
Forstjórar með hundruð milljóna í tekjur
Nokkrir forstjórar eru meðal þeirra sem rata á lista yfir 150 tekjuhæstu Íslendingana árið 2024.
Nokkrir forstjórar eru meðal þeirra sem rata á lista yfir 150 tekjuhæstu Íslendingana árið 2024.
Lögmaður 18 ára pilts, sem ákærður er fyrir peningaþvætti í Þorlákshafnarmálinu fer fram á að hann verði fundinn sýkn saka. Hann krefst að litið verði á brotið sem gáleysisbrot en ekki ásetningsbrot. Ennfremur að málskostnaður verði greiddur úr ríkissjóði Pilturinn bar við aðalmeðferð á mánudaginn að hann hefði verið hræddur við þremenningana sem ákærðir eru fyrir manndráp í málinu; þá Lúkas Geir Ingvarsson, Stefán Blackburn og Matthías Björn Erlingsson og ekki þorað öðru en að gera eins og þeir sögðu þegar þeir báðu um bankaupplýsingar hans til að geta lagt þangað inn þrjár milljónir sem þeir höfðu af Hjörleifi Hauk Guðmundssyni - sem lést eftir að hafa sætt barsmíðum og skilinn eftir í Gufunesi. Saksóknari sagði ljóst að hann hefði tekið við fénu af fúsum og frjálsum vilja, af mönnum sem honum hefði mátt vera ljóst að hefðu fé af fólki með ólögmætum hætti. „En hann hafði val og kaus og gefa upp bankaupplýsingar sínar af fúsum og frjálsum vilja. Hann hefði getað snúið sér til foreldra sinna, til lögreglu. En hann ákvað að láta til leiðast,“ sagði saksóknari. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður piltsins, sagði í ræðu sinni í munnlegum málflutningi lögmanna við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi Suðurlands í dag óyggjandi að pilturinn hefði verið sofandi þegar féð var lagt inn á reikning hans. Það lægi ljóst fyrir að hann hefði ekki vitað í hvaða tilgangi hann var beðinn um að gefa þremenningunum upp bankaupplýsingarnar. „Hann hafði beint samband við lögregluna, lét vita að hann hefði tekið á móti þessum fjármunum og síðast en ekki síst leiddi þessi snögga upplýsingagjöf til þess að lögregla endurheimti féð. Það var eingöngu vegna árvekni hans,“ sagði Vilhjálmur. Einn af okkar minnstu bræðrum Hann sagði að piltinum hefði verið hótað heimsóknum þremenninganna léti hann ekki að vilja þeirra. „Þegar við horfum í baksýnisspegilinn hljótum við að velta fyrir okkur hvort ákærði hafi ekki með réttu mátt hafa áhyggjur af heilsu sinni og velferð og fjölsyldu sinna,“ spurði Vilhjálmur. Síðan svaraði hann eigin spurningu: „Já, já, já og aftur já.“ Vilhjálmur sagði að pilturinn væri einn af okkar minnstu bræðrum. Hann væri með ýmsar greiningar, asperger, ADHD, hann ætti erfitt með að mynda vinasambönd og legði sig í líma við að gera öðru fólki til hæfis. Hann vísaði í skýrslur sálfræðings þessu til stuðnings. „Allt þetta gerði það að verkum að ákærði varð útsettari fyrir að það væri pönkast á honum og hann léti undan vegna stöðu sinna og haga og vegna þeirra greininga sem hann er með.“ Vilhjálmur sagði í ræðu sinni að umbjóðanda sínum hefði ekki verið getað verið kunnugt um hvaða meðferð Hjörleifur heitinn sætti kvöldið 10. mars þegar hann var sviptur frelsi við heimili sitt í Þorlákshöfn.
Kobbie Mainoo fær ekki að fara frá Manchester United í þessum glugga. Ruben Amorim stjóri liðsins staðfesti það í dag. Miðjumaðurinn ungi er ósáttur við spiltíma sinn í upphafi tímabils, en hann hefur ekki verið í stóru hlutverki síðan Amorim tók við. Mainoo er sagður hafa beðið um að fá að fara annað á láni Lesa meira
Lettland vann sinn fyrsta sigur á EM karla í körfubolta í dag er liðið sigraði Eistland, 72:70, í A-riðli, sem er leikinn í Ríga í Lettlandi.
