Bragi Þór formaður samgönguráðs

Bragi Þór formaður samgönguráðs

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra hefur skipað nýtt samgönguráð. Formaður þess er Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík og varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Auk hans er Alexandra Jóhannesdóttir, sveitarstjóri á Skagaströnd í ráðinu og er hún varaformaður. Þriðji maðurinn í samgönguráðinu er tilnefndur af sambandi íslenskra sveitarfélaga og er það framkvæmdastjóri sambandsins Arnar Þór Sævarsson, sem […]

Að bera harm sinn í hljóði

Að bera harm sinn í hljóði

Gulur september er genginn í garð en þá beinum við athyglinni að geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum. Í ár verður sérstök áhersla á sjálfsvígsforvarnir meðal eldra fólks. Fólk á efri árum og þá sérstaklega karlmenn eru í aukinni áhættu.

99 prósent líkur á að hann verði áfram

99 prósent líkur á að hann verði áfram

Það eru 99 prósent líkur á því að Dusan Vlahovic muni spila með Juventus á þessu tímabili en hann hefur verið orðaður við brottför. Damien Comolli, yfirmaður knattspyrnumála ítalska félagsins, hefur tjáð sig um stöðu sóknarmannsins sem er orðaður við England. Liverpool og Newcastle eru á meðal þeirra sem hafa verið orðuð við Vlahovic en Lesa meira

Vel­ferð sem virkar

Vel­ferð sem virkar

Nýtt örorku og endurhæfingarkerfi tekur gildi í dag og það er fagnaðarefni. Kerfið er einfaldara, réttlátara og hvetur fólk til þátttöku í atvinnulífi. Lögin sem leggja grunninn að breytingunum voru samþykkt 22. júní 2024 í tíð fyrri ríkisstjórnar, en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá félags og vinnumarkaðsráðherra, mælti fyrir málinu.

Silja Bára ræðir uppákomu á fundi með ísraelskum fræðimanni

Silja Bára ræðir uppákomu á fundi með ísraelskum fræðimanni

Mótmæli gegn framferði Ísraelsmanna á Gaza sem urðu til þess að ekkert varð af fundi sem halda átti í Háskóla Íslands í sumar verða til umræðu í Silfrinu í kvöld. Silja Bára Ómarsdóttir rektor verður gestur í þættinum og ræðir atvikið og umræðuna sem hefur sprottið upp af því. Mótmælendur komu í veg fyrir að ísraelski hagfræðiprófessorinn Gil Epstein gæti haldið fyrirlestur um áhrif gervigreindar á vinnumarkað og lífeyrismál á vegum Rannsóknastofnunar um lífeyrismál. Þau mótmæltu framferði Ísraelsmanna á Gaza og því að prófessor við háskóla sem styddi hernaðinn héldi erindi hér. Að lokum varð ekkert úr erindinu þar sem komið var í veg fyrir það með köllum. Nokkur umræða hefur orðið um atvikið, ekki síst um hvort brotið hafi verið gegn akademísku frelsi og tjáningarfrelsi Epsteins með því að koma í veg fyrir að hann gæti flutt erindi sitt. Silja Bára tjáði sig fyrst um málið í pistli í fréttabréfi til nemenda við Háskóla Íslands í síðustu viku þar sem hún lagði ríka áherslu á að háskólar séu vettvangur málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta. Hún sagði þó eðlilegt að spyrja sig hvenær frelsi eins til að tjá skoðanir sínar með mótmælum gengi á frelsi annars til að tjá sig. Silfrið er á nýjum tíma. Það hefst í sjónvarpinu klukkan 20.15 í kvöld. Aðrir gestir Sigríðar Hagalín Björnsdóttur í kvöld verða Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur og Gylfi Magnússon hagfræðingur. Þau ræða verkefni vetrarins framundan; sveitarstjórnarmálin, efnahagsmálin og ókyrrð og væringar á alþjóðavettvangi.

