
Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið
Rúmenska félagið Universitatea Craiova tryggði sér í gærkvöldi sæti í aðalhluta Sambandsdeildarinnar eftir frábæran heimasigur á tyrkneska félaginu İstanbul Basaksehir
Rúmenska félagið Universitatea Craiova tryggði sér í gærkvöldi sæti í aðalhluta Sambandsdeildarinnar eftir frábæran heimasigur á tyrkneska félaginu İstanbul Basaksehir
Í tvö ár glímdi hin breska Dawn Clark við dularfulla hljóð, hljóð sem aðeins hún heyrði. Eins og gefur að skilja olli þetta henni miklu hugarangri. Hljóðið var oft eins og tónlist og oft gekk þessi 46 ára þriggja barna móðir að útvarpinu til að slökkva á því en uppgötvaði þá að það var slökkt Lesa meira
Tveir voru handteknir í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi vegna tilburða til ofbeldis og voru þeir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Allir íbúar Grafarvogs ættu að hafa fengið fullan þrýsting á heitavatnið á þriðja tímanum í nótt. Þá hafði viðgerð á stofnlögn til Grafarvogs, sem byrjaði að leka í fyrrinótt, lokið skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi.
Drengurinn sem leitað var að frá því í gær í og við Ölfusborgir er fundinn heill á húfi.
Drengur sem leitað var í Ölfusborgum síðan síðdegist í gær fannst heill á húfi. Í kjölfarið var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi til aðhlynningar og er nú kominn í faðm fjölskyldu sinnar.
Helgi Guðmundsson, rithöfundur, trésmiður og fv. ritstjóri <em>Þjóðviljans</em>, lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 26. ágúst, 81 árs að aldri.
Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu.
Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest 150 þúsund króna sekt á kjúklingaræktanda vegna brots á lögum um velferð dýra. Ráðuneytið minnir Matvælastofnun um leið á að halda sig við staðreyndir málsins og halda ályktunum sem njóti ekki stuðnings gagna til hlés.
„Leiðtogarnir í þessu liði sögðu okkur það að við hefðum ekki mikinn tíma til að svekkja okkur. Við vorum svekktir í rútunni en svo var það búið. Þegar við komum upp á hótel lögðum við það til hliðar og einbeittum okkur að næsta hlut,“ segir Hilmar Smári Henningsson, leikmaður körfuboltalandsliðsins, um tap fyrir Ísrael á EM í gær. Öll einbeiting sé á næsta leik við Belgíu.
Kostas Tsimikas er á leið frá Liverpool til Roma og ættu skiptin að ganga í gegn á næstunni. Um lánssamning er að ræða og mun Roma sjá um launapakka hans hjá Liverpool á þessari leiktíð. Tsimikas er 29 ára gamall og hefur hann verið hjá Liverpool í fimm ár. Hann er hins vegar ekki inni Lesa meira
„Ég átti ekki lengur líkama minn eða rödd. Það tók mig mörg ár að finna mína rödd,“ segir Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur. Ljóðabókin Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig, kom út á Þorláksmessu 1995 en hefur verið nær ófáanleg síðan. Nú hefur þessi 30 ára gamla ljóðabók verið endurútgefin og Melkorka Ólafsdóttir settist niður með skáldinu í Víðsjá á Rás 1 og rifjaði upp gömul stef og ný. Elísabet segir tilfinninguna alveg eins að koma að þessari gömlu ljóðabók þá og nú. „Hún er bara jafn góð, ef ekki bara betri. Þessi bók er svolítið öðruvísi heldur en mínar bækur, hún er svo rosalega póetísk.