Fara fram á handtöku manns sem grunaður er um að hafa myrt kóranbrennara

Fara fram á handtöku manns sem grunaður er um að hafa myrt kóranbrennara

Ákæruvaldið í Svíþjóð hefur farið fram á handtöku 24 ára Sýrlendings sem grunaður er um að hafa í janúar skotið Salwan Momika til bana. Momika hafði ítrekað staðið fyrir kóranbrennum sem ollu miklum deilum. Ekki er vitað hvar sá grunaði er niður kominn, segir í yfirlýsingu frá Rasmus Oman, hjá embætti ríkissaksóknara í Svíþjóð. Sænska blaðið Expressen segist hafa heimildir fyrir því að hann sé í Íran. Skotinn til bana í beinni útsendingu Salwan Momika var skotinn til bana í íbúð sinni í Södertälje í janúar. Hann var Íraki og kristinnar trúar. Hann var í beinni útsendingu á TikTok þegar hann var skotinn og komst morðið í heimsfréttirnar. Í yfirlýsingu saksóknara segir að sá grunaði hafi „banað Salwan Momika nokkrum skotum með skammbyssu“. Morðið hafi verið rækilega skipulagt. Momika var drepinn aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta fyrir dóm í Stokkhólmi þar sem átti að úrskurða hvort hann og samverkamaður hans, Salwan Najem, væru sekir um að kynda undir þjóðernishatri. Eftir morðið var dómsuppsögu í málinu frestað. Najem var svo dæmdur fyrir fjórar kóran brennur á árinu 2023. Kóranbrennurnar voru afar umdeildar. Meðal annars urðu uppþot í Malmö í september 2023, skömmu eftir að Momika brenndi þar kóran. Yfirvöld í Svíþjóð hækkuðu öryggisstig og vöruðu Svía innanlands og utan við aukinni hættu á árásum. Fimm voru handteknir skömmu eftir morðið. Þeim var öllum sleppt tveimur dögum síðar og hreinsaðir af sök í mars. Í tilkynningu frá embætti ríkissaksóknara segir jafnframt að búið sé að ná fram góðri mynd af því hvað gerðist eftir umfangsmikla rannsókn. Sá grunaði hefur áður hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot. Sænska blaðið Expressen segist hafa heimildir fyrir því að sá grunaði sé í Íran. Kóranbrennurnar höfðu skaðleg áhrif á samskipti Svíþjóðar við nokkur ríki í Miðausturlöndum. Írakskir mótmælendur réðust í tvígang til inngöngu í sænska sendiráðið í Bagdad í júlí 2023. Mánuði síðar, í ágúst 2023, hækkaði sænska öryggislögreglan, Sapo, hættustig í landinu upp í fjóra af fimm, með þeim orðum að kóranbrennur gerðu Svíþjóð að líklegu skotmarki.

Áhugaleysi um að þróa heilbrigðan leigumarkað

Áhugaleysi um að þróa heilbrigðan leigumarkað

Formaður Leigjendasamtakanna segir þurfa beina íhlutun stjórnvalda til þess að bæta aðstæður leigjenda, ekki síst vegna þess að fjöldi leigjenda hér á landi hafi verið vanmetinn. Áhugaleysi og skilningsleysi ríki um málefni leigjenda. Samningsstaða þeirra sé veik og löggjöf sem verndi þá sé meðal þeirra verstu meðal OECD-ríkja. „Auðvitað eiga stjórnmálamenn að koma þarna inn því þessu verður ekki breytt öðruvísi en með einhverri íhlutun stjórnvalda. Markaðurinn er ekki að fara að breyta þessu vegna þess að við sjáum bara enn þá á þróun á eignarhaldi og húsnæði að þetta eru að stærstum hluta fjárfestar,“ sagði Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, í Morgunútvarpinu á Rás 2. Aðeins hluti hugsanlegra fasteignakaupenda komist í gegnum greiðslumat og fasteignir safnist á hendur fárra. „Þetta er örlítill hluti af hugsanlegum kaupendum sem eru í stöðu til að fara inn á fasteignasölurnar og kaupa sér fasteignir, og það er fyrst og fremst fólk sem á fasteignir fyrir. Þannig að þessar íbúðir eru að fara að enda á leigumarkaðinum og tangarhald þessara fjárfesta og eignarfólks á leigjendum er bara að aukast, og það mun bara aukast nema með íhlutun stjórnvalda.“ Líta þurfi á þróun leigumarkaðarins sem félagslegt verkefni en ekki aðeins hagnaðardrifinn markað. Ríki og sveitarfélög beri ábyrgð á því að skapa jafnræði á húsnæðismarkaði.

