Möguleg tímamót framundan í Eyjum – Menningar- og náttúruminjar gætu farið undir byggð

Möguleg tímamót framundan í Eyjum – Menningar- og náttúruminjar gætu farið undir byggð

Í maí á næsta ári verða sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Íbúar Vestmannaeyja munu samhliða því væntanlega fá tækifæri til segja hug sinn í íbúakosningu um hvort heimila skuli byggð á svæði í bænum sem samkvæmt aðalskipulagi er skilgreint sem þróunarsvæði. Raunin er hins vegar sú að svæðið er inni á hluta hraunsins sem rann í Heimaeyjargosinu Lesa meira

Íslendings leitað í Búlgaríu

Íslendings leitað í Búlgaríu

Lögreglan í Búlgaríu leitar íslensks manns á fimmtugsaldri, Ólafs Austmanns. Síðast sást til Ólafs á bensínstöð í borginni Sofia þann 18. ágúst, en síðan þá hefur ekkert til hans spurst. Í færslu á Facebook biðlar systir Ólafs til almennings sem þekkir til þar ytra eða er þar staddur að hafa augun hjá sér. Ólafur er rúmlega 184 cm á hæð, grannvaxinn með dökkt hár. Þegar hann hvarf var hann klæddur svartri skyrtu og gallabuxum. Skólaus og skilríkjalaus Að sögn systur Ólafs hefur hann glímt við veikindi og krampaköst. Þá var hann skólaus, símalaus og skilríkjalaus þegar síðast sást til hans. Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, staðfestir í samtali við fréttastofu að tilkynning um týndan einstakling hafi borist á borð lögreglu þann 21. ágúst. „Þá fer í gang hefðbundið ferli og haft samband við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra sem sendi fyrirspurn á lögregluna í Búlgaríu. Hann fór úr landi í júlí og síðast sást til hans 18. ágúst.“ Garðar segir að hingað til hafi leitin ekki borið árangur. „Hann er nú eftirlýstur í alþjóðakerfi lögreglu sem týndur einstaklingur.“

Einn talinn af eftir jarðfall í Noregi

Einn talinn af eftir jarðfall í Noregi

Jarðfallið skar í sundur hraðbraut, lestarteina, vinnusvæði og göngustíg og skolaði öllu ofan í Nesvatnet, sem er stöðuvatn skammt norðan við Þrándheim í Noregi. Úr lofti blasir við stórt skarð þar sem fallið varð. Umfangsmikil leit var gerð að einum manni sem var við vinnu þegar jörðin gaf undan. Óttast var að hann hefði hafnað í vatninu. Maðurinn er talinn af, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar í Þrændalögum og leitin tekur mið af því. Lögreglan í Þrændalögum ætlar að rannsaka hvað orsakaði jarðfallið, meðal annars hvort framkvæmdir við járnbraut hafi haft þar áhrif. Manns sem vann á framkvæmdasvæðinu er saknað. Lögreglan ætlar að rannsaka tildrög jarðfallsins og komast að því hvort það megi rekja til framkvæmda. Opinbera járnbrautarfélagið Bane Nor hefur verið við framkvæmdir við járnbrautateinana þar sem fallið varð. Jarðfræðingar segja jarðveginn í grennd afar óstöðugan. Búið er að flytja þrjá íbúa tveggja húsa í nágrenninu á brott. Einn bíll hafnaði í vatninu. Ökumaðurinn komst út af sjálfsdáðum og var færður á sjúkrahús. Vitni, sem rétt slapp við skriðuna, segir í samtali við NRK að maðurinn hafi verið með bát í eftirdragi sem hann náði að klöngrast upp í þegar skriðan hreif bílinn með sér ofan í vatnið.

Stjarnan í efri hluta sem stendur

Stjarnan í efri hluta sem stendur

Stjarnan vann sigur á FHL í 15. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag, 0-3. Fyrsta mark Stjörnunnar var sjálfsmark Róseyjar Björgvinsdóttur á 28. mínútu en nokkur bið var á næsta marki. Á 71. mínútu tvöfaldaði Snædís María Jörundsdóttir forystu Stjörnunnar og undir lokinn innsiglaði Margrét Lea Gísladóttir 0-3 sigur gestanna. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar.Mummi Lú Stjarnan var fyrir leik í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig en fer upp um sæti og er með 19 stig. Þór/KA situr í fimmta sætinu með 21 stig en liðið hefur möguleika á því að lengja bilið í leik sínum við Fram sem hefst klukkan 17:00. Deildinni verður skipt eftir 18. umferðir, sex lið í efri og fjögur í neðri.