Fremstu þjóðarmorðsfræðimenn heims segja Ísrael fremja þjóðarmorð

Fremstu þjóðarmorðsfræðimenn heims segja Ísrael fremja þjóðarmorð

Fremstu fræðimenn heims á sviði þjóðarmorðs hafa lýst því yfir að aðgerðir Ísraels á Gaza uppfylli lagalega skilgreiningu þjóðarmorðs. Minnst 31 hefur verið drepinn í aðgerðum Ísraelshers á Gaza í dag. Herinn heldur áfram áköfum hernaði í Gaza-borg, sem herinn skilgreindi sem vígvöll fyrir helgi. Þar hafa minnst þrettán verið drepin í dag. Alþjóðasamtök þjóðarmorðsfræðimanna (IAGS), sem stofnuð voru 1994 og telur 500 meðlimi, samþykktu sameiginlega ályktun þar sem segir að stefna Ísraels og aðgerðir þess á Gaza uppfylli skilgreiningu þjóðarmorðs samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um þjóðarmorð frá 1948. Mikill meirihluti félagsmanna, 86 prósent, kaus með ályktuninni. „Þetta er afdráttarlaus yfirlýsing frá sérfræðingum á sviði þjóðarmorðsrannsókna um að það sem er að gerast á Gaza er þjóðarmorð,“ sagði Melanie O'Brien, forseti IAGS, í samtali við fréttastofu Reuters. Minnst 63 þúsund hafa verið drepin í aðgerðum Ísraelshers á Gaza síðan 7. október 2023. Þá hafa á fjórða hundrað dáið úr hungri. Ísraelsk stjórnvöld hafa takmarkað verulega flæði hjálpargagna til Gaza og hafa drepið hundruð manns við dreifingarstöðvar hjálpargagna.

Dagur stoltur – „Að sjálfsögðu var þetta allt harðlega gagnrýnt og greidd mótatkvæði í borgarstjórn en því vilja sjálfsagt allir gleyma“

Dagur stoltur – „Að sjálfsögðu var þetta allt harðlega gagnrýnt og greidd mótatkvæði í borgarstjórn en því vilja sjálfsagt allir gleyma“

Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi borgarstjóri, er ánægður með breytingarnar sem hafa orðið á svæðinu við Tollhúsið við Tryggvagötu. Breytingarnar hafi allar verið gagnrýndar harðlega í borgarstjórn en sjálfsagt vilji þeir sem greiddu mótatkvæði nú gleyma því. „Rölti í bæinn (ok, reyndar aðeins að skreppa á skrifstofuna) í gær en gat ekki stillt Lesa meira

Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza

Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza

Þó svo að vissulega séu ekki allir almennir borgarar í Ísrael hlynntir útrýmingarstefnu núverandi valdhafa þá hafa þeir notið stuðnings meirihluta kjósenda í landinu og stríðsglæpamaðurinn Benjamin Netanyahu leitt ríkisstjórn landsins samfleytt í nærri tvo áratugi. Það hefur hann gert með dyggum stuðningi kjósenda í Ísrael.

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Talsvert hefur verið rætt um frægan fund (eða ekki-fund) í Háskóla Íslands 6. ágúst sl. þar sem prófessor Gil S. Epstein frá Ísrael hafði verið fenginn sem fræðimaður til að halda erindi á sérsviði sínu. Fundurinn leystist upp vegna mikils ónæðis frá fundarmönnum sem litu á hann sem tækifæri fyrir sig til að mótmæla framferði Lesa meira

Dómsmálaráðuneytið semur við Rauða krossinn um ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga

Dómsmálaráðuneytið semur við Rauða krossinn um ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga

Rauði krossinn og dómsmálaráðuneytið hafa gert með sér samning um áframhaldandi ráðgjafarþjónustu Rauða krossins við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. Samningur vegna þjónustunnar milli félagsmálaráðuneytisins og Rauða krossins féll úr gildi í lok júní en í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar færðust mál flóttafólks og hælisleitenda í auknum mæli yfir til dómsmálaráðuneytisins. Í tilkynningu Rauða krossins segir að félagið hafi um árabil veitt flóttafólki ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga. Í fyrra veitti Rauði krossinn um 250 viðtöl vegna fjölskyldusameininga. Samningur félagsins við dómsmálaráðuneytið um ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga gildir til loka árs 2026.

Spánverjar ekki nógu vel undirbúnir til að takast á við gróðurelda

Spánverjar ekki nógu vel undirbúnir til að takast á við gróðurelda

Forsætisráðherra Spánar segir yfirvöld alls ekki hafa verið nógu vel undirbúin fyrir mikla góðurelda í sumar. Eldarnir eru orðnir að pólitísku hitamáli. Aldrei hefur eins mikið land brunnið í gróðureldum á Spáni og í sumar. Fjórir fórust og þúsundir neyddust til að yfirgefa heimili sín. Forsætisráðherra landsins, Pedro Sanchez, sagði í dag ljóst að undirbúningur yfirvalda til að bregðast við hitabylgju og gróðureldum hafi ekki verið nægur. Hann kynnti átak stjórnvalda og sagði þörf á að fjölga slökkviliðsmönnum og landvörðum. Eins þurfi að fjárfesta í nákvæmari mælitækjum til að geta séð fyrir þegar stefni í hamfarir. Forsætisráðherrann sagði gróðurelda í dag vera alvarlegri og ófyrirsjáanlegri en áður vegna loftslagsbreytinga. Þeir væru einnig banvænni og hættulegri. Flokkur forsætisráðherrans, Sósíalistaflokkurinn, og Lýðflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, deila um það hverjum sé um að kenna. Sósíalistar saka Lýðflokkinn um að hafa ekki búið sig undir heitt sumar í þeim héruðum þar sem flokkurinn fer með völd. Þá saka þeir Lýðflokkinn um að gera lítið úr þeirri ógn sem hlýnun loftslags ber með sér. Lýðflokkurinn, aftur á móti, segir eldana mega rekja til íkveikja og sakar ríkisstjórnina um að ganga of langt í sparnaði, slíkt hafi til að mynda áhrif á það hve mikla aðstoð herinn getur veitt.