Kviknaði í nýbyggingu í Gufunesi

Kviknaði í nýbyggingu í Gufunesi

Eldur kviknaði í nýbyggingu í Gufunesi í morgun. Allar stöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru kallaðar út um klukkan hálf sex í morgun. Eldurinn reyndist vera í bílakjallara hússins. Slökkviliðið var fljótt að slökkva eldinn. Slökkviliðsmenn frá tveimur stöðvum eru enn á staðnum til að reykræsta. Slökkviliðsbíll.Þórgunnur Oddsdóttir

Shine on, you crazy Ís­lendingar!

Shine on, you crazy Ís­lendingar!

Það er ekki á hverjum degi sem maður upplifir tónleika þar sem áheyrendur virðast svífa í geimþoku á milli Guðs, gítarstrengja og góðs hljóðkerfis. En þannig var það í Eldborg á laugardaginn. Þar messaði íslenskt rokkprestakall um eilífa dýrð Pink Floyd.

Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp

Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp

„Ég vaknaði reglulega upp á nóttunni og fann hreinlega að London væri að kalla á mig. Það var ein skrýtnasta tilfinning sem ég hef upplifað, innsæið mitt var að reyna að segja mér að ég ætti að fara þangað,“ segir tískudrottningin Anna María Björnsdóttir sem nýtur lífsins til hins ítrasta í London.

