Varaforseti segist alls ekki hafa ætlað að fá hjálp Bandaríkjanna við að víkja forstanum frá embætti

Varaforseti segist alls ekki hafa ætlað að fá hjálp Bandaríkjanna við að víkja forstanum frá embætti

Delcy Rodriguez varaforseti Venesúela þvertekur fyrir að hafa leitað liðsinnis Bandaríkjanna við að steypa forseta landsins af stóli. Dagblaðið Miami Herald fullyrti að Rodriguez og bróðir hennar, þingforsetinn Jorge Rodriguez, hefðu sagt stjórnvöldum í Washington að þau væru betur til forystu fallin en Nicolas Maduro. Blaðið sagði systkinin hafa borið tvö tilboð undir Bandaríkjastjórn með aðstoð milligöngumanna frá Katar og með velþóknun Maduros. Uppgjafahershöfðingi var nefndur sem leiðtogi tímabundinnar ríkisstjórnar. „Falsfrétt“, segir varaforsetinn „Falsfrétt!“ skrifaði Delcy Rodriguez á samskiptamiðilinn Telegram og sagði frétt blaðsins enn eitt dæmið um sálfræðihernað gegn venesúelsku þjóðinni. Hún sagði þá sem slíkar fréttir flytja skorta allt siðferði og birti mynd af sér með Maduro forseta þar sem hún lýsti fullum stuðningi við hann. Bandaríkjastjórn sakar Maduro um að reka eiturlyfjahring frá forsetaskrifstofunni og hefur ekki viðurkennt sigur hans í forsetakosningum á síðasta ári. Þar hafi verið rangt haft við og Edmundo Gonzales Urrutia, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, réttkjörinn forseti. Bandaríkjaher hefur orðið minnst 27 að bana í árásum á fimm smábáta á Karíbahafi sem sagðir eru notaðir við fíkniefnasmygl. Donald Trump forseti gaf í skyn á miðvikudag að hann hefði heimilað leyniþjónustunni CIA að leggja til atlögu við Maduro á laun.

Varaforseti segist alls ekki hafa ætlað að fá hjálp Bandaríkjanna við að víkja forsetanum frá embætti

Varaforseti segist alls ekki hafa ætlað að fá hjálp Bandaríkjanna við að víkja forsetanum frá embætti

Delcy Rodriguez varaforseti Venesúela þvertekur fyrir að hafa leitað liðsinnis Bandaríkjanna við að steypa forseta landsins af stóli. Dagblaðið Miami Herald fullyrti að Rodriguez og bróðir hennar, þingforsetinn Jorge Rodriguez, hefðu sagt stjórnvöldum í Washington að þau væru betur til forystu fallin en Nicolas Maduro. Blaðið sagði systkinin hafa borið tvö tilboð undir Bandaríkjastjórn með aðstoð milligöngumanna frá Katar og með velþóknun Maduros. Uppgjafahershöfðingi var nefndur sem leiðtogi tímabundinnar ríkisstjórnar. „Falsfrétt“, segir varaforsetinn „Falsfrétt!“ skrifaði Delcy Rodriguez á samskiptamiðilinn Telegram og sagði frétt blaðsins enn eitt dæmið um sálfræðihernað gegn venesúelsku þjóðinni. Hún sagði þá sem slíkar fréttir flytja skorta allt siðferði og birti mynd af sér með Maduro forseta þar sem hún lýsti fullum stuðningi við hann. Bandaríkjastjórn sakar Maduro um að reka eiturlyfjahring frá forsetaskrifstofunni og hefur ekki viðurkennt sigur hans í forsetakosningum á síðasta ári. Þar hafi verið rangt haft við og Edmundo Gonzales Urrutia, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, réttkjörinn forseti. Bandaríkjaher hefur orðið minnst 27 að bana í árásum á fimm smábáta á Karíbahafi sem sagðir eru notaðir við fíkniefnasmygl. Donald Trump forseti gaf í skyn á miðvikudag að hann hefði heimilað leyniþjónustunni CIA að leggja til atlögu við Maduro á laun.

