Varpa ljósi á ömurlegt líf Ian Watkins í fangelsinu þar sem hann var drepinn

Varpa ljósi á ömurlegt líf Ian Watkins í fangelsinu þar sem hann var drepinn

„Watkins var í rauninni lifandi dauður (e. dead man walking) frá því augnabliki sem hann kom fyrst til Wakefield,“ segir fangi sem afplánaði með tónlistarmanninum Ian Watkins í hinu alræmda Wakefield-fangelsi í Englandi. Watkins, sem var söngvari rokksveitarinnar Lostprophets, var drepinn í fangelsinu síðastliðinn laugardag – skorinn á háls og er talið að honum hafi Lesa meira

Sérfræðingar í þjóðlegu bakkelsi

Sérfræðingar í þjóðlegu bakkelsi

Það má segja að sumrin í Ögri séu uppfull af matarást. Borðin svigna undan tertum og bakkelsi sem húsfreyjurnar bera fram daglega. Guðfinna, Jóna Símonía og Bjarnþóra hafa fullkomnað bakkelsið sem má kalla þjóðlegt með kaffinu. Allar eru þær sérfróðar um bakstur og eiga blettóttar uppskriftabækur formæðra sinna. „Stundum er deilt,“ segir Jóna Símonía og á við að hver og ein hafi sinn háttinn á með handtökin. Útkoman er ávallt gómsæt og ekki síður falleg fyrir augað. Guðfinna segir rjómann og nokkur lög vera skilyrði á ósviknum hnallþórum: „Hjónabandssæla getur aldrei orðið hnallþóra.“ Í Ögri er fjölbreytt úrval af myndarlegu sveitakaffi með áherslu á það sem er vestfirskt, til dæmis skonsutertan. „Hér er allt gert frá grunni og mikil alúð lögð í veitingarnar,“ segir Jóna Símonía.