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur gengið frá kaupunum á hollenska vængmanninum Xavi Simons frá þýska félaginu Red Bull Leipzig.
Enska knattspyrnufélagið Leicester City hefur rekið Amandine Miquel frá störfum rúmri viku áður en nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni hefst.
Elimar Hauksson, verjandi tvítugrar konu sem ákærð er fyrir hlutdeild í Gufunesmálinu, sagði aðild hennar að málinu einungis hafa verið að hringja símtal. Hún hafi ekki vitað í hvað stefndi.
Iceland’s best-selling alt-folk band creates masterful pop tune with local influence What does a band do with world fame and... The post Single Review: Of Monsters And Men’s Ordinary Creature Has Extraordinary Appeal appeared first on The Reykjavik Grapevine .
Requests for assistance from Icelandic police in investigations abroad are common in cases where Icelandic servers are used to host illegal activities.
Axarrækja er af ætt rækja Caridea. Hún er ljós rauðleit að lit með gulum doppum. Á höfuðbol eru tvær gaddaraðir fyrir ofan augun, höfuðbolurinn er hár og kjöllaga með gadda sem vísa fram á við, spjót endar smátennt og beinist fram og upp. Annað fótapar hefur 7 liði (Squires, 1990). Heildarlengd hennar getur orðið allt […]
Brynjar Sigurgeir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir það sorglegt og ömurlegt að fyrirtækið þurfi að loka Leo Seafood og segja upp starfsmönnum vinnslunnar. Fyrirtækið hafi þurft að grípa til aðgerðanna til að halda áfram rekstri og stuðla að góðu atvinnulífi í Vestmannaeyjum. Hann útilokar ekki að hluti aflans, sem unnin hefur verið í Leo Seafood, kunni í framtíðinni að vera unninn í vinnslu fyrirtækisins í Portúgal. Fimmtíu starfsmönnum Vinnslustöðvarinnar í vinnslu Leo Seafood í Vestmannaeyjum hefur verið sagt upp störfum. Í yfirlýsingu frá Vinnslustöðinni segir að endurskoða hafi þurft reksturinn vegna hækkunar veiðigjalda sem samþykkt var á Alþingi í sumar. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, segir mörgum spurningum enn ósvarað. Það er einkum hvort aflinn sem unninn hefur verið í Leo Seafood verði áfram unninn í Eyjum og hvort starfsfólk Leo Seafood verði mögulega endurráðið í störf í saltfiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar. „Við þurfum að borga skuldir og við þurfum að halda fyrirtækinu gangandi“ Hjá Vinnslustöðinni starfa liðlega 420 manns. Gróflega áætlað eru þar af um 330 í Vestmannaeyjum en um tvö hundruð þeirra starfa í landi. Miðað við það hefur um fjórðungi starfsmanna Vinnslustöðvarinnar sem starfa í landi í Eyjum verið sagt upp. Brynjar segir alla möguleika verða skoðaða til að hjálpa þeim sem sagt er upp að finna sér nýja atvinnu. Meðal annars verði skoðað hvort hægt sé að flytja hluta þeirra til saltfiskvinnslu fyrirtækisins í Eyjum. Fyrirtækið taki áhættu á að glata þekkingunni og reynslunni sem fráfarandi starfsmenn, sem lengi hafa starfað hjá fyrirtækinu, búi yfir. „En þetta er okkur falið. Það er verið að leggja á okkur 850 milljónir í veiðigjöld og einhvern veginn verðum við að ná vopnum okkar í því að spara. Við þurfum að borga skuldir og við þurfum að halda fyrirtækinu gangandi og það er engin launung í því að við keyptum Ós og Leo Seafood fyrir um það bil þremur árum. Þá jukust skuldir félagsins talsvert. Við höfðum ekki áhyggjur af því, ætluðum að keyra félögin áfram og gerðum ráð fyrir því að reka bæði Leo Seafood og halda útgerð togarans áfram,“ segir Brynjar í samtali við fréttastofu. „Við getum ekki látið félagið fljóta sofandi að feigðarósi“ Brynjar segir