John Bolton ákærður fyrir meinta ólöglega miðlun leynilegra upplýsinga

John Bolton ákærður fyrir meinta ólöglega miðlun leynilegra upplýsinga

Ákæra hefur verið lögð fram gegn John Bolton, fyrrverandi öryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann er þriðji andstæðingur forsetans sem ákærður hefur verið á liðnum vikum. Í ákæruskjali í 18 liðum, sem telur 26 blaðsíður, er Bolton sakaður um að hafa geymt og miðlað trúnaðarupplýsingum með tölvupósti til ónafngreinds fólks sem ekki mátti sjá þær. Talið er að það séu eiginkona Boltons og dóttir sem fengu yfir þúsund blaðsíðna færslur um störf hans sem þjóðaröryggisráðgjafi. Dómsmálaráðuneytið segir gögnin innihalda leyndarmál um fyrirhugaðar árásir, erlenda andstæðinga Bandaríkjanna og um samskipti við erlend ríki. „Hverjum þeim sem misnotar aðstöðu sína og ógnar öryggi landsins ber að standa reikningsskil gjörða sinna,“ sagði dómsmálaráðherrann Pam Bondi og bætti við að enginn væri hafinn yfir lögin. Hámarksrefsing er tíu ár fyrir hvern ákærulið. John Bolton segir ekkert hæft í ákærunum, hann sé enn eitt fórnarlamb vopnvæðingar dómsmálaráðuneytisins. Það leggi fram ákæruliði sem þegar hafi verið hafnað eða snúi út úr staðreyndum. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trumps á fyrra kjörtímabilinu og vakti reiði hans með útgáfu bókarinnar T he Room Where It Happened . Hann hefur síðan þá verið einn harðasti gagnrýnandi Trumps og í ræðu og riti sagt hann óhæfan til að gegna forsetaembættinu. Trump sagði aðspurður um viðbrögð við ákærunni Bolton vera illmenni og að svona fari fyrir þeim.

Tyrknesk rústabjörgunarsveit komin til Gaza

Tyrknesk rústabjörgunarsveit komin til Gaza

Samtök sem hafa barist fyrir frelsun gísla Hamas kröfðust þess í gær að Ísraelsstjórn hætti umsvifalaust við frekari framkvæmd vopnahléssamkomulagsins þar til hreyfingin hættir að brjóta gegn ákvæðum þess með því að afhenda ekki líkamsleifar allra. Leiðtogar Hamas hafa sagt að það tæki langan tíma að finna lík gíslanna, sem væru grafin undir mörgum tonnum af braki bygginga og í neðanjarðargöngum. Tyrklandsstjórn hefur sent sérfræðinga í rústabjörgun til liðsinnis við leitina. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hefur staðfastlega sagt að líkum allra verið komið til ástvina sinna en varnarmálaráðherrann Israel Katz hótaði Hamas að leggja til atlögu að nýju, virði hreyfingin ekki ákvæði samkomulagsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt til þolinmæði enda tryði hann því að Hamas væri að leita líkanna. Hins vegar sagðist hann myndi ganga milli bols og höfuðs á Hamas léti hreyfingin ekki af drápum á almennum borgurum á Gaza. Hreyfingin er sögð hafa drepið fólk handahófskennt á Gaza frá því vopnahléð komst auk þess sem átök hafa geisað milli sveita hennar og vopnaðra hópa Palestínumanna, sem sumir eru sakaðir um tengsl við Ísrael. „Ef Hamas heldur áfram að drepa fólk á Gaza, sem var ekki hluti samkomulagsins, eigum við ekki annars úrkosti en að fara þangað og drepa þá,“ sagði Trump í færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social . Samkvæmt ákvæðum samningsins er afvopnun Hamas meðal næstu skrefa, sakaruppgjöf þeirra leiðtoga sem leggja niður vopn og endurskipulagning stjórnar yfir Gaza. Einnig er gert ráð fyrir nýrri skipan dreifingar hjálpargagna. Alþjóðlegar hjálparstofnanir bíða í ofvæni eftir að Ísraelsmenn opni að nýju landamærahliðið í Rafah. Utanríkisráðherrann Gideon Saar segist vonast til að hliðið verði opnað á sunnudag án þess að staðfesta þau orð