Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Aðdáendur Wythenshawe FC í ensku níundu deildinni urðu agndofa um helgina þegar fyrrverandi leikmaður Manchester United, Darren Gibson, steig óvænt aftur á völlinn, fjórum árum eftir að hann lagði skóna á hilluna. Félagið birti myndband á samfélagsmiðlinum TikTok fyrir leik sinn gegn AFC Liverpool í North West Counties-deildinni, þar sem þeir sögðu: „Getið þið séð Lesa meira

Sigurmark á lokamínútunni hjá Glódísi og félögum í Bayern

Sigurmark á lokamínútunni hjá Glódísi og félögum í Bayern

Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar í Bayern München unnu dramatískan sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Pernille Harder kom Bayern yfir á 11. mínútu en Eva Schatzer jafnaði skömmu síðar og 1-1 stóð í hálfleik. Það virtust ætla að vera lokatölur en Lea Schüller skoraði sigurmark Bayern á lokamínútum uppbótatímans og 2-1 lokatölur. Glódís fagnar með liðsfélögum sínum eftir sigurinn.EPA / ANNA SZILAGYI Þetta var fyrsti sigur Bayern í Meistaradeildinni en liðið tapaði fyrir Barcelona í fyrsta leik. Önnur úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld urðu eftirfarandi: Atletico Madrid - Manchester United: 0-1 Benfica - Arsenal: 0-2 PSG - Real Madrid: 1-2

Sýn gefur út afkomuviðvörun

Sýn gefur út afkomuviðvörun

Sýn hf. gefur út afkomuviðvörun fyrir árið og gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2025 verði um 280 milljónir króna. Tekjur vegna stakra sjónvarpsáskrifta séu undir áætlun auk þes sem auglýsingasala og tekjur vegna hlutanets áfram undir væntingum.

Þessi vilja verða lögreglustjóri á Suðurnesjum

Þessi vilja verða lögreglustjóri á Suðurnesjum

Sex sóttu um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, en embættið var auglýst laust til umsóknar í lok september eftir að Úlfar Lúðvíksson sagði starfi sínu lausu í maí á þessu ári. Úlfar lét af embættinu eftir að dómsmálaráðherra tilkynnti honum að hún hygðist auglýsa stöðuna. Margrét Kristín Pálsdóttir er settur lögreglustjóri. Nýr lögreglustjóri verður skipaður 1. desember. Umsækjendur eru eftirfarandi: Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur og staðgengill lögreglustjórans á Suðurnesjum. Ásmundur Jónsson, saksóknarfulltrúi og aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Birgir Jónasson, settur forstjóri fangelsismálastofnunar. Kristín María Gunnarsdóttir, deildarstjóri heimferða- og fylgdadeildar hjá Ríkislögreglustjóra. Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum. Sverrir Sigurjónsson, lögmaður hjá LAND Lögmenn og Domusnova fasteignasölu.

KR og Grindavík áfram taplaus

KR og Grindavík áfram taplaus

Fjórir leikir fóru fram í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. KR og Grindavík eru einu taplausu liðin hingað til á tímabilinu. KR-ingar höfðu betur gegn Þór Þorlákshöfn 95-75 en Þórsarar hafa verið í miklu brasi í fyrstu leikjum sínum. Grindvíkingar fóru í heimsókn á Álftanes en bæði lið voru taplaus fyrir leikinn. Eftir nokkuð jafnan leik voru það gestirnir sem höfðu betur 79-70. Grindvíkingar hafa unnið fyrstu þrjá leiki tímabilsins.RÚV / Mummi Lú Grindavík og KR eru því einu taplausu liðin eftir þrjár umferðir og sitja á toppi deildarinnar. Í kvöld mættust líka Valur og Ármann þar sem Valur vann 94-83 og svo ÍA og Njarðvík en Njarðvík vann þá viðureign 130-119.