UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

Goðsögn úr heimi UFC-bardagakeppninnar (Ultimiate Fighting Championship) hefur verið ákærður fyrir ítrekaðar árásir gegn fjölskyldumeðlimum. Dómari hefur nú skipað honum að gangast undir geðmat til að meta hvort hann sé sakhæfur, en líklegt þykir að goðsögnin glími við óvenjulegan geðsjúkdóm. Um er að ræða afreksmanninn og heimsmeistarann B.J. Penn sem lagði hanskana á hilluna árið Lesa meira

Fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot

Fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á mögulegu kynferðisbroti gegn stúlku í Hafnarfirði. Þetta staðfesti Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði rannsóknina miða ágætlega en málið væri á viðkvæmu stigi. Greint var frá því í gær að maðurinn væri í haldi lögreglu og að stúlkan væri yngri en fjórtán ára. Maðurinn var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. nóvember.

Konur hvattar til leggja niður störf allan daginn

Konur hvattar til leggja niður störf allan daginn

Konur eru hvattar til þess að leggja niður störf allan daginn í kvennaverkfallinu þann 24. október næstkomandi. „Í ár förum við í kvennaverkfall allan daginn,“ segir Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland, verkefnastýra kvennaárs og kvennaverkfallsins. „Eins og það var árið 1975, fyrir fimmtíu árum þegar við fórum fyrst í verkfall. Komið verður saman fyrst við Sóleyjargötu klukkan 13:30 og haldið þaðan á baráttufund sem fram fer á Arnarhóli. „Við gerum ráð fyrir því að þær konur og þau kvár sem geta séu í verkfalli allan daginn og að strákarnir beri byrðarnar sem þarf að bera, segir Inga Auðbjörg. Hún segir skilning fyrir því að ekki geti allar konur og öll kvár verið frá vinnu þennan dag og hvetur hún þau til að taka þátt á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #ómissandi. Konur og kvár um allt land eru hvött til að leggja niður störf og taka þátt í kvennaverkfallinu allan daginn 24. október. Verkefnastýra verkfallsins vonast til að karlmenn landsins axli ábyrgð og sýni stuðning í verki. Blásið verði til sérstakrar hátíðardagskrár þar sem í ár er stórafmæli kvennafrídagsins. „Það eru fimmtíu ár síðan konur lögðu fyrst niður störf í kvennaverkfallinu 1975 og núna ætlum við að blása til baráttuhátíðar þar sem við gerum sögunni í kvennabaráttunni sérstök skil,“ segir Inga Auðbjörg. Farið verður í sögugöngu þar sem gengið verður frá Sóleyjargötu og að Arnarhóli og gengið er gegnum sigra í sögu kvennabaráttunnar. „Þetta verður svona kvennabaráttukarnival þar sem það verður spuni, söngur, dans og læti, segir Inga Auðbjörg. Um 60 samtök koma að skipulagningu kvennaverkfallsins í ár og er hægt að sjá alla dagskrá á vefsíðunni kvennaár.is. Vetrarfrí í grunnskólum setur strik í reikninginn Svo ber til að kvennafrídagurinn er á upphafsdegi vetrarfrís barna í grunnskólum í Reykjavík. „Þetta er náttúrulega bara staðan, það er vetrarfrí í sumum skólum á landinu og það þýðir að sumt fólk þarf að taka sér frí til þess að vera heima með börnum sínum,“ segir Inga Auðbjörg. „Við vonum að strákarnir geti axlað þessa ábyrgð og verið heima með krökkunum svo konurnar og kvárin geti farið og barist saman á þessu hálfrar aldar afmæli.“

Konur hvattar til leggja niður störf allan daginn

Konur hvattar til leggja niður störf allan daginn

Konur eru hvattar til þess að leggja niður störf allan daginn í kvennaverkfallinu þann 24. október næstkomandi. „Í ár förum við í kvennaverkfall allan daginn,“ segir Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland, verkefnastýra kvennaárs og kvennaverkfallsins. „Eins og það var árið 1975, fyrir fimmtíu árum þegar við fórum fyrst í verkfall.“ Komið verður saman fyrst við Sóleyjargötu klukkan 13:30 og haldið þaðan á baráttufund sem fram fer á Arnarhóli. „Við gerum ráð fyrir því að þær konur og þau kvár sem geta séu í verkfalli allan daginn og að strákarnir beri byrðarnar sem þarf að bera,“ segir Inga Auðbjörg. Hún segir skilning fyrir að ekki geti allar konur og öll kvár verið frá vinnu þennan dag og hvetur hún þau til að taka þátt á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #ómissandi. Konur og kvár um allt land eru hvött til að leggja niður störf og taka þátt í kvennaverkfallinu allan daginn 24. október. Verkefnastýra verkfallsins vonast til að karlmenn landsins axli ábyrgð og sýni stuðning í verki. Blásið verði til sérstakrar hátíðardagskrár þar sem í ár er stórafmæli kvennafrídagsins. „Það eru fimmtíu ár síðan konur lögðu fyrst niður störf í kvennaverkfallinu 1975 og núna ætlum við að blása til baráttuhátíðar þar sem við gerum sögunni í kvennabaráttunni sérstök skil,“ segir Inga Auðbjörg. Farið verður í sögugöngu þar sem gengið verður frá Sóleyjargötu og að Arnarhóli og gengið er gegnum sigra í sögu kvennabaráttunnar. „Þetta verður svona kvennabaráttukarnival þar sem það verður spuni, söngur, dans og læti,“ segir Inga Auðbjörg. Um 60 samtök koma að skipulagningu kvennaverkfallsins í ár og er hægt að sjá alla dagskrá á vefsíðunni kvennaár.is. Vetrarfrí í grunnskólum setur strik í reikninginn Svo ber til að kvennafrídagurinn er á upphafsdegi vetrarfrís barna í grunnskólum í Reykjavík. „Þetta er náttúrlega bara staðan, það er vetrarfrí í sumum skólum á landinu og það þýðir að sumt fólk þarf að taka sér frí til þess að vera heima með börnum sínum,“ segir Inga Auðbjörg. „Við vonum að strákarnir geti axlað þessa ábyrgð og verið heima með krökkunum svo konurnar og kvárin geti farið og barist saman á þessu hálfrar aldar afmæli.“

