Vegna málefna Vélfags og þeirra þvingunaraðgerða sem félagið sætir leitaði Morgunblaðið til utanríkisráðuneytisins. Ráðuneytið telur það ekki sitt að endurmeta ákvarðanir fjármálastofnana. Í þessu tilviki Arion banka.
Belgar eru mættir á sitt sjötta Evrópumót karla í körfubolta í röð en mæta í dag Íslandi í fyrsta skipti á þeim vettvangi. Besti árangur þeirra á þessum kafla var árið 2013 þegar þeir komust í milliriðil, samkvæmt þáverandi keppnisfyrirkomulagi.
Ólafur Adolfsson tekur við keflinu af Hildi Sverrisdóttur sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt heimildum Vísis . Hildur sagði af sér í gær sem þingflokksformaður. Hún sagði það gert til að etja ekki til átaka innan flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður flokksins, sagði í gærkvöld að hún hygðist leggja fram tillögu um nýjan þingflokksformann í dag. Ólafur Adolfsson segir í samtali við fréttastofu að það verði gert á þingflokksfundi klukkan 11. Spurður að því hvort hann sé nýr þingflokksformaður segir Ólafur: „Það kemur í ljós á eftir.“ En hvernig litist þér á að taka við því kefli? „Mér líst yfirleitt vel að taka að mér verkefni, svo það sé sagt. Almennt. En þetta er ekki orðið. Svo ég held að ég segi lítið um þetta mál fyrr en það er ljóst að af þessu verður,“ segir Ólafur. Ólafur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og fyrsti þingmaður kjördæmisins. Hann hlaut kjör til Alþingis í síðustu kosningum, haustið 2024. Hann er lyfjafræðingur að mennt og starfaði sem lyfsali allt þar til hann var kjörinn á þing. Ekki náðist í Guðrúnu Hafsteinsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Cécile McLorin Salvant syngur í Hörpu sunnudagskvöld.
Umhverfis- og skipulagssvið og skrifstofa samgangna og borgarhönnunar leggur til að þar til ljósastýringu verður komið upp á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis verði settar upp þrengingar og gatnamótunum breytt þannig að fléttun akreina gerist fyrr. Banaslys varð á gatnamótunum fyrir tveimur árum þegar ökumaður lyftara lést í kjölfar áreksturs við sendibíl.
Thomas Tuchel tilkynnti ekki aðeins um leikmannahóp sinn á blaðamannafundi enska landsliðsins í gær því hann baðst einnig eins stærstu stjörnu liðsins afsökunar.
Einkaþjálfarinn, athafnakonan og áhrifavaldurinn Hafdís Björg Kristjánsdóttir segir að hún hafi verið í afneitun eftir að vinkona hennar, Hrönn Sigurðardóttir, atvinnumaður í Ólympíufitness og eigandi BeFit Iceland, lést úr krabbameini í júní 2023, aðeins 44 ára gömul. Hafdís er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Fókus snýr aftur eftir sumarfrí og í fyrsta þætti ræðir Lesa meira
Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs nýbakaðra bikarmeistara Vestra, er bjartsýnn á að þjálfarinn, Davíð Smári Lamude, verði áfram með liðið.
Í þeim mikla vexti sem Kerecis hefur verið í frá 2016 hefur fyrirtækið í raun verið í stöðugu breytingarferli. Síaukið mannahald, fleiri vörur, flóknari framleiðsla og flóknari sölukanalar kalla á sífellda þróun á ferlum og því hvernig fyrirtækið er skipulagt. Að vera núna hluti af Coloplast hefur helst haft áhrif á fjármáladeildina okkar en Coloplast er skráð fyrirtæki með alls konar kröfur og verkferla tengt því. Í sölu, framleiðslu og þróunarmálum hafa litlar sem engar breytingar orðið sem tengjast Coloplast.
Valskonur spila við Íslendingalið Inter í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í dag. Liðin leika um 3. sæti síns riðils og eiga ekki lengur von um að komast áfram í keppninni.
Logi Einarsson vill að við höldum áfram að vera maneskjur þrátt fyrir þráláta verðbólgu.