Frá United til Roma?

Frá United til Roma?

Hollenski knattspyrnumaðurinn Joshua Zirkzee vill losna frá Manchester United, þar sem hann er í litlu hlutverki.

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

„Á hverjum tíma núna er að meðaltali 150% nýting á bráðamóttökunni, fer stundum upp í svona 180-190%, þ.e.a.s. í hverju plássi eru þá tveir einstaklingar. Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani, þannig að einhvers staðar verða þeir að bíða og við erum hreinlega í vandræðum með þetta húsnæði,“ segir Rafn Lesa meira

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar

Þorvaldur Davíð Kristjánsson, leikari og þriggja barna faðir í Laugardalnum, segir að ýmislegt mætti bæta þegar kemur að skólamálum í borginni og viðhaldi á húsnæði borgarinnar. Þorvaldur Davíð skrifar grein um þetta á Vísi. „Ég er faðir og fjölskyldumaður sem býr í Laugardal og á þrjú börn sem öll hafa gengið í leik- og grunnskóla Lesa meira

Félagi Bellingham segir að Tuchel verði að velja hann

Félagi Bellingham segir að Tuchel verði að velja hann

Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid og belgíska landsliðsins, segir að Jude Bellingham verði að vera með Englandi á HM 2026. Bellingham, sem er að ná sér eftir aðgerð á öxl, var ekki valinn í landsliðshóp Thomas Tuchel fyrir landsleikina nú í október. Hefur þetta verið milli tannanna á fólki, en miðjumaðurinn hefur spilað fimm leiki Lesa meira

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun

Aðdáendur hafa haft miklar áhyggjur af sjónvarpskokkinum Rachael Ray síðastliðin misseri. Sérstaklega hafa myndbönd af henni verið að vekja þessar áhyggjur en stjarnan hefur haldið sig að mestu úr sviðsljósinu undanfarið. Sjá einnig: Hafa vaxandi áhyggjur af Rachael Ray eftir að hún birti þetta myndband Það vakti því athygli þegar Ray mætti í áhorfendasal The Lesa meira

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Í gær, miðvikudaginn 15. október, var haldinn stofnfundur Viðreisnar á Vestfjörðum á brugghúsinu Dokkunni. Viðstödd voru María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar í kjördæminu, og Sigmar Guðmundsson, ritari flokksins. Valur Richter var kjörinn formaður á fundinum og í stjórn Magnús Ingi Jónsson, Thelma Dögg Theodórsdóttir, Vigdís Erlingsdóttir og Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir. Varamenn voru kjörnir Gylfi Ólafsson Lesa meira

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi

Nýr stafrænn skanni í 8K gæðum frá tæknifyrirtækninu HP, verður frumsýndur á OK ráðstefnunni á Hotel Hilton Nordica í dag. Græjan ber heitið HP Z Captis og getur umbreytt efni í stafrænt form fyrir 3D-hönnunarferli, eins og segir í tilkynningu.  Þessi byltingakennda lausn vann til verðlauna á CES tæknimessunni í Las Vegas á þessu ári. Lesa meira

Hlutabréfaverð í Icelandair snarlækkaði vegna vonbrigða með afkomu félagsins

Hlutabréfaverð í Icelandair snarlækkaði vegna vonbrigða með afkomu félagsins

Tilkynning Icelandair í gær um að afkoma fyrirtækisins í sumar yrði undir væntingum leiddi til þess að verð hlutabréfa í fyrirtækinu lækkaði um tíu prósent í morgun. Icelandair greindi frá því í gær að vonir um aukna arðsemi á þriðja ársfjórðungi hefðu ekki gengið eftir. Tekjur jukust milli ára í takt við áætlanir en kostnaður varð meiri en fyrirtækið sá fyrir. Í tilkynningu til Kauphallarinnar í gær var sú kostnaðaraukning einkum rekin til sterks gengis krónunnar sem leiddi til hærri launakostnaðar en ella. Eldsneytiskostnaður varð einnig meiri en stjórnendur félagsins gerðu ráð fyrir, þar með talið vegna uppgjörs á ETS kolefniseiningum, og flugfélagið þurfti óvænt að leigja flugvél í ágúst vegna bilunar í annarri flugvél. Í tilkynningu félagsins sagði að sjóðsstaða félagsins hefði verið mjög sterk í lok september. Þar kom einnig fram að miðað við núverandi horfur verði EBIT-afkoma fyrirtækisins neikvæð um tíu til tuttugu milljónir dollara í ár.

Sævar Atli ekkert meira með á tímabilinu

Sævar Atli ekkert meira með á tímabilinu

Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður í fótbolta, mun ekki spila meira með félagsliði sínu Brann það sem eftir er af norsku úrvalsdeildinni. Félagið sagði frá á heimasíðu sinni í morgun . Sævar Atli fer meiddur af velli gegn Frökkum, Brynjólfur Willumsson kemur inn á í hans staðRÚV / Mummi Lú Sævar Atli fór meiddur af velli í leik Íslands gegn Frakklandi á mánudag og nú ljóst að hnémeiðslin munu halda honum af fótboltavellinum út árið hið minnsta. Sóknarmaðurinn gekk til liðs við Brann í sumar, og hitti þar fyrir fyrrum þjálfara sinn hjá Leikni og Lyngby Frey Alexanderson, og hefur skorað tíu mörk í 16 leikjum. Hann segir í tilkynningunni ætla að styðja við liðið það sem eftir lifir tímabils og vinna að því að koma enn betri til baka.

Gummi Ben stendur vaktina í mötuneytinu

Gummi Ben stendur vaktina í mötuneytinu

„Ég elda fyrir starfsfólkið í næstu viku,“ sagði Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöld og bætti við: „Ég er að segja satt núna.“ Gummi var gestur þáttarins ásamt Baltasar Kormáki og Steineyju Skúladóttur. Horfðu á brot úr þættinum hér fyrir ofan. Ísskápastríð hefur göngu sína á ný á Sýn í dag. Gummi viðurkenndi að landvinningar sínir í mötuneyti Sýnar séu vegna þess að þátturinn er að hefja göngu sína frejar en vegna hæfileika hans í eldhúsinu. „Ég tek eitt hádegi og verð með skemmilegan mat fyrir starfsfólkið. Eva er reyndar að sjá um það en ég ætla að reyna að vera skemmtilegur,“ sagði hann og átti þar við Evu Laufey, sem stýrir þættinum með honum. Horfðu á Vikuna með Gísla Marteini í Spilara RÚV.