“ Bókinni var stundum lýst sem holdlegri sem Elísabet viðurkennir að eigi við um fleiri bækur sínar. „Hún er líkamleg, eins og Heilræði lásasmiðsins sem fjallar um fullnægingar kvenna og sjálfsfróun og samfarir og ýmislegt, barnið í manni og töfrana og allt þar á milli.“ „En þessi, ég er rosalega ánægð með hana. Ég hef stundum lesið hana alla því þetta er einn bálkur um konu sem fær áfall og missir röddina. Þetta er svona manifesto, hún er að upplifa líkamann sinn upp á nýtt.“ Enn þá að kljást við hvort hún megi segja það sem henni býr í brjósti Bókin varð til þegar snjóflóð féllu á Flateyri 1995. „Þá kom það fyrir mig eins og marga af þjóðinni að fólk fékk áfall. Þá leystust gömul áföll úr læðingi og fólk fór bara upp á slysadeild með gömul áföll og fékk áfallahjálp.“ „Ég upplifði að ég hefði fengið áfall, ég hefði farið frá jörðinni, yfirgefið jörðina, yfirgefið líkama minn.“ Hún hafi misst röddina og segist hafa velt mikið fyrir sér hvað hún mætti í raun segja. „Má ég segja það sem mér býr í brjósti? Ég er enn þá alltaf að kljást við þetta.“ Þetta sé orðið einfaldara eftir því sem hún skrifi meira. Hún hafi þó orðið svolítið taugaóstyrk þegar Unnur Ösp Stefánsdóttir túlkaði bók hennar Saknaðarilm á sviði Þjóðleikhússins. „Hún fór að tala um píkur og sjálfsfróun, þá sat borgarstjórinn og lögreglustjórinn og allir að hlusta á þetta. Ég var svo snobbuð að ég hugsaði: Hvað skyldu þeir nú halda? En þetta gekk allt saman mjög vel.“ Djörf ljóð um fullnægingar og að ná tengslum við líkamann á ný Hún segist aldrei hafa leitað upp á slysadeild með sitt áfall heldur farið upp á herbergi og skrifað eitt ljóð á kvöldi þar til bálkurinn var klár. „Ég handskrifa þetta allt í eina bók, þau komu bara af sjálfu sér þessi ljóð.“ „Þau eru svolítið djörf að því leyti að ég leyfi mér að yrkja um konu sem er með skrælnaða húð og skorpna tungu en svo í seinni ljóðunum þá er hún að löðra sig út í sápu, olíu, smyrslum og rjóma og klæðist silki og fer í bað og fær fullnægingu eða stjörnuregn. Þarna er hún að endurheimta sæluna og fullnæginguna yfir því að ná tengslum aftur við líkamann.“ Spurð hvort hún geti bara skrifað um sjálfa sig Elísabet segist ef til vill vera hugrakkari í dag við að koma tilfinningum sínum í farveg. Fyrstu árin orti hún ekki um sjálfa sig líkt og hún hefur gert í síðustu fimm bókum. Hún sé oft spurð hvort hún geti ekki skrifað um neitt nema sjálfa sig „eins og það sé eitthvað slæmt.“ „En það er kostur, það er djarft að gera það og þora því. Fyrir utan það að mér finnst að þó maður sé ekki að skrifa um sjálfan sig þá er maður að skrifa um eitthvað sjónarhorn af sjálfum sér. Maður skrifar aldrei alveg allt heldur býr til eitthvað sjónarhorn; sjónarhornið ég og mamma eða ég og geðveikin, ég og ástin. Núna er ég að skrifa um konu sem lokast inni, þá er það ég og innilokunin, ég og þunglyndið.“ „Guð minn góður, ég get ekki skrifað þetta“ Henni þykir valdeflandi að hrista upp í eigin tepruskap. Eins og í Saknaðarilmi þá lýsir hún sjálfri sér sem ljónshvolpi sem renni á píkulykt móður sinnar. „Ég segi bara píku, svo fer ég að hugsa að það er kannski of djarft – en það heitir þetta og það er valdeflandi að segja hlutina bara eins og þeir eru.