Undiraldan fyrst, síðan allt hitt

Undiraldan fyrst, síðan allt hitt

Saint Pete – Superman Akureyrski rapparinn Saint Pete eða Pétur Már Guðmundsson hefur átt mest streymda íslenska lagið á Spotify síðustu vikur. Lagið heitir Superman og rapparinn er sjóðheitur þessa dagana, hefur unnið lög undanfarin misseri með flestum þeim stærstu í rappsenunni. Eva – Ást Hljómsveitin Eva, sem er skipuð þeim Jóhönnu Völu Höskuldsdóttur og Sigríði Eir, hefur sent frá sér lagið Ást. Lagið er diskóblaðra eftir þær með engum öðrum en Páli Óskari í bakröddum og það var Trausti Haraldsson sem útsetti. Undiraldan fimmtudaginn 16. október Það er komið að því að líta á nýtt íslenskt popp sem hefur komið út undanfarið og það er óhætt að segja að fjölbreytni og fjör fara saman hjá tónlistarfólkinu. Matthias Moon – Vor Tónlistarmaðurinn Matthías Máni Jónasson kýs að kalla sig Matthias Moon þegar hann býr til tónlist. Lagið Vor er frumsamið og tekið af nýútkominni og jafnframt fyrstu plötu hans sem kom út 10. október. Fussumsvei – Djöfulgangur Lagið Djöfulgangur er um mann sem er orðinn þreyttur á partýglöðum granna en tekur að lokum þátt í gleðinni. Lagið er með hljómsveitinni Fussumsvei, sem spilar pönk, og höfundur þess er Kolbeinn Tumi Haraldsson. Open Jars – Counteract Counteract er nýjasta lagið á væntanlegri plötu Open Jars sem er listamannsnafn Óskars Jósúa Snorrasonar. Platan gengur undir vinnuheitinu Half Salamander. Lagið var samið, tekið upp og unnið í heimastúdíói Óskars, sem skipar indípopp-/rokkhljómsveitina Open Jars. Lagið snýst um að stjórna hugsunum. Álfgrímur – Hjartað slær Tónlistarmaðurinn Álfgrímur hefur sent frá sér Hjartað slær eitt, sem hann skilgreinir sem hvatningarsöng í gegnum ástarsorg og leið til finna styrkinn innra með sér. Lagið og textinn eru eftir Álfgrím og lagið var unnið í samstarfi við tónlistarfólkið Kusk, Óvita og Húna. Molda – Kill it With Kindness Molda frá Vestmannaeyjum hefur sent frá sér lagið Kill It with Kindness. Rúmt ár er frá því að síðast heyrðist í þeim félögum. Eyjapeyjarnir sækja innblástur í gruggtímabilið og líta sérstaklega til ofursveita eins og Audioslave, Soundgarden og Foo Fighters. Hákon Guðni og Klara Elias – Sé þig seinna Tónlistarfólkið og lagahöfundarnir Klara Elías og Hákon sameinast í glænýju lagi, Sé þig seinna, sem sækir innblástur í missi, sorg og löngun eftir samveru. Klara og Hákon sömdu lagið og Halldór Gunnar Pálsson útsetti. Undiraldan þriðjudaginn 14. október Það er komið að því að líta á nýtt íslenskt popp sem hefur komið út undanfarið og það er óhætt að segja að fjölbreytni og fjör fara saman hjá tónlistarfólkinu. Kristmundur Axel ásamt GDRN – Blágræn Kristmundur Axel hefur sent frá sér lagið Blágræn en lagið samdi hann með Þormóði Eiríkssyni sem spilar á öll hljóðfæri. Guðrún Ýr Eyfjörð, GDRN, er með gestainnkomu og semur sitt erindi í laginu sem flokkast sem kántrípopp. Snorri Helgason – Megi það svo vera Snorri Helgason hefur sent frá sér lagið Megi það svo vera sem hann samdi til barnanna sinna í göngutúr. Lagið er partur af Borgartúnsplötu Snorra þrátt fyrir að vera töluvert mýkra en þau sem hafa komið á undan. Platan kom út á streymisveitum 13. október. Tár – Remember Lagið Remember er það nýjasta frá dúettinum TÁR sem er sem fyrr skipaður Elínu Ey og Zoe. Í laginu skoða þær hugurheim barnæsku sinnar með því að senda ástarbréf til fortíðarhyggju, ástar og eftirsjár. Eyþór Gunnarsson spilar á píanó. Malen – Leave it at Goodbye Tónlistarkonan Malen Áskelsdóttir hefur sent frá sér sitt eigið lag og ljóð sem heitir Leave it at Goodbye. Lagið var tekið upp í Kaupmannahöfn af framleiðandanum Lukas Kragh og er gefið út hjá Öldu Music. Svala Björgvins – Þitt fyrsta bros Áður en Svala Björgvins skellir sér á bólakaf í jólavertíðina dýfir hún sér í söngvabók föður síns í annað skipti á stuttum tíma. Fyrst reyndi hún sig við Himin og jörð en að þessu sinni er það Þitt fyrsta bros. Paradísa – Icon Lagið Icon með Dísu Dungal eða Paradísu er tileinkað þeim sem hafa sært eða komið illa fram við hana í gegnum tíðina og þeim sem höfðu enga trú á henni. Lagið, sem er taktfast rafpopp, er eftir Bjarka Hallbergsson og Paradísa semur textann. Júlía – Elskan Elskan er eftir Júlíu Scheving og Daybright og fjallar um samband sem er komið á endastöð. Textinn er persónulegur og einlægur og snertir á þeirri tilfinningu að geta ekki bjargað öðrum fyrr en maður bjargar sjálfum sér og þeirri staðreynd að lífið heldur áfram þrátt fyrir sársaukann sem fylgir kaflaskiptum. Lagalisti fimmunar

