Landsbankinn bíður fram yfir helgi með nýjar lánaumsóknir

Landsbankinn bíður fram yfir helgi með nýjar lánaumsóknir

Landsbankinn hefur sett móttöku á nýjum umsóknum um íbúðalán á bið fram yfir helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans sem birt var í dag vegna dóms Hæstaréttar í máli Neytendasamtakanna gegn Íslandsbanka fyrr í vikunni. Bankinn segir að dómur Hæstaréttar gefi tilefni til að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum og því hafi nýjum umsóknum verið frestað. Unnið verði með viðskiptavinum að afgreiðslu þeirra lánaumsókna sem þegar eru í vinnslu hjá bankanum. Tvö mál gegn Landsbankanum til Hæstaréttar Tekið er fram í tilkynningunni að Hæstiréttur eigi eftir að dæma í málum sem höfðuð hafa verið gegn Landsbankanum og varða sambærileg málefni. Málin séu þó ekki eins að öllu leyti og mál Íslandsbanka. Landsbankinn telur þörf á að fá umfjöllun og niðurstöðu frá Hæstarétti svo unnt sé að taka afstöðu til vaxtabreytinga sem gerðar hafa verið á sambærilegum lánum bankans. Á vef Neytendasamtakanna kemur fram að tvö mál hafi verið höfðuð gegn Landsbankanum. Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni í báðum málum en dagsetning málsmeðferðar liggur þó ekki fyrir.

Þorskastríðshetjur minnast tímamóta en vara um leið við

Þorskastríðshetjur minnast tímamóta en vara um leið við

Þess er minnst nú í dag að nákvæmlega 50 ár eru síðan að útfærsla íslenskra stjórnvalda á landhelgi Íslands í 200 sjómílur tók gildi. Eins og við fyrri útfærslur landhelginnar sættu Bretar sig ekki við þetta og við tók enn eitt þorskastríðið milli Íslands og Bretlands. Þetta þorskastríð var það harðasta af þeim öllum en Lesa meira

Hvetja aðildar­ríki til að bjóða sparnaðar­leiðir með skatta­legum hvötum

Hvetja aðildar­ríki til að bjóða sparnaðar­leiðir með skatta­legum hvötum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur beint þeim tilmælum til aðildarríkjanna að innleiða svonefnda sparnaðar- og fjárfestingarreikninga, sem hefur meðal annars verið gert í Svíþjóð með góðum árangri, sem myndu njóta skattalegs hagræðis í því skyni að ýta undir fjárfestingu og hagvöxt í álfunni. Hér á landi er þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði með minna móti og engir skattalegir hvatar til að ýta undir kaup í skráðum félögum.

Spyr hvort Þórunn hyggist tilnefna Trump til friðaverðlauna

Spyr hvort Þórunn hyggist tilnefna Trump til friðaverðlauna

Þingmaður Miðflokksins, Karl Gauti Hjaltason, varpaði í dag fram spurningu um hvort forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir, hygðist tilnefna Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels. Undir liðnum störf þingsins benti þingmaðurinn á að forseti ísraelska þingsins, Amir Ohana, ásamt forseta Bandaríkjaþings, Mike Johnson, hygðust hvetja þingforseta víða um heim til að tilnefna Trump til verðlaunanna á næsta ári. „Fyrir nokkrum dögum tókst að ná samningum um vopnahlé í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs og allir geta verið sammála um að forseti Bandaríkjanna á mestan þátt í átökunum linnti og gíslunum var sleppt,“ sagði Karl Gauti í ræðu sinni. „Leiðtogar víða um heim hafa tekið undir með forsetanum og þannig hafa til að mynda stjórnvöld í Pakistan tekið undir hvatningu hans. Frú forseti, má ekki gera ráð fyrir að forseti Alþingis muni taka vel í þessa hvatningu?“ Þórunn svaraði ekki spurningu þingmannsins sérstaklega en forseta ber ekki skylda til þess. Trump hlaut ekki friðarverðlaunin í ár, en hafði látið þau ummæli falla að það væri móðgun við Bandaríkin hlyti hann þau ekki.. María Corina Machado, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar, hlaut verðlaunin að sinni en tileinkaði þau Trump og venesúelsku þjóðinni.