ASÍ vill aðgerðir stjórnvalda vegna lokunar PCC

ASÍ vill aðgerðir stjórnvalda vegna lokunar PCC

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir þungum áhyggjum af atvinnuástandi á Húsavík og í nágrenni vegna lokunar kísilmálmsverksmiðju PPC á Bakka. Hún vill að stjórnvöld grípi til beinskeyttra aðgerða til að bæta rekstrarumhverfi PCC. „Miðstjórn leggur áherslu á að stöðvun reksturs PCC megi einkum rekja til erfiðleika á mörkuðum og röskunar þeirra vegna tollastríðs,“ segir í ályktun. „Þá er samkeppnisstaða gagnvart Kína erfið þar sem verkafólk sem engra réttinda nýtur og býr við ömurleg launakjör og aðbúnað framleiðir ódýran kísilmálm í miklu magni.“ Miðstjórnin krefst aðgerða sem fyrst því mikið sé í húfi fyrir Norðurland og þjóðarbúið. Verksmiðja PCC á Bakka.RÚV / Kristófer Óli Birkisson

Ný og góð ver­öld í Reykja­víkur­borg?

Ný og góð ver­öld í Reykja­víkur­borg?

Það hafa verið vonbrigði að fylgjast með nýlegri umræðu um aðgengi hreyfihamlaðs fólks í tengslum við fyrirætlanir vinstri meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum. Barátta sem margir töldu að væri vel á veg komin hefur þurft að vera endurvakin og áfangar sem við töldum að hefði verið náð í þessum málaflokki eru heillum horfnir í huga flokkanna sem nú stýra borginni.

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum

KSÍ myndaði á dögunum starfshóp sem mun leggjast yfir það hvernig nýtt fyrirkomulag í Bestu deild karla, sem tekið var í gildi árið 2022, hefur til tekist. Þetta kemur fram í fundargerð frá fundi stjórnar KSÍ upp úr miðjum síðasta mánuði og var gerð opinber í gær. Eins og flestum er kunnugt hefur deildinni undanfarin Lesa meira

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Rithöfundurinn Sverrir Norland gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar Logadóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um að eldri borgarar kenni íslensku skólum og atvinnulífinu. Segir hann að hægt sé að nýta visin gamalmenni í alls kyns þjóðþrifaverk. Samkvæmt þingsályktunartillögu Framsóknarmanna, sem Halla Hrund er fyrsti flutningsmaður að, yrði þremur ráðherrum falið að útfæra fjárhagslega hvata svo sem skattfrelsi eða aðrar Lesa meira

Fyrsti íslenski kálfurinn sem varð til með kyngreindu sæði kom í heiminn í gær

Fyrsti íslenski kálfurinn sem varð til með kyngreindu sæði kom í heiminn í gær

Þó að kýrin Birna 2309 hafi áður borið kálfi og eigi eftir að gera það aftur verður sá burður vart jafn sögulegur og þegar hún bar kálfinum Birni undir kvöld í gær. Sá er fyrsti kálfurinn sem fæðist á Íslandi eftir sæðingu með kyngreindu sæði. Í ár hafa verið tilraunir gerðar með kyngreiningu sæðis úr nautum svo hægt sé að velja kyn kálfa fyrir fram. Afraksturinn leit dagsins ljós í gær. Jóhannes Kristjánsson er bústjóri Hvanneyrarbúsins. Hann segir að með kyngreiningu sæðis sé hægt að láta bestu kýrnar fá sæði sem gefur kvígur sem nýtast vel til mjólkurframleiðslu og hægt er að gefa verri kvígum sæði með holdanautum sem gefa af sér holdablendinga. Þeir eru yfirleitt karlkyns og eru betri til kjötframleiðslu. „Við erum með íslenska mjólkurkynið, það er aðallega ræktað til mjólkurframleiðslu. Ræktunarmarkmiðin eru sett þannig fram að við erum að reyna að búa til betri mjólkurkýr. Þess vegna er mikill hagur að undan bestu kúnum okkar komi kvígur sem verði þá áfram ný kynslóð mjólkurkúa.“ „Íslensk naut af þessu kyni eru ekkert frábær til kjötframleiðslu. Það er miklu hagkvæmara fyrir bændur að nýta holdakyn til þess sem hefur meiri vaxtarhraða, meiri vaxtargetu og meiri vöðvamassa á slíku kyni.“ Nautkálfurinn Björn er blendingur af Aberdeen Angus kyni.

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Vörður tryggingar hefur bætt meðgöngu-, fæðinga- og foreldravernd við hefðbundnar sjúkdómatryggingar. Nýja verndin hefur það að markmiði að vera stuðningur við verðandi foreldra á þessu mikilvæga tímabili, eins og segir í tilkynningu. Vörður tryggingar hefur bætt nýrri meðgöngu- og foreldravernd við hefðbundnar tryggingar sínar.  Nýja verndin veitir verðandi foreldrum fjárhagslega vernd og andlegan stuðning ef Lesa meira

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Marokkó hefur slegið alþjóðlegt met sem stóð í meira en 16 ár, en liðið hefur nú unnið 16 landsleiki í röð, sem lengsta sigurganga í sögu landsliðsfótboltans. Marokkó, sem þegar hafði tryggt sér sæti á HM 2026, lauk undankeppninni í fyrrakvöld með 1-0 sigri gegn Kongó. Sigurinn tryggði Marokkó toppsætið í E-riðli með fullt hús Lesa meira