Þórhildur Sunna er framkvæmdastjóri alþjóðlegra samtaka um vernd uppljóstrara

Þórhildur Sunna er framkvæmdastjóri alþjóðlegra samtaka um vernd uppljóstrara

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, mannréttindalögfræðingur og fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður Pírata, er tekin við stöðu alþjóðlegs framkvæmdastjóra samtakanna Courage International. Þessu greinir hún frá á Facebook . Courage International eru samtök sem helga sig baráttunni fyrir frjálsu flæði upplýsinga, tjáningarfrelsi, fjölmiðlafrelsi og friðhelgi einkalífsins, að því er fram kemur á vef samtakanna . Þórhildur Sunna segir samtökin hafa unnið gríðarlega mikilvægt starf við verndun uppljóstrara og blaðamanna sem sæta árásum eða refsiviðurlögum allt frá árinu 2014. Stærstu verkefni samtakanna hafi falist í því að styðja við uppljóstrara á borð við Edwards Snowden og berjast fyrir frelsi Julians Assange, sem jafnframt stofnaði samtökin. Fyrsta verkefni samtakanna á Íslandi undirbúningur Þjóðar gegn þjóðarmorði Þórhildur Sunna segir miklar breytingar fram undan hjá samtökunum og hún vinni hörðum höndum að því að gera þau að enn öflugri. Fyrsta verkefni Courage International á Íslandi verði aðkoma samtakanna að undirbúningi fundarins Þjóð gegn þjóðarmorði sem haldinn verður víðs vegar um landið á laugardaginn. „Þjóðarmorð Ísraelsríkis á Palestínsku þjóðinni sem nú stendur yfir hefur kostað fleiri blaðamenn lífið en öll stríð frá upphafi fyrri heimstyrjaldar samanlagt og erindi Courage því brýnt í þessu samhengi,“ skrifar Þórhildur Sunna.

Uppgötvaði SMS-in á milli Þorsteins Más og uppljóstrarans

Uppgötvaði SMS-in á milli Þorsteins Más og uppljóstrarans

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar var það tölvusérfræðingurinn Heiðar Þór Guðnason hjá embætti héraðssaksóknara sem uppgötvaði ný gögn í Samherjamálinu í fyrra. Heiðar segir nú að fyrrverandi starfsmaður Samherja hafi orðið þess valdandi að hann er með réttarstöðu sakbornings í öðru máli. Sjá einnig Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“ Lögreglan á Suðurlandi hefur til...

Eiga inni tugi milljóna en fá að líkindum ekkert

Eiga inni tugi milljóna en fá að líkindum ekkert

Flugmenn sem eiga bótakröfu hjá flugfélaginu Bláfugli óttast að fá ekkert í sinn hlut eftir að flugfélagið óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í síðasta mánuði. Félagið skuldaði ellefu flugmönnum félagsins um 90 milljónir króna að meðtöldum dráttarvöxtum og málskostnaði vegna ólögmætra uppsagna. Tæp fimm ár eru liðin síðan flugmönnunum var sagt upp og aðrir ráðnir inn nýja gegnum starfsmannaleigur, þvert á forgangsréttarákvæði kjarasamninga. Það var loks í sumar sem Landsréttur staðfesti ólögmæti uppsagnanna og bótakröfurnar. Stuttu eftir það óskaði félagið eftir gjaldþrotaskiptum og í Lögbirtingablaðinu er skorað á kröfuhafa að lýa kröfum innan tveggja mánaða. Fljúga enn til landsins á nýju leyfi Flugmenn sem fréttastofa hefur rætt við furða sig á því að hægt sé að keyra félagið í þrot en halda áfram starfsemi undir nýrri kennitölu. Litháíska samstæðan Avia Solutions Group, sem átti Bláfugl, flýgur enn daglega til landsins og þar á meðal með sömu vélum og sama flugnúmeri og áður. Eini munurinn er sá að nú er flogið undir flugrekstrarleyfi annars dótturfélags, AirExplore sem er með skráð í Slóvakíu. „Þeir hafa verið með alls konar hrókeringar til að færa eignir undan,“ segir Sonja Bjarnadóttir Backman, lögmaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), sem hefur rekið málið í að verða fimm ár, fyrst fyrir Félagsdómi, síðar héraðsdómi og loks Landsrétti. Þrátt fyrir að bera sigur fyrir öllum þessum dómum óttast flugmenn að fá ekkert í sinn hlut enda litlar sem engar eignir í þrotabúinu. Lára V. Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnumarkaðsrétti, staðfestir í samtali við fréttastofu að Ábyrgðasjóður launa ábyrgist ekki kröfurnar og þær njóti heldur ekki forgangs. Ábyrgðasjóðurinn hefur það hlutverk að tryggja launafólki greiðslur ef vinnuveitandi fer í þrot, en sjóðurinn ábyrgist ekki kröfur svo langt aftur í tímann. Áður en flugfélagið óskaði eftir gjaldþrotaskiptum hafði það reynt að semja við flugmennina um lægri bætur en dómurinn kvað á um. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hljóðaði tilboðið upp á innan við helming dæmdra bóta. „Það kom aldrei til greina enda fáránleg vinnubrögð í réttarríki,“ segir Sonja.