“ „Guð minn góður, ég get ekki skrifað þetta,“ hugsaði hún fyrst. „En að sama skapi finnst mér þetta ofboðslega fallegt, þetta var svo dýrlegt.“ Hún hafi þurft að yfirstíga tepruna í sér með því að skrifa þetta og láta allt flakka. Þurfti hugrekki til að tala um þunglyndið Það sé einnig hægt að vera með tepruskap gagnvart þunglyndi og öðrum geðrænum kvillum. Elísabet segist hafa upplifað mikla skömm við að innilokast inni í Hveragerði. „Ég vildi ekki segja neinum frá þessu. Ég var bara ein að berjast við þetta. Ég uppgötvaði ekki fyrr en seinna að þetta var bara pjúra þunglyndi.“ Hún hafi ekki eldað mat, farið í sturtu eða keyrt bílinn. Þá sjaldan sem hún fór í matvörubúð hugsaði hún með sér að allir vissu hver hún væri og sögðu: „Þarna er Elísabet Jökulsdóttir, hún skrifar bara um geðveiki og sjálfa sig.“ „En þetta er ekki svona. Og þetta þunglyndi og að geta sagt frá því, mér fannst ég þurfa mjög mikið hugrekki bara til að sitja hér núna og tala um það - vegna þess að manía hefur á sér betra orð en þunglyndi að því leyti að hún þykir skemmtilegri.“ Rífur enn þá sjálfa sig niður „Ég hugsa að mér þyki kannski vænna um sjálfa mig í dag,“ segir Elísabet um sjálfsvinnuna sem hún hefur lagst í. Hún þurfi þó alltaf að vinna að því sama sem er að hætta að rífa sjálfa sig niður. Hún rifjar upp þegar hún var að lesa upp fyrir ekki svo löngu og varð svo skjálfrödduð að hún var gráti næst. Daginn eftir hafi hún rakkað sjálfa sig niður, að hún sem atvinnuupplesari skylfi. „Þá þurfti ég bara á vinum mínum að halda. Vinkona mín kallaði þetta berskjöldun.“ „Maður er alltaf að koma að sömu hlutunum aftur og aftur. Mér fannst ég alltaf vera að skrifa um það sama, einhverja geðveiki, erfiðleika, skrítin sambönd eða eitthvað öðruvísi. Þegar kona var lokuð inni þá varð einhvern veginn auðveldara að skrifa um konu sem var lokuð inni heldur en að skrifa um konu sem var með þunglyndi.“ Getur ekki boðið lesendum upp á tepruskap Elísabet telur sig hætta að leita að sannleikanum með skrifum sínum þó hún reyni alltaf að segja satt sjálf. Hún reyni að setja sig í spor lesandans því hún vilji láta segja sér satt. „Ég get ekki boðið, hvorki sjálfri mér né lesendanum, einhvern tepruskap með því að fara í kringum hlutina.“ „Ég verð bara einhvern veginn að komast fram hjá því.“ Hún segist þó alltaf koma að því aftur og aftur að skamma sjálfa sig. Hún gæti farið heim og skammað sig fyrir það sem hún hafi sagt í þessu viðtali, þó svo að í augnablikinu líði henni vel. Leyfðu mér að ganga um móana, berfætt í kjól og sautján syngjandi lóur að elta mig Bókin fjallar að miklu leyti um að endurheimta sjálfa sig sem konu. „Ég hélt alltaf að ég væri strákur, að ég væri ekki nógu mikil kona og þyrfti einhvern veginn að vera í kjól og með varalit til að vera kona. Núna er ég alltaf í kjól og með varalit.