ríkisstjórnarinnar að leiðin verði aðeins opin fólki en ekki vistum. Sameinuðu þjóðirnar lýstu yfir hungursneyð á norðanverðu Gaza í ágúst og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur varað við mikilli útbreiðslu smitsjúkdóma, enda aðeins 13 af 36 sjúkrahúsum starfhæf að hluta. Hver eru ákvæði vopnahléssamkomulagsins? Gaza verður svæði sem ógnar ekki nágrönnum sínum, það verður laust við öfgar og hryðjuverk. Gaza verður byggt upp að nýju fyrir fólkið á Gaza sem hefur þurft að þola meira en nóg. Ef báðir aðilar samþykkja tillöguna lýkur stríðinu þegar í stað. Ísraelskir hermenn hörfa af umsömdu svæði og allar árásir verða stöðvaðar. Innan 72 klukkustunda frá því að Ísrael samþykkir samninginn verða allir gíslar látnir lausir, einnig jarðneskar leifar þeirra sem eru látnir. Þegar öllum gíslum hefur verið sleppt leysir Ísrael 250 fanga úr haldi sem hafa hlotið lífstíðardóm auk 1.700 Gazabúa sem voru handteknir eftir 7. október 2023, þeirra á meðal konur og börn. Þegar öllum gíslum hefur verið sleppt verður þeim Hamas-liðum sem eru tilbúnir til friðsamlegrar sambúðar og leggja niður vopn veitt sakaruppgjöf. Þegar þetta samkomulag er samþykkt verður allri aðstoð hleypt inn á Gaza tafarlaust. Hún verður að minnsta kosti í samræmi við samkomulag frá 19. janúar 2025 um mannúðaraðstoð. Innflutningur og dreifing mannúðaraðstoðar verður án aðkomu beggja aðila og aðeins í gegnum Sameinuðu þjóðirnar og stofnanir þeirra, Rauða hálfmánann og aðrar alþjóðastofnanir sem eru ótengdar stríðandi fylkingum. Landamærastöðin við Rafah verður opnuð í samræmi við samkomulag frá 19. janúar 2025. Skipuð verður nefnd sem fer með stjórn á Gaza tímabundið. Hún ber ábyrgð á rekstri og opinberri þjónustu fyrir íbúa Gaza. Nefndin verður skipuð Palestínumönnum, alþjóðlegum sérfræðingum og verður hún undir eftirliti nýrrar alþjóðlegrar friðarnefndar sem Donald J. Trump forseti leiðir. Hún verður skipuð fleiri þjóðarleiðtogum sem verða tilkynntir síðar, Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands fær sæti í nefndinni. Sett verður saman efnahagsáætlun Trumps um að endurbyggja og efla Gaza með aðstoð sérfræðinga. Komið verður á fót sérstöku efnahagssvæði með tollum og gjöldum sem samið verður um. Enginn verður neyddur til að yfirgefa Gaza. Þeim sem vilja fara verður frjálst að gera það og þeir mega snúa aftur. Við munum hvetja fólk til að vera áfram á Gaza og gefa þeim tækifæri á að byggja upp betra Gaza. Hamas og önnur samtök samþykkja að þau eigi engan þátt stjórn Gaza, hvorki beint né óbeint. Öllum hernaðar- og hryðjuverkamannvirkjum verður eytt, þar á meðal göngum og vopnaframleiðslu. Afvopnunarferli verður undir eftirliti óháðra eftirlitsaðila og nýja Gaza verður skuldbundið til þess að byggja upp blómlegt hagkerfi í friðsamlegri sambúð við nágranna sína og íbúa. Samstarfsaðilar á svæðinu sjá til þess að Hamas og önnur samtök uppfylli sínar skuldbindingar og að engum stafi ógn af nýja Gaza. Bandaríkin stofna ásamt samstarfsþjóðum alþjóðlega sveit (ISF) sem verður send strax til Gaza. Ísrael mun hvorki hernema né innlima Gaza. Ef Hamas-samtökin fresta því að samþykkja eða neita þessari tillögu afhendir Ísraelsher nýju sveitinni (ISF) svæði sem teljast laus við hryðjuverkaógn. Komið verður á viðræðum milli trúarhópa til þess að stuðla að friðsamlegri sambúð. Gangi endurbygging Gaza eftir gæti loks verið til staðar grundvöllur fyrir stofnun ríkis fyrir palestínsku þjóðina. Bandaríkin koma á fót viðræðum milli Ísraels og Palestínumanna um friðsamlega og farsæla sambúð.

