Vaxtamálið: Skilmálar bankans ógiltir að hluta

Vaxtamálið: Skilmálar bankans ógiltir að hluta

Skilmálar Íslandsbanka um hvernig bankinn má breyta vöxtum á lánum til neytenda voru í dag dæmdir ólögmætir í Hæstarétti. Ekki má miða við huglæga þætti þegar ákvarðanir eru teknar um að breyta vöxtum til neytenda. Bankinn var þó sýknaður af kröfum lántakanna um að ógilda vaxtabreytingar sem þegar hafa átt sér stað. Um var að ræða eitt af prófmálunum í Vaxtamálinu...

Segir dóminn fullnaðarsigur fyrir lánþega

Segir dóminn fullnaðarsigur fyrir lánþega

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu sé fullnaðarsigur fyrir lántaka. Hæstiréttur dæmdi nú rétt í þessu í málinu og kom fram í dómsorðinu að ógildur væri hluti af skilmálum lánsins sem deilt er um sem varðar viðmið fyrir vexti sem eru aðrir en stýrivextir Seðlabankans. Var Íslandsbanki sýknaður af öðrum kröfum.

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari var spurður út í breytingar á þjálfarateymi sínu í sumar á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. Segist hann hafa átt frumkvæðið að þeim. Þorsteinn ræddi við blaðamenn í tilefni að komandi leikjum kvennalandsliðsins við Norður-Íra í umspilu um að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Var hann spurður út í breytingarnar, en Lesa meira

Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Vel­komin í nýja heims­mynd Trumps

Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Vel­komin í nýja heims­mynd Trumps

Ræða Donalds Trump í ísraelska þinginu þann 13. október var ógeðsleg. Þetta var ekkert annað en sjálfsupphafning og opinberun á spillingu í beinni útsendingu. Trump nýtti tækifærið til að þakka Miriam Adelson ísraelsk-amerískum milljarðamæringi fyrir 100 milljón Bandaríkjadala í framlög til kosningabaráttu sinnar og leyndist engum að framlag Miriam átti stóran þátt í að tryggja stuðning Trumps við herrekstur Ísraels.

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Einn af fastagestum Mávsins, félagsmiðstöð fyrir unga karlmenn í Vestmannaeyjum, ákvað að hefja hópfjármögnun fyrir sófa úr þrotabúi Play til að hafa þar. Kaupin voru fjármögnuð á innan við einum degi. Skömmu eftir fall flugfélagsins Play þá var greint frá því að innanstokksmunir væru til sölu hjá Efnisveitunni. Meðal gripanna var forlátur hornsófi, vitaskuld eldrauður Lesa meira

Opin fyrir tækninýjungum

Opin fyrir tækninýjungum

Andreas Lundback, sérfræðingur hjá Topcon, leiðandi fyrirtæki í þróun mælitækni, vélstýringa og stafrænna lausna fyrir byggingariðnaðinn, segir að íslenski markaðurinn sé mjög fljótur að tileinka sér nýja tækni í byggingariðnaði og hafi í langan tíma verið leiðandi í þróun.

Um 37% íslenskra tölva enn með Windows 10

Um 37% íslenskra tölva enn með Windows 10

Í dag hættir Microsoft formlega að styðja Windows 10 stýrikerfið. Mælingar í september 2025 sýna fram á að allt að 40% Windows tölva á heimsvísu eru enn að keyra Windows 10. Mælingar á Íslandi benda til að allt að 37% tölva séu með Windows 10 en var um 47% í júní þannig að vel hefur Lesa meira