Stærstu kvikmyndastjörnur heims flykkjast til Feneyja

Stærstu kvikmyndastjörnur heims flykkjast til Feneyja

Ein elsta og virtasta kvikmyndahátíð í heimi er hafin í Feneyjum. Ítalska leikkonan og grínistinn Emanuela Fanelli er kynnir hátíðarinnar og bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Alexander Payne er forseti dómnefndar. Á opnunarkvöldinu á miðvikudag hlaut þýski kvikmyndagerðarmaðurinn Werner Herzog heiðursverðlaun. Óskarsverðlaunahafinn Francis Ford Coppola afhenti Herzog verðlaunin. Bandaríska leikkonan Kim Novak hlýtur einnig heiðursverðlaun á hátíðinni. Hátíðin gefur oft vísbendingu um þær myndir sem keppast um Óskarsverðlaunin eftirsóttu. Í fyrra voru fjölmargar myndir, sem tilnefndar voru til Óskarsverðlaunanna, til sýninga á hátíðinni. Sem dæmi má nefna The Brutalist, sem hlaut þrjú Óskarsverðlaun. Þetta er í 82. skiptið sem hátíðin er haldin. Hún stendur til 6. september.

Kynnir ákvörðun sína um nýjan þingflokksformann á morgun

Kynnir ákvörðun sína um nýjan þingflokksformann á morgun

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst tilkynna ákvörðun sína um nýjan þingflokksformann flokksins á morgun. „Framundan eru breytingar og spennandi tímar. Nú, sem aldrei fyrr, þarf íslenskt samfélag á sterkum Sjálfstæðisflokki að halda. Sjálfstæðisflokki sem stendur þétt með fólkinu í landinu, stétt með stétt,“ skrifaði Guðrún í færslu á Facebook-reikningi sínum í kvöld. Hún þakkaði Hildi Sverrisdóttur, fráfarandi þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, fyrir störf hennar í þágu þingflokksins undanfarin tvö ár. Hún segir Hildi skýrt dæmi um þingmann sem brenni fyrir íslenskt samfélag og vilji leggja sitt af mörkum fyrir landsmenn alla. Hún hafi barist af eldmóði fyrir íslenskt atvinnulíf og fjölskyldum landsins á grunni sjálfstæðisstefnunnar. „Hildur heldur áfram sem öflugur þingmaður Sjálfstæðisflokksins og við erum lánsöm að njóta hennar reynslu og þekkingar í þeim verkefnum sem fram undan eru.“ Hildur sagði af sér fyrr í kvöld en í færslu á sínum Facebook-reikningi þakkaði hún fyrir þann stuðning sem hún hefði frá þingmönnum um að halda áfram í hlutverkinu, en kvaðst hafa ákveðið að segja af sér til að forðast átök innan þingflokksins.

Chelsea þarf að selja til að geta keypt áður en glugginn lokar – Í samtali við Barcelona

Chelsea þarf að selja til að geta keypt áður en glugginn lokar – Í samtali við Barcelona

Öll leikmannakaup Chelsea þessa dagana eru háð brottför leikmanna, þar sem félagið þarf að halda fjármálum í jafnvægi til að geta skráð nýja leikmenn í Meistaradeildina. Forgangsverkefni félagsins fram til fimmtudags var að klára kaup á Alejandro Garnacho. Félagið samdi við Manchester United um kaupverð í gær. Fram kemur í fréttum í dag að Chelsea Lesa meira

Ómar Ingi byrjaði tímabilið á 15-marka leik

Ómar Ingi byrjaði tímabilið á 15-marka leik

Handboltavertíðin í Þýskalandi er farin af stað. Evrópumeistarar Magdeburgar mættu Lemgo á útivelli og unnu með 33 mörkum gegn 29. Ómar Ingi Magnússon fór hamförum og skoraði 15/5 mörk fyrir Magdeburg. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoarði 5 mörk en Elvar Örn Jónsson komst ekki á blað. Haukur Þrastarson byrjar sömuleiðis vel, en hann gekk í raðir Rhein-Neckar Löwen í sumar. Hann skoraði 8 mörk og var markahæstur þegar Löwen lagði Melsungen á útivelli, 29-27. Arnar Freyr Arnarsson skoraði 4 mörk úr jafnmörgum skotum fyrir Melsungen. Reynir Þór Stefánsson lék ekki með Melsungen. Ómar Ingi Magnússon byrjar handboltavertíðina vel með MagdeburgAP/DPA / Marius Becker