Stolið málverk komið í leitirnar fyrir tilstilli fasteignaauglýsingar

Stolið málverk komið í leitirnar fyrir tilstilli fasteignaauglýsingar

Ítalskt málverk, sem nasistar stálu fyrir rúmlega 80 árum, dúkkaði nýlega upp í fasteignaauglýsingu í Argentínu. Sérfræðingar telja enga ástæðu til að halda að þetta sé eftirlíking. Hefðarfrúin keypt á nauðungasölu Málverkið heitir Portrett af hefðarfrú eða Portrait of a Lady og er af Contessu Colleoni. Það er eftir málarann Guiseppe Ghislandi og var í eigu hollenska listaverkasalans Jaques Goudstikker þar til hann lést af slysförum 1940, þegar hann var að flýja innrás nasista í Holland. Hann var gyðingur. Stuttu eftir andlátið keypti Hermann Göring, einn nánasti samstarfsmaður Hitlers, listaverkasafn Goudstikker í heild sinni á nauðungasölu. Eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk náðist að endurheimta hluta safnsins en Portrett af hefðarfrú skilaði sér ekki, og ekkert hefur spurst til þess síðan. Röktu málverkið til Suður-Ameríku Þar til núna. Hollenska dagblaðið AD náði að rekja ferðir málverksins alla leið til Argentínu í Suður-Ameríku. Samkvæmt skjölum sem dagblaðið hefur undir höndum komst málverkið í hendur Friedrich Kadgien, sem var aðstoðarmaður Göring. Hann flúði til Sviss 1945 og þaðan til Argentínu, þar sem hann bjó til dauðadags. Blaðið segist hafa gert ítrekaðar tilraunir til að hafa samband við dætur Kadgien sem búa í Buenos Aires en verið hafnað. Það var ekki fyrr en blaðamaður fór þangað og bankaði á heimili annarrar þeirra sem hlutirnir fóru að gerast. Þar sá hann skilti um að húsið væri til sölu og eftir að hafa skoðað fasteignaauglýsinguna rak hann augun í málverkið sem hékk upp á vegg í húsinu. Lögregla gerði húsleit í vikunni en þá var málverkið hvergi sjáanlegt og er þess nú leitað. Listfræðingar eru sannfærðir um að þetta sé upprunalega málverkið og segja tveir sérfræðingar hjá menningarráðuneyti Hollands að engin ástæða sé til þess að halda að þetta sé eftirlíking. Þó komi það ekki alveg í ljós fyrr en þeir skoða málverkið með eigin augum.

„Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“

„Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“

„Bara spennufall, ég er bara að ná mér niður. Ég er fáránlega ánægður og stoltur af stelpunum, ég kallaði eftir því að sjá liðið mitt sem spilaði fyrri hluta þessa tímabils og ég fékk það til baka í dag,“ sagði Óskar Smár Haraldsson þjálfari Fram eftir dramatískan sigur á Þór/KA í Boganum í dag þar sem markið kom úr síðustu spyrnu leiksins, lokatölur 1-2.

Hin íslenska Stella er frægasti háhyrningur heims og Instagram stjarna

Hin íslenska Stella er frægasti háhyrningur heims og Instagram stjarna

Íslenski háhyrningurinn Stella er orðin sú vinsælasta sinnar tegundar á samfélagsmiðlum. Hún hefur verið sýningadýr í nærri fjóra áratugi og dýraverndunarsamtök segja hegðun hennar sýna að hvali eigi ekki að halda í búrum. Stella var veidd við Íslandsstrendur í október árið 1987 eins og segir í umfjöllun spænsku sjónvarpsstöðvarinnar 101. Þá var hún aðeins eins Lesa meira

Nýr þjónn svífur um gólf með mat og drykk

Nýr þjónn svífur um gólf með mat og drykk

Robbi, nýr rafknúinn þjónn á Greifanum á Akureyri, lærir um þessar mundir að rata um veitingasalinn. Eigendur staðarins segja hann venjast vel og vekja mikla kátínu, bæði meðal gesta og starfsmanna. Helstu verkefni Robba eru að færa fólki mat og drykk, ásamt því að aðstoða við frágang af borðum. Vélmenni hefur tekið til starfa á veitingahúsinu Greifanum á Akureyri. Eigendurnir segja að gestir séu ánægðir með nýja þjóninn. Stefnt er að því að hann geti síðar meir leyst starfsmenn af á stöðum með lægra þjónustustig. Arinbjörn Þórarinsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Greifans, segir vélmennið fyrst og fremst hugsað sem hjálparhellu fyrir starfsmenn. Eigendur sjái þó margvísleg tækifæri til frambúðar. „Við erum með annan stað hérna á Akureyri. Þar ætlum við að láta hann í raun og veru koma svolítið í staðinn fyrir þjónustuna þar. Það er svona staður sem er með minni þjónustu.“

Aron Einar út og Brynjólfur kemur inn

Aron Einar út og Brynjólfur kemur inn

Brynjólfur Andersen Willumsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir komandi verkefni gegn Aserbaídsjan og Frakklandi. Þetta var staðfest í kvöld en það vakti athygli þegar Brynjólfur var ekki valinn í upprunalegan hóp Arnars Gunnlaugssonar. Brynjólfur hefur verið frábær fyrir lið Groningen í Hollandi í sumar og er með sex mörk í deild hingað Lesa meira