Stefna á skólahald í Grindavík næsta haust

Stefna á skólahald í Grindavík næsta haust

Stefnt er á að hefja skólahald á ný í Grindavík næsta haust. Ný fyrirtæki eru að opna og þótt bærinn verði aldrei samur segir forseti bæjarstjórnar að mikill hugur sé í heimamönnum. Verktakar og Vegagerðin hafa unnið hörðum höndum undanfarna mánuði að lagfæringu helstu innviða Grindavíkurbæjar. Stefnt er á skólahald næsta haust. Grunnskólinn tilbúinn í maí Lagfæringar á gatnakerfi og helstu innviðum í Grindavíkurbæ hafa staðið yfir síðustu misseri. Flestar götur og gönguleiðir eru nú færar og vinna stendur yfir að bæði klæða og mála grunnskólann. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir mikið vatn hafa runnið til sjávar á skömmum tíma. „Íþróttamiðstöðin er klár, sundlaugin, tjaldstæðið. Það er ýmislegt í gangi og við höfum unnið hörðum höndum að því að koma öllu þessu í vinnu,“ segir Ásrún. „Svo erum við að vinna í grunnskólanum og við stefnum að því að grunnskólinn verði tilbúinn í maí þegar sveitastjórnarkosningar fara fram. Þá langar okkur að bjóða í kaffi.“ Ný fyrirtæki opna í bænum Ríkisstjórnin hefur samþykkt fjármagn í svokallaða framkvæmdaáætlun tvö sem áætlað er að taki þrjú ár. Í þeirri áætlun er meðal annars lagfæring á Stamphólsgjá, stórri sprungu sem liggur þvert í gegnum bæinn og á stærstan þátt í breyttri ásýnd hans. Tæplega 900 manns eru með skráð lögheimili í Grindavík og er talið að allt að 400 manns gisti í húsum sínum næturlangt. Um 800 starfa í bænum, þar af tæplega helmingur við ferðaþjónustu og rúmlega fjórðungur við sjávarútveg. „Það er svo mikil seigla í fólkinu hér og í atvinnulífinu og sum fyrirtækin hafa starfað allan tímann. Hér eru líka að opna ný fyrirtæki. Hér er að opna súkkulaðiverksmiðja og fleiri fyrirtæki. Ég hef sagt að lífið gangi sinn vanagang í Grindavík og fólk mætir hér í vinnu,“ segir Ásrún. Hugur í Grindvíkingum að snúa til baka Fasteignafélagið Þórkatla útfærir nú endurkaupaáætlun sem gerir fyrri eigendum kleift að kaupa fasteignir sínar aftur. Gert er ráð fyrir að áætlunin verði kynnt í byrjun næsta árs. Ásrún segir þetta fagnaðarefni. Mikill hugur sé í fjölda Grindvíkinga að snúa til baka á einhverjum tímapunkti. Bæjarstjórn leggi drög að vinnu við fjárhagsáætlun fyrir næsta kjörtímabil. „Ég tel að það sé brýnt að skoða hvernig við högum skólamálum til dæmis og það er eitthvað sem við þurfum að vinna í sameiningu og finna flöt á.“ Vonir standi til að hægt verði að hefja skólahald næsta haust. „Grindavík verður ekki eins og hún var. Það er ljóst. En ég sé tækifæri hér og hlakka til að takast á við það og bara spennt að vera þátttakandi í þessari endurreisn sem fram undan er.“

