Landsréttur mildaði dóm yfir Sívarsbróður

Landsréttur mildaði dóm yfir Sívarsbróður

Kristján Markús Sívarsson, annar Sívarsbræðra svokallaðra, var í dag dæmdur í eins árs fangelsi í Landsrétti fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn konu árið 2022 á heimili hans. Landsréttur mildaði þannig 16 mánaða fangelsisdóm sem Kristján hlaut í héraði fyrir tæpu ári síðan, í þremur ákæruliðum. Konan lýsti því að Kristján hefði hent hlut í höfuð hennar með þeim afleiðingum að úr blæddi, hana svimaði og hún féll í gólfið. Höfuðkúpubrot og mar á heila Konan var stödd á heimili Kristjáns ásamt þáverandi kærasta sínum er árásin átti sér stað. Á heimilinu var einnig þáverandi kærasta Kristjáns en hún kveðst ekki muna eftir árásinni. Hún var flutt á bráðamóttöku í kjölfar árásarinnar þar sem kom í ljós að hún hafði hlotið sár á höfði, höfuðkúpubrot og mar á heila. Kristján neitaði sök og kannaðist ekki við ofbeldið en var engu að síður dæmdur til refsingar. Að mati Landsréttar er það sannað bæði af framburði konunnar og kærasta hennar að Kristján hafi veist að henni með ofbeldi og kastað óþekktum hlut í höfuð hennar með þeim afleiðingum að úr því blæddi og hana svimaði. Óljóst hvort Kristján hafi hent kertasjaka, öskubakka eða styttu Hluturinn hefur ekki fundist við rannsókn málsins og frásögnum ber ekki saman um hvort Kristján hafi kastað kertastjaka, styttu eða öskubakka í höfuð konunnar en fyrir liggur að hvorki hún né kærasti hennar voru alsgáð er árásin átti sér stað. Landsréttur telur aftur á móti að framburði þeirra bæri ekki saman um það hvort konan hafi fallið í gólfið við höfuðhöggið og við það hafi brotnað upp úr hægri augntönn hennar. Landsréttur sýknaði einnig Kristján af sakargiftum er lutu að vörslu amfetamíns og broti gegn vopnalögum, með því að hafa haft í vörslum sínum tvær axir sem lögregla lagði hald á. Landsréttur taldi sök Kristjáns samkvæmt þeim lið ákærunnar fyrnda, enda hefði refsing hans vegna þeirra brota ekki farið fram úr sektum. Dæmdur fyrir aðra líkamsárás fyrr á árinu Vegna þessa er refsing Kristjáns stytt úr 16 mánuðum niður í 12 en refsingin er ekki skilorðsbundin að neinu leyti í ljósi sakaferils Kristjáns og alvarleika brots hans. Þá verður honum gert að greiða konunni eina milljón í miskabætur auk málskostnaðar en héraðdómur gerði honum upphaflega að greiða henni 800 þúsund krónur. Kristján á langan brotaferil að baki sér. Hann hefur átta sinnum hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot og hefur í fjölmörg skipti verið dæmdur fyrir fíknilagabrot. Fyrr á þessu ári var hann dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þar sem hann pyntaði konu með hrottafengnum hætti í marga daga á heimili sínu.

Vill ekki ala upp börnin sín á Englandi lengur – Segist ekki getað verið með úr eða síma á lofti í London

Vill ekki ala upp börnin sín á Englandi lengur – Segist ekki getað verið með úr eða síma á lofti í London

Fyrrum úrvalsdeildarmaðurinn Jonjo Shelvey segir að óvænt skref sitt yfir í fótbolta í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi ekki verið vegna peninga. Shelvey, 33 ára, sem hefur áður leikið með liðum á borð við Liverpool, Newcastle og tyrknesku félögunum Rizespor og Eyupspor, gekk nýlega til liðs við lið í þriðju deild í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann Lesa meira

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“

Tekist var á um stuðning við einkarekna fjölmiðla á Alþingi í dag. Sjálfstæðismenn gagnrýndu veru RÚV á auglýsingamarkaði en Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, benti á að flokkurinn hefði ekki gert neitt og það hefði þurft að losna við hann úr ríkisstjórn til þess að hreyfing kæmist á þau mál. „Það er eins Lesa meira

Stöndum vörð um vara­sjóð VR – fram­tíðar­lausn fyrir félagsfólk

Stöndum vörð um vara­sjóð VR – fram­tíðar­lausn fyrir félagsfólk

Nú stendur félagsfólk VR frammi fyrir mikilvægri ákvörðun: hvort halda eigi áfram með núverandi varasjóð VR eða taka upp hefðbundið styrkjakerfi. Sem stjórnarmaður í VR hvet ég félagsfólk eindregið til að kjósa til stuðnings varasjóðnum. Hann er réttlátari, sveigjanlegri og tryggir félagsfólki raunverulegt frelsi til að nýta sitt eigið fé á eigin forsendum.

Höfuðkúpubrotnaði í árás Kristjáns

Höfuðkúpubrotnaði í árás Kristjáns

Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á konu á heimili sínu í Reykjavík í janúar 2022. Dómurinn taldi sannað að hann hefði kastað hlut í höfuð konunnar með þeim afleiðingum að hún hlaut höfuðkúpubrot og mar á heila.

Davíð hefur rætt við Njarðvík

Davíð hefur rætt við Njarðvík

Knattspyrnuþjálfarinn Davíð Smári Lamude segir það ekki ljóst að svo stöddu hvaða lið hann muni þjálfa næst. Davíð Smári hefur átt í viðræðum við Njarðvík um að taka við karlaliðinu, auk þess að hafa rætt við fleiri félög, en hefur ekki skrifað undir neins staðar.