Framkvæmdastjóri lækninga snýr aftur úr leyfi

Framkvæmdastjóri lækninga snýr aftur úr leyfi

Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítala, snýr aftur úr leyfi 1. desember. Þetta var ákveðið í samráði Ólafs og forstjóra Landspítala, Runólfs Pálssonar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landspítala. Ólafur hefur á undanförnum þremur árum unnið að verkefnum fyrir heilbrigðisráðuneytið og fyrir Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi og vinnur nú að lokafrágangi þessara verkefna, að því er segir í tilkynningu. Ólafur Baldursson.Landspítali

Sjálfsmark hjá nýrri stjörnu Liverpool – Ákvað að birta þetta myndband og lögreglan gæti nú farið í málið

Sjálfsmark hjá nýrri stjörnu Liverpool – Ákvað að birta þetta myndband og lögreglan gæti nú farið í málið

Hugo Ekitike framherji Liverpool hefur byrjað vel hjá félaginu en hann ákvað að skora sjálfsmark utan vallar um helgina. Ekitike var að keyra 40 milljóna króna Benz jeppann sinn þegar hann ákvað að fara að taka upp Snapchat. Franski framherjinn birti svo myndbandið opinberlega og gæti lögreglan ákveðið að sekta hann. Ekitike hefur byrjað mótið Lesa meira

Guehi verður leikmaður Liverpool í kvöld – Búið að skila inn fyrsta blaði til að klára skiptin

Guehi verður leikmaður Liverpool í kvöld – Búið að skila inn fyrsta blaði til að klára skiptin

Liverpool og Crystal Palace hafa skrifað undir fyrsta blaðið sem þarf að skila inn áður en félagaskiptaglugginn lokar. Með því kaupa félögin sér tíma. Búið er að loka félagaskiptaglugganum á Englandi en Liverpool mun síðar í kvöld kaupa Guehi á 35 milljónir punda. Guehi fór í læknisskoðun í dag en skpitin hafa verið í óvissu Lesa meira

Arsenal búið að lána Vieira til Þýskalands

Arsenal búið að lána Vieira til Þýskalands

Arsenal er búið að lána Fábio Vieira til Hamburg í Þýskalandi en félagið getur keypt hann næsta sumar. Þessi 25 ára gamli miðjumaður var á láni hjá Porto á síðustu leiktíð og var ekki í plönu Mikel Arteta. Vieira gæti farið til Hamburg alfarið næsta sumar en félagið getur þá keypt hann á 20 milljónir Lesa meira

NBA-stjarnan frábær í sigri

NBA-stjarnan frábær í sigri

Kristaps Porzingis, sem leikur með Atlanta Hawks í bandarísku NBA-deildinni, átti frábæran leik í sigri Lettlands á Portúgal, 78:62, í í A-riðli Evrópumótsins í körfubolta, sem er leik­inn í Ríga í Lett­landi.

Fylgi Framsóknarflokksins nær enn nýjum lægðum

Fylgi Framsóknarflokksins nær enn nýjum lægðum

Fylgi Framsóknarflokksins heldur áfram að dragast saman. Flokkurinn mælist með 4,5% fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallups og hefur ekki mælst minna frá því Gallup hóf að mæla fylgi flokka árið 1992. Þrátt fyrir að vera undir fimm prósenta mörkunum fengi flokkurinn tvo kjördæmakjörna þingmenn, samkvæmt könnuninni. Flokkurinn nýtur áberandi mests stuðnings í Norðvesturkjördæmi, þar sem hann er með ríflega 14% stuðning og Norðausturkjördæmi þar sem 7,8% segjast myndu kjósa flokkinn. Fylgi Viðreisnar minnkar um tæp tvö prósentustig milli mánaða en flokkurinn mælist með 12,9%. Litlar breytingar eru annars á fylgi flokka. Samfylkingin mælist með langmest fylgi, 34,6%, sem er á pari við síðasta mánuð. Flokkurinn fengi 25 þingmenn samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn mælist næststærstur með 19,7% og bætir við sig einu prósentustigi frá síðustu könnun. Þá er Miðflokkurinn með 10,7% og Flokkur fólksins 7,4%. Þjóðarpúls ágúst 2025 Könnunin var gerð dagana 1.–31. ágúst 2025. Heildarúrtak var 10.055 og þátttökuhlutfall 44,5%. Vikmörk á fylgi flokka eru 0,4–1,5 prósentustig. Fleiri kannanir og greiningar má finna á ruv.is/kosningar . Vinstri græn mælast með 3,7% fylgi sem myndi ekki duga flokknum til að ná manni á þing. Alls segjast 3,4%, myndu kjósa Pírata. Vegna þess hvernig fylgið dreifist í þessari könnun myndi það þó duga til að ná einum manni á þing. Það er í Reykjavíkurkjördæmi norður þar sem fylgið mælis 7,7%. Þó er vert að taka fram að nokkur óvissa er með fylgi flokka innan hvers kjördæmis enda færri svör að baki. Sósíalistaflokkurinn mælist með 1,9% fylgi og hefur helmingast frá kosningum.