Fólk veikt af fráhvörfum og geðsjúkdómum á ekki að læsa í fangaklefum

Fólk veikt af fráhvörfum og geðsjúkdómum á ekki að læsa í fangaklefum

Brýn og vaxandi þörf er á aðstöðu til afeitrunar fyrir vímuefnaneytendur á Akureyri, að mati lögreglu sem hefur undanfarin ár verið beðin að vista fólk í annarlegu ástandi í fangaklefa, þótt það hafi ekkert brotið af sér. Lögreglan á Norðurlandi eystra þarf æ oftar að hafa afskipti af fólki í annarlegu ástandi, sem má rekja til vímuefnaneyslu og geðsjúkdóma. „Þegar fólk er undir áhrifum vímuefna, segir sig sjálft að það er erfitt að gera á því geðmat“, segir Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri. Þau skilji á þann hátt afstöðu sjúkrahússins, að fólk í annarlegu ástandi eigi ekki erindi inn á almenna geðdeild. En þörf sé fyrir afeitrunaraðstöðu á Norðurlandi og öryggisgeðdeild, fyrir fólk í miklu ójafnvægi. Það sé ekki rétt að vista fólk í fangaklefum vegna skorts á aðstöðu í heilbrigðiskerfinu - eða því félagslega. Engin afeitrun er í boði á Norðurlandi og dæmi um að fólk með vímuefna- og geðvanda gisti fangaklefa. Geðdeild segist hvorki hafa aðstöðu né mannskap til að taka við fólki í annarlegu ástandi. Hafa reynt að vekja athygli á málinu í nokkur ár Lögreglustjóri sendi sjúkrahúsinu á Akureyri minnisblað vegna ástandsins í fyrra og sagðist í nokkur ár hafa reynt að vekja athygli á því. Of oft færu starfsmenn sjúkrahússins fram á að veikt fólk væri vistað í fangaklefa þegar það hefði ekki brotið af sér. Spítalinn yrði að hafa afeitrunaraðstöðu. Því þótt það sé ekki nýlunda að fólk sofi ölvun eða vímu úr sér í fangaklefum, sé það ekki staður til að takast á við alvarleg fráhvörf eða geðtruflanir. „...of algengt sé að starfsfólk Sjúkrahússins á Akureyri geri kröfu á lögreglu um að vista einstaklinga í fangageymslum þar sem þeir séu undir áhrifum vímuefna og fái því ekki þjónustu á geðdeild SAk. Þarna er oft um að ræða einstaklinga sem hafa ekkert brotið af sér og forsendur fyrir handtöku þeirra og vistun því tæplega fyrir hendi“, segir í minnisblaði frá Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra. Lögreglan segir brýnt að bæta úr aðstöðuleysi á sjúkrahúsinu. Ekki síst þar sem fyrirhuguð er stækkun á byggingunni. Jóhannes segist hafa séð málin þyngjast á þeim áratugum sem hann hefur starfað í lögreglunni. „Tilvikum þar sem fólk er í sjálfskaðahegðun hefur fjölgað. Einnig sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum. Síðan er fíkniefnavandi talsverður í landinu okkar, því miður og þetta hangir nú svolítið saman“, segir Jóhannes. Hvergi fráhvarfsmeðferð á sjúkrahúsi á landsbyggðinni Einu fráhvarfsmeðferðirnar á landinu eru á sjúkrahúsinu Vogi og á Landspítala. Það heyrir til tíðinda þegar ekki er langur biðlisti á Vog og erfitt getur verið að flytja bráðveikt fólk svo langan veg. Heilsugæslustöðvar geta þó einnig aðstoðað fólk í fráhvörfum, í einhverjum tilvikum. Yfirlæknir geðdeildar SAk tekur undir að málaflokkurinn hafi þyngst með árunum. Á meðan hafi staðan á sjúkrahúsinu lítið breyst, það hafi hvorki mannskap né aðstöðu til að taka við mjög órólegu eða árásargjörnu fólki. Taka á móti fólki „þegar ástand hefur róast“ „Ég held ég geti fullyrt að í þeim tilfellum, þar sem þessir einstaklingar vistast tímabundið í fangaklefa hjá lögreglunni, þá bjóðum alltaf upp á það um leið og ástand róast að þá geti þeir komið og verið metnir á bráðamóttökunni hjá okkur“, segir Árni Jóhannesson, yfirgeðlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Lögreglan og sjúkrahúsið hafa aukið samvinnu eftir að úrræðaleysi var gagnrýnt í sérstöku eftirliti með frelsissviptum á vegum Umboðsmanns Alþingis. Kerfið hafi þó ekki haldið í við vaxandi vímuefnaneyslu um allt land. „Ég hugsa svo sem það sé full þörf fyrir stað sem getur fengist við bráðan vímuefnavanda á landsbyggðinni líka. Þannig já ég held það sé full þörf á því“, segir Árni.

