Tímabært að knýja fram úrbætur á kostnað lóðahafa

Tímabært að knýja fram úrbætur á kostnað lóðahafa

Það er kominn tími til að Reykjavíkurborg nýti heimildir sínar til að knýja fram umbætur á húsum í niðurníðslu, segir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs. Íbúasamtök í miðborginni hafa gagnrýnt aðgerðaleysi í stjórnvalda í málaflokknum. Formaður Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur gagnrýndi aðgerðaleysi borgarinnar í kvöldfréttum sjónvarps í gær. Ónýt hús hafi staðið auð og grotnað niður í áratugi og af þeim skapast slysahætta. „Viljum bara fara að sjá uppbyggingu fara af stað“ Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir ýmsar ástæður liggja að baki. „Þetta eru ólík hús með ólíkar forsendur og ólíkar aðstæður að baki. Eins og til dæmis í Borgartúninu þar liggja fyrir samþykktar deiliskipulagsbreytingar, þarna á að byggja íbúðir og nú er komin niðurrifsheimild ef ég man rétt og verið að vinna að byggingaráformum. Þannig að við viljum bara fara að sjá uppbyggingu fara af stað þarna.“ Eftirfylgnin er borgarinnar Eigendur og lóðahafar bera ábyrgð á því að hætta stafi ekki af fasteignum, segir Ólöf. „Og auðvitað líka að af þeim stafi ekki ami í umhverfinu þannig að sjálfsögðu er ábyrgðin þeirra en eftirfylgnin er okkar og regluverkið. Þannig að við eigum þá að sinna því að knýja fram úrbætur og þá jafnvel að fara í þær úrbætur á kostnað lóðahafa. Við höfum heimildir þegar ástandið skapar hættu sem oft gerist þegar niðurnísla og vanræksla er mikil þannig að það er bara algjörlega kominn sá tímapunktur.“ Og er þá kominn tími á það núna að gera rassíu í þessu? „Já það finnst mér. Ég ætla bara að taka þetta upp núna með mínu fólki og við setjum bara eitthvað ferli í gang hið snarasta,“ segir Ólöf.

Eldur kviknaði í bíl í Kópavogi

Eldur kviknaði í bíl í Kópavogi

Eldur kviknaði í bifreið á Fífuhvammsvegi í Kópavogi eftir að bíllinn lenti í slysi síðdegis. Þetta staðfestir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir sjúkraliða sinna minnst einum einstaklingi eftir slysið en að hann geti ekki upplýst um ástand hans að svo stöddu. Hann verði án efa fluttur af vettvangi til skoðunar á sjúkrahúsi. Slökkviliðsmenn séu nú að ráða niðurlögum eldsins eins og er en Stefán segir bílinn handónýtan. Mynd úr safni.RÚV / Ragnar Visage

Gaza-borg skilgreind sem vígvöllur

Gaza-borg skilgreind sem vígvöllur

Ísraelsher skilgreindi Gaza-borg í dag sem vígvöll. Með þessu bindur herinn enda á reglubundið hlé á árásum til að koma þangað hjálpargögnum. Fimm hafa orðið hungurmorða á Gaza síðasta sólarhringinn og yfir 63 þúsund látist í stríðinu, samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu. Yfir 300 hafa dáið úr hungri síðan stríðið byrjaði. Ísraelsherinn undirbýr allsherjarsókn til að ná Gaza-borg á sitt vald eftir tæplega tveggja ára stríð. Borgin er sú stærsta á Gaza og talið er að um milljón manns haldi til þar. Margir eru of veikburða til að flýja. Stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna lýsti nýverið yfir hungursneyð í borginni. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin staðfestir formlega hungursneyð í Mið-Austurlöndum. Sérfræðingur hennar segir hálfa milljón manna standa frammi fyrir lífshættulegu hungri. Tom Fletcher, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að hægt hefði verið að afstýra hungursneyðinni hefði þeim verið leyft að flytja hjálpargögn óhindrað inn á Gaza. Stjórnvöld í Ísrael segja ákvörðunina byggða á „ „lygum Hamas-samtakanna“. Um 2000 starfsmenn mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna skrifuðu undir bréf í dag, þar sem yfirmaður hennar, Volker Türk, er hvattur til að kalla hernað Ísraela á Gaza þjóðarmorð. Starfsfólkið segir skýrslur bæði stofnana á vegum Sameinuðu þjóðanna og óháðra sérfræðinga sýna fram á að skilyrði fyrir notkun hugtaksins samkvæmt lagalegri skilgreiningu séu uppfyllt. Þrýstingur hefur vaxið, bæði í Ísrael og hjá alþjóðasamfélaginu, að stjórnvöld bindi enda á stríðið á Gaza.