Illa staðið að smíði Titans og eftirlit ófullnægjandi

Illa staðið að smíði Titans og eftirlit ófullnægjandi

Kafbáturinn Titan, sem fórst undan ströndum Nýfundnalands fyrir tveimur árum var hvorki vel hannaður né smíðaður, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar . Allir sem voru um borð létust. Fimm voru um borð í Titan, kafbáti úr smíðum fyrirtækisins Oceangate, þegar haldið var í köfunarleiðangur að flaki skipsins Titanic á hafsbotni undan ströndum Nýfundalands í júní árið 2023. Meðal þeirra var Stockton Rush, einn stofnenda Oceangate, og er talið að þeir hafi látið lífið samstundis þegar kafbáturinn féll saman. Í skýrslu bandarískrar nefndar um samgönguöryggi segir að hönnun og smíði á Titan hafi verið ófullnægjandi. Frá því að hann var smíðaður árið 2018 fór Titan í nær 90 köfunarferðir. Í skýrslunni kemur fram að við köfun 80 hafi kafbáturinn orðið fyrir skemmdum, sem leiddu til þess að hann varð viðkvæmari fyrir þrýstingi. Oceangate hélt þó sínu striki. Titan var áfram notaður og varð aftur fyrir skemmdum í köfun 82. Prófanir og eftirlit Oceangate hafi verið ófullnægjandi og því hafi fyrirtækið ekki áttað sig á ástandi Titans og þeirri hættu sem af því stafaði. Það hafi farið versnandi með hverri ferðinni þangað til haldið var í leiðangur 88, sem reyndist hinsta ferð Titans.

Eins konar gangandi kraftaverk

Eins konar gangandi kraftaverk

Þegar Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir var að reyna að skilja ljóðabókina Ariel eftir Sylviu Plath, einhverja frægustu ljóðabók 20. aldarinnar, fór hún að þýða hana. Í samtali við Egil Helgason í Kiljunni sagði hún að þó í bókinni væru erfið ljóð um sjálfsvíg, þar á meðal ljóðið Lafði Lasarus, segir hún mikilvægt að það komi fram að það fjalli um endurfæðingu. Kristín Þóra Haraldsdóttir flytur svo Lafði Lasarus í þýðingu Móheiðar.

Búinn að maka krókinn vel í Sádí og getur nú valið milli stórliða í Evrópu

Búinn að maka krókinn vel í Sádí og getur nú valið milli stórliða í Evrópu

Samkvæmt fréttum frá Ítalíu eru Chelsea og Juventus farin að undirbúa tilboð í Sergej Milinković-Savić, sem leikur nú með Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Serbinn yfirgaf Lazio og hélt í peningana í Sádí fyrir rúmum tveimur árum en verður hann samningslaus næsta sumar. Skoðar hann að flytja aftur til Evrópu. Má Milinkovic-Savic ræða við önnur félög frá Lesa meira