„Henni fannst ég ekki líklegur til að hafa dúxað mikið“

„Henni fannst ég ekki líklegur til að hafa dúxað mikið“

Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og athafnamaður, sendir er með nýja skáldsögu fyrir jólin sem nefnist Kvöldsónatan. Ólafur Jóhann býr í Bandaríkjunum en er hér á landi til að kynna bókina, sem kemur út í nóvember, og vera við frumsýningu á nýju leikriti sem hann skrifar og Baltasar Kormákur leikstýrir, Íbúð 10B. Það er frumsýnt á föstudag í Þjóðleikhúsinu. Ólafur Jóhann var gestur Gísla Marteins Baldurssonar og Söndru Barilli í Morgunkaffinu á Rás 2. Þar fór hann yfir það sem á daga hans hefur drifið og það sem framundan er. „Þetta er dúxinn úr MR“ Það má segja að Ólafur Jóhann hafi orðið landsfrægur þegar hann varð dúx frá Menntaskólanum í Reykjavík með hæstu einkunn sem gefin hafði verið. Skömmu síðar sendi hann frá sér smásagnasafnið Níu lykla sem vakti mikla athygli. „Þetta hefur aldrei truflað mig, ég hef ekki hagað mér öðruvísi og það er ekki eins og fólk abbist upp á mann,“ segir hann um frægðina á Íslandi. Þó hafi verið forvitnilegt að hafa þennan dúx-stimpil úr menntaskóla. Hann kynntist Önnu Ólafsdóttur eiginkonu sinni ári eftir útskrift í Vesturbæjarlauginni. Þau þekktust lítillega og spjölluðu aðeins saman. Þegar hún kvaddi Ólaf og settist hjá vinum sínum í heita pottinum spurðu vinkonur hennar: „Veistu við hvern þú varst að tala?“ Anna sagðist kannast við hann, þau hefðu hist nokkrum sinnum. Vinkonurnar bættu við: „Þetta er dúxinn úr MR.“ Anna leit á þær skeptísk og svaraði: „Hann? Það getur ekki verið.“ Ólafur rifjar þetta upp og hlær. „Þetta var sumarið 1983, ég í sumarfríi. Henni fannst ég ekki líklegur til að hafa dúxað mikið miðað við þær samræður sem við höfðum átt. Við höfum verið saman síðan, eigum þrjú börn.“ „Sumir eru í stanslausu áfalli“ Börn Ólafs og Önnu hafa búið í New York mestalla tíð en líta á sig sem Íslendinga og tala saman á íslensku. Ólafur segir að þau myndu ekki taka í mál að vera kölluð Bandaríkjamenn en það gera heldur ekki allir vinir þeirra í borginni. „Sem New York-ari ertu heldur ekki Bandaríkjamaður, þannig, því það er sér batterí.“ Þau búa í kalksteinshúsi með mikilli lofthæð á Carnegie Hill. Guggenheimsafnið er rétt hjá og Metropolitan en túristarnir rata sjaldan í götuna þeirra. Umhverfið er huggulegt og lífið gott en stemningin í New York hefur súrnað nokkuð síðustu ár, ekki síst í valdatíð Donalds Trumps enda eru margir Demókratar í borginni. Ólafur Jóhann segir mjög misjafnt hvernig vinir hans taka breyttu landslagi. „Það er mjög misjafnt. Sumir eru í stanslausu áfalli,“ segir hann. En vinir hans eru ekki heldur allir sammála um allt. „Ég á vini úr öllum áttum og myndi ekki þrífast vel í bergmálshelli. Sumir styðja stjórnvöld núna af ýmsum ástæðum. Það getur verið pólitík fyrir Mið-Austurlöndum, það geta verið skattarnir, margt sem fólki þykir skipta meira máli en annað. en yfirleitt er þetta þannig að það eru fleiri ósáttir en sáttir.“ Svo sé það ekki alltaf besta ákvörðunin að leggjast í rúmið. „Svo er spurning ætlarðu að liggja í þunglyndi í fjögur ár og vakna hvern morgun og rjúka í uppþot þess dags, því það er alltaf eitthvað nýtt. Ætlarðu að láta það stjórna lífi þínu?“ spyr hann og bætir við: „En þetta er mjög sérstakt.“ „Helvítis ég hef engan tíma til að gera þetta“ Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri hefur hnippt nokkuð reglulega í Ólaf og spurt hvort hann sé ekki með hugmynd að leikriti. Ólafur svaraði því neitandi þar til hann fékk hugmyndina að Íbúð 10B. Leikritið gerist í huggulegu fjölbýlishúsi við höfnina. Húsfélagið heldur kvöldfund þar sem stjórnin hittist til að fara yfir málin en þau eiga afar erfitt með að vera sammála. Einn íbúðareigandinn í húsinu ákveður að lána íbúðina sína tuttugu hælisleitendum sem bíða afgreiðslu mála sinna. Ekki eru allir ánægðir með þá ákvörðun. Eftir að hafa sett punkt við lokasenuna hafði hann samband við Baltasar Kormák sem leikstýrði kvikmyndinni Snertingu eftir samnefndri bók Ólafs. Baltasar var í Ástralíu að undirbúa tökur á stórmynd fyrir Netflix og Ólafur spurði hvort hann vildi kannski lesa. „Svo hringir hann og segir: Helvítis ég hef engan tíma til að gera þetta.“ Hann fann samt tíma og leikstýrði verkinu sem er fumsýnt á föstudag. „En þetta greip hann og þannig kom þetta til.“ Og sem fyrr segir er nóg um að vera hjá höfundinum. Skáldsagan Kvöldsónatan kemur út í byrjun nóvember og aðdáendur bíða spenntir. Ólafur Jóhann segist hafa fengið hugmyndina að henni fyrir um þremur árum. „Mig langaði að skrifa um píanóleikara og þessa fléttu sem hafði setið í mér.“ Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og athafnamaður, kynntist Önnu Ólafsdóttur eiginkonu sinni í heitum potti. Hann var þekktur fyrir að hafa dúxað með hæstu meðaleinkunn sem gefin hafði verið í MR ári fyrr en Anna kannaðist ekki við hann.