“ Má ég vera í einhverju húsi þar sem enginn veit um mig. Ég er kona. Kona. Ég er svo mikil kona. Svo mjúk. Svo glitrandi. Í húsinu er rósabað og sinfónía. Dirrendí. Stundum hafi það vafist fyrir henni að vera bæði kona og skáld þó svo að hún hafi alltaf verið viss í þeirri sök að hún sé skáld. Hún minnist þess þegar hún tók þátt í að mótmæla Kárahnjúkavirkjun að þá skrifaði hún heilsíðu í Morgunblaðið undir yfirskriftinni Hernaðurinn gegn landinu 2 – og vísaði þar með í grein Halldórs Laxness sem bar fyrisögnina Hernaðurinn gegn landinu. „Ég varð fyrir aðkasti, meira að segja af kollegum mínum sem voru að mótmæla með mér. Hvernig dirfðist ég að fara að stæla eða vitna í Nóbelsskáldið? Ég hef líka fengið gagnrýni fyrir að yrkja of mikið um tilfinningar.“ Árum saman fannst Elísabetu hún ekki eiga líkama. „Mér fannst ég svo ljót og ómöguleg og illa vaxin og allt þetta, hreyfði mig asnalega og klunnalega. Núna veit ég alveg að ég er mjög vel vaxin og hef fallegar hreyfingar. En þess vegna er ég enn þá snortrari yfir því að Soffía Auður, einn af mínum uppáhalds bókmenntafræðingum og mentor, skuli segja að ég hafi gefið íslenskum konum líkama.“ „Að eiga líkama, að eiga líkamann sinn og eiga sína rödd. Ég er enn þá að leita að röddinni minni.“
Sú var tíðin að mörgum verðmætum fisktegundum sem nýttar eru í dag var hent fyrir borð þegar þær veiddust sem meðafli, til dæmis humri og skötusel. Um þetta var fjallað í Fiskifréttum 12. janúar 2007.
Belgía er andstæðingur dagsins, þjóð sem á ágætis sögu af EuroBasket en hafa einu sinni komist á topp 10 á mótinu á þessari öld. Belgar voru með á fyrsta mótinu sem haldið var 1935 og svo nokkuð taktfast síðan þá en lítið í kringum aldamótin, alls hafa þeir farið 19. sinnum á EuroBasket. Þjálfari liðsins er Dario Gjergja, 49 ára gamall Króati sem hefur unnið belgísku úrvalsdeildina fjórtán sinnum sem þjálfari. Liðið er án þriggja öflugra leikmanna sem ýmist eru frá vegna meiðsla eða vegna undirbúnings fyrir NBA deildina, Retin Obasohan, Toumani Camara og Ajay Mitchell skilja eftir sig stór skörð sem erfitt verður fyrir Belgana að fylla upp í. Helstu leikmenn liðsins eru eftirfarandi. Bako er miðherji sem hefur líklega hvað mesta leikreynslu í belgíska hópnum í stærstu deildum Evrópu, hann hefur meðal annars orðið franskur meistari með ASVEL, spilað með Virtus Bolognia og verið valinn í úrvalslið Meistaradeildar Evrópu. Leiðtogi liðsins, góður frákastari og mikill íþróttamaður. Er ekki að teygja sig út fyrir þriggja stiga línuna sóknarlega og vill skora sín stig nálægt körfunni. Lecomte sér um að búa til og byrja sóknir Belganna í fjarveru þeirra aðal leikstjórnenda, Retin Obasohan. Verið lengi í landsliðinu og komið víða við á ferlinum, meistari með Buducnost í Svartfjallalandi 2023. Var með 16 stig að meðaltali í leik fyrir Baylor í bandaríska háskólaboltanum, fjölhæfur leikmaður sem býr yfir hraða og skýtur boltanum yfirleitt vel, þriggja stiga óður má segja. Gefur liðinu rosalega mikið á báðum endum vallarins, lykilmaður í vörninni og getur átt leiki þar sem hann raðar niður stigum. Hávaxinn, nokkuð snöggur og með gott skot. Tvívegis verið valinn besti leikmaður belgísku deildarinnar og hefur spilað með liðum í efstu deildum Frakklands og Spánar. Þetta eru leikmenn sem við eigum erfiðast með að dekka, hávaxnir framherjar sem geta boðið upp á skot fyrir utan og keyrt á körfuna.
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir ákvörðun hennar um að gera tillögu um nýjan þingflokksformann í stað Hildar Sverrisdóttur lið í því að hún sem nýr formaður setji sitt mark á flokkinn.