aðstandendur Vinnslustöðvarinnar hafa reiknað út hver áhrif hækkun veiðigjalda á fyrirtækið yrðu. Bæði hafi verið reiknað út hve mikil hækkun væri í vændum og hvaða hagræðingaraðgerð myndi leiða til mests sparnaðar. „Hún fólst í því að leggja af starfsemina í Leo Seafood. Aðalsparnaðurinn felst í lækkun launakostnaðar. Við segjum að þetta séu 400 hundruð milljónir en þetta eru á bilinu 350 til 500 milljónir og við þurfum að skoða aðra möguleika – við náum aldrei 850 milljónum. Eitthvað af þessum fjármunum lendir á Vinnslustöðinni en við getum ekki látið félagið fljóta sofandi að feigðarósi. Þetta er bara sorgleg stund og ömurleg,“ segir Brynjar. Hann segir félagið verða að grípa til frekari aðgerða og ná vopnum sínum, svo það geti staðið í skilum og verið undirstaða atvinnu í Vestmannaeyjum. Frekari aðgerðir felist þó ekki í fjöldauppsögnum og allir möguleikar verði teknir til skoðunar. Forseti bæjarstjórnar vonar að hægt verði að endurráða starfsfólkið Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, segir Vinnslustöðina hafa gert bæjarstjórn viðvart um að uppsagnir væru í aðsigi í gær. Hann segir lokun Leo Seafood vera slæm tíðindi, einkum og sér í lagi fyrir það fólk sem um ræðir og fjölskyldur þess. „Það er hins vegar mörgum spurningum varðandi þetta mál ósvarað og það er kannski rétt að bíða með stórar ályktanir þar til það fást svör við þeim. Kannski aðallega þeirri spurningu hvort að það sé ekki örugglega tryggt að þessi afli sem hér um ræðir, og hefur hingað til verið unninn í Leo Seafood, verði áfram unninn í Vestmannaeyjum. Hvort að Vinnslustöðin sé ekki fyrst og fremst að leita eftir þeirri hagræðingu sem hugsanlega fælist í því að vera með alla bolfiskvinnsluna á einum stað en ekki á tveimur,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Það verði að svara þeirri spurningu hvort Vinnslustöðin sé ekki fyrst og fremst að leitast eftir þeirri hagræðingu sem felist í því að vera með alla bolfiskvinnsluna á einum stað en ekki tveimur. „Ef sú er raunin, sem við auðvitað treystum, að þessi afli verði áfram unninn í Vestmannaeyjum þá geri ég náttúrulega ráð fyrir því að það þurfi fólk til að vinna hann og hugsanlega verði þá fólkið endurráðið í stöður hjá Vinnslustöðinni því varla ætla þeir með þennan afla til vinnslu annars staðar í Vestmannaeyjum. Ég trúi því ekki. Hluti fisksins sem unninn hefur verið í Eyjum kann að rata í vinnslu í Portúgal Brynjar segir að hluti fisksins sem unninn hefur verið í vinnslu Leo Seafood komi til söltunar í saltfiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar. Umtalsvert magn muni líka fara á fiskmarkað. Vinnslustöðin á fyrirtæki í Portúgal sem þurrkar saltfisk og Brynjar segir mögulegt að hluti fisksins rati í þá vinnslu. „Við höfum þá bara með hefðbundnum hætti saltað fiskinn hérna og gert þetta eins og vaninn var. Síðan er það þannig að fiskurinn hefur verið fluttur út, eins og venja hefur verið, og þurrkaður þar – þar sem við höfum tengsl við veitingahús og stórmarkaði og erum að vinna með þeim. Auðvitað munum við skoða þann feril,“ segir Brynjar. Brynjar segir fyrirtækið hafa prófað að vinna fisk í Portúgal en það hafi ekki skilað sömu gæðum. „Fiskur hér heima er saltaður þriggja eða fjögurra daga gamall, þegar hann er búinn að fara í gegnum dauðastirðnunina, og er þá ferskastur og bestur en þegar hann er kominn til Portúgal er hann orðinn fjórtán dögum eldri. Það er auðvitað þannig að sá fiskur er ekki jafngóður og sá sem er unninn hérna á Íslandi. En það getur vel verið að kostnaður, álögur og allt það sem að hefur áhrif á okkur í gegnum skattlagningu leiði til þess að við þurfum að færa hluta af fiskvinnslunni til útlanda eða breyta einhverju.“
