Styðja kornrækt til fæðu og fóðurs

Styðja kornrækt til fæðu og fóðurs

Atvinnuvegaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um framleiðslutengdan stuðning í kornrækt vegna uppskeru ársins 2025. Stuðningurinn byggist á aðgerðaáætluninni Bleikir akrar og er hluti af fimm ára átaksverkefni til eflingar innlendrar framleiðslu á korni til fóðurs og manneldis. Í áætluninni er lagt til að lágmarksbirgðir á kornvöru í landinu þurfi að samanstanda af um sex mánaða veltulager neyðarbirgða af sojamjöli, maís, fóðurhveiti og hveiti til manneldis. Þá er einnig talið að Ísland þurfi að búa að þriggja mánaða lager af steinefnum, vítamínum, olíum, melassa og öðrum aukaefnum til fóðurgerðar. Auk þess er gerð tillaga um varalager af sáðvöru. Háskóli Íslands afhenti atvinnuvegaráðuneytinu ítarlega skýrslu um neyðarbirgðir matvæla fyrir Ísland fyrr á árinu. Þar kom fram að íslensk kornframleiðsla nemur aðeins um 1% einu prósenti af því sem hægt er að nýta til matvælaframleiðslu. Í skýrslunni var horft til neyðarbirgða fyrir þriggja vikna, þriggja mánaða og sex mánaða tímabil. Á þeim tíma þyrfti Ísland að flytja inn allar kornvörur. Síðasta kornmylla landsins lagði upp laupana í mars. Stuðningur við framleiðsluna verður greiddur fyrir hvert kíló af þurrkuðu korni sem stenst skilyrði ráðuneytisins.

Bruno tryggði sigurinn fyrir United undir blálok leiksins

Bruno tryggði sigurinn fyrir United undir blálok leiksins

Það var mikið um að vera í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Í fyrsta leik dagsins mættust Chelsea og Fulham þar sem Chelsea vann 2-0 sigur. Josh King kom boltanum í netið fyrir Fulham í fyrri hálfleik og virtist hafa komið liðinu yfir en markið var dæmt af vegna brots sem átti sér stað í aðdragandanum, dómurinn er umdeildur. Manchester United vann dramatískan sigur á Burnley þegar allt stefndi í 2-2 jafntefli en United-menn fengu vítaspyrnu á sjöundu mínútu uppbótartíma. Bruno Fernandes skoraði úr spyrnunni og tryggði liðinu þrjú stig. Bruno Fernandes fagnar marki.EPA / ADAM VAUGHAN Önnur úrslit: Sunderland 2 - 1 Brentford Tottenham 0 - 1 Bournemouth Wolves 2 - 3 Everton