Spyr hvort Þórunn hyggist tilnefna Trump til friðarverðlauna

Spyr hvort Þórunn hyggist tilnefna Trump til friðarverðlauna

Þingmaður Miðflokksins, Karl Gauti Hjaltason, varpaði í dag fram spurningu um hvort forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir, hygðist tilnefna Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels. Undir liðnum störf þingsins benti þingmaðurinn á að forseti ísraelska þingsins, Amir Ohana, ásamt forseta Bandaríkjaþings, Mike Johnson, hygðust hvetja þingforseta víða um heim til að tilnefna Trump til verðlaunanna á næsta ári. „Fyrir nokkrum dögum tókst að ná samningum um vopnahlé í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs og allir geta verið sammála um að forseti Bandaríkjanna á mestan þátt í átökunum linnti og gíslunum var sleppt,“ sagði Karl Gauti í ræðu sinni. „Leiðtogar víða um heim hafa tekið undir með forsetanum og þannig hafa til að mynda stjórnvöld í Pakistan tekið undir hvatningu hans. Frú forseti, má ekki gera ráð fyrir að forseti Alþingis muni taka vel í þessa hvatningu?“ Þórunn svaraði ekki spurningu þingmannsins sérstaklega en forseta ber ekki skylda til þess. Trump hlaut ekki friðarverðlaunin í ár, en hafði látið þau ummæli falla að það væri móðgun við Bandaríkin hlyti hann þau ekki.. María Corina Machado, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar, hlaut verðlaunin að þessu sinni en tileinkaði þau Trump og venesúelsku þjóðinni.

Stjórinn í leikbann

Stjórinn í leikbann

Enska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað Enzo Maresca, knattspyrnustjóra Chelsea, í eins leiks bann. Maresca fékk rautt spjald þegar hann fagnaði dramatísku sigurmarki Chelsea gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um þarsíðustu helgi.

Vilja myrkravin í Norðurþingi

Vilja myrkravin í Norðurþingi

Sveitarfélagið Norðurþing vill verða fyrsta myrkravinin á Íslandi. Hugmyndin snýst um að lágmarka ljósmengun og einblína á myrkrið og stjörnurnar í þjónustu við ferðamenn. Hjálmar Bogi Hafliðason, foseti bæjarstjórnar, segir tímabært að virkja myrkrið og horfa til himins. Hugmyndin um myrka ferðaþjónustu er ekki ný af nálinni. Hún er unnin í samvinnu við alþjóðlegu samtökin DarkSky sem veita dimmum ferðamannastöðum sérstaka viðurkenningu. Næturljósmyndun, stjörnubað og lautarferð undir stjörnuhimni Hugmynd DarkSky byggir á því að lágmarka ljósmengun og einblína á myrkrið og stjörnurnar. Samtökin hafa miðlað upplýsingum um ljósmengun allt frá árinu 1988. Tækifærin eru fjölmörg í Norðurþingi að mati Hjálmars og nefnir hann staði eins og Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi þar sem klettarnir geti verið mjög tilkomumiklir í næturmyrkrinu. Einnig nefnir hann stjörnubað, næturljósmyndun, næturhátíðir, lautarferðir í myrkrinu og jóga undir berum himni í Heimskautsgerði. Þá megi bæta við öðrum þáttum eins og gistingu sem einnig gæti fengið DarkSky-stimpil. Sífellt fleiri vilja upplifa kyrrð í hraðadýrkandi samfélagi Hjálmar segir Ísland kjörinn stað fyrir myrkravin, þar sem mikið myrkur sé stóran hluta ársins. Það sé sífellt vinsælla að fá að upplifa kyrrð í hraðadýrkandi samfélagi. Hann nefnir dæmi um garða í Skotlandi og Bandaríkjunum sem milljónir ferðamanna heimsæki ár hvert til þess að njóta myrkurs. Þá séu norðurljósin sérstakur bónus. „Þetta er kannski fyrst og fremst myrkrið og stjörnurnar. Svo bætum við í einmitt, þessi norðurljós sem við höfum hér, sem Einar Ben ætlaði að selja á sínum tíma. Nú er bara komið að því.“

Lands­bankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins

Lands­bankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins

Landsbankinn telur að dómur Hæstaréttar í gær gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra umsókna um íbúðalán verður því sett á bið fram yfir helgi, en unnið verður með viðskiptavinum að afgreiðslu þeirra lánsumsókna sem þegar eru í vinnslu hjá bankanum.