Borgin lagði Ormsson fyrir dómi í deilu um ljósaskilti

Borgin lagði Ormsson fyrir dómi í deilu um ljósaskilti

Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði í gær kröfu innflutnings- og verslunarfyrirtækisins Ormsson um að felld yrði úr gildi synjun Reykjavíkurborgar á því að gefa út byggingarleyfi vegna stórs ljósaskiltis á einum vegg hússins. Fyrirtækið hafði sett skiltið upp þar sem áður var flettiskilti og byrjað að birta auglýsingar án þess að fá útgefið byggingarleyfi. Borgin ákvað síðar að leggja dagsektir á fyrirtækið ef ekki yrði slökkt á skiltinu og neitaði að gefa út byggingarleyfi. Þetta sættu stjórnendur fyrirtækisins sig ekki við og kærðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hún synjaði kröfu fyrirtækisins. Þá fór deilan fyrir dóm sem kvað í gær upp úr um að borgin og úrskurðarnefndin hefðu farið rétt að. Ljósaskiltið vísar út að gatnamótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar. Þar ætlaði fyrirtækið að kynna vörur sínar og starfsemi fyrir hugsanlegum viðskiptavinum. Íbúar í grenndinni kvörtuðu undan stærð skiltisins og birtu frá því. Dómari sagði að ekki léki vafi á því að uppsetning ljósaskiltis væri háð byggingarleyfi en að fyrirtækið hefði sett það upp án þess að sækja um leyfi og farið að birta auglýsinga- og kynningarefni. Ormsson var áður með flettiskilti á sama vegg og ljósaskiltið. Í dóminum segir að það hafi verið um þriðjungur af stærð nýja stafræna skiltisins og því sé strax hægt að fullyrða að skiltin séu ekki sambærileg. Einnig sé munur á birtingarmöguleikum flettiskiltisins, dúkskiltis sem leysti það af hólmi og ljósaskiltisins slíkur að það orkaði mjög tvímælis að þau gætu talist sambærileg. Dómarinn sagði að hvort sem miðað væri við mælingar borgarinnar eða fyrirtækisins væri ljóst að skiltið væri nær afrein á Háaleitisbraut en kveðið sé á um í reglum. Hann sagði engin málefnaleg rök standa til þess málatilbúnaðar Ormsson að afreinin væri á einhvern hátt undanskilin þegar fjarlægð skiltisins frá umferðarmannvirkjum væri mæld. Fyrirtækið sagðist í fullum rétti þar sem byggingarfulltrúi hefði samþykkt umsókn þess um byggingarleyfi. Þar byggði félagið á því að fyrir mistök stóð í efnisheiti tölvupósts að umsóknin hefði verið samþykkt, þó að annað kæmi fram í sjálfu bréfinu. Aðeins hafði verið samþykkt að fresta því að leggja dagsektir á fyrirtækið. Þetta var leiðrétt með bréfi næsta dag. Dómari sagði að þetta væri augljós villa og engum blöðum um það að fletta að stjórnendum fyrirtækisins mætti vera ljóst af innbyrðis ósamræmi milli fyrirsagnar og texta bréfsins að þarna væri ekki búið að samþykkja umsókn um byggingaleyfi. Að auki hefði þetta strax verið leiðrétt. Málatilbúnaði Ormsson um að borgin og/eða úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefðu brotið gegn skráðum sem óskráðum málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar og stjórnsýslulaga var hafnað. Auk þess hafnaði nefndin því að það hefði áhrif ef skilti annarra stönguðust mögulega á við reglur og lög. „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað,“ sagði dómari. Dómari fann einnig að uppsetningu stefnunnar, sagði að hún væri úr hófi löng og þar bæri nokkuð rammt að endurtekningum. Hann sagði að vegna þessa og annarra atriða í stefnu hefðu varnir borgarinnar orðið yfirgripsmeiri en efni stæði til. Það hefði þó ekki komið þannig að sök að ekki væri hægt að dæma í málinu.

