Krabbameinsþjónustan fái vottun

Krabbameinsþjónustan fái vottun

Hafin er á Landspítalanum vinna við að fá fjölþjóðlega vottun á þá þjónustu sem fólki með krabbamein er veitt þar. „Við erum með alla anga úti til að bregðast við þeirri áskorun sem hin jákvæða þróun meðferða við krabbameinum hefur leitt af sér.

Veikar hag­vaxtartölur af­hjúpa á­hættuna við Ódys­seifska leið­sögn Seðla­bankans

Veikar hag­vaxtartölur af­hjúpa á­hættuna við Ódys­seifska leið­sögn Seðla­bankans

Tæplega tveggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu á öðrum fjórðungi, sem er óravegu frá spá Seðlabankans, endurspeglar að áhrifa tollastríðs bandarískra yfirvalda er farið að gæta í tölunum og sennilegt að útflutningsgreinarnar muni áfram glíma við mótbyr. Aðalhagfræðingur Kviku segir tölurnar „afhjúpa“ áhættuna við skilyrta leiðsögn Seðlabankans hvað þurfi að gerast svo vextir verði lækkaðir frekar en telur sjálfur að auknar líkur séu núna á að vaxtalækkunarferlið fari af stað á nýjan leik snemma næsta árs.

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Ríkissaksóknari hefur úrskurðað að kæra á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar vegna meðferðar á munum úr dánarbúi manns sem lést á heimili sínu í Vestmannaeyjum haustið 2023 skuli tekin til meðferðar hjá Embætti héraðssaksóknara. Kæran er frá vini hins látna og fyrirtæki vinarins vegna meintra stolinna muna sem hann segir hafa horfið við tæmingu íbúðarinnar, þar á Lesa meira

Xi, Pútín, Lúkasjenka, Erdogan og fleiri saman á ráðstefnu

Xi, Pútín, Lúkasjenka, Erdogan og fleiri saman á ráðstefnu

Leiðtogar margra af stærstu og voldugustu ríkja Asíu er saman komnir í Kína til þess að ræða samstarf ríkjanna. Xi Jinping, forseti Kína, og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, brostu sínu breiðasta þegar þeir tókust í hendur fyrir tvíhliða fund þeirra í morgun. Þessar fjölmennustu þjóðir veraldar hafa þó verið allt annað en vinir síðustu ár og keppst um áhrif í suðurhluta Asíu. Til mannskæðra átaka kom meira að segja þeirra í milli árið 2020 vegna deilna um landamæri ríkjanna. Þýða hefur orðið síðan í fyrra, þegar Modi og Xi hittust í fyrsta sinn í fimm ár. „Hagsmunir tveggja komma átta milljarða íbúa beggja landa eru beintengdir samvinnu okkar,“ sagði Modi við Xi, sem tók í svipaðan streng og sagði að Indland og Kína ættu að vera samherjar, ekki andstæðingar. Fundur þeirra er hluti af ráðstefnu Sjanghæ-samstarfsvettvangsins, sem Kínverjar fara fyrir. Aðild eiga Kína, Indland, Rússland, Pakistan, Íran, Kasakstan, Kyrgystan, Tajikistan, Úsbekistan og Belarús, auk 16 annarra ríkja sem eru áheyrnarfulltrúar. Xi hefur gjarnan notað þennan vettvang til að sýna út á við að Kínverjar séu leiðandi afl í þessum heimshluta. Kínverjar og Rússar hafa meira að segja sagt að Sjanghæ-samstarfsvettvangurinn sé eins konar andsvar við NATÓ, þótt hið fyrrnefnda sé ekki varnarbandalag. Ráðstefnan fer fram í hafnarborginni Tianjin að þessu sinni. Þangað kom Pútín Rússlandsforseti í morgun í fylgd stórrar viðskiptasendinefndar. Erdogan, forseti Tyrklands, lenti einnig í Tianjin í morgun og eiga þeir tveir tvíhliða fund á morgun um stríðið í Úkraínu. Stjórnvöld í Moskvu tilkynntu í gær að Pútín hygðist heimsækja áðurnefndan Modi til Indlands í desember. Samband þeirra er sagt vera á uppleið eftir að Indverjar fóru að kaupa rússneska olíu í meiri mæli og eftir að Trump Bandaríkjaforseti setti á tugprósenta toll á Indland, meðal annars fyrir rússnesk olíukaup.

Ísland friðsælasta land í heimi átjánda árið í röð

Ísland friðsælasta land í heimi átjánda árið í röð

Ísland er friðsælasta land í heimi samkvæmt nýjustu úttekt stofnunarinnar Institute for Economics and Peace (IEP). Stofnunin hefur gefið út friðarstuðul sinn, Global Index for Peace, frá árinu 2008. Ísland hefur vermt toppsætið allar götur frá því að listinn var fyrst tekinn saman. Þetta er því átjánda árið í röð sem landið hlýtur þessa nafnbót. Í skýrslunni segir að einkunn Íslands hafi batnað um 2% á milli ára. Þó lækkar einkunn landsins í einum undirlið friðarstuðulsins, þeim er snýr að útgjöldum til hernaðar- og varnarmála. Stofnunin IEP segir Ísland fá framúrskrandi einkunn í þremur helstu flokkum friðarstuðulsins, þá helst í þeim sem tekur til yfirstandandi átaka. Þar fær landið fullkomna einkunn, 1,000, sem er til marks um það að Ísland á ekki aðild að neinum hernaðarátökum, hvorki innanlands né utan. Með afgerandi forystu IEP segir Ísland vera sannan leiðtoga á sviði friðar. Það sýni sterkar stofnanir landsins, lág glæpatíðni, lágmarks hervæðing landsins og mikið samfélagslegt traust. Landið er ekki bara það friðsælasta, heldur einnig það öruggasta. Í öðru sæti listans yfir friðsælustu lönd heims er Írland, rétt eins og í fyrra. IEP vekur athygli á því að munur á einkunnum landanna í tveimur efstu sætunum sé jafn mikill og á milli landanna í 2. og 10. sæti, svo afgerandi er forysta Íslands á listanum. Einkunn Íslands er 1,095 en Írlands 1,260. Svíar og Norðmenn langt á eftir frændþjóðunum Í næstu sætum á eftir Írlandi koma Nýja-Sjáland, Austurríki og Sviss. Meðal Norðurlandanna fær Danmörk bestu einkunnina á eftir Íslandi. Danir sitja í 8. sæti listans og falla niður um eitt sæti á milli ára. Finnar eru í 10. sæti listans. Nokkuð langt á eftir sitja Norðmenn í 32. sæti og Svíar í 35. sæti. Alls eru 163 ríkjum gefin einkunn á friðarstuðlinum. Í neðsta sæti sitja Rússar. Þeir fá einkunnina 3,441 á friðarstuðli IEP. Með litlu skárri einkunn er Úkraína og í þriðja neðsta sæti listans situr Súdan. Í skýrslu IEP segir að friður á heimsvísu haldi áfram að minnka. Vígbúnaður á heimsvísu hafi aukist samhliða aukinni spennu á alþjóðasviðinu. Í nærri tvo áratugi hefur hægt á vígvæðingu ríkja heims, að því er segir í skýrslunni, en nú hefur sú þróun snúist við. Þá hafa átök víða brotist út. Samkvæmt skýrslunni eiga 78 ríki á listanum í átökum sem ná út fyrir landamæri þeirra. Skýrslu IEP má nálgast hér.