„Hataðasti” maðurinn á Internetinu rýfur þögnina

„Hataðasti” maðurinn á Internetinu rýfur þögnina

Óvinsælasti – og jafnvel „hataðasti“ maðurinn á Internetinu síðustu daga er að öllum líkindum Pólverjinn Piotr Szczerek. Piotr var myndaður á fimmtudag á US Open-meistaramótinu í tennis þegar hann hrifsaði til sín áritaða derhúfu sem ætluð var ungum aðdáanda. DV sagði frá málinu í morgun. Sjá einnig: Hataðasti maðurinn á netinu þessa dagana er milljónamæringur Lesa meira

Innkalla kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellusmit

Innkalla kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellusmit

Matvælastofnun hefur verið tilkynnt um innköllun á tveimur framleiðslulotum af ferskum kjúklingaafurðum frá Matfugli vegna gruns um salmonellusmit. Varan hefur verið innkölluð í varúðarskyni. Innköllun nær til eftirfarandi framleiðslulota: Vörumerki: Ali, Bónus, Euro shopper, FK Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ Lotunúmer: 011-25-30-5-64 og 126-25-30-2-51 (heill kjúklingur, bringur, lundir, lærakjöt, bitar, kryddlegnir leggir, bringur og heill fugl), pökkunardagur 28.08.2025 og 29.08.2025 Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir, Hagkaupsverslanir, Fjarðarkaup, Prís, Kassinn, Jónsabúð Hrá kjúklingalæri. Myndin tengist fréttinni ekki beint.RGBStock / sanja gjenero

Fyrrum ráðherra í Danmörku dæmdur fyrir vörslu barnaníðsefnis

Fyrrum ráðherra í Danmörku dæmdur fyrir vörslu barnaníðsefnis

Fyrrum ráðherra í Danmörku hlaut í dag fjögurra mánaða dóm fyrir að hafa í tölvu sinni og síma yfir 6.000 myndir og 2.000 myndbönd sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Ráðherrann fyrrverandi, Henrik Sass Larsen, sat á danska þinginu frá 2000 til 2019 fyrir Jafnaðarmannaflokkinn og var viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Helle Thorning-Schmidt frá 2013 til 2019. Larsen hefur neitað því að hafa brotið lög og gefið þær útskýringar að hann hafi verið með þessar myndir því að hann hafi verið beittur kynferðisofbeldi í æsku og væri að reyna að komast að því hver hafi brotið gegn honum. Larsen var í fóstri áður en hann var ættleiddur. Við réttarhöldin sagði hann að árið 2018 hafi hann fengið sent 50 ára gamalt myndefni af því þegar hann var misnotaður kynferðislega þegar hann var þriggja ára. Myndbandið hafi horfið eftir að hann hafi horft á það. Þá kvaðst Larsen sjá eftir því að hafa ekki tilkynnt lögreglu um myndbandið á sínum tíma. Saksóknari málsins, Maria Cingari, kveðst sátt við niðurstöðu dómara, að Larsen hljóti fjögurra mánaða dóm. Fólk eigi aldrei að hafa barnaníðsefni í fórum sínum, sama hver ástæðan sé. Eftir að fjallað var um málið í dönskum fjölmiðlum var Larsen vikið úr Jafnaðarmannaflokknum. Mette Frederiksen, leiðtogi flokksins og forsætisráðherra, lýsti málinu sem áfalli.