Standist ekki sögu­skoðun að tengja upp­sagnirnar við veiðigjöldin

Standist ekki sögu­skoðun að tengja upp­sagnirnar við veiðigjöldin

Fjármálaráðherra segir fullyrðingar forsvarsmanna sjávarútvegsins um að uppsagnir fimmtíu starfsmanna hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum megi rekja með beinum hætti til hækkunar veiðigjalda séu úr takti við þróun í geiranum undanfarin ár, hagræðing hafi alltaf fylgt sjávarútvegi. Það séu hinsvegar aldrei góðar fréttir þegar stórir hópar missi vinnuna, ríkisstjórnin muni fylgjast með stöðunni.

Haraldur um Golfstrauminn – Segir framreiknuð gildi stjórnvalda í loftslagsmálum skáldskap og „pólitískan draum“

Haraldur um Golfstrauminn – Segir framreiknuð gildi stjórnvalda í loftslagsmálum skáldskap og „pólitískan draum“

Haraldur Sigurðsson, prófessor emerítus í jarð- og jarðefnafræði, segir stjórnvöld hafa stungið höfðinu í sandinn varðandi hættuna af því að Golfstraumurinn hverfi. Framreiknuð gildi losunar séu ekkert annað en pólitískur draumur. „Það tekur tíu ár áður en almenningur byrjar að hlusta, en taka yfirvöld þá nokkuð við sér?“ segir Haraldur í færslu á samfélagsmiðlum. Tilefnið eru nýlegar fréttir um ógnina Lesa meira

„Það var löng nótt hjá flestum strákunum“

„Það var löng nótt hjá flestum strákunum“

Leikurinn gegn Póllandi kláraðist seint í gærkvöldi og nóttin hjá leikmönnum var erfið eftir því. „Það var löng nótt hjá flestum strákunum. Svo vöknuðum við í morgun og hittumst í morgunmat og fórum að djóka hver í öðrum og bara áfram með lífið sko,“ sagði Jón í viðtali í morgun. Hann segir íslenska liðið hafa sýnt að það eigi heima á þessu sviði. Næst er að mæta Slóveníu sem hefur verið upp og ofan á mótinu. Þeir hafa þó súperstjörnuna Luka Doncic innan sinna raða. „Þeir eru bara á svipuðum stað og við og við þurfum bara að fókusa á að stoppa einn besta körfuboltamann í heiminum og þá er allt opið.“ En hvernig stoppar maður einn besta leikmann í heimi? „Við þurfum að gera þetta erfitt fyrir honum, reyna að þreyta hann og þá kannski verða skotin styttri í endann.“

Hrifinn af nýliðum sem þingflokksformönnum: „Ekki einhverjir gamlir karlar sem hafa sjálfir reynslu af málþófum“

Hrifinn af nýliðum sem þingflokksformönnum: „Ekki einhverjir gamlir karlar sem hafa sjálfir reynslu af málþófum“

Stöðvun málþófs um veiðigjöld á Alþingi í vor hefur áhrif á þingstörf í haust að mati Ólafs Þ. Harðarsonar stjórnmálaprófessors. Hann segir Ólaf Adolfsson, nýjan þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, tala skýrt út um það að íslenska þjóðin sé þreytt á málþófi og sætti sig ekki við þannig vinnubrögð. „Hann lagði áherslu á ný vinnubrögð, að reyna að ná sátt við meirihlutann um framgang mála. Það þýðir auðvitað ekki að Sjálfstæðisflokkurinn ætli ekki að vera í harðri stjórnarandstöðu og það er enginn sem er að biðja um sátt í þinginu um þingstörfin. Það er enginn að biðja um að menn séu sammála um allt í pólitík. Auðvitað eiga menn að vera ósammála í pólitík,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson í Morgunútvarpinu á Rás 2. Ef stuðla á að framförum í störfum þingsins væri best að skipa nýliða sem þingflokksformenn í stað gamalla karla sem hafa sjálfir reynslu af málþófum, að mati stjórnmálafræðiprófessors. „Allt, allt annar tónn“ Stjórnmálafræðiprófessorinn Ólafur segir þingflokksformanninn Ólaf boða breytingar á vinnubrögðum í störfum þingsins. „Þarna var sleginn allt, allt annar tónn heldur en maður heyrði frá Sjálfstæðisflokknum á síðasta þingi og þetta gefur manni kannski von um það að í staðinn fyrir að eins og ýmsir héldu að þetta nýja þing myndi einkennast fyrst og fremst að hörðum átökum og að stjórnarandstaðan reyndi að lama þingið og vera fyrir í öllum málum, þá sé Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn til þess að vinna að því að þingstörfin fari fram með skaplegum hætti eins og gerist hér í nágrannalöndum.“ Ólafur er hrifinn af þeirri þróun að nýliðar á þingi gegni formennsku þingflokka, rétt eins og í Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingunni og Flokki fólksins. „Kannski væri það nú bara best ef það ætti að stuðla að einhverjum verulegum framförum í störfum þingsins að það væru nýliðar sem færu í það verk, ekki einhverjir gamlir karlar sem hafa sjálfir reynslu af málþófum og þegar það er talað um málþóf fara þeir gjarnan að segja hetjusögur af sjálfum sér.“

Breytt örorkukerfi snertir 30 þúsund manns

Breytt örorkukerfi snertir 30 þúsund manns

Breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfinu sem snerta hátt í 30 þúsund manns taka gildi í dag og voru kynntar í Grósku fyrir hádegi. Flestir fá hærri greiðslur í nýja kerfinu. Tryggingastofnun greiddi 1200 milljónum meira í örorku- og endurhæfingalífeyrisþega í dag en um síðustu mánaðarmót, að því er segir í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu. Alþingi samþykkti lög um endurskoðun á kerfinu í júní 2024 og hefur undirbúningur staðið síðan. Í breytingunum er meðal annars tekið upp samþætt sérfræðimat og fallið frá læknisfræðilegu örorkumati. Í því felst að gert er heildrænt mat á lífeyrisþeganum og færni sem hann metur meðal annars sjálfur. Þá er geta viðkomandi á vinnumarkaði metin. Þá á að setja á fót samhæfingarteymi sem á að stuðla að samfellu í þjónustu fyrir fólk með flóknar þjónustuþarfir sem þurfa á fleirum en einum þjónustuaðila að halda í endurhæfingu. Hlutaörorkulífeyrir er einnig nýbreytni og er ætlaður þeim sem geta verið í hlutastarfi, eða metnir með 26-50% getu til virkni á vinnumarkaði samkvæmt samþættu sérfræðimati. Frítekjumörk eru hærri en áður og fólk getur haft 350 þúsund í tekjur á mánuði án þess að greiðslur frá Tryggingastofnun lækki.

Háskólasetur Vestfjarða: Tvö stór rannsóknarverkefni hefjast í dag

Háskólasetur Vestfjarða: Tvö stór rannsóknarverkefni hefjast í dag

Í dag hefjast formlega tvö, stór rannsóknarverkefni sem Háskólasetur Vestfjarða hlaut styrki fyrir á liðnum vetri. Bæði verkefnin eru styrkt af NordForsk Sustainable Development of the Arctic sjóðnum. Dr. Matthias Kokorsch, sem fer í leyfi frá störfum fagstjóra meistaranáms í Sjávarbyggðafræði, mun leiða verkefnin sem rannsóknar- og verkefnastjóri, en hann gekk til liðs við alþjóðlegt samstarfsverkefni sem […]