Bæklunarlæknir hætti á Landspítalanum eftir vafasamar uppflettingar í sjúkraskrám

Bæklunarlæknir hætti á Landspítalanum eftir vafasamar uppflettingar í sjúkraskrám

Það vakti nokkra athygli þegar greint var frá úrskurði Persónuverndar í máli læknis á Landspítalanum á vefmiðlum í gærkvöld. Hann var sagður hafa nýtt sér aðgang að sjúkraskrárkerfi Landspítalans til að afla sér fjárhagslegs ávinnings með því að beina sjúklingum í viðskipti við einkarekið fyrirtæki sem hann starfaði jafnframt hjá. Þetta var hann sagður hafa gert með smáskilaboðasendingum til þeirra í gegnum kerfi Landspítalans. Aðrar upplýsingar um málið voru litlar, það mátti þó að lesa að þetta mál hefði einnig ratað á borð Landlæknisembættisins. Tengist átökum um liðskiptaaðgerðir Persónuvernd birtir jafnan alla úrskurði í heild en þegar það er ekki gert er það sökum þess að stofnunin telur sig ekki geta það án þess að upplýsa um leið hverjir málsaðilar eru. Niðurstaða Persónuverndar var að ekki hefði verið lagaheimild fyrir þessum uppflettingum læknisins í sjúkraskrám þótt hann hefði sjálfur byggt á því að hún hefði farið fram í umboði Landspítalans. Málið tengist hörðum átökum um liðskiptaaðgerðir eftir útboð Sjúkratrygginga fyrir tveimur árum. Þar voru miklir fjármunir í húfi en fyrir hverja aðgerð fengu læknar greidda rúma milljón. Umræddur læknir er bæklunarskurðlæknir, þykir einn sá fremsti á sínu sviði. 194 sjúklingar fengu skilaboð Í svari við fyrirspurn Spegilsins segir Landspítalinn að mál bæklunarlæknisins hafi verið tekið fyrir hjá eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá eftir ábendingar um hugsanlegan óheimilan aðgang að sjúkraskrám. Nefndin skilaði áliti í ágúst fyrir tveimur árum og komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn hefði með athæfi sínu farið út fyrir heimildir sínar, samkvæmt lögum um sjúkraskrá. Málið var að lokum sent til framkvæmdastjóra lækninga. Læknirinn, sem var í hlutastarfi á spítalanum, ákvað í framhaldinu að láta af störfum. Í svari spítalans segir að 194 sjúklingar hafi fengið send skilaboð með þessum hætti. Landlæknir rannsakaði málið Í úrskurði Persónuverndar kom fram að landlæknisembættið hefði líka skoðað þetta mál. Í svari frá embættinu segir að málið hafi borist 2023 og verið rannsakað sem eftirlitsmál. Þeirri rannsókn lauk í janúar á þessu ári en landlæknisembættið telur sig ekki hafa heimild til að upplýsa frekar um málið né niðurstöðu rannsóknarinnar. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að landlæknisembættið hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið lagaheimild til uppflettinga læknsins í sjúkraskrám en Landlæknir vildi ekki afhenda Speglinum niðurstöðu sína né úrdrátt úr henni. Ríkið samdi við tvö fyrirtæki þegar liðskiptaaðgerðirnar voru boðnar út fyrir tveimur árum en aðeins eitt þegar gengið var frá samningum á þessu ári - Klíníkina. Telur sig ekki hafa gert neitt ólöglegt Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Spegilsins að þetta mál hafi ekki haft áhrif á ákvörðun þess að semja ekki við hitt fyrirtækið. Tilboð þess hafi einfaldlega ekki uppfyllt skilyrði hvað varðar efni og skýrleika og það því verið metið ógilt. Ákvörðun Sjúkratrygginga hefur verið kærð til kærunefndar um útboðsmál. Umræddur lækniri segir í samtali við Spegilinn að hann telji sig ekki hafa gert neitt ólöglegt. Þetta hafi verið sjúklingar sem hafi verið vísað á Landspítalann, verið á biðlistum lækna spítalans sem síðan hafi beðið stofuna sem hann vann hjá að vinna niður langan biðlista hjá þeim. Þetta hafi aldrei verið neitt pukur eða leyndarmál. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Óljóst hvaða reglur giltu Fréttaskýringaþátturinn Þetta helst fjallaði um þessar hörðu deilur í vikunni. Þar kom meðal annars fram að Klíníkin hefði verið mjög ósátt þegar Sjúkratryggingar sömdu við hitt fyrirtækið á sínum tíma; þar hefðu starfað læknar á Landspítalanum sem hefðu haft samband við sjúklinga á biðlistum bækunarskurðlækna spítalans í gegnum sms-skilaboð í kerfum Landspítalans. Þetta taldi Klínikin vera misnotkun á aðstöðu og að hún hefði orðið af mögulegum tekjum. 194 sjúklingar fengu skilaboð í gegnum kerfi Landspítalans eftir að bæklunarlæknir í hlutastarfi fletti þeim upp í sjúkraskrá. Þetta voru allt sjúklingar að bíða eftir liðskiptaaðgerð og þeim boðið að koma í skoðun á stofu sem læknirinn starfaði á. Í þættinum var rætt við Hjört Hjartason, forstöðulæknir sérgreinalækna á Landspítalanum, þar sem hann lýsti þeim mistökum sem hann taldi að hefðu verið gerð í útboðinu fyrir tveimur árum. Skort hefði á samráð og undirbúning og því verið ákveðin ringulreið í kerfinu og þá hvernig sjúktratryggðir sjúklingar kæmust í liðskiptaaðgerðir með kostnaðarþátttöku ríkisins. Í þættinum viðurkenndi Hjörtur að það hefðu komið upp hagsmunaárekstara á Landspítalanum þar sem það hefði verið óljóst hvaða reglur giltu. „ „Eftir liðskiptaútboðið breyttist þetta, skilin voru ekki eins skörp. Það var farið að gera aðgerðir, sem áður voru aðeins gerðar á spítalanum, úti á stofum. Það hefur hugsanlega getað leitt til aukins flækjustigs og jafnvel einhverra hagsmunaárekstra,“ sagði Hjörtur.

