið. Hann gagnrýndi sérstaklega ákvarðanatöku leikmannsins og Lesa meira

Tekjuþróunin ráði úrslitum

Tekjuþróunin ráði úrslitum

Stóra spurningin varðandi afkomu Símans á þriðja ársfjórðungi þessa árs er hversu mikið tekjur af sjónvarpi munu lækka, samhliða því að Síminn hætti með Enska boltann. Þetta kemur fram í nýrri afkomuspá fyrir Símann sem unnin er af greiningarfyrirtækinu Reitun (IFS).