Rólegheit í veðrinu

Rólegheit í veðrinu

Veðrið virðist ætla að vera frekar tíðindalítið í dag. Víðast hvar er útlit fyrir hæga breytilega átt en norðvestantil verður aðeins líflegri vindur. Norðan- og austanlands verður léttskýjað en annars staðar má búast við því að verði skýjað með köflum og dálítil væta af og til. Veðurspáin er svohljóðandi: Fremur hæg breytileg átt, en suðvestan fimm til tíu metrar á sekúndu norðvestantil. Skýjað með köflum og dálítil væta af og til, en léttskýjað norðan- og austanlands. Vestlæg átt þrjú til átta á morgun, en átta til þrettán á norðvestanverðu landinu. Skýjað vestantil, en annars að mestu léttskýjað. Hiti sex til ellefu stig að deginum.

Leikskólagjöld ein­stæðra foreldra í Reykja­vík gætu allt að þre­faldast

Leikskólagjöld ein­stæðra foreldra í Reykja­vík gætu allt að þre­faldast

Einstæðir foreldrar með meðallaun sem þurfa meira en átta tíma dvöl barns í leikskóla og þurfa að nota alla skráningardaga leikskóla í Reykjavík geta átt von á því að leikskólagjöld þeirra hækki um allt að 185 prósent verði af fyrirhuguðum breytingum á gjaldskrá leikskóla í Reykjavík. Gjöld þeirra sem geta sótt klukkan 14 eða fyrr á föstudögum lækka í nýrri gjaldskrá, stundum verulega.

Hvað verður um rödd íbúanna við sameiningar sveitarfélaganna?

Hvað verður um rödd íbúanna við sameiningar sveitarfélaganna?

