Gvæjanamenn og Venesúelamenn skiptust á skotum

Gvæjanamenn og Venesúelamenn skiptust á skotum

Herinn og lögreglan í Gvæjana sökuðu Venesúelamenn um að hafa skotið á bát með farm af kosningagögnum á sunnudaginn. Gvæjanamenn segja bátinn hafa verið á siglingu á Cuyuni-fljóti á Essequibo-svæðinu, sem Gvæjana og Venesúela hafa deilt um undanfarin ár. Um borð í bátnum voru embættismenn með farm af kjörseðlum á leið til afskekktra kjörstaða í Gvæjana. Gvæjanamenn segja bátinn hafa orðið fyrir skotum frá fljótsbakkanum Venesúelamegin. „Varðliðið svaraði skotunum undir eins og leiddi fylgdarliðið úr háska,“ sagði gvæjanski herinn í yfirlýsingu um atvikið. „Þrátt fyrir atvikið hélt teymið áfram ferð sinni og öllum kjörkössum sem eftir voru var skilað á viðeigandi kjörstaði.“ Þing- og forsetakosningar fara fram í Gvæjana í dag. Sitjandi forseti landsins, Irfaan Ali, vonast eftir því að uppsveifla í efnahagslífi landsins vegna olíuvinnslu muni skila honum öðru kjörtímabili. Margar gjöfulustu olíulindir Gvæjana eru á Essequibo-svæðinu, sem Venesúela gerir tilkall til. Lög voru sett í Venesúela í mars 2024 þar sem þarlend stjórnvöld skilgreindu Essequibo sem hluta af landinu. Á þessu ári létu venesúelsk stjórnvöld skipa landstjóra í Essequibo, þrátt fyrir að ráða ekki yfir svæðinu í reynd.

Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni

Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni

Fyrrverandi oddviti Sjálfstæðislokksins í Reykjavík vill að flokkurinn haldi Hildi Björnsdóttur sem oddvita en raða nýju fólki í hin sætin á listanum. Hann segir að núverandi borgarstjórnarflokkur sé ósamhentur og hafi lítið breyst síðan 2018, þegar hann hagaði sér „eins og það væru alltaf einhver læti í fjölskyldunni.“ Þá lýsir Halldór óánægju yfir því að flokkurinn máli upp borgarlínuna sem ömurlega.

Maður handtekinn vegna morðsins á Parúbíj

Maður handtekinn vegna morðsins á Parúbíj

Lögreglan í Úkraínu hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa myrt Andríj Parúbíj, fyrrum forseta úkraínska þingsins Verkhovna Rada, í gær. Volodymyr Zelenskyj forseti Úkraínu sagði Íhor Klymenko innanríkisráðherra og Vasyl Maljúk formann öryggisþjónustunnar hafa greint sér frá handtökunni. Parúbíj var skotinn til bana í borginni Lvív í gær. Árásarmaðurinn, sem var dulbúinn sem sendill, komst undan á rafhjóli. „Nauðsynleg rannsóknarvinna stendur yfir,“ skrifaði Zelenskyj á samfélagsmiðlum. „Ég þakka lögreglumönnunum okkar fyrir skilvirka og samhæfða vinnu þeirra.“ Eftir að hafa rætt við Rúslan Kravtsjenko aðalsaksóknara birti Zelenskyj aðra færslu þar sem hann staðfesti að búið væri að taka skýrslu af hinum grunaða. Íhor Klymenko birti færslu á samfélagsmiðlinum Telegram þar sem hann greindi frá því að tugir lögregluþjóna og öryggisstarfsmanna hefðu tekið þátt í aðgerð til að handtaka hann. Klymenko sagði hinn grunaða hafa verið handtekinn í fylkinu Khmelnytskyj í vesturhluta Úkraínu. „Ég segi bara að glæpurinn var vandlega undirbúinn: Búið var að fara yfir ferðaáætlanir hins látna, leiðin þangað var skipulögð og búið var að undirbúa flóttaleið,“ sagði Klymenko. Hann sagði að nákvæmra upplýsinga um málið væri ekki að vænta að svo stöddu.

Komnir yfir það að stríða liðum

Komnir yfir það að stríða liðum

„Við missum forystuna í lok fyrri hálfleiks og erum lentir tíu stigum undir, en það er einhver kraftur í okkur sem mér fannst óstöðvandi," sagði Ægir Þór Steinarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í körfuknattleik eftir tapið nauma gegn Pólverjum í kvöld, 84:75, á Evrópumótinu í Katowice.

Beint og milli­liða­laust

Beint og milli­liða­laust

Við skulum ekki etja þjóðinni saman. Við skulum ekki gera neitt nema við séum sammála um að gera það. Við skulum ekki tala um umdeild mál því það sundrar þjóðinni og dregur athyglina frá því sem skiptir máli. Við skulum ekki setja erfið mál á dagskrá.