Birtir tvær myndir af sér með fjögurra ára millibili – „Tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“

Birtir tvær myndir af sér með fjögurra ára millibili – „Tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“

Tónlistarkonan Greta Salóme birti tvær myndir af sér, teknar á sama stað en með fjögurra ára millibili. „Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna,“ skrifaði hún með myndunum á Instagram. Mikið hefur gerst á fjórum árum. Greta giftist eiginmanni sínum, Elvari Þór Karlssyni, í lok apríl 2023. Saman eiga þau tvo Lesa meira

Flugumferðarstjórar boða til fleiri verkfalla

Flugumferðarstjórar boða til fleiri verkfalla

Fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, sem var hjá ríkissáttasemjara í morgun, hefur verið slitið. Næsti fundur verður á fimmtudagsmorgun. Flugumferðarstjórar hafa boðað verkfall frá klukkan tíu á sunnudagskvöld til þrjú aðfaranótt mánudags. Undanþágur verða fyrir sjúkraflug og neyðarflug. Þetta verður sambærilegt aðgerðum flugumferðarstjóra árið 2023. Verkfallið verður á svokölluðu aðflugssvæði á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli og hefur áhrif á áætlunarflug á Keflavíkurflugvelli. Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins var vísað til ríkissáttasemjara í apríl. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagði eftir fundinn hjá ríkissáttasemjara að búið væri að boða til fjögurra annarra verkfalla í næstu viku; á þriðjudag, fimmtudag, föstudag og laugardag. „Þau verða á mismunandi tímum og mismunandi stöðum.“ Flugumferðarstjórar hafa verið samningslausir síðan um áramót. Arnar segir launaliðinn og launaþróunina fyrst og fremst til umræðu á fundum félagsins og samtakanna núna. „Það vantar að ná að lenda því, það er það sem þetta snýst um núna.“ Hann segir fundinn í morgun hafa verið góðan. „Samtalið er til staðar og ekkert undan því að kvarta, eins og oft áður erum við ekki sammála en þetta snýst um að komast að niðurstöðu.“