Ríkisstofnanir lokaðar í hálfan mánuð – engin lausn í sjónmáli

Ríkisstofnanir lokaðar í hálfan mánuð – engin lausn í sjónmáli

Margar ríkisstofnanir í Bandaríkjunum hafa verið lokaðar í rúmlega hálfan mánuð. Repúblikönum og demókrötum kemur ekki saman um bráðabirgðafjárlög sem þarf til að fjármagna stjórnkerfið. Samkvæmt nýrri könnun AP-fréttastofunnar segja um sjötíu prósent Bandaríkjamanna báða flokka bera að minnsta kosti nokkra sök á ástandinu. Yfir milljón manns í ólaunuðu leyfi eða fá ekki borguð laun Lokunin tók gildi á miðnætti 1. október, þegar fjárhagsárinu lauk, og hefur því staðið í tæplega sextán daga. Repúblikanar og Demókratar gátu ekki komið sér saman um að samþykkja bráðabirgðafjárlagafrumvarp um áframhaldandi fjármögnun ríkisstofnana. Tæplega ein og hálf milljón ríkisstarfsmanna í Bandaríkjunum er því annaðhvort í ólaunuðu leyfi eða í vinnu án þess að fá borguð laun. Lokanirnar geta haft áhrif á þjónustu stofnana eins og þeirrar sem sér um úthlutun námslána, leikskóla sem eru fjármagnaðir af alríkinu, ýmissa þjóðgarða og safna. Smithsonian-stofnunin hefur til að mynda þurft að loka öllum sínum söfnum, rannsóknarstofnunum og dýragarðinum í höfuðborginni Washington D.C. Lokarnir geta haft áhrif á stofnanir sem veita lágtekjufólki mataraðstoð og orðið til þess að nýjar umsóknir um bótagreiðslur verði ekki samþykktar. Ýmis starfsemi á vegum ríkisins sem telst nauðsynleg verður áfram opin og starfsfólk þarf að mæta til vinnu þótt það fái ekki borguð laun. Þetta eru til dæmis spítalar og lögregla, landamæragæsla, flugumferðarstjórn og hermenn sem sinna herskyldu. Flugumferðarstjóri sem CBS-sjónvarpsstöðin talaði við segir lokunina setja meira álag á starfsmanninn. „Starfið sem slíkt er nógu streituvaldandi og svo bætast við áhyggjur af því hvenær launin verða greidd.“ Stofnanir sem sjá um almannatryggingakerfið og örorkubætur verða áfram opnar. Líklegt þykir að forsetinn setji starfsemi innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, undir þennan hatt líka, enda hefur hann sett innflytjendamál á oddinn. Fyrsta skipti í sjö ár sem ríkisstofnanir loka Þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem bandaríska þinginu hefur ekki tekist að tryggja fjármagn til að halda rekstri ríkisstofnana áfram. Frá 1980 hefur 15 sinnum þurft að loka ríkisstofnunum. Lokanirnar hafa yfirleitt staðið í örfáa daga. Síðast gerðist þetta í desember 2018, á fyrsta kjörtímabili Donalds Trumps í embætti forseta. Þá voru ríkisstofnanir lokaðar í 34 daga, sem er lengsta lokun í sögu Bandaríkjanna. Engin lausn í sjónmáli Ekkert bendir til þess að lausn sé í sjónmáli og ásakanir um hverjum sé um að kenna ganga á víxl milli Repúblikana og Demókrata. Repúblikanar lögðu frumvarpið um bráðabirgðafjárlögin fram til kosningar í tíunda skiptið í dag. Eins og í hin níu skiptin var það ekki samþykkt. „Svo að í dag finna bandarískar fjölskyldur enn eina ferðina fyrir fjárhagslegu og persónulegu álagi vegna þessarar óábyrgu ákvörðunar sem kollegar okkar Demókratar streitast við að taka,“ sagði Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á blaðamannafundi í dag. Hann sagði Demókrata vilja að ríkisstarfsemi liggi niðri, „og skeyta engu um sársaukann sem þeir valda.“ Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild, svaraði kollega sínum fullum hálsi á blaðamannafundi sem Demókratar héldu síðdegis og sakaði Repúblikana um löggjafarbrjálæði. „Flokkspólitísku fjárlögin, sem rústa heilbrigðiskerfi amerísku þjóðarinnar, hafa nú verið hrakin til baka í tíunda skiptið. Samt halda öldungadeildarþingmenn Repúblikana uppteknum hætti og vænta þess að niðurstaðan verði önnur. Það er dæmigerð skilgreining á löggjafarbrjálæði.“ Samkvæmt nýrri skoðanakönnun AP-fréttastofunnar telja um sex af hverjum tíu fullorðnum Bandaríkjamönnum að Donald Trump og Repúblikanar á þingi beri talsverða eða umtalsverða ábyrgð á lokun ríkisins. Yfir helmingur segir það um Demókrata. „Það má nefna að um sjö af hverjum tíu Bandaríkjamönnum telja að hvor þessara hópa um sig beri í það minnsta nokkra sök á hléinu á útgjöldum ríkisins. Þannig að Bandaríkjamenn telja að báðir flokkarnir beri ábyrgð,“ segir Linley Sanders, sérfræðingur í skoðanakönnunum hjá AP. Meiri áhrif eftir því sem lokunin dregst á langinn Friðjón R. Friðjónsson, sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, segir hinn almenna Bandaríkjamann, sem býr ekki í höfuðborginni, ekki finna mikla breytingu á sínu daglega lífi. „Lykilstofnunum er haldið gangandi en það sem gerist þegar fólk fær ekki launin sín er að það mætir síður til vinnu, skráir sig inn veikt og svo framvegis. Eftir því sem það dregst á langinn þá fer fólk að finna meira fyrir þessu.“ Rúmlega milljón manns sem starfar fyrir ríkisstofnanir í Bandaríkjunum er launalaus eða fær ekki greitt fyrir vinnuna sem unnin er. Ekkert gengur að ná samkomulagi um bráðabirgðafjárlög. Friðjón nefnir dæmi um innanlandsflugið, þar eru byrjaðar að koma fram seinkanir. Ein stærsta ferðahelgi ársins í Bandaríkjunum er fram undan. Milljónir Bandaríkjamanna ferðast þvers og kruss um landið yfir þakkargjörðarhátíðina sem er í lok nóvember. „Áhrifin verða alltaf meiri og meiri.“ Margir eru launalausir sem er ekki hvetjandi. „Fólk þarf að lifa og borga leigu og kaupa í matinn.“ Friðjón telur Trump Bandaríkjaforseta vera að nota lokunina að hluta til til að ná pólitískum markmiðum. „Síðasta föstudag sagði hann upp fjögur þúsund starfsmönnum hjá alríkinu.“ Trump sýni heldur ekki jafnræði í hvaða stofnanir fái fjármagn og hverjar ekki. „Það voru fréttir núna í dag að skrifstofa sem sér um að útvega getnaðarvarnir til fátækra, hún er alveg lokuð. Þannig að það eru ýmsir þættir sem verða öðruvísi undir.“ Ekkert bendi til þess að Repúblikanar og Demókratar séu að ná samkomulagi. Öldungadeild þingsins fer í frí á morgun og kemur ekki saman fyrr en eftir helgi þannig að lokunin verður að minnsta kosti sú næstlengsta í sögunni. „Það komu smá skilaboð frá leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni, John Thune, síðdegis um að það væri einhver von en það er ekkert að fara að gerast fyrr en einhvern tímann í næstu viku.“