Þegar sameina á tvö eða fleiri sveitarfélög óttast íbúar í því fámennara oft að missa ákvarðanarétt yfir sínu nærumhverfi. Við sameiningar síðustu ára hefur ýmislegt verið reynt, til að mynda flakkandi stjórnsýsla eða hverfaráð. Við sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi árið 2020 var farin ný leið, hver gömlu hreppanna fékk heimastjórn. Alda Marín Kristjánsdóttir, starfsmaður heimastjórnar Borgarfjarðar Eystra, segir heimastjórnir veita íbúum tækifæri til að hafa áhrif í sinni heimabyggð. „Bæði þeim sem sitja í þessum nefndum, en nálægðin gerir almennum íbúum líka meira færi á að eiga í samskiptum við þessa nefnd.“ Hvað er heimastjórn Heimastjórnir eru fastanefndir sveitastjórna, líkt og skipulagsnefnd eða umhverfis- og framkvæmdanefndir. Um verkefni heimastjórna segir á vef Múlaþings: „Heimastjórn getur ályktað um málefni byggðarinnar og þannig komið málum á dagskrá sveitarstjórnar. Helstu verkefni heimastjórna snúa að deiliskipulags- og umhverfismálum, menningarmálum, landbúnaðarmálum og umsögnum um staðbundin málefni og leyfisveitingar.“ Múlaþing var einmitt fyrsta sveitarfélagið sem setti á heimastjórnir við tilurð sveitarfélagsins árið 2020. Kosið er í heimastjórnir og vinna við þær er launuð. Með hverri heimastjórn starfar starfsmaður sem er fulltrúi sveitarstjóra á viðkomandi svæði. Heimastjórnir eru líka við lýði í Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum. Innviðaráðuneyti vildi skoða leiðir til íbúalýðræðis Fjölkjarna sveitarfélög er yfirskrift skýrslu sem Hjalti Jóhannesson og Arnar Þór Jóhannesson unnu á Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Það eru sveitarfélög sem orðið hafa til við sameiningu og innihalda því fleiri en einn byggðakjarna. Þeir tóku fyrir aðferðir fjögurra sveitarfélaga til að tryggja íbúasamráð og aðgengi að stjórnsýslunni. Ísafjarðarbær og Norðurþing hafa hverfisráð. Í Múlaþingi eru heimastjórnir en í Fjarðabyggð var upphaflega ákveðið að dreifa stjórnsýslunni milli bæjanna. Síðar var stjórnsýslan sameinuð á Reyðarfirði og íbúum frekar gefinn kostur á að hafa áhrif byggt á hagsmunum, svo sem í ungmenna- eða öldungaráði. Ánægjan mest í Múlaþingi Til að gera langa sögu stutta bendir skýrslan til þess að ánægjan með fyrirkomulag íbúalýðræðis sé einna mest í Múlaþingi. Alda bendir á að heimastjórnir hafi líka sums staðar verið forsenda fyrir því að sameiningin yrði samþykkt. „Heimastjórnirnar eru fastanefndir í sveitarfélagunum,“ segir Alda. „Þær geta ályktað um öll mál sem tengjast því svæði sem er undir hverri heimastjórn sem markast af gömlu sveitarfélagamörkunum.“ Mikið af verkefnum heimastjórnarinnar snýr að skipulagsmálum en þær gera ýmislegt fleira. Þær eru líka náttúruverndarnefndir fyrir sín svæði og fjalla um leyfismál. Einna mikilvægast er þó að þær geta sett málefni frá sínum svæðum á dagskrá sveitarstjórnar. Alda segir: „Sem er kannski munurinn á því að vera með hverfisráð sem er hvorki fastanefnd né skylda sveitarfélagsins að taka fyrir ályktanir þeirra.“ Í skýrsu RHA er þó líka bent á að valdaleysi hverfaráðanna sé engin tilviljun. Sveitarstjórn sé kjörin af sveitarfélaginu öllu og hún eigi að fara með völdin, ekki þrýstihópar af ákveðnum svæðum. Dýrari kosturinn Helsti, eða jafnvel eini ókosturinn sem viðmælendur nefndu varðandi heimastjórnarfyrirkomulagið, segir í skýrslu RHA, er kostnaðurinn. Seta í heimastjórnum er launuð auk þess sem þeim fylgir starfsmaður. Alda segir íbúa viljuga til að taka þátt. Fyrirkomulag kosninga er persónukjör en fólk getur líka gefið kost á sér. „Það var þannig fyrir síðustu kosninga er hér á borgarfirði og, ef ég man rétt, í öllum hinum kjörnunum líka. Ég held að fólki finnist jafnvel dálítið heiður að taka þátt í heimastjórn.