Sýknukrafa, kreppu­á­stand og hótel í fjalli

Sýknukrafa, kreppu­á­stand og hótel í fjalli

Saksóknari fer fram á að þremenningarnir sem ákærðir eru fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða fái minnst 16 ára fangelsisdóm. Þeir fara hins vegar allir fram á sýknu af ákæru um manndráp. Þar af hafnar einn þeirra öllum ákæruliðum. Við sjáum myndir frá lokadegi aðalmeðferðar í héraðsdómi Suðurlands og förum yfir málið í beinni.

Sögusagnir um að Newcastle opni veskið enn frekar – Rosalegt tilboð og fjórföldun á launum

Sögusagnir um að Newcastle opni veskið enn frekar – Rosalegt tilboð og fjórföldun á launum

Því er haldið fram í spænskum miðlum í dag að Newcastle sé að undirbúa rosalegt tilboð í Fermin Lopez, sóknarmiðjumann Barcelona. Það er nóg að gera á skrifstofu Newcastle. Félagið er að landa Nick Woltemade, sóknarmann Stuttgart, á meira en 70 milljónir punda. Þá er stjörnuframherji liðsins, Alexander Isak, að reyna að komast til Liverpool. Lesa meira

Eyða að meðaltali rúmlega hálfum milljarði bandaríkjadala í herinn á hverjum degi

Eyða að meðaltali rúmlega hálfum milljarði bandaríkjadala í herinn á hverjum degi

Útgjöld til hernaðar hjá rússneskum stjórnvöldum hafa þrefaldast frá upphafi allsherjar innrásarstríðsins í Úkraínu fyrir þremur árum. Hlutfall þess sem varið er til varna þjóðarinnar hefur ekki verið hærra síðan á Sovéttímanum, samkvæmt nýrri skýrslu þýskrar alþjóða- og öryggisstofnunar . Útgjöld til varnarmála þrefaldast frá innrásinni 2022 Fyrri hluta ársins námu herútgjöld Rússa um hundrað milljörðum bandaríkjadala, sem eru rúmlega 12 þúsund milljarðar íslenskra króna. Samkvæmt skýrslunni eyða Rússar að meðaltali rúmlega 500 milljónum bandaríkjadala á hverjum degi, sem nemur rúmlega 63 milljörðum króna. Það er meira en útgjöld sumra fátækra héraða Rússlands á ári. Útgjöld til varnarmála hafa aukist um nærri þriðjung samanborið við síðasta ár og frá upphafi allsherjar innrásarstríðsins árið 2022 hafa útgjöldin þrefaldast. Ekki á dagskrá að minnka hernaðarútgjöld Hernaðarútgjöld eru orðin stærsta forgangsverkefnið í rússneskum fjárlögum. Hlutfall sem varið er til varna þjóðarinnar hefur ekki verið hærra síðan á Sovéttímanum, samkvæmt skýrslunni. Stærsti hluti útgjaldanna er ekki opinber og hefur vaxið hratt síðustu ár, eftir að stríðið í Úkraínu hófst. Reuters hefur eftir heimildarmanni innan rússnesku stjórnarinnar að þrátt fyrir að vopnahlé og friðarsamkomulag náist í Úkraínu sé það ekki á dagskrá hjá stjórnvöldum að minnka hernaðarútgjöld. Hann segir niðurskurðar fyrst að vænta eftir tvö ár en ólíklegt er að útgjöldin verði lægri en fyrir innrásina í Úkraínu.