Varði Ís­land ó­líkt sumum öðrum

Varði Ís­land ó­líkt sumum öðrum

Við eigum það til að kalla fólk Íslandsvini af minnsta tilefni. Frægt fólk þarf varla að gera mikið meira en að millilenda á Keflavíkurflugvelli til þess að öðlast þá nafnbót. Á dögunum kom hins vegar hingað til lands einstaklingur sem á hana svo sannarlega á skilið. Daniel Hannan sem sæti á í lávarðadeild brezka þingsins. Ekki er nóg með að hann hafi komið margoft til landsins á liðnum árum og áratugum og eigi hér marga vini heldur var hann einn af örfáum erlendum stjórnmálamönnum sem komu Íslandi til varnar á ögurstundu í Icesave-deilunni og það gegn eigin stjórnvöldum.

Mynd: Opnar sig um hvers vegna hún sat fyrir nakin – Fimmtán karlmenn komu að myndatökunni

Mynd: Opnar sig um hvers vegna hún sat fyrir nakin – Fimmtán karlmenn komu að myndatökunni

Laura Schmitt, kærasta spænska landsliðsmannsins og Barcelona-stjörnunnar Dani Olmo, tók þátt í ljósmyndatöku fyrir þýska tímaritið TUSH sem hefur vakið athygli. Þessi 26 ára gamli áhrifavaldur var nefnilega nakin með vel valin blóm á sér sem huldu líkamann í myndatökunni. „Ég lá alveg nakin á settinu í sjö klukkustundir. En það var einmitt ástæðan fyrir Lesa meira

Stóri Ange lifði af landsleikjahléið en stutt er í snörunni – Dyche líklegasti arftakinn en áhugavert nafn einnig á blaði

Stóri Ange lifði af landsleikjahléið en stutt er í snörunni – Dyche líklegasti arftakinn en áhugavert nafn einnig á blaði

Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, er farinn að teikna upp lista með mögulegum arftökum Ange Postecoglou í stjórastarfið. Daily Mail fjallar um málið, en Postecoglou hefur farið hörmulega af stað í starfi og ekki unnið neinn af fyrstu sjö leikjum sínum. Marinakis kallar ekki allt ömmu sína en Ástralinn lifði þó af landsleikjahléið og fær Lesa meira

Vandinn og vitjunartíminn

Vandinn og vitjunartíminn

Aldrei í 109 ára gamalli sögu sinni hefur Framsóknarflokkurinn staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn. Hefur hann þó gengið í gegnum marga eldskírnina – en alltaf lifað af. Stórir menn og stórir sigrar hafa borið flokkinn uppi. Þrátt fyrir mikil átök hefur flokkurinn lifað af ýmis vonbrigði í kosningum.

Opinbera dánarorsök Diane Keaton

Opinbera dánarorsök Diane Keaton

Bandaríska leikkonan Diane Keaton lést þann 11. október síðastliðinn 79 ára að aldri. Nú hafa aðstandendur leikkonunnar varpað ljósi á hvað varð henni að aldurtila. Í yfirlýsingu fjölskyldunnar til bandaríska blaðsins People í gær kom fram að leikkonan hefði dáið úr lungnabólgu. „Keaton-fjölskyldan er afar þakklát fyrir þann mikla stuðning og ást sem hún hefur Lesa meira

Berum virðingu fyrir börnunum okkar

Berum virðingu fyrir börnunum okkar

Ég er faðir og fjölskyldumaður sem býr í Laugardal og á þrjú börn sem öll hafa gengið í leik- og grunnskóla í Reykjavík. Í gegnum árin hef ég séð hversu mikilvægt það er að börnin okkar séu í skólaumhverfi sem er bæði öruggt og heilbrigt. Margt hefur verið vel gert í skólamálum, og ég vil sérstaklega hrósa því starfsfólki sem hefur sinnt börnunum okkar af einlægni og alúð, bæði í leikskólum og grunnskólum. Hins vegar blasir við að það er ýmislegt sem mætti bæta þegar kemur að almennri umsýslu málaflokksins og í viðhaldi á húsnæðum borgarinnar.