Lögmaður tvítugrar stúlku, sem ákærð er fyrir aðild að frelsissviptingu og ráni í Þorlákshafnarmálinu krefst sýknu, til vara að henni verði gerð vægasta mögulega refsing. Þá krefst hann að bótakröfur í einkaréttarkröfu verði lækkaðar og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. Stúlkan hringdi í Hjörleif Hauk Guðmundsson heitinn, karlmann á sjötugsaldri og lokkaði hann út af heimili sínu í Þorlákshöfn og í bíl þar sem fyrir voru Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson, sem ákærðir eru fyrir manndráp í málinu. Ákæruvaldið fer fram á að hún sæti 24 mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði óskilorðsbundið. Í ræðu Karls Inga Vilbergssonar, saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara í morgun þar sem hann útskýrði forsendurnar á bak við þessa kröfu sagði hann að hún hefði átt að vita að til stóð að hafa fé af Hjörleifi með ólögmætum hætti og að hann yrði líklega beittur harðræði af einhverju tagi. „Hún veit alveg út á hvað leikurinn gengur,“ sagði saksóknari. Háttsemi hennar fælist í hlutdeildarbroti. Elimar Hauksson lögmaður stúlkunnar sagði í ræðu sinni við aðalmeðferð málsins í dag að gögn staðfesti að hún hafi aldrei átt samskipti við Hjörleif heitinn á Snapchat, á fölsuðum aðgangi þar sem Lúkas Geir hafði stofnað undir nafninu Birta Sig. Hennar einu samskipti við Hjörleif hafi verið símleiðis. Framburður studdur framburði annarra Elimar sagði að framburður stúlkunnar sé studdur framburði annarra sakborninga, einkum þeirra Lúkasar Geirs og Stefáns. Þá styðji frumgögn málsins við framburð hennar. Elimar sagði að hún hefði haft takmarkaða vitneskju um það sem til stóð, hún hafi ekki vitað að hann yrði frelsissviptur og beittur ofbeldi. „Hún hélt að til stæði að afhjúpa kynferðisleg samskipti hins látna við börn,“ sagði Elimar sem benti á að hún hefði ekki verið á staðnum þegar Hjörleifur var frelsissviptur. „Það er ekkert sem bendir til að henni hafi verið það ljóst, eða hún hafi látið það sér í léttu rúmi liggja.“ „Verði hún fundin sek verði brot hennar metin smávægileg og dæma refsingu hennar lægri en refsing við brotum þeim sem hún er ákærð fyrir kveður á um,“ sagði verjandinn Elimar í lokin.
N’Golo Kanté gæti verið á leið aftur til Evrópu, eftir að Al Ittihad í Sádi-Arabíu gaf grænt ljós á brottför hans. 34 ára gamli miðjumaðurinn verður ekki áfram hjá félaginu næsta tímabil í Saudi Pro League, og samkvæmt frönskum miðlum hafa áhugasamir aðilar þegar haft samband. Samkvæmt frétt L’Équipe hefur Kanté verið boðinn tveimur félögum Lesa meira
Trent Alexander-Arnold er á meðal þeirra sem ekki urðu fyrir valinu í nýjasta landsliðshópi Thomas Tuchel, þjálfara enska landsliðins í fótbolta.
Sóley Dröfn Davíðsdóttir, yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina, veltir því upp hvort félagsfælnifaraldur sé í uppsiglingu hér á landi. Þessari spurningu varpar Sóley fram í aðsendri grein á vef Vísis í dag. Í grein sinni segir Sóley að áætlað sé að einn af hverjum tíu þjáist af félagsfælni hér á landi, eða um 40 þúsund manns gróflega Lesa meira
Ísfélagið í Vestmannaeyjum tapaði milljarði króna á fyrri helmingi ársins, helst vegna veikingar Bandaríkjadals, uppgjörsmynt félagsins. Forstjórinn segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af viðhorfi valdhafanna til sjávarútvegs. Greinilegt sé að þeir kæri sig kollótta um verri samkeppnisstöðu greinarinnar.