Tvær sögur

Tvær sögur

Anna Frank var stúlka af gyðingaættum sem hélt dagbók meðan hún var í felum í Amsterdam, ásamt fjölskyldu sinni og fjórum vinum, þegar Holland var hernumið af Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld. Anna var fædd í Frankfurt am Main í Þýskalandi árið 1929 og flutti ásamt fjölskyldu sinni til Amsterdam árið 1934, eftir að nasistarnir komust til valda í Þýskalandi. Sjö kynslóðir fjölskyldunnar höfðu búið í Frankfurt.

Dúndurgóður hverdsdagsréttur

Dúndurgóður hverdsdagsréttur

Ný vika kallar á ferskar hugmyndir að hversdagslegum réttum fyrir alla fjölskylduna. Hér er á ferðinni orzo-kjúklingaréttur með aspas, parmesan og sítrónu, úr smiðju matgæðingsins Berglindar Hreiðarsdóttur hjá Gotterí og Gersemar. Hún segir réttinn vera bæði ljúffengan og skemmtilega tilbreytingu frá hefðbundnum hrísgrjónum eða öðru pasta.

Stærsta kjara­bót ör­yrkja í ára­tugi

Stærsta kjara­bót ör­yrkja í ára­tugi

Í dag taka gildi umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfi almannatrygginga. Þetta er stórt skref sem markar þáttaskil fyrir fólk með skerta starfsgetu, breyting sem byggir á margra ára vinnu, samráði við fagfólk og ekki síst á ábendingum og baráttu Öryrkjabandalags Íslands.

Kóngurinn með kveðju til Ís­lendinga

Kóngurinn með kveðju til Ís­lendinga

Halla Benediktsdóttir, umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn, heimsótti Friðrik X Danakonung í dag og færði honum þakkir fyrir orðuna sem kóngur sæmdi hana í tilefni af heimsókn hans og íslensku forsetahjónanna í Jónshús fyrra. Í dag eru jafnframt tíu ár síðan Halla tók við starfinu í Jónshúsi en á fundi hennar með konungi í dag bað hann fyrir kveðju til Íslendinga.

Sumut-flotinn snýr við á leið sinni til Gaza vegna veðurs

Sumut-flotinn snýr við á leið sinni til Gaza vegna veðurs

Tuttugu skipa floti sem lagði úr höfn í Barcelona í gær til Gaza neyddist til að snúa við í dag vegna óveðurs. Hópurinn ætlar að bíða af sér veðrið, segir í yfirlýsingu. Það sé of mikill vindur til að þorandi sé að halda áfram á minnstu bátum flotans. Flotinn er með hjálpargögn sem til stendur að afhenda nauðstöddum á Gaza. Sameinuðu þjóðirnar lýstu á dögunum yfir hungursneyð þar. Með í för er loftslagsaðgerðasinninn sænski Greta Thunberg, auk borgarstjóra Barcelona, Ada Colau. Ísraelsher situr um Gaza bæði á sjó og landi og hleypir sáralitlu af neyðargögnum þangað. Thunberg fór einnig með flota að Gaza í júní. Þá stöðvuðu ísraelskir hermenn bát hennar á alþjóðlegu hafsvæði, tóku hana og fleiri höndum og vísuðu frá Ísrael. Búist er við að flotinn leggi í hann við fyrsta tækifæri og verði kominn til Gaza um miðjan september. Flotinn nefnist Alþjóðlegi Sumud-flotinn . Orðið sumud þýðir þrautseigja á arabísku.

Sumud-flotinn snýr við á leið sinni til Gaza vegna veðurs

Sumud-flotinn snýr við á leið sinni til Gaza vegna veðurs

Tuttugu skipa floti sem lagði úr höfn í Barcelona í gær til Gaza neyddist til að snúa við í dag vegna óveðurs. Hópurinn ætlar að bíða af sér veðrið, segir í yfirlýsingu. Það sé of mikill vindur til að þorandi sé að halda áfram á minnstu bátum flotans. Flotinn er með hjálpargögn sem til stendur að afhenda nauðstöddum á Gaza. Sameinuðu þjóðirnar lýstu á dögunum yfir hungursneyð þar. Með í för er loftslagsaðgerðasinninn sænski Greta Thunberg, auk fyrrverandi borgarstjóra Barcelona, Ada Colau. Ísraelsher situr um Gaza bæði á sjó og landi og hleypir sáralitlu af neyðargögnum þangað. Thunberg fór einnig með flota að Gaza í júní. Þá stöðvuðu ísraelskir hermenn bát hennar á alþjóðlegu hafsvæði, tóku hana og fleiri höndum og vísuðu frá Ísrael. Búist er við að flotinn leggi í hann við fyrsta tækifæri og verði kominn til Gaza um miðjan september. Flotinn nefnist Alþjóðlegi Sumud-flotinn . Orðið sumud þýðir þrautseigja á arabísku.