“ Þetta er ólíkt sveitarfélögunum sem RHA tók fyrir sem hafa hverfaráð. Þar hefur reynst erfitt að fá fólk til að sitja í hverfaráði og sum þeirra jafnvel ekki starfandi. Íbúar segja sömu sögu og sveitarstjórnarfólk Skýrslan frá RHA var unnin að beiðni innviðaráðuneytisins frá því í vor. Þar segir að helsti annmarki rannsóknarinnar sé að málefnið hafi aðeins verið rætt við sveitarstjórnarfólk og fulltrúa í hverfaráðum og heimastjórnum, ekki íbúa. Það gerði hins vegar Steinunn Ása Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá Vestfjarðastofu, fyrir meistararitgerð sína í opinberri stjórnsýslu. Í ritgerðinni tók hún fyrir muninn á íbúalýðræði í tveimur sveitarfélögum, Ísafjarðarbæ og Múlaþingi, og segir helsta muninn á hverfisráði og heimastjórn vera að heimastjórnir hafi formlegra ákvarðanatökuvald en hverfisráðin séu ráðgefandi. Hverfisráðafyrirkomulagið gagnrýnt Hverfisráð Ísafjarðarbæjar hafa verið misvirk. Þar sem ekki hafa verið haldnir aðalfundir að frumkvæði íbúa í einhvern tíma hafa hverfisráðin einfaldlega ekki verið starfandi. Hvað er hverfisráð? Hverfisráð og íbúasamtök eru ekki jafn formlegur vettvangur og heimastjórn. Stundum eru þetta sjálfsprottin grasrótarsamtök en í öðrum tilvikum hefur sveitarfélagið forgöngu um að koma á fót einhvers konar framfara- eða hagsmunasamtökum fyrir ákveðin svæði. Misjafnt er hvort greitt sé fyrir fundarsetu og hversu áhugasamt fólk er að taka þátt. Svörin við könnun Steinunnar benda til þess að fólki finnist mikilvægt að hafa hverfisráð eða einhverja aðra leið til að rödd íbúa berist til sveitarstjórnar en núverandi fyrirkomulag þykir vængbrotið. Steinunn segir: „Almennt er bara ánægja með heimastjórnarfyrirkomulagið í Múlaþingi mun meiri heldur en með hverfisráðafyrirkomulagið í Ísafjarðarbæ.“ Hún segir íbúasamráðið skipta meira máli í minni byggðakjörnum en þeim stærri. Í umræðu um sameiningar er oft meiri mótstaða meðal þeirra sem óttast að glata sjálfstæði og jafnvel sjálfsmynd. Þar geti heimastjórnir skipt sköpum. „Það var allavega einn íbúi í Múlaþingi sem tók fram að þetta fyrirkomulag hefði verið ein af ástæðum þess að hann eða hún samþykkti sameiningu. Þau sögðu að það, þetta heimastjórnarfyrirkomulag, kæmi í veg fyrir að það myndi jaðarsvæði, segir Steinunn. Skortur á íbúasamráði leiðir til óánægju með sameiningar Steinunn segir enn ónánægju til staðar meðal íbúa í smærri byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar þrjátíu árum eftir sameiningu. Á Þingeyri, sem er fjærst stjórnsýslumiðjunni á Ísafirði, er fólk mjög ósátt við þjónustu sveitarfélagsins. Steinunn, sem sjálf býr á Flateyri og hefur átt sæti í hverfaráði þar, segir ljóst að fólk upplifir sig hjásett. „Fólki finnst kannski gjarnan eitthvað gleymast í sínu byggðarlagi, gleymast að huga að viðhaldi mannvirkja og annað slíkt.“ Betra að sleppa samráði en að hlusta ekki á það sem fram kemur Svörin við könnuninni sýna að fólki í Ísafjarðarbæ finnst almennt ekki vera mikið hlustað á það sem kemur frá hverfisráðunum. Fræðin vara einmitt við þessu, það sé ekki skynsamlegt að gefa fólki samráðsvettvang ef það er ekki skýrt í hvaða farveg þeirra skoðanir eigi að fara. „Fólk var bara mjög sárt yfir því að hafa kannski sent sömu hlutina í, í fundargerð aftur og aftur og ekkert gerðist í málinu eða þær fengu jafnvel ekki einu sinni svör.“ Slíkt fyrirkomulag geri fólk þreytt og geti jafnvel orsakað meiri kergju. Steinunn heldur áfram: „Það að gefa fólki samráðsvettvang og rými til þess að koma sínum skoðunum á framfæri, en svo er ítrekað ekki hlustað, þá missir fólk trúna.“ Samráð þurfi að byggjast á sátt Í frumvarpi innviðaráðherra að nýjum sveitarstjórnarlögum sem nú er í samráðsgátt er ráðherra gert kleift að sameina sveitarfélög ef íbúar eru færri en 250. Við það tilefni geta minni sveitarfélögin krafist þess að fá heimastjórn. Steinunn veltir fyrir sér hvort það sé raunhæft að þröngva fram íbúasamráði. „Út frá því sem ég hef kannað held ég að það sé mikilvægt að það sé almenn sátt þegar verið er að koma á svona fyrirkomulagi við sameiningar og það að íbúar í einu byggðalagi geti krafist þess að stofna heimastjórn geti kannski mögulega leitt til áframhaldandi togstreitu.“

Hamas að­eins skilað tveimur líkum til við­bótar en ekki sagðir hafa svikið sam­komu­lag

Hamas að­eins skilað tveimur líkum til við­bótar en ekki sagðir hafa svikið sam­komu­lag

Stjórnvöld í Bandaríkjunum gefa lítið fyrir tal um að Hamas-samtökin hafi rofið samkomulag um vopnahlé með því að hafa ekki enn látið haf hendi lík allra þeirra ísraelsku gísla sem enn hefur ekki verið skilað til baka líkt og samkomulagið kveður á um. Líkum tveggja gísla til viðbótar var skilað í gær en aðeins hefur jarðneskum leifum níu af þeim 28 látnu gíslum sem Hamas bar að láta af hendi verið skilað til fjölskyldna hinna látnu.