Þrjú flugfélög vilja ókeypis losunarheimildir frá ríkinu
Þrjú flugfélög hafa sótt um að fá úthlutað losunarheimildum frá íslenska ríkinu gjaldfrjálst til að gera upp losun gróðurhúsalofttegunda vegna flugs síns til og frá Íslandi. Flugfélögin eru Icelandair og Play, sem varð gjaldþrota í síðasta mánuði, og ítalska leiguflugfélagið Neos. Vísir greinir frá. Flugfélög þurfa að greiða fyrir sérstakar kolefniseiningar samkvæmt samevrópsku kerfi. Play átti að borga rúman milljarð króna daginn eftir að það hætti starfsemi. Íslenska ríkið fékk, samkvæmt samkomulagi við ESB 2023, heimild til að úthluta flugfélögum losunarheimildum án greiðslu sem það hafði áður getað selt þeim. Fréttin hefur verið uppfærð. Flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli.RÚV / Ragnar Visage