Breytt gjaldskrá og styttri dvalartími á leikskólum gott fyrir láglaunafólk

Breytt gjaldskrá og styttri dvalartími á leikskólum gott fyrir láglaunafólk

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að breytingar á gjaldskrá í leikskólum borgarinnar og stytting dvalartíma barna komi öllu láglauna- og verkafólki vel, standi Reykjavíkurborg rétt að tekjutengingu þeirra. Sólveig Anna heimsótti í morgun leikskólann Nóaborg, sinn gamla vinnustað, en heimsóknir á leikskóla borgarinnar eru hluti af samráðsferli við ófaglært starfsfólk sem stendur út þessa viku. Hún segir ástandið hafa í raun verið ólíðandi á síðustu árum, og sé slæmt fyrir alla. Formaður Eflingar heimsækir leikskóla borgarinnar í dag og á morgun. Það er hluti af samráðsferli við ófaglært starfsfólk sem stendur út þessa viku. Hún segir fyrirhugaða breytingu á gjaldskrá í Reykjavík koma láglaunafólki vel. „Það fáliðunarmódel sem borgin hefur verið að reka leikskólana á, það er módel sem kemur sér sérstaklega illa fyrir verka- og láglaunafólk. Það er ekki auðvelt fyrir fólk sem er í slíkum vinnum að fá símtal með stuttum fyrirvara þar sem það þarf að koma og sækja börnin sín,“ segir Sólveig Anna. „Þannig að ég held að á endanum muni þessar breytingar líka koma sér vel fyrir það félagsfólk Eflingar sem starfar á almennum vinnumarkaði.“ Formaðurinn viðurkennir að afstaða hennar mótist af eigin reynslu sem leikskólastarfsmaður, en hins vegar hafi almennir félagsmenn Eflingar ekki sett sig í samband til að mótmæla þessum tillögum Reykjavíkurborgar. Sólveig Anna segir mikilvægt að heyra raddir Eflingarfólks, og það sé gert með samráði við þá 1200 ófaglærðu starfsmenn á leikskólum borgarinnar, með heimsóknum og könnun á vegum Eflingar. Breytingar nauðsynlegar fyrir starfsfólk en ekki síður fyrir öryggi barna Niuvis Sago Suceta, sem hefur starfað á leikskólanum Nóaborg í um tvo áratugi, segir breytingarnar nauðsynlegar, ekki síst barnanna vegna. „Mér finnst að það hefði átt að koma til breytinga fyrir löngu. Það er bara gott að fá þessar tillögur,“ segir Niuvis. „Við þurfum að fá þessar breytingar. Starfsfólksins vegna, barnanna vegna, öryggi þeirra vegna. Við þurfum bara að fá breytingar, það er bara svoleiðis.“ Niuvis segist finna fyrir stuðningi foreldra, því of mikið álag á starfsfólk komi verst niður á börnunum. Þegar starfsfólkinu líði illa, líði börnunum líka illa. Það sé þó skiljanlegt að sumir foreldrar skuli kvíða fyrir, því breytingum fylgi alltaf slíkar tilfinningar.

Staddur í myrkum heimi

Staddur í myrkum heimi

„Í skrifum sínum talar Vilhjálmur um að hann sé stöðugt að leita dýpra inn á við en hann er líka að leita út á við, út í geim,“ segir Hanna Styrmisdóttir sem stýrir sýningu á verkum Vilhjálms Bergssonar í Listasafni Reykjanesbæjar.

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal

Undankeppni HM 2026 er á fullu og nokkur lið, þar á meðal England og ríkjandi heimsmeistarar Argentínu, hafa þegar tryggt sér sæti á lokamótinu. Heimsmeistaramótið fer fram 11. júní til 19. júlí 2026 og verður haldið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Þetta verður stærsta HM frá upphafi með 48 þjóðum, sextán fleiri en áður. Drátturinn Lesa meira

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“

Raftækjaverslunin Ormsson hefur tapað máli gegn Reykjavíkurborg vegna ljósaskiltis sem ekki var leyfi fyrir. Skiltinu var skipt út fyrir flettiskilti en borgin vildi ekki sjá það. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 15. október og var Reykjavíkurborg sýknuð af öllum kröfum Ormsson hf. Árið 2023 komst málið í fjölmiðla en þá var greint Lesa meira

