
Íslenskar ljósmæður hafa áhyggjur af stríðsátökunum
Ljósmæðrafélag Íslands stendur á bak við yfirlýsingu Alþjóðasambands ljósmæðra (ICM) um átökin í Palestínu og fordæmir um leið öll stríðsátök í heiminum í dag.
Ljósmæðrafélag Íslands stendur á bak við yfirlýsingu Alþjóðasambands ljósmæðra (ICM) um átökin í Palestínu og fordæmir um leið öll stríðsátök í heiminum í dag.
Fimmtíu starfsmönnum Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur verið sagt upp. Fyrirtækið ber meðal annars við hækkun veiðigjalds en atvinnuvegaráðherra bendir á að hún taki ekki gildi fyrr en um áramót. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum ætlar að loka fiskvinnslunni Leo Seafood í hagræðingarskyni og var öllum starfsmönnum sagt upp. Rekstur vinnslunnar hefur verið þungur síðustu ár og segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri, að launahækkanir og sterkt gengi krónu hafi þyngt róðurinn. Ofan á það leggist fyrirhuguð hækkun veiðigjalds. „Sparnaðurinn felst í lækkun launakostnaðar. Og við segjum að þetta séu 400 milljónir. Þetta er á bilinu 350 til 500 milljónir. Og við þurfum að skoða aðra möguleika. En við getum ekki látið félagið fljóta sofandi að feigðarósi. Við þurfum að grípa til aðgerða og ná vopnum okkar svo við getum staðið í skilum og verið undirstaða atvinnu í Eyjum. Þetta er sorgleg stund og ömurleg,“ segir Sigurgeir. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir fregnir af uppsögnum starfsmanna Vinnslustöðvarinnar erfiðar. Eitt af því sem liggi til grundvallar hækkuninni sé að afkoma sjávarútvegs sé betri en í öðrum atvinnugreinum. Það sé því eðlilegt að hluti hennar renni til þjóðarinnar í formi veiðigjalda. „Svona ákvarðanir, að loka fyrirtæki og segja upp tugum starfsmanna er ekki ákvörðun sem er tekin yfir nótt. Hún eigi sér langan aðdraganda. Það liggur bara fyrir. Það er kannski í þessu tilfelli og mögulega öðrum sem koma upp, nærtækara að líta til reksturs viðkomandi fyrirtækja og þess sem á hefur gengið frekar en þess sem að mun verða. Því þessi veiðigjöld eru ekki komin til framkvæmda fyrr en á næsta ári.“ Hún hafnar því að greiningarvinnan við vinnslu frumvarpsins hafi verið ófullnægjandi eins og gagnrýnt var í þinglegri meðferð málsins. „Á öllum þeim árum sem liðin eru frá því lög um veiðigjöld voru fyrst sett hefur þeim verið breytt oft. Og ég ætla að leyfa mér að halda því fram að sú greiningarvinna sem unnin var núna við vinnslu þessa frumvarps sé meiri en samanlögð sú greiningarvinna sem hefur átt sér stað í fyrndinni við þetta mál.“
Fyrsta mat Hagstofu Íslands á landsframleiðslu í vor og sumarbyrjun gefur til kynna að 1,9 prósenta samdráttur hafi orðið frá sama tíma í fyrra. Mjög hefur hægt á efnahagslífinu síðustu misseri. Það sést á því að frá því í árslok 2023 hefur orðið samdráttur fimm af sjö ársfjórðungum. Hagvöxtur hefur aðeins mælst tvo ársfjórðunga á þessum tíma og í annað skiptið var hann aðeins 0,2 prósent, í fyrravor. Fyrsti ársfjórðungur þessa árs var reyndar sá besti af síðustu sjö, en þá mældist 2,7 prósenta hagvöxtur. Það þýðir að á fyrri hluta árs mælist 0,3 prósenta hagvöxtur. Þó ber að hafa í huga að útreikningar á landsframleiðslu breytast eftir því sem nýrri og nákvæmari upplýsingar berast Hagstofu. Utanríkisviðskipti áttu stærstan þátt í samdrættinum því halli á vöru- og þjónustuviðskiptum jókst milli ára.