Mikið manntjón í Afganistan miðað við stærð skjálftans

Mikið manntjón í Afganistan miðað við stærð skjálftans

Jarðskjálfti sem var sex að stærð reið yfir Afganistan í nótt. Yfirvöld hafa lýst því yfir að 800 manns, hið minnsta, hafi farist og um 3.000 slasast. Jarðskjálftar eru algengir í landinu og árið 2023 fórust um 2.000 í skjálfta sem var 6,3 að stærð. Árið áður fórust um þúsund manns í skjálfta. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, útskýrir að Afganistan sé á skilum Evrasíuflekans og Indlandsflekans. Sá síðarnefndi sé á hraðri norðurleið og því verði skjálftar. Mikið tjón þrátt fyrir að skjálftinn teljist ekki stór Skjálftinn í nótt var á um átta til tíu kílómetra dýpi. „Þegar talað er um dýpi skjálfta þá náttúrulega erum við að tala um dýptarbil, upptökin eru á þessu dýpi,“ segir Páll. „Þetta er skjálfti sem verður vegna þess að jarðskorpan og efstu lögin eru að brotna undan þessu álagi. Indland er að troðast þarna upp í þetta meginland og þá brotnar jarðskorpan upp úr og niðrúr og þetta er nálægt yfirborði sem er sennilega ástæðan fyrir því að þetta veldur þetta miklu tjóni þó að þetta sé tiltölulega lítill skjálfti. Þetta er þrátt fyrir allt ekki mjög stór skjálfti,“ segir Páll um sjálftann sem var sex að stærð. 800 manns, hið minnsta, fórust í jarðskjálfta í Afganistan í nótt. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að eftirtektarvert sé hve mikið manntjón varð miðað við stærð skjálftans. Hús á þessum slóðum eru oft byggð úr leir og steinum. Skjálftinn í Afganistan í nótt var 6,0 að stærð og segir Páll það ekki stóran skjálfta í samanburði við ýmsa aðra skjálfta. Hér á landi hafi komið skjálftar sem eru 6 að stærð og 6,5. Slíkir skjálftar verði aðallega á skjálftasvæðum á Suðurlandi og fyrir Norðurlandi. Fimm ár séu síðan skjálfti sem var 6,0 að stærð hafi riðið yfir fyrir norðan land. Skjálftar á Suðurlandi árið 2000 hafi verið 6,5 að stærð. „Þannig að þessi skjálfti er ekki stór svona í þeim samanburði, ég tala nú ekki um ef við berum saman við Kamtsjatka-skjálftann sem var risaskjálfti.“ Algengt að samgöngur fari úr skorðum á hamfarasvæðum Ljóst er að eyðileggingin eftir skjálftann í Afganistan í nótt er mikil og sum þorp talin nær jöfnuð við jörðu. Yfirvöld í Afganistan segja að 800 hafi farist en óttast er að fleiri eigi eftir að finnast látnir í rústum húsa. Páll segir að í hamförum sem þessum líti mannfall og tjón oft út fyrir að vera minna í byrjun en það sé í raun og veru. „Þetta land er mjög fjöllótt og það fyrsta sem bilar í svona skjálfta er samgöngukerfið þannig að samgöngur detta niður og fréttir berast illa frá aðaltjónasvæðinu.“ Þá segir Páll eftirtektarvert hversu mikið manntjón hafi orðið í svo litlum skjálfta. Það hljóti að stafa af því hve mikið af húsum hafi hrunið. „Hús á þessum slóðum eru að miklu leyti byggð úr leir og steini og þau þola ekki mikinn titring og það er líklega ástæðan fyrir þessu mikla mannfalli.“

Sigga Eyrún syngur Lúllabæ

Sigga Eyrún syngur Lúllabæ

Músíkalska parið Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur og Karl Olgeirsson hafði lengi langað að gera vögguvísuplötu og létu drauminn rætast með Lúllabæ. Þau langaði ekki endilega að gera bara vögguvísur sem slíkar heldur sambland af lögum sem þeim finnst falleg og hugljúf, lög sem koma héðan og þaðan. Lögin koma úr söngleikjum og teiknimyndum og eru þjóðlög og klassísk sönglög. Þrjú lög eru fumsamin eftir Karl Olgersson og eitt er áður óútgefið lag eftir Magga Eiríks sem gaf plötunni nafnið sitt; Lúllabæ. Það er Sigga Eyrún sem syngur lögin á Lúllabæ en Karl Olgeirsson spilar á píanó, Þorgrímur Toggi Jónsson er í flestum lögum á kontrabassa og Lára Björk Hall er gestasöngvari í einu lagi. Sigga Eyrún mætti með Lúllabæ í hljóðstofu til Margrétar Erlu Maack og spjallaði um ferilinn og plötu vikunnar.

Til­kynnt um hljóð úr neyðar­sendi á flugi yfir Akra­nes

Til­kynnt um hljóð úr neyðar­sendi á flugi yfir Akra­nes

Landhelgisgæslunni barst fyrir hádeg tilkynningu frá flugvél sem var að fljúga yfir Akranes á leið á Keflavíkurflugvöll um að það hafi heyrst í neyðarsendi. Engrar flugvélar eða báts er saknað en Landhelgisgæslan hefur þó kallað út sjóbjörgunarsveitir á vegum Landsbjargar sem eru nú við leit við Akranes. Líklega er um neyðarsendi í eldri bát að ræða.