Klókt að hafa friðarsamkomulag eins óljóst og hægt er

Klókt að hafa friðarsamkomulag eins óljóst og hægt er

Bandaríkin leika lykilhlutverk í að vopnahléssamkomulag á Gaza haldi. Hernaðarsagnfræðingur segir að það hafi alltaf legið fyrir að vopnahléið sé brothætt en vilja Hamas og ísraelskra elskra stjórnvalda þurfi til að það haldi. Hjaðningavíg á Gaza og aðgerðir Ísraelsmanna koma ekki á óvart Ýmis merki eru um að vopnahléið á Gaza sé á viðkvæmum stað. Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir að það hafi alltaf legið fyrir að vopnahléið sé brothætt. Bæði Hamas og Ísraelsher hafa þurft að sitja á sér eftir að það tók gildi. Ísraelsher hefur gert stöku árásir á íbúa á Gaza, að því er Al Jazeera greinir frá , síðan vopnahléið hófst fyrir viku síðan. Átök hafa einnig blossað upp milli Hamas og annarra hópa Palestínumanna á svæðinu. „Það kemur ekki á óvart að það hafi verið einhverjar skærur núna, einhver hjaðningavíg inni á Gaza, þar sem er ákveðin valdabarátta. Eins aðgerðir Ísraelsmanna, að þeir hafi síðan takmarkað að einhverju leyti flutning hjálpargagna til að refsa fyrir skil á líkamsleifum. Allt þetta er tiltölulega viðkvæmt en það fer svolítið eftir vilja deiluaðilanna og síðan bandarískra aðila sem eru að þrýsta á þá.“ Hernaðarsagnfræðingur segir klókt hjá Bandaríkjaforseta að hafa friðarsamkomulag milli Hamas-samtakanna og Ísraels eins óljóst og hægt er. Bandaríkin leiki lykilhlutverk í að það haldi. Hamas-samtökin hafa afhent Ísraelum átta lík gísla sem létust í þeirra haldi, en greining á einu þeirra leiddi í ljós að það var ekki af neinum sem Hamas tók í gíslingu 7. október fyrir tveimur árum. Hamas segja líkið vera af ísraelskum hermanni. Ísraelar krefjast þess að samtökin standi við fyrirheit og afhendi lík tuttugu gísla sem voru í þeirra haldi. Háværar raddir eru í Ísrael um að Hamas hafi með þessu brotið vopnahléssamninga. Samtökin segjast hafa afhent allar líkamsleifar sem þau hafi náð til. Ísraelsk stjórnvöld afhentu síðdegis líkamsleifar 45 Palestínumanna. Friðarsamkomulag snýst um vilja Erlingur segir skilmála vopnahlésins í grunninn raunhæfa en að samkomulagið snúist um vilja. Hamas séu þó í miklu erfiðari samningsstöðu eftir að þeir létu frá sér gíslana sem enn eru á lífi. „Þeir eru búnir að láta frá sér í raun og veru sína samningsstöðu þannig að nú geta þeir verið undir einhverri pressu og ef Ísraelsmenn sjá sér hag í að hefja aftur hernað gæti það allt eins orðið, og þetta vopnahlé verið búið.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur krafist þess að Hamas afvopnist innan ákveðins tíma og ef það gerist ekki ætli hann að taka til sinna mála. Erlingur segir að hrósa megi Trump fyrir að hafa verið klókur þegar hann lagði fram friðaráætlun á Gaza. „Þessir 20 punktar voru dálítið óljósir og það var keyrt á að stoppa átökin fyrst og fremst. Þar er vissulega talað um afvopnun Hamas en þeir sendu mjög fljótt frá sér skilaboð að það væri eitthvað sem þeir gætu ekki sætt sig við og ekki sætt sig við að vera útilokaðir frá palestínskum stjórnmálum. Þannig að það held ég að hafi verið klókt af hans hálfu að taka þann slag ekki.“ Trump geri þetta til að setja þrýsting á Hamas, ekki séu til nein úrræði til að gera það eins og er. „Aftur er þetta hluti af diplómatísku samningaferli þar sem báðir aðilar eru undir ákveðnum þrýstingi en Ísrael kannski í vænlegri stöðu eftir að gíslarnir voru frelsaðir.“ Sjái Ísraelsmenn sér hag í að hefja aftur hernað á Gaza geti það allt eins orðið. „Þá getur þetta vopnahlé verið búið. Þannig að það er löng vegferð framundan líka að smíða einhvers konar stöðugleika á svæðinu, hefja uppbyggingu, koma með friðargæslulið og slíkt. Þannig að það eru öll stóru spurningarmerkin og óvíst hvort það takist.“ Algjört dauðafæri til að ná stöðugleika á svæðinu Erlendur telur líklegra að vopnahléið rofni ef Ísraelar ákveði að niðurstaðan og ferlið henti þeim ekki. „Ég hugsa að þeim líði ekkert vel með tilhugsunina um alþjóðlegt friðargæslulið og hafi engan áhuga á að leyfa palestínskt ríki á Gaza eða Vesturbakkanum, eða sameinað. Það eru mjög erfiðir þröskuldar framundan sem þarf að leysa. Til þess að það gangi þarf gríðarlega mikla pressu á Ísrael sem ég er ekki viss um að Bandaríkjaforseti sé tilbúinn að setja.“ Erlendur telur að fresta verði útfærslu á leið Palestínumanna til fullveldis og sjálfstæðs ríkis. „Það er einfaldlega of erfitt deiluefni og of mikið í milli hjá deiluaðilum hvað það varðar. Þannig að fókusinn núna ætti að vera að koma mannúðaraðstoð inn á Gaza, að teikna upp hvernig uppbygging gæti litið út og hvernig ætti að flytja fjármagn í það. Og síðan koma á alþjóðlegu friðargæsluliði, fyrst og fremst frá Arabaríkjunum, þannig að það sé hægt að koma á einhvers konar stöðugleika.“ Einnig sé mikilvægt að hafa eftirlit með báðum aðilum þannig að ef vopnahlé sé brotið þá liggi fyrir hver sé þar á bakvið. „Það held ég að geti aukið á stöðugleikann. En stóru spurningarnar, ég held að það sé langbest að fresta þeim. Þó það sé auðvitað óréttlátt fyrir palestínsku þjóðina eftir sína áratuga vegferð.“ Bandaríkin leika lykilhlutverk í framhaldinu. Erlingur segir þau spila ákveðið hlutverk í að hafa báða deiluaðila í hálfgerðri spennutreyju, þá sérstaklega Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og stjórnmálasamfélagið þar. „Og gera þeim grein fyrir því að þetta sé í raun algjört dauðafæri til að ná stöðugleika á svæðinu.“