Ís­lensk fá­tækt er bara kjaft­æði

Ís­lensk fá­tækt er bara kjaft­æði

Stelpan horfði opinmynt á strætóbílstjórann þar sem hann setti höndina yfir baukinn þar sem greiða átti fargjaldið. Henni skildist fljótlega að þau, mamma hennar, sem var einstæð móðir með tvö börn, þyrftu ekki að greiða fyrir farið. Strætóbílstjórinn reyndist vera vinur afa hennar og þvertók fyrir greiðslu þó að hann væri aðeins að beygja reglurnar.

Skoða hvort þurfi að til­kynna samningana til ESA

Skoða hvort þurfi að til­kynna samningana til ESA

Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir ýmsum spurningum enn ósvarað um samninga borgarinnar við olíufélög um fækkun bensínstöðva. Skoða þurfi hvort tilkynna þurfi samningana til eftirlitsstofnunar EFTA. Í dag var birt skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um samningana og vill oddvitinn bíða með frekari uppbyggingu á lóðunum.

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði íslenska ríkið, Landhelgisgæsluna og Verkís hf. af kröfu tveggja manna. Fjögur hross í þeirra eigu veikust, sum heiftarlega, og ein hryssa þeirra drapst eftir að hafa komið inn fyrir girðingu í kringum ratsjárstöð Landhelgisgæslunnar á Stokksnesi, í nágrenni Hafnar í Hornafirði. Vildu mennirnir meina að hestarnir hefðu Lesa meira

JH: Hinn hægláti

JH: Hinn hægláti

Arnar Eggert Thoroddsen skrifar: Jóhann Helgason á einstakan sess í íslenskri tónlistarsögu og er sannarlega einn af þeim stóru eins og segir í laginu. Höfundur margra sígildra laga, frábær söngvari og annar hluti eins best þokkaðasta tónlistardúetts sem við eigum. Ára Jóhanns hefur alla tíð verið bundin dulúð, hann þótt fámáll en þagnarsveipurinn undirstingur um leið ákveðinn svalleika að hætti George Harrisson t.d.. Mottan stórkostlega hjálpar líka upp á þetta að gera. Jóhann hefur alltaf verið kúl. Gagnrýnandi hefur tekið við hann viðtöl nokkrum sinnum og þá hefur reyndað kjaftað í honum hver tuska. Ég hlustaði líka, í undirbúningi þessara skrifa, á Mannlega þáttinn á Rás 1 þar sem hann og Edda Borg mættu í spjall og þá lá hann ekki á liði sínu, var upplýsandi og hláturmildur. Þannig að, aldrei skyldi setja fólk í einhvern kassa eins og sjá má. Platan nýja heitir einfaldlega JH og var tekin upp ásamt sveitinni Gömmum í Hljóðrita. Guðm. Kristinn Jónsson, Kiddi Hjálmur, tók upp og hljóðblandaði. Lögin eru tíu og öll ný. Platan er hæglætisverk mætti segja, svo ég spegli bæði titil og innvols höfundar. Jóhann hefur komið að alls kyns poppi í gegnum tíðina, stuði, ballöðum og öllu þar á milli, en þessi hallar sér vel að blíðu rennsli. Upphafslagið, „Don‘t Get Me Wrong“, er í áttunda áratugs fasa, flottur blástur um miðbikið, falsettusöngur og bara gott grúv. Og visst tímaleysi yfir því. Það heyrist aukinheldur að sá er semur kann að setja saman dægurlög. „Don‘t Hand Me A Line“ er rólegra, snotur smíð og umvefjandi. Þannig vindur plötunni áfram og þetta eru þægileg og áferðarfalleg lög frá sönnum poppvölundi. „All I Want“ er sérstaklega vel heppnað, smá kenjótt en hljómar um leið eins og það hafi alltaf verið til. Viðlagið stórgott og eftirminnilegt. Alvöru „krókur“ þar. Jóhann fer líka lítið eitt út fyrir vestræna módelið og „Moments“ er þannig með suðrænum brag. Lögin eru vissulega miseftirtektarverð en það er enginn „hundur“ hérna eins og ég kalla það. Heildarsvipurinn er góður og sannfærandi, spilamennska fumlaus og fagmannleg, nema hvað, og verkið stendur æði vel þegar allt er saman tekið. Arnar Eggert Thoroddsen er doktor í tónlistarfræðum frá Edinborgarháskóla og aðjúnkt í fjölmiðlafræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur fjallað um tónlist í íslenskum fjölmiðlum um áratugaskeið.