Solskjær líklegur til að taka við spennandi starfi

Solskjær líklegur til að taka við spennandi starfi

Fyrrverandi stjóri Manchester United Ole Gunnar Solskjær gæti verið á leið aftur í stjórastarf en hann er nú orðaður við stórlið Rangers í Skotlandi. Það eru liðin nær fjögur ár síðan United ákvað að láta Solskjær fara frá félaginu. Hann tók sér þá langt hlé frá þjálfun áður en hann tók við tyrkneska félaginu Besiktas Lesa meira

Bæjarstjóri ósáttur við skoðanakönnun um Þjóðkirkjuna – „Þetta er áhyggjuefni“

Bæjarstjóri ósáttur við skoðanakönnun um Þjóðkirkjuna – „Þetta er áhyggjuefni“

Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðis og fyrrverandi biskupsritari, gagnrýnir skoðanakönnun Prósents um aðskilnað ríkis og kirkju þar sem kom fram að meirihluti væri hlynntur honum. Segir hann kirkjuna þegar vera sjálfstæða og að hún njóti ekki alltaf sannmælis í umræðunni. Samkvæmt könnuninni eru 52 prósent hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, 27 hvorki né en aðeins 21 Lesa meira

„Jákvæðast í þessu er að verksmiðjan hafi verið alveg mannlaus“

„Jákvæðast í þessu er að verksmiðjan hafi verið alveg mannlaus“

Eldsins varð vart upp úr klukkan átta. Slökkvilið Fjallabyggðar, Dalvíkur og Akureyrar barðist við eldinn fram undir morgun og verður vettvangur áfram vaktaður fram eftir degi. Aðalsteinn Júlíusson, fulltrúi rannsóknardeildar lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir svæðið áfram vaktað í dag. Verið sé að tryggja vettvang með tilliti til veðurs með því að koma í veg fyrir foktjón. Var erlendis þegar tíðindin bárust Framkvæmdastjóri Primex, Vigfús Fannar Rúnarsson, var erlendis þegar honum bárust fregnir af brunanum í gærkvöldi. Hann kom til landsins í morgun og var á leið á Siglufjörð þegar fréttastofa náði tali af honum. Fyrirtækið hefur enn engar upplýsingar fengið um umfang tjónsins. Starfsmenn bíða þess enn að fá að koma á staðinn og meta stöðuna. Tilfinningin er náttúrlega ekki góð en þetta er bara eitthvað sem við þurfum að bíða og sjá með. Bara partur af slökkvistarfi að klára að slökkva eldinn og svo þarf að skoða vettvanginn. Hann segir mikilvægt að slökkvilið fái allan þann vinnufrið sem þarf svo hægt sé að tryggja öryggi á staðnum. Mestu máli skipti að engin slys hafi orðið á fólki. „Það sem er jákvæðast í þessu er að verksmiðjan hafi verið alveg mannlaus þegar eldurinn kemur upp.“

Eldur kviknaði í fötum á nytjamarkaði

Eldur kviknaði í fötum á nytjamarkaði

Eldur kom upp í nytjamarkaði á Selfossi laust fyrir hádegi. Þegar slökkvilið bar að garði hafði starfsfólk markaðarins þegar slökkt eldinn með slökkvitæki segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri brunavarna Árnessýslu. Ekki er vitað um eldsupptök en hann kviknaði í fötum inni í versluninni. Slökkviliðið er enn á staðnum að tryggja vettvang og reykræsta. Frá SelfossiRÚV / Ragnar Visage

Afkomu bænda er teflt í tvísýnu

Afkomu bænda er teflt í tvísýnu

Lýst er þungum áhyggjum af afkomu íslenskra bænda og fæðuöryggi í bókun sem sveitarstjórn Borgarbyggðar gerði í síðustu viku. Þar er vísað til þeirra draga að breytingum á búvörulögum sem atvinnuvegaráðherra hefur kynnt. Þar er lagt til að fella út breytingar sem gerðar voru á búvörulögum í fyrra og lutu að heimild afurðastöðva til að sameinast eða semja um verkaskiptingu.