Heimilið er ekki alltaf griðastaður aldraðra

Heimilið er ekki alltaf griðastaður aldraðra

Ofbeldi gegn öldruðum er dulið vandamál og heimilið er ekki alltaf griðastaður. Eldra fólk veigrar sér við að tilkynna ofbeldi - gerendurnir eru oftast nánustu aðstandendur. Hrottaleg ofbeldismál gagnvart öldruðu fólki sem hafa komið upp á undanförnum mánuðum urðu kveikjan að málþingi sem Landssamband eldri borgara heldur á morgun undir heitinu Ofbeldi er ógn - tryggjum öryggi eldra fólks. „Það hefur komið í ljós að þetta er aðeins brot af því sem raunveruleikinn er,“ segir Sigurður Á. Sigurðsson varaformaður Landssambands eldri borgara. Margar birtingarmyndir Ofbeldið á sér margar birtingarmyndir, segir Sigurður. Heimilisofbeldi er sú algengasta, en fjárhagslegt ofbeldi er að aukast - þar sem aldraðir eru ginntir til að láta fé af hendi eða veita aðgang að heimabanka. Og gerendurnir eru sjaldnast ókunnugir. „Það eru oftast nákomnir aðilar. Ættingjar, vinir, trúnaðarmenn og slíkt, sem eru þeim nánastir.“ Veistu til þess að mál af þessu tagi hafi ratað á borð lögreglu? „Já.“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að á hverju ári verði 16% eldra fólks fyrir einhverskonar ofbeldi. Algengara er að konur verði fyrir því en karlar, einnig einstæðingar og þeir sem eiga fáa að. „Ef við heimfærum það á Ísland erum við að tala um svona 1.000 tilfelli. En brotabrot af því kemur inn á borð lögreglu,“ segir Sigurður. Kallar eftir embætti umboðsmanns aldraðra Hann segir þörf á meiri aðstoð við aldraða í þessari stöðu. Til dæmis að setja á stofn embætti umboðsmanns aldraðra - en reglulega hefur umræða um nauðsyn þess skotið upp kollinum undanfarin ár. Er þetta falið vandamál? „Já. Mjög svo“ Afhverju? „Þolendurnir, sem er fullorðið fólk, veigrar sér við að hringja í lögreglu út af ættingja, vini, vandamanni.“ Hindra að sá aldraði fái aðstoð Starfsfólk í heimahjúkrun verður vart við ofbeldið og stígur oft inn í óboðlegar aðstæður, segir Inga Valgerður Kristinsdóttir doktor í heimahjúkrun á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Bæði það sem við köllum vanrækslu, einnig andlegt, líkamlegt ofbeldi, fjárhagslegt og kynferðislegt. Við höfum því miður upplifað allt þetta.“ Hverjir beita fólkið ofbeldi? „Það er því miður, eins og í öllu öðru ofbeldi, þá er það hans nánasti. Nánasti aðstandandi. Það geta verið börn, fullorðin börn hins aldraða og maki.“ Ein birtingarmyndin getur verið að hindra að sá aldraði njóti aðstoðar á borð við dagdvöl eða vist á hjúkrunarheimili. „Og þá grunar okkur að það sé fjárhagslegur hvati hjá aðstandanda, oft er það barn sem býr með viðkomandi og þá á sá aldraði húsnæðið og bætur koma þar heim. En ef einstaklingurinn myndi flytja, myndu þessar aðstæður breytast. Þetta er eitt af því sem við höfum orðið vitni að.“ Stundum þau einu sem fá að vita af ofbeldinu Inga segir að fólk vilji sjaldan kæra, því það sé gjarnan háð gerandanum. „Þeim finnst það mjög stórt skref. Við höfum stundum hugsað að það væri leið - sambærilegt við að tilkynna til barnaverndarnefndar.“ „Eruð þið stundum þau einu sem fórnarlambið segir frá? „Það getur alveg verið þannig.“ Talið er að um eitt þúsund aldraðir Íslendingar verði fyrir ofbeldi af einhverju tagi á hverju ári. Nánustu aðstandendur eru oftast gerendur og dæmi eru um að þeir hindri að sá aldraði flytji á hjúkrunarheimili.