Ráðherra vill útrýma launaþjófnaði

Ráðherra vill útrýma launaþjófnaði

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, vill útrýma launaþjófnaði með öllu. Hún bindur miklar vonir við niðurstöðu nefndar síðar á þessu ári um að stór skref verði stigin til þess að sporna gegn ólíðandi brotastarfsemi á vinnumarkaði. Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi forseti ASÍ, ræddi launaþjófnað og brotastarfsemi á vinnumarkaði við félags- og húsnæðismálaráðherra á Alþingi í dag. Hann þekki af fyrri störfum að íslenskur vinnumarkaður sé mjög umfangsmikill og að stefnumörkun í atvinnulífi sé takmörkuð. Í ræðustól spurði hann hvernig ráðherra hygðist tryggja að brot á réttindum launafólks, þar með talinn launaþjófnaður, hafi raunverulegar afleiðingar fyrir atvinnurekendur. Þá spurði hann einnig hvort þörf væri á að styrkja lagaumgjörðina til að sporna gegn skipulögðu vinnumansali og launaþjófnaði. Aðgerðaáætlun fyrir árslok Ráðherra sagði heilbrigðan vinnumarkað vera hornstein íslensks samfélags og það væri allra hagur að sporna gegn launaþjófnaði og slíkri brotastarfsemi. Dæmin sýndu þó annað eins og fram hefði komið í fréttum í málefnum Wok-on og snyrtistofa sem hefði verið áfellisdómur fyrir íslenskt samfélag. Stjórnvöldum bæri skylda að standa vörð um að launafólk væri ekki hlunnfarið. Að störfum væri nefnd ráðherra og aðila vinnumarkaðarins sem ætti að skila af sér aðgerðaáætlun fyrir árslok. Hún vænti þess að nefndin muni stíga stór skref í baráttunni gegn brotastarfsemi. „Ég vænti þess að aðgerðir nefndarinnar muni ná að stíga stór skref, risastór skref í baráttunni gegn brotastarfsemi sem skal þó útrýmt með öllu og okkar allra markmið“ Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að sporna verði gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði. Þingmaður Samfylkingarinnar spurði ráðherra hvernig hún hygðist tryggja að launaþjófnaður hefði raunverulegar afleiðingar fyrir atvinnurekendur.

Bankarnir og þjáningin

Bankarnir og þjáningin

Fátt er farsælla og meira gefandi en að greiða hæstu vexti sem þekkjast í veröldinni til íslenskra banka og annarra fjármálastofnana enda er það einskonar trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur eða fyrirtæki séu sannir Íslendingar sem fórna öllu til fyrir land og þjóð.

Bjó til gervifót úr plaströri

Bjó til gervifót úr plaströri

Ratib Mahmoud Abu Kulayk missti foreldra sína í loftárás Ísraelshers á Gaza. Hann særðist alvarlega og á endanum var annar fóturinn tekinn af honum. Þó að búið sé að semja um vopnahlé á Gaza glíma margir íbúar við afleiðingar tveggja ára af stríðsátökum. Aflimunum fjölgaði mikið eftir því sem Ísraelsher setti aukinn þunga í árásir á þéttbýla staði og íbúðarhús. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Hamas eru aflimanir orðnar rúmlega fjögur þúsund og sjö hundruð, flestar á börnum og eldri borgurum. Ratib var staðráðinn í að leysa vanda sinn og þrátt fyrir að hafa misst fótinn og sársaukann sem því fylgir tókst honum að smíða gervifót úr plaströri.

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Hin áhrifamikla og umdeilda Margaret Thatcher, oft kölluð Járnfrúin, var forsætisráðherra Bretlands á árunum 1979-1980. Hún lést árið 2013 en hefði orðið hundrað ára síðastliðinn mánudag hefði hún lifað. Stuðningsmenn hennar og aðdáendur, meðal annars á Íslandi, hafa af því tilefni mært hana mjög en eitt helsta umræðuefnið í breskum fjölmiðlum í dag hefur hins Lesa meira

Miðasalan fer af stað á morgun

Miðasalan fer af stað á morgun

Miðasala á leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Norður-Írlandi hefst á morgun kl. 12:00 á miðasöluvef KSÍ. Um er að ræða seinni leik liðanna í umspili Þjóðadeildarinnar. Liðin mætast föstudaginn 24. október í fyrri leik liðanna í Ballymena á Norður-Írlandi. Leikurinn á Laugardalsvelli fer fram þriðjudaginn 28. október og hefst hann kl. 18:00. Miðaverð Verðsvæði 1 (Aðalstúka) Lesa meira