„Það verður algjört partí“

„Það verður algjört partí“

Listahátíðin Hamraborg Festival verður haldin í fimmta sinn dagana 29. ágúst til 5. september. Um er að ræða vikulangan fögnuð lista og samfélags í hjarta Kópavogs en hátíðin hefur markað sér sérstöðu meðal listahátíða fyrir að nýta á frumlegan hátt …

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma Ómarsdóttir lést 24. ágúst síðastliðinn, en hún hefði orðið 25 ára 2. nóvember. Bríet skilur eftir sig þriggja ára dóttur, foreldra og stjúpmóður, fjórar alsystur og tvær stjúpsystur, auk fleiri ástvina. Bríet Irma bjó ásamt dóttur sinni hjá móður sinni, Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur, sóknarpresti Austfjarðaprestakalls, á Fáskrúðsfirði. Minningarathöfn var haldin í Fáskrúðsfjarðarkirkju í Lesa meira

„Næst detta skotin ofan í og þá erum við með unninn leik“

„Næst detta skotin ofan í og þá erum við með unninn leik“

„Ef þú horfir á leikinn aftur og búinn að greina leikinn í höfðinu ertu bara fullur af jákvæðni. Núna veistu hvað þú átt að laga. Þannig næst detta skotin ofan í og þá erum við með unninn leik,“ sagði Ægir við RÚV í dag. En uppliði Ægir spennufall eftir leikinn í gær? „Já klárlega. Þetta er auðvitað mikil spenna og allt það sem fylgir þessu. Svo veit maður líka að þegar einn leikur er búinn að þá þarf maður að sópa honum til hliðar og fara að hugsa um næsta leik. Það er bara frábær æfing í því að koma til baka og eiga góða frammistöðu á móti Belgunum,“ sagði Ægir. En hvað þarf að gerast til að Ísland vinni Belgíu í hádeginu á morgun? „Við þurfum mikla ákefð varnarlega og það eru grunngildin okkar í körfubolta. Við þurfum að ná sem flestum fráköstum og ná upp vörninni. Þá fylgir sóknin með.“

OV: Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

OV: Afkastamælingar borholu á Patreksfirði lofa góðu

Í fréttatilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða kemur fram að niðurstöður jarðhitaleitar á Patreksfirði hafi farið fram úr væntingum. Síðastliðna helgi fundust gjöfular vatnsæðar í borholu Orkubús Vestfjarða undir Geirseyrarmúla á Patreksfirði. Hitastig vatnsins mælist 37 til 38°C sem er heitara en vonir stóðu til í upphafi borana, þar sem reiknað var með að ná allt að […]

Lýsa hryllingi sínum yfir hungursneyð á Gaza

Lýsa hryllingi sínum yfir hungursneyð á Gaza

Utanríkisráðherrar Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar fordæma harðlega nýjar hernaðaraðgerðir Ísraels á Gaza og boðuð áform um varanlega viðveru ísraelskra hermanna í Gaza-borg. Í sameiginlegri yfirlýsingu lýsa ráðherrarnir hryllingi sínum yfir hungursneyð sem ríki á Gaza, sem var staðfest í þessari viku. Þeir krefjast þess að ísraelsk stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar á grundvelli alþjóðamannúðarlaga. Ráðherrarnir lýsa einnig miklum áhyggjum sínum af útvíkkun landtökubyggða á Vesturbakkanum en þær eru ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum. Er kallað eftir því að ísraelsk stjórnvöld snúi ákvörðun sinni við í þessum efnum. Þá er kallað eftir lausn allra gísla á Gaza og flæði mannúðaraðstoðar inn á Gaza.

Lýsa hryllingi yfir hungursneyð á Gaza

Lýsa hryllingi yfir hungursneyð á Gaza

Utanríkisráðherrar Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar fordæma harðlega hernaðaraðgerðir Ísraels á Gaza og boðuð áform um varanlega viðveru ísraelskra hermanna í Gaza-borg. Í sameiginlegri yfirlýsingu lýsa ráðherrarnir hryllingi yfir hungursneyðinni, sem var staðfest í þessari viku. Þeir krefjast þess að ísraelsk stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar á grundvelli alþjóðamannúðarlaga. Ráðherrarnir lýsa einnig miklum áhyggjum af útvíkkun landtökubyggða á Vesturbakkanum. Þær eru ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum. Þess er krafist að ísraelsk stjórnvöld snúi af þeirri braut. Þá er kallað eftir lausn allra gísla á Gaza og að opnað verði fyrir mannúðaraðstoð inn á Gaza.

Starfshópur um strandsiglingar

Starfshópur um strandsiglingar

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, hefur skipað starfshóp um strandsiglingar við Ísland. Starfshópurinn á að finna leiðir til þess að minnka álag á þjóðvegi landsins. Starfshópnum er ætlað að skila aðgerðaáætlun fyrir 1. desember 2025. Langstærstur hluti vöruflutninga hér á landi fer fram með stórum bifreiðum um þjóðvegi. Álag á vegi hefur aukist hratt á undanliðnum árum […]