Þjóðbúningar og sólskin í leiðsögn um Forboðnu borgina

Þjóðbúningar og sólskin í leiðsögn um Forboðnu borgina

Halla Tómasdóttir forseti Íslands átti um hálftíma langan fund í morgun með Xi Jingping forseta Kína þar sem farið var yfir helstu áskoranir í alþjóðamálum auk þess sem samskipti ríkjanna tveggja voru rædd. Forseti Íslands lagði í máli sínu áherslu á lykilatriði í utanríkisstefnu Íslands, þar á meðal stuðning þjóðarinnar við Úkraínu og mikilvægi þess að friður kæmist á í Gaza og að unnið yrði að tveggja ríkja lausn sem tryggði sjálfstæði Palestínu, að því er fram kemur á heimasíðu forsetaembættisins. Fundurinn í Höll alþýðunnar var hálftíma langur. Þorbjörg Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sat einnig fundinn fyrir hönd Íslands, ásamt Þóri Ibsen sendiherra og fjórum íslenskum embættismönnum. Athygli vakti að íslenska sendinefndin væri, að Þóri frátöldum, eingöngu skipuð konum. Í spilaranum hér að neðan má sjá svipmyndir frá fundinum og brot úr ávarpi Höllu til kínverska starfsbróður síns. Halla Tómasdóttir forseti Íslands átti fund með Xi Jingping forseta Kína í Höll alþýðunnar í Beijing í morgun. Þaðan lá leiðin í Forboðnu borgina. Hér má sjá svipmyndir frá öðrum degi opinberrar heimsóknar Höllu í Kína. Eftir fundinn með Xi Jinping lá leið Höllu Tómasdóttur í Forboðnu borgina þar sem hún fékk leiðsögn um staðinn. Forboðna borgin er nafnið á keisarahöllinni í miðri Bejing-borg en þar voru heimkynni keisara í um 500 ár, allt fram til ársins 1912. Forboðna borgin er á heimsminjaskrá UNESCO. Halla kom þangað í fyrsta sinn og sagði gaman að fá að heimsækja þennan sögufræga stað. Þá lék veðrið við forsetann sem sagði sólskinið og hitann hafa komið á óvart, hún hafi ekki búist við ferð til Kína og auka sumardegi í afmælisgjöf. Halla átti afmæli 11. október. Í stuttu viðtali við Björn Malmquist sagði Halla það sömuleiðis ánægjulegt að sjá hversu margar ungar konur klæddust þjóðbúningum þar í borg. Það væri sama þróun og heima á Íslandi þar sem sífellt fleiri ungar konur klæðist þjóðbúningum. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan en lengra viðtal við Höllu um fundinn með forseta Kína birtist á vefnum okkar síðar í dag og í kvöldfréttum klukkan 19. Hér að neðan má svo sjá nokkrar ljósmyndir frá heimsókn forsetans í Forboðnu borgina.

Hreppsnefnd Tjörneshrepps afþakkaði tæplega 250 milljón króna framlag – „Svona hátt framlag sé fáránlegt“

Hreppsnefnd Tjörneshrepps afþakkaði tæplega 250 milljón króna framlag – „Svona hátt framlag sé fáránlegt“

Hreppsnefnd Tjörneshrepps hefur samþykkt að afþakka 248 milljón króna framlag úr Jöfnunarsjóði. Í tilkynningu hreppsins segir að nýlega hafi borist bréf frá Jöfnunarsjóði um sérstakt fólksfækkunarframlag. Upphæðin átti að vera 248 milljón krónur. „Tjörneshreppur hafði ekki óskað eftir slíku framlagi og kom þetta verulega á óvart,“ segir í tilkynningu hreppsins. Íbúafjöldi hafi verið stöðugur síðustu Lesa meira