Erfitt að hafa ömmu og afa ekki með sér í liði

Erfitt að hafa ömmu og afa ekki með sér í liði

Uppistandarinn, ljóðskáldið og myndlistarkvárið Sindri Freyr Bjarnason hefur vakið athygli fyrir kraftmikla framgöngu á listasenunni undanfarin ár. Hán er meðal listafólks í leikhópnum Stertabendu sem stendur að leiksýningunni Skammaþríhyrningurinn í Borgarleikhúsinu. Sindri var gestur Felix Bergssonar í Fram og til baka á Rás 2. Í dagkskrárliðnum Fimmunni sagði hán frá fimm listgreinum sem hafa haft djúp áhrif á hán. Ákvað að nördar væru ekki vinsælir en eignaðist marga vini Sindri ólst upp í Langholtshverfi í Reykjavík, bjó á Hjallavegi með útsýni yfir Esjuna. „Ég veit því alltaf í hvaða átt norður er,“ segir hán kímið. Sindri er trans, gekk í Langholtsskóla og segir sérstakt að líta til baka til þeirrar manneskju sem hán var áður en hán kom út úr skápnum. „Það er margt sem maður leyfði sér ekki sem maður er núna að upplifa.“ Hán segist alltaf hafa verið nörd með ADHD og ofurfókus. Snemma ákvað Sindri að í ljósi þess að hán væri nörd myndi hán ekki eignast marga vini. „Ég ákvað svolítið að ég væri týpa sem væri ekki vinamörg en átti marga vini úr ýmsum áttum. Ég bara ákvað að nördar væru ekki vinsælir.“ Eru miklu fleiri en þau hefðu haldið Hán kom ekki út úr skápnum fyrr en að loknum grunnskóla og áttaði sig þá á því að flestir af vinum háns í æsku voru líka hinsegin. „Ég hafði ekki hugmynd að ég væri hinsegin fyrr en í 8. og 9. bekk en nánast allir vinir mínir voru hinsegin, þau sem ég tala enn við. Ég á svona þrjá trans vini úr grunnskóla bara sem sýnir líka að það er miklu meira af okkur en við hefðum haldið.“ „Hefði getað verið svo mikil tenging en samfélagið bannar manni að spyrja“ Í 10. bekk varð Sindri skotið í strák en vissi ekki hvort hann væri hinsegin og þorði ekki að spyrja. Nokkrum árum eftir útskrift fékk hán vinabeiðni, ekki frá honum heldur henni, sem var þá komin út sem trans. Þá sá Sindri eftir að hafa ekki nálgast hana. „Nokkrum árum síðar fæ ég vinaskilaboð frá henni og bara, nei! Þetta hefði getað verið svo mikil tenging en samfélagið bannar manni að spyrja.“ „Ég var svo stór að það þorði enginn“ Sindri segist eins og mörg önnur nörd hafa lent í aðkasti en aldrei litið á sig sem fórnarlamb. Það hafi komið sér vel að hán er afar hávaxið. „Ég held þetta hafi verið verra en ég man eftir en ég var svo stór að það þorði enginn. Ef ég væri minni hefði ég ábyggilega lent í verri hlutum,“ segir hán. „Stundum öskrar fólk alveg á mig, en bara hinum megin við götuna.“ Það má líka dæma bókarkápuna Sindri uppgötvaði snemma listrænar hliðar sínar og fékk módelteikninganámskeið í Myndlistarskólanum í jólagjöf. „Ég var í raun of ung en hafði það mikinn áhuga að ég fór í gegnum það. Einhver sagði mér að það væri fornám þar svo ég kláraði MH og fór í fornámið og á einhverjum tímapunkti uppgötvaði ég listmálun.“ Sindri var ekki síst áhugasamt um plaköt, plötuumslög og bókakápur og hönnun þeirra. „Ég þoli ekki þegar fólk segir ekki dæma bókina eftir kápunni því það er til þess sem hönnuðir eru,“ segir hán og hlær. Fólk tjái sig líka út á við með klæðaburði og fleiru og það eigi ekki að horfa fram hjá því. „Fólk er líka að hanna sig sjálft, við getum tjáð hver við erum út á við.“ Alltaf á jaðrinum Sindri sótti um í teikningu en komst ekki inn og fór þess í stað á málarabraut í Myndlistaskólanum. Þar átti hán vel heima en líka á fleiri stöðum. „Ég hafði verið að mála á minn hátt en í fyrsta tímanum var mér sagt að þetta væri of teiknilegt. Ég var of teiknileg fyrir málarana en of malerísk fyrir teiknarana,“ segir Sindri og bætir við að það sé á margan hátt einkennandi fyrir sig. „Ég er alltaf á einhverjum jöðrum og á milli, ég er alkynhneigð og kynsegin, get aldrei verið einn hlutur, lendi í miðjunni.“ Lokaverkefni Sindra í náminu var málað á gardínu sem hán opnaði eins og bók og sagði sögu. Það varð vísirinn að fjölmörgum uppistöndum sem áttu eftir að fylgja. Eftir Myndlistarskólann lá leiðin í grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands þaðan sem hán útskrifaðist þremur árum síðar. Fór vel en hefði getað farið miklu verr Uppistand hefur lengi heillað Sindra sem hafði dálæti á Mið-Íslandi og Hugleiki Dagssyni. Árið 2021 var fyrsta sýning háns á hátíðinni Reykjavík Fringe. Þá stóð hán á krossgötum í lífinu. „Ég var að hætta með fyrrverandi kærastanum, flytja út af heimilinu okkar eftir mörg ár og var rétt með 25 mínútur. Þetta fór vel, hefði getað farið miklu verr,“ segir hán sem hefur margoft verið með uppistand síðan. Ljóðlistin er næsta listgrein sem Sindri nefnir. Hán ákvað á tímabili í lífinu að byrja að neyta ljóða og bókmennta í auknum mæli. Í kjölfarið fór hán að skrifa meira. „Í uppistandi er tímasetningin mjög mikilvæg og ljóðið gaf mér möguleika á að segja dýpri sögur og halda í innri taktinn sem ég hef.“ Guðrún Eva hvatningin til að gefa út fyrstu ljóðabókina Fyrstu ljóðabókina skrifaði Sindri eftir námskeið í skaðandi skrifum hjá Guðrúnu Evu Mínervudóttur skáldkonu. „Yfir önnina skrifaði ég það mikið að ég gaf út bók. Hún er ótrúlega góður kennari og ég elska hana.“ Hán gaf á þessu árið út ljóðabókina Gríman – Grindr ljóð sem samanstendur af skilaboðum af samnefndu stefnumótaforriti sem ljóðskáldið notar sem grunn í áhugaverð og oft krassandi ljóð. Bókin er að hluta um skömm. Hún hefur hlotið góðar viðtökur. „Fólk hefur tekið svakalega vel í hana, ég hef fengið ótrúlega dóma frá fólki sem maður virðir.“ Fimmtán ára að upplifa fordóma í fyrsta sinn Næsta bók er í smíðum og hún ber vinnuheitið Fordómar – sögur handa afa. Hún er um fordóma sem Sindri hefur sjálft orðið fyrir á ýmsum stigum lífsins og hán segir frá í stuttum sögum. Þegar Sindri kom út úr skápnum fann hán að afi háns var ekki tilbúinn til að samþykkja það. „Það er rosalega erfitt, átakanlegt að átta sig á að það eru ekki allir endilega með mér í liði. Ég var fimmtán ára að upplifa fordóma í fyrsta sinn.“ Afi og amma Sindra áttuðu sig von bráðar og tóku háni eins og hán er. „Það var eitthvað svo fallegt. Þú getur ekki kennt gömlum hundi að sitja, en, víst, það er svo mikið hægt,“ segir hán. Grætti leikstjórann og hreppti hlutverkið Listataugina á Sindri ekki langt að sækja. Móðir háns, Guðrún Heiða Sigurgeirs, er leiklistarkennari í grunnskóla og nýtur sín afar vel þar. „Hún er menntaður kennari og er í master í listkennslunámi. Hún er alveg yndisleg og gott að hún er á þessari leið núna. Hún byrjaði sem stærðfræðikennari en þegar ég sé hana leikstýra þessum grunnskólakrökkum, stórum hópum, þá er það alveg hennar staður.“ Leikhúsið er líka staður Sindra. Hán er sem fyrr segir með í leiksýningunni Skammarþríhyrningnum í Borgarleikhúsinu með leikhópnum Stertabendu. Sindri fékk hlutverk í sýningunni eftir að hafa mætt á opnar prufur og komið út tárunum á leikstjóranum, Grétu Kristínu Ómarsdóttur. Hán flutti Lagið um það sem er bannað, með öðrum texta sem var fyndinn í fyrstu en endaði á því að Sindri söng um að það mætti ekki elska hvern sem er, eða vera sá sem maður er. Og eftir að leikstjórinn hafði þurrktað tárin hreppti Sindri hlutverkið. „Þetta var ótrúlegt að finna þennan stuðning og traust. Ég hef alltaf heyrt þú ert með svo góða nærveru en þegar ég kem á svið veit ég ekkert hvort ég sé að gera neitt rétt,“ segir hán. Var að leita að unnusta sínum eftir sýningu þegar fólk fór að klappa Um sýninguna segir Sindri: „Þetta gerist í framtíð þar sem hinseginleikinn hefur tapað og hatrið unnið. Við erum að gera sögusýningu um hvernig þessi ótrúlega slæmi hinseginleiki var. Það er svo fyndið að mikið af þessu er byggt á hlutum sem við fengum að heyra og sjá. Við höfum verið að dýfa okkur í hatrið í langan tíma svo það eru margar setningar beint upp úr kommentakerfum.“ Og frammistöðu Sindra var fagnað mjög á frumsýningunni. „Það var stóra stundin. Það voru ótrúlega góðir og stuðningsríkir áhorfendur sem hlógu mikið. Svo gekk ég út til að finna unnusta minn og fólk fór að klappa fyrir mér, fólk var svo ánægt með þetta.“ „Þú getur ekki kennt gömlum hundi að sitja, en víst, það er svo mikið hægt,“ segir Sindri Freyr Bjarnason. Fimmtán ára kom hán út úr skápnum sem hinsegin og fékk ekki stuðning langforeldra sinna. Þau áttuðu sig síðar sem var Sindra afar dýrmætt.

