
Sandra María aftur til Þýskalands
Sandra María Jessen, landsliðskona í knattspyrnu, hefur samið við þýska félagið Köln um að leika með liðinu.
Sandra María Jessen, landsliðskona í knattspyrnu, hefur samið við þýska félagið Köln um að leika með liðinu.
Líf Tómasar Bent Magnússonar tekur miklum breytingum þessa dagana. Hann flutti nýverið búferlum til Skotlands og þá er hann að verða faðir í fyrsta sinn. Á leiðinni er lítill Eyjapeyi með skoskan hreim.
Áform Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýrra hverfa borgarinnar fela í sér aukna hvata fyrir borgarana til að taka strætó, hjóla og ganga til að komast á milli staða og tengjast oft stöðvum Borgarlínu sem áformað er að taka í notkun á næstu árum.
Frítekjumörk húsnæðisbóta hækka frá 1. september vegna breytinga á örorkulífeyriskerfinu sem taka gildi sama dag. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði eftir að hún undirritaði reglugerð um hækkun frítekjumarksins að það hefði verið nauðsynleg aðgerð „til að koma í veg fyrir að lífeyrisþegar lendi í því að húsnæðisbætur þeirra skerðist vegna hækkunarinnar,“ og bætti við: „Það hef ég nú gert“....
Fabian Hürzeler, þjálfari Brighton, segir að hann sé algjörlega sannfærður um að miðjumaðurinn Carlos Baleba verði áfram leikmaður félagsins eftir að félagaskiptaglugginn lokar 1. september. Baleba hefur verið orðaður við Manchester United í sumar, en Brighton hefur haldið fast í þá afstöðu að leikmaðurinn sé ekki til sölu. „Ef það væri tala hærri en 100%, Lesa meira
Seðlabankinn gerir ráð fyrir meiri verðbólgu á næstu misserum en í fyrri spá bankans. Erna Björg Sverrisdóttir aðalhagfræðingur Arion segir það hafa verið viðbúið að verðbólguspá Seðlabankans yrði færð upp á við, þar sem verðbólgan reyndist þrálátari í sumar en fyrri spá bankans gerði ráð fyrir.
„Við erum að fara á límingunum, við erum svo spennt. Við finnum samt alveg fyrir því að taugarnar eru farnar að gera vart við sig og við vitum ekki alveg hvað við erum að ganga inn í.“
Mögulega verður fleirum sagt upp á næstu dögum að sögn eigandans.
Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur á mánudaginn klukkan 06:30 eftir rúmlega tveggja vikna lokun vegna vinnu við viðhald og endurbætur.
Handknattleiksmaðurinn Ingvar Heiðmann Birgisson ákvað í sumar að taka fram skóna að nýju, níu árum eftir að hann lék síðast í úrvalsdeild, og samdi við KA. Ingvar sleit hins vegar krossband í hné nýverið.
Stjórnlagadómstóll Taílands hefur úrskurðað að forsætisráðherra Taílands, Paetongtarn Shinawatra, skuli vikið úr embætti. Ákvörðunin kemur í kjölfar símtals hennar við Hun Sen, þáverandi leiðtoga Kambódíu, sem var lekið. Í símtalinu gagnrýndi hún meðal annars taílenska herinn og kallaði kambódíska leiðtogann „frænda“.
Ricarda Neehuis og Douglas Robinson hafa sótt um leyfi fyrir flotbryggju með fljótandi húsi „Fjarðarheimili“ á Ísafirði. Ricarda fékk styrk frá Rannís og gerði mastersritgerð sem hún varði 2024. Doug kom inn í verkefnið á þessu ári og nú eru þau að vinna í og sækja um styrki til að setja upp prufuflotbryggju og seinna […]
Einn var handtekinn eftir alvarlega líkamsárás í Þorlákshöfn en sá gisti fangageymslu lögreglunnar á Suðurlandi í nótt. Brotaþoli var fluttur umsvifalaust á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem er hlúð að honum. Lögreglan gerði snák upptækan á vettvangi.
Grafarvogsbúar og fyrirtæki í hverfinu verða að búa sig undir að hafa ekkert heitt vatn næstu klukkutímana. Stofnlögnin sem sér borgarhlutanum fyrir heitu vatni rofnaði í nótt og viðbúið er að margir klukkutímar líði áður en hægt er að gera við. Stofnlögnin rofnaði í göngum sem liggja undir Vesturlandsveg. Þrátt fyrir að aðgengi að lögninni sé gott við hefðbundnar aðstæður er illmögulegt að komast að henni núna vegna þess hversu heitt er í göngunum. Þar flæðir 80 gráðu heitt vatn og getur enginn unnið að viðgerð í göngunum að svo stöddu vegna hitans. Næsta skref er að losna við heita vatnið úr gögnunum svo þar kólni og verði hægt að vinna að viðgerð, segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Hún segir ljóst að margir klukkutímar líði áður en heitt vatn kemst aftur á í Grafarvogi.
Slagsmál brutust út á mexíkóska þinginu á miðvikudag milli öldungardeildarþingmanns og forseta öldungadeildarinnar vegna deilna um ræðutíma. Átökin hófust með lítilsháttar stimpingum sem breyttust í heilmikinn hasar.
Xavi Simons er að skrifa undir hjá Tottenham, hann gerir fimm ára samning með möguleika á tveimur í viðbót. Tottenham borgar 60 milljónir evra fyrir kappann sem virtist á leið til Chelsea í sumar. Chelsea ákvað hins vegar ekki að láta til skara skríða og Tottenham hoppaði inn. Xavi er hollenskur landsliðsmaður sem hefur átt Lesa meira