Akureyrarveikin reið yfir veturinn 1948-9 og um 1.000 manns veiktust á Akureyri. Veikin dreifðist svo um landið norðan- og vestanvert og náði einnig til Reykjavíkur. Sýni tekin á Akureyri 1949 og send til rannsóknar í Bandaríkjunum Miðað við einkennin hélt fólk í fyrstu að þetta væri lömunarveiki, eða mænuveiki. „En það fóru að renna tvær grímur á lækna. Þá tóku menn sýni 1949, af fólki hér á Akureyri og sendu hluta þeirra til Bandaríkjanna til greiningar. Það leiddi í ljós að þetta var ekki mæðuveiki. Þetta var eitthvað allt annað, sem ekki hefur enn verið upplýst,“ segir Óskar Þór Halldórsson, höfundur nýrrar bókar um akureyrarveikina. Sýni sem nýlega komu í leitirnar á Landspítalanum eru talin geta varpað ljósi á orsakir akureyrarveikinnar. Það gæti gagnast við rannsóknir á langvarandi eftirköstum kórónuveirunnar en mikil líkindi þykja með einkennum þessara sjúkdóma. Með nútímatækni og þekkingu verði vonandi hægt að varpa ljósi á orsakir akureyrarveikinnar Við eftirgrennslan hans kom í ljós að á Landspítalanum hafa varðveist nokkur sýni, sem varðveist hafa allt fram á þennan dag. Sýni sem lengi hefur verið leitað að. „Það er náttúrulega von okkar allra að með nútímatækni og þekkingu í læknisfræði þá getum við komist að því hvað var þarna á seyði. Það var allt reynt með þeirri þekkingu sem var á þeim tíma, fyrir þessum rúmlega 75 árum,“ segir Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir. Fundur sýnanna þykir mikilvægur fyrir rannsóknir á langvarandi eftirköstum covid Mikil líkindi þykja með sjúkdómseinkennum akureyrarveiki og langvarandi eftirköstum covid. Kristín segir það því mikilvægt, fyrir rannsóknir á þeim veikindum, ef tekst að upplýsa um ástæður akureyrarveikinnar. „Ég held að þetta sé einn liður í því púsli, já. Og akureyrarveikin, sem er svolítið fræg í útlöndum, var fyrsta lýsing á ME í heiminum í ritrýndu tímariti. Og long-Covid virðist falla að því.“ „Ég er ótrúlega glöð að þau séu komin í leitirnar“ Og hún væntir þess að vísindamenn víða um heim, sem lengi hafa sýnt akureyrarveikinni áhuga, komi nú til samtarfs við rannsóknir sem fram undan eru á sýnunum. „En ég bara fann þau ekki. Leitaði þó nokkuð, í nokkur ár, og ég er ótrúlega glöð að þau séu komin í leitirnar. Loksins!“
Íslenski framherjinn Brynjólfur Willumsson er að byrja tímabilið frábærlega með Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Selfyssingurinn Haukur Þrastarson fer afar vel af stað með þýska handboltaliðinu Rhein-Neckar Löwen en liðið sigraði Melsungen, 29:27, í 1. umferð efstu deildarinnar í kvöld.
Tryggja velti hátt í 700 milljónum í fyrra og nam hagnaður 39 milljónum króna en félagið greiddi 138 milljónir í arð.
Það er óvissa um framtíð Ruben Amorim í stjórastólnum hjá Manchester United. Einhverjir leikmenn eru farnir að efast um stöðu hans. The Guardian fjallar um málið. United er með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðir ensku úrvalsdeildarinnar og féll úr leik úr enska deildabikarnum í vikunni á niðurlægjandi hátt, með tapi gegn D-deildarliðin Grimsby í Lesa meira
Skartgripahönnuðurinn Karólína Kristbjörg Björnsdóttir hannar öðruvísi skartgripi.
Haukur Þrastarson lék sinn fyrsta deildarleik með Rhein-Neckar Löwen í kvöld þegar Ljónin spiluðu opnunarleik sinn í þýsku bundesligunni í vetur.
It’s unusual to see Lilja Birgisdóttir outside Fischersund — the dark little house and wonderfully scented perfumery and art collective... The post A Collection Of Fleeting Moments: Lilja Birgisdóttir’s Exhibition Invites You To See The Unnoticed appeared first on The Reykjavik Grapevine .
Hópur hjólreiðamanna, sem kom til landsins á þriðjudag til þess að taka þátt í Iceland Cycling Expedition 2025, hjólaði af stað í fyrstu dagleiðina af þremur í hádeginu í dag.
Íslenska U16 ára landslið stúlkna mátti þola naumt tap fyrir Grikklandi, 77:75, í framlengdum lokaleik sínum í B-deild Evrópumótsins í Istanbúl í kvöld. Úrslitin þýða að Ísland endar í tíunda sæti mótsins.
Trump undirbýr nú eitt stærsta hlutafjárútboð sögunnar.
Ljósanótt í Reykjanesbæ kom í veg fyrir að Njarðvík fengi leik sínum við Keflavík í Lengjudeild karla frestað. Þessu er haldið fram í Þungavigtinni. Njarðvík á tvo leikmenn í U-19 ára landsliðinu, Freystein Inga Guðnason og Davíð Helga Arnórsson, sem hefur leik á æfingamóti í Slóveníu. Hefst það á miðvikudag og verður spilað á tæpri Lesa meira
Las nýlega viðtal við Guðríði Helgadóttur (Gurrý í garðinum). Hún hafði m.a. áhyggjur af hernaði borgarinnar gegn grænum svæðum. Það má varla skína í grænt, þá skal byggja þar blokk, sbr. þéttingaráform í Breiðholti og Grafarvogi. „Ég held við séum á rangri leið akkúrat núna og ég vona að við sjáum að okkur,“ er haft Lesa meira