Er búið að eyðileggja miðborgina?

Er búið að eyðileggja miðborgina?

Nýverið fór Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, í hlaðvarpsþáttinn Sjókastið þar sem hún gagnrýndi meðal annars stjórnarhætti og skipulagsmál í Reykjavík.  „Skipulagsmál borgarinnar eru algjör hörmung. Mér finnst eiginlega búið að eyðileggja miðborgina. Þessi köldu hús sem hafa verið byggð á Hafnartorgi og víðar [...] Mér finnst þau köld í þessari borgarmynd,“ sagði Guðrún í þættinum og tók fram að flokkur...

Hvessir norðanlands eftir hádegi

Hvessir norðanlands eftir hádegi

Það blæs nokkuð um landið norðanvert eftir hádegi en mun hægari vindur verður sunnan til. Á morgun dregur úr vindi. Veðurspáin er svohljóðandi: Sunnan og suðvestan fimm til þrettán metrar á sekúndu en tíu til átján norðanlands eftir hádegi. Þokusúld eða rigning með köflum, en lengst af þurrt og bjart á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti átta til sextán stig, hlýjast fyrir austan. Vestan átta til fimmtán metrar á sekúndu á morgun, en fimm til tíu síðdegis. Skýjað og dálítil væta, en bjart með köflum suðaustan- og austanlands. Hiti sex til fjórtán stig, mildast suðaustantil.

