Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Í pistli hér á þessum vettvangi fyrir viku komst Óttar Guðmundsson geðlæknir svo að orði að fengi fræðasamfélagið að slá eigni sinni á Njálu og Njálurannsóknir dæi bókin „hægum og kyrrlátum“ dauðdaga. Tilefnið var einkar glæsileg Njáluhátíð á Rangárbökkum sem nýstofnað Njálufélag undir forystu Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra, stóð að. Ég var fjarri góðu gamni Lesa meira

Ástríðuverkefni Ingileifar í loftið –  „Tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu“

Ástríðuverkefni Ingileifar í loftið – „Tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu“

Ingileif Friðriksdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, greinir frá því að sjónvarpsþættir sem hún hefur unnið að í þrjú ár, ásamt Hrafni Jónssyni, hefji sýningar á RÚV á þriðjudagskvöld. „Eitt af mínum stærstu ástríðuverkefnum, þáttaserían HATUR. Sería sem við Hrafn Jónsson höfum unnið að í þrjú ár, lagt hjarta og sál í. Þetta málefni hefur Lesa meira

Suðurnesjalína tvö enn á ís meðan beðið er eftir niðurstöðum í dómsmálum

Suðurnesjalína tvö enn á ís meðan beðið er eftir niðurstöðum í dómsmálum

Framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu tvö var fyrst veitt árið 2013 en landeigendur á Vatnleysuströnd leituðu til dómstóla vegna eignarnáms Landsnets og ríkisins í tengslum við lagningu hennar. 69 af 86 möstrum eru nú komin upp og niðurstöðu í dómsmálum er beðið. Bíða eftir grænu ljósi Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segist bjartsýn á framhaldið. „Við erum að vænta niðurstöðu núna í nóvember sem þýðir að línan verður að öllum líkindum ekki tekin í rekstur núna í haust eins og til stóð og líklega verður það ekki fyrr en á nýju ári. Um leið og niðurstöður eru ljósar og við fáum grænt ljós á að halda áfram þá munum við fara af fullum þunga í að klára Suðurnesjalínu tvö.“ Steinunn segir mikilvægt að fá línuna í notkun. „Eins og staðan er í dag þá er ein lína sem liggur að Reykjanesinu og ef hún fer út þá þýðir það rafmagsleysi á svæðinu þannig að ný lína myndi bæta afhendingaröryggi til muna.“

Kjósendur verði að hafa valkost til vinstri

Kjósendur verði að hafa valkost til vinstri

Vinstri græn mæta keik til leiks í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir formaður flokksins á flokksráðsfundi sem nú stendur yfir í Borgarnesi. Hún segir samstarf við aðra vinstri flokka vel koma til greina, en engar formlegar viðræður séu hafnar. Svandís segir komandi sveitarstjórnarkosningar eins konar prófstein fyrir VG. Mikilvægt sé að skerpa á stefnum flokksins og halda honum inni í umræðunni. Það reynist erfiðara en áður nú þegar flokkurinn er utan þings og geti ekki komið málefnum sínum á framfæri í ræðustól Alþingis. Spurð hvort áherslubreytingar séu í vændum segir Svandís VG ávallt vera í endurmótun. Hún vonist til þess að umhverfismálin færist ofar á blað hjá kjósendum enda séu þau málefni framtíðarinnar. „Vinstrið um allan heim er í deiglu og það er svona endursköpunarfasi alls staðar. Við eigum að vera óhrædd við það líka í VG.“ Formaður Vinstri grænna segir komandi sveitarstjórnarkosningar prófstein fyrir flokkinn. Flokkurinn eigi enn erindi þrátt fyrir að hafa þurrkast í alþingiskosningum. Hún útilokar ekki samstarf við aðra flokka. Opin fyrir samstarfi við aðra vinstri flokka Svandís segir mikilvægt að snúa bökum saman á fundinum og brýna á því að flokkurinn eigi enn erindi. Eðlilegur liður í því sé að horfa um öxl og skoða hvað hefði betur mátt fara í ríkisstjórnarsamstarfi við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn. Hún leggi þó fyrst og fremst áherslu á að horfa til framtíðar. Tillaga liggi fyrir á fundinum um að hvetja svæðisfélögin til að undirbúa sig undir sveitarstjórnarkosningar næsta vor, í nafni VG eða með öðrum. Mikilvægt sé að halda slíkum samtölum opnum svo kjósendur hafi kost á að kjósa til vinstri. Bæði Píratar og VG duttu út af þingi í síðustu Alþingiskosningum. „Ég verð mikið vör við að fólk er að tala saman í grasrót flokkana og það hefur ekki tekið á sig neina formlega mynd. Mér finnst mikilvægt að halda öllum slíkum samtölum opnum en svo náttúrulega líður tíminn og fólk þarf að fara að ákveða sig hvað það ætlar að gera. En það er mikilvægt að kjósendur hafi valkostinn að geta kosið til vinstri og að geta kosið grænt.“ Hægristefna og harka í ríkisstjórninni Hún segir stöðuna á þingi alvarlega enda séu engir vinstri flokkar í stjórnarandstöðu til að veita hægri- og hörkutónum ríkisstjórnarinnar viðnám. Þeir þrír hægriflokkar sem myndi stjórnarandstöðu, Miðflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hvetji stjórnina frekar til meiri hörku og til að ganga lengra til hægri. „Manni líður stundum eins og umhverfisráðherrann sé frekar að keppa við Guðlaug Þór í að ganga lengra,“ segir Svandís.

Carbfix mun „að sjálfsögðu uppfylla öll skilyrði“ sem þarf

Carbfix mun „að sjálfsögðu uppfylla öll skilyrði“ sem þarf

Framkvæmdastjóri Carbfix segist sýna því skilning að ný og breytt starfsemi veki spurningar. Hún segir fyrirætlanir Carbfix um byggingu nýrrar Coda Terminal-stöðvar í Þorlákshöfn enn á mótunarstigi og því sé hægt að grípa til ýmiss konar aðgerða til að bregðast við áhyggjum íbúa og fyrirtækja. Stöðinni er ætlað að dæla allt að þremur milljónum tonna af koldíoxíði niður í jarðlög í Ölfusi, þar sem það binst steindum. Áhyggjur hafa birst í fjölda umsagna í skipulagsgátt. Íbúar vilja meina að áhætta sé tekin með uppsetningu stöðvarinnar. Þeir hafa áhyggjur af því að stöðin geti haft áhrif á vatnsgæði og að aukin skipaumferð geti skert loftgæði. Í umsögn fiskeldisfyrirtækisins First Water í Ölfusi segir að gera þurfi ítarlegri grein fyrir áhrifum stöðvarinnar svo hún geti samræmst annarri nýtingu auðlinda í Ölfusi. Umsögn frá átöppunarfyrirtækinu Icelandic Glacial er af svipuðum toga en þar segir að verkefnið geti haft skaðleg áhrif á ímynd matvælafyrirtækja í grennd stöðvarinnar. Veðurstofan bendir á að stíga þurfi varlega til jarðar vegna mikillar vatnsnotkunar sem fylgi verkefninu. Þá bendir Minjastofnun á hugsanleg áhrif á menningarminjar. Landsnet gerir ekki athugasemdir við fyrirætlanir Carbfix. Uppfyllir öll skilyrði eftirlitsstofnanna „Að sjálfsögðu sýnum við því skilning að ný og breytt starfsemi veki upp spurningar en hins vegar er það þannig að alveg eins og á Hellisheiði þá munum við að sjálfsögðu uppfylla öll skilyrði sem eru sett fyrir starfsemi svona verkefna,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastjóri Carbfix. Edda segir stöðina í Ölfusi eiga að vera eins og þá sem fyrirtækið hugðist setja upp í Hafnarfirði. Hún sé sambærileg þeirri sem nú er í notkun á Hellisheiði. Edda bendir á að sú stöð uppfylli öll skilyrði eftirlitsstofnanna á borð við Umhverfisstofnun, Orkustofnun, heilbrigðiseftirlits og þar fram eftir götunum. „Coda-verkefnið sem er núna í undirbúningi virkar nákvæmlega eins, þó að koldíoxíðið komi annars staðar frá,“ bendir Edda á. Á Hellisheiði fangar stöð félagsins koldíoxíð og brennisteinsvetni frá Hellisheiðarvirkjun. Í Ölfusi er stefnt að því að binda kolefni sem flutt er til landsins frá útlöndum eða frá öðrum stöðum á landinu þar sem niðurdæling hentar ekki vegna jarðfræðilegra aðstæðna. „Markmiðið er að framlengja það sem við erum búin að vera að gera í meira en áratug á Hellisheiði, að byggja verkefni sem hefur jákvæð áhrif á loftslagið með því að fanga og binda koldíoxíð í steindir með okkar öruggu og sönnuðu tækni,“ segir Edda. Hægt að bregðast við ábendingum Umhverfismatsferli stendur yfir og Edda segir fyrirtækið nýta slík ferli til að fá ábendingar sem tryggja öryggi framkvæmda. „Við viljum virkt og gott samtal við íbúa í Ölfusi. Við erum að leggja okkur fram hvað það varðar og fá ábendingar á meðan verkefnið er á mótunarstigi og við erum að gera það meðal annars með því að halda fjölmarga fundi og munum halda áfram að gera það,“ segir Edda. Þar sem verkefnið er enn á mótunarstigi er enn hægt að bregðast við ábendingum sem berast, að sögn Eddu. Það sé til dæmis ekki búið að velja nákvæmlega hvar Coda-stöðin mun á endanum rísa, gangi fyrirætlanir eftir. Í umsögnum má einnig finna kröfu um íbúakosningu um uppbygginguna. Spurð að því hvaða augum hún líti slíkt á, segir Edda: „Það er í rauninni ekki okkar að taka afstöðu til þess, heldur kjörinna fulltrúa. Við munum bara leggja okkur fram við að móta skýrt og öruggt verkefni og að sjálfsögðu að uppfylla öll skilyrði sem eru sett fyrir starfsemi svona verkefnis, eins og við höfum verið að gera undanfarinn áratug.“

Stóra, stærra og stærsta kókaínmálið

Stóra, stærra og stærsta kókaínmálið

„Mörg fíkniefnamál hafa fengið nafnið Stóra fíkniefnamálið í gegnum árin. Málið er að innflutningur fíkniefna hefur orðið djarfari með hverju árinu sem líður,“ skrifaði blaðamaður DV þann 26. janúar 2002. Síðan þessi orð voru rituð hefur sannleiksgildi þeirra ekkert minnkað. Æ fleiri og alvarlegri fíkniefnamál koma upp en frumleiki fréttamanna í að finna þeim nöfn hefur lítið aukist. Þessi tilhneiging...