Hornafjarðarflug Icelandair hófst í morgun – gæti liðkað fyrir Ísafjarðarflugi

Hornafjarðarflug Icelandair hófst í morgun – gæti liðkað fyrir Ísafjarðarflugi

Icelandair tók í dag við innanlandsflugi til Hornafjarðar. Dash 8 200 vél félagsins lenti á Hornafjarðarflugvelli í morgun. Aukin not fyrir vélarnar eykur líkur á að Icelandair haldi áfram að fljúga þeim til Ísafjarðar. Í vor urðu þau tíðindi að Vegagerðin bauð út ríkisstyrk fyrir flug milli Reykjavíkur og Hornafjarðar og Icelandair átti besta boð. Samið var til þriggja ára og fær Icelandair samtals einn milljarð og tæpar 260 milljónir í ríkisstyrk fyrir að halda fluginu úti næstu þrjú árin eða út ágúst 2028 og framlengja má samninginn um allt að tvö ár. Vikulegum ferðum fækkar en fleiri sæti verða í boði Áður voru farnar átta ferðir á viku en nú fækkar þeim niður í fimm. Sumaráætlun gildir frá júní og út september og þá er ekki flogið á þriðjudögum og laugardögum. Vetraráætlun gengur svo í gildi í október og þá verður ekki heldur flogið á fimmtudögum en í staðinn verða tvær ferðir á miðvikudögum. Á veturna verða því miðvikudagar þeir dagar þar sem hægt verður að fljúga heim samdægurs. Þó að ferðum fækki eykst sætaframboð því Dash átta 200 vélarnar eru stærri og taka 37 manns. 19 sæta vélar Ernis eða Mýflugs voru yfirleitt fullar. Icelandair notar sömu vélar og fljúga til Ísafjarðar en flugið þangað hefur verið í óvissu. Hornafjarðarflugið bætir nýtingu á vélunum og eykur líkur á að þær haldist í flotanum. Ísafjörður stendur ekki einn undir Dash 8 200 vélunum „Ef farin verður sambærileg leið varðandi Ísafjörð og með Hornafjörð, að sú flugleið verði boðin út, þá munum við væntanlega taka þátt í því útboði. Grænlandsflugið er að breytast mikið með nýjum flugvöllum og lengri flugvöllum þannig að það verða ekki lengur not fyrir Dash 8 200 vélarnar þangað og það var meginástæðan fyrir þessari ákvörðun okkar varðandi Ísafjörð; að nýtingin á vélunum var að minnka og einn áfangastaður stóð ekki undir þeim flugflota. Þannig að það er mjög jákvætt að fá Höfn inn í kerfið hjá okkur,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Icelandair sér tækifæri á Hornafirði Bogi segir að Icelandair sé ekki með fleiri nýja áfangastaði innanlands staði til skoðunar eins og er en fyrirtækið eigi í samtali við stjórnvöld um innanlandsflugið. Það sé mikilvægt í starfsemi Icelandair og tenging við millilandakerfið sé að styrkjast. „Við erum að sjá, sérstaklega yfir sumartímann, talsverðan fjölda ferðamanna í flugvélum hjá okkur innanlands, sérstaklega til Akureyrar. Við sjáum bara tækifæri fyrir Höfn. Það er náttúrulega frábær áfangastaður fyrir ferðamenn. Og við sjáum tækifæri á Egilsstöðum líka; að styrkja flæði ferðamanna beint austur,“ segir Bogi.

Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip

Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip

Eimskip hefur ráðið Erlu Maríu Árnadóttur sem mannauðsstjóra félagsins. Hún mun leiða mannauðsdeild Eimskips og samræma og þróa stefnu félagsins í mannauðsmálum á alþjóðavísu. Mannauðsdeildin er hluti af Mannauðs- og samskiptasviði félagsins sem fer einnig með markaðs- og samskiptamál. Samhliða ráðningu Erlu tekur Vilhjálmur Kári Haraldsson, sem gegnt hefur stöðu mannauðsstjóra hjá félaginu undanfarin ár, Lesa meira