Vilja nýja leið fyrir strætó í Foss­vogi í gegnum tvo botn­langa

Vilja nýja leið fyrir strætó í Foss­vogi í gegnum tvo botn­langa

Strætó hefur óskað eftir því að Reykjavíkurborg og Kópavogur hefji undirbúning að byggingu strætóvegar milli Stjörnugrófar og Fossvogsbrúnar. Í minnisblaði sem var til umræðu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni kemur fram að samhliða breytingunum þurfi að setja upp hlið til að stöðva aðra umferð og tvær nýjar stoppistöðvar, við Víkina og Fossvogsbrún.

Hæstiréttur kveður upp dóm í tugmilljarða vaxtamáli

Hæstiréttur kveður upp dóm í tugmilljarða vaxtamáli

Hæstiréttur kveður í dag upp dóm í einu af fjórum vaxtamálum Neytendasamtakanna. Þar er tekist á um það hvort skilmálar bankanna um breytilega vexti á fasteignalánum uppfylli skilyrði um skýrleika. Falli dómurinn neytendum í vil gæti það þýtt tugmilljarða króna kostnað fyrir bankana. Neytendasamtökin halda því fram að vaxtahækkanir bankanna séu ólögmætar þar sem ekki sé kveðið nógu skýrt á um það í lánasamningum hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt til að bankinn megi hækka vexti. Lánið sem er tekið fyrir í Hæstarétti er rúmlega 57 milljóna króna fasteignalán sem var tekið hjá Íslandsbanka í janúar 2021. Upphaflega voru vextirnir 3,4% en síðan hafa þeir verið hækkaðir nokkrum sinnum og stóðu í 3,95% í árslok 2021. Vextir af sambærilegu láni eru í dag 9,25%. Í lánaskilmálunum kemur fram að vextirnir taki meðal annars mið af breytingum á stýrivöxtum Seðlabankans vísitölu neysluverðs fjármögnunarkostnaði bankans rekstrarkostnaði, opinberum álögum öðrum ófyrirséðum kostnaði Héraðsdómur hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að skilmálarnir brjóti ekki gegn lögum. Þetta gerði dómurinn þrátt fyrir að EFTA-dómstóllinn hefði í ráðgefandi áliti sínu til héraðsdóms sagt að sum skilyrði uppfylltu ekki Evróputilskipun. EFTA-dómstóllinn vísaði í Evróputilskipun frá 2014 um neytendalán , en þar segir að ef vextir eru breytilegir skuli allar vísitölur og viðmið vera gagnsæ, aðgengileg, hlutlæg og sannreynanleg. Eðli máls samkvæmt væru skilyrði á borð við „annan ófyrirséðan kostnað“ bankans með öllu ósannreynanleg. Í dómi héraðsdóms segir hins vegar að ekki verði litið fram hjá því að „íslensku lögin eru frábrugðin ákvæði tilskipunarinnar“. Þegar tilskipunin var innleidd í íslensk lög hafi nefnilega viðbótarlið verið bætt við „sem fjallar um þá aðstöðu sérstaklega þegar vaxtabreyting byggir ekki á viðmiðunargengi, vísitölum eða viðmiðunarvöxtum“. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, lýsti því yfir eftir dóm héraðsdóms að þetta væri dæmi um „asbest-húðun“ á Evróputilskipun og sagði að neytendur væru sviptir rétti sem þeir ættu samkvæmt tilskipun. Þá hefur Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagt að hún hafi skipt um skoðun á bókun 35 vegna þessa máls.

Þú ert að geyma tómatsósuna þína vitlaust

Þú ert að geyma tómatsósuna þína vitlaust

Ef þú geymir tómatsósuna inn í ísskáp í þeirri von um að hún endist lengur þá ertu að taka óþarfa pláss í ísskápnum að mati sérfræðinga. Samkvæmt rannsókn frá neytendasamtökunum Which? kom í ljós að aðeins einn af hverjum fimm í Bretlandi skoða miðann á uppáhalds sósunum sínum til að sjá hvernig á að geyma Lesa meira