Engin tíðindi af manntjóni eða skemmdum eftir snarpan jarðskjálfta

Engin tíðindi af manntjóni eða skemmdum eftir snarpan jarðskjálfta

Jarðskjálfti af stærðinni 6,1 skók Surigao del Norte-hérað á Filippseyjum í kvöld. Sjónarvottar lýsa skjálftanum sem snöggum kipp sem varði stutt. Mynd úr safni sem sýnir skemmdir eftir jarðskjálfta í Surigao del Norte fyrir nokkrum árum.EPA / CERILO EBRANO Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna segir skjálftann hafa átt upptök á 69 kílómetra dýpi. Ekki hafa enn borist tíðindi af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum. Vika er síðan átta fórust þegar tveir voldugir jarðskjálftar riðu yfir Mindanao, megineyju klasans. Nokkrum dögum fyrr létu 76 lífið í jarðskjálfta af stærðinni 6,9 sem varð í Cebu-héraði. Jarðskjálftar eru næstum daglegt brauð á Filippseyjum sem liggja á Kyrrahafseldhringnum svokallaða.

Ace Frehley, einn stofnenda rokksveitarinnar Kiss, er látinn

Ace Frehley, einn stofnenda rokksveitarinnar Kiss, er látinn

Gítarleikarinn Ace Frehley er látinn, 74 ára að aldri. Hann var einn stofnenda bandarísku glysrokksveitarinnar Kiss og aðalgítarleikari hennar um árabil. Í tilkynningu frá fjölskyldu Frehleys segir að hann hafi dottið og slasast í seinasta mánuði og ekki jafnað sig eftir það. Þau segjast afar sorgbitin yfir fráfalli Frehleys en fagna því að hafa getað umvafið hann ást og hlýju þegar hann kvaddi jarðlífið. Hljómsveitin Kiss var stofnuð 1973 af tungulanga söngvaranum Gene Simmons, ryþmagítarleikaranum Paul Stanley, trommaranum Peter Criss auk Ace Frehley og vakti þegar athygli fyrir stórbrotna búninga, þykkbotna skó, andlitsmálningu og blásið hár. Hljómsveitin Kiss sendi frá sér fjölda stórsmella á borð við I Was Made for Lovin' You , God of Thunder og ballöðuna Beth . Tónleikar Kiss voru yfirleitt miklar skrautsýningar, þrungnir leikrænum tilburðum með flugeldasýningum og reyksprengjum. Ace Frehley yfirgaf Kiss árið 1982, á tímum mikillar fíkniefnaneyslu og listræns ágreinings. Hann stofnaði hljómsveitina Frehley's Comet og gaf út margar plötur sem nutu vinsælda. Frehley sneri aftur í faðm Kiss um miðjan tíunda áratuginn og spilaði með henni í sex ár. Hann skilur eftir sig eiginkonuna Jeanette og dótturina Monique.

Trump boðar fund með Pútín innan tveggja vikna

Trump boðar fund með Pútín innan tveggja vikna

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta í ungversku höfuðborginni Búdapest einhvern tíma á næstu tveimur vikum. Tilgangurinn væri að finna leiðir til að ljúka „smánarlegu“ stríði Rússa og Úkraínumanna. Trump sagði að utanríkisráðherrarnir Marco Rubio og Sergei Lavrov hefðu þegar ákveðið að hittast mjög fljótlega. Hugsanlega væri búið að skipuleggja fundinn. Trump kvað þá Pútín hafa átt mjög uppbyggilegt símtal, sem erlendir miðlar segja hafa verið að frumkvæði þess síðarnefnda. Þetta yrði annar fundur forsetanna eftir að Trump komst til valda í janúar. Stjórnvöld í Kreml sögðu traust og einlægni hafa einkennt samtal forsetanna tveggja. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti staðhæfir að yfirvofandi ógn vegna afhendingar langdrægra, bandarískra Tomahawk-eldflauga hafi aukið samningsvilja Rússa. Trump virðist efins um afhendingu eldflauganna Trump sagðist hafa nefnt flaugarnar við Pútín og að honum hefði ekki líkað sú tilhugsun. Yuri Ushakov, helsti ráðgjafi Pútíns, hafði eftir Pútín að afhending flauganna breytti ekki stöðunni á vígvellinum og skaðaði möguleikana á friðsamlegri lausn. Hins vegar sagðist Bandaríkjaforseti ekki alveg sannfærður um að hægt yrði að láta Úkraínumönnum flaugarnar í té. „Við þörfnumst þeirra líka, þannig að ég veit ekki alveg hvað við gerum,“ sagði Trump. Samskipti Bandaríkjaforseta við forseta Úkraínu og Rússlands hafa verið heldur sveiflukennd og nú virðist hann vera að halla sér nær Pútín að nýju. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði í færslu á samfélagsmiðlinum X að undirbúningur fundar Pútíns og Trumps væri þegar hafinn.

Ekki er ráðlagt að nota þumalinn í skilaboðum

Ekki er ráðlagt að nota þumalinn í skilaboðum

Lyndistákn, eða emoji, eru ekki bara lítil andlit í lok skilaboða heldur geta þau valdið misskilningi á milli kynslóða á ólíka vegu. Anna Steinsen, eigandi og þjálfari KVAN, útskýrir helstu emoji-hættusvæðin. „Karlar og konur á mínum aldri og eldri eiga það til að gefa „like“-puttann og hann getur þýtt fyrir okkur: frábært, vel gert og svona, en einhverra hluta vegna breyttist þetta án þess að við fengjum að vita af því og núna er þetta orðið kalt, þurrt og bara ömurlegt, “ segir hún. Rætt var við Önnu í Kastljósinu í gærkvöld. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan.

Ekki er ráðlagt að nota „Like“-puttann í skilaboðum

Ekki er ráðlagt að nota „Like“-puttann í skilaboðum

Lyndistákn eða emoji eru ekki bara lítil andlit í lok skilaboða heldur geta þau valdið misskilningi á milli kynslóða á ólíka vegu. Anna Steinsen, eigandi og þjálfari KVAN, útskýrir helstu emoji-hættusvæðin. „Karlar og konur á mínum aldri og eldri eiga það til að gefa „Like“-puttann og hann getur þýtt fyrir okkur frábært, vel gert og svona en einhverra hluta vegna breyttist þetta án þess að við fengjum að vita af því og núna er þetta orðið kalt